Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ1994 Fréttir VerkfáU meinatækna hefur staðið 1 sex vikur: Otvírætt verkf allsbrot að senda sýni utan - segir Asmundur Brekkan, formaður læknaráðs Landspítalans „Það er ótvírætt verkfallsbrot að senda sýni úr landi. Þó að þessi möguleiki hafi komið til umræðu er þetta ekki gerlegt. Það er í fyrsta lagi verkfallsbrot og í öðru lagi eru tengslin milli meinatæknafélag- anna erlendis það góð að enginn myndi vilja taka þetta að sér. Ástandiö er orðiö óviðunandi vegna sjúklinganna og staðreynd að það tekur mánuði að vinna þetta upp ef það er á annað borð hægt. Það er verið að kasta ótrúlegum fjármunum á glæ,“ segir Ásmund- ur Brekkan, formaður læknaráðs Landspítalans. „Þetta er náttúrlega óhæft ástand. Þær konur sem eru hjá okkur í Leitarstöð Krabbameinsfé- lagsins og hafa greinst með for- stigsbreytingar að krabbameini eru búnar að bíða frá 1. aprO eftir því að fá niðurstöðu úr speglunum. Um 60 konur bíða eftir niðurstöðu. Það er mjög erfitt fyrir þær sálar- lega að bíða svona. Þetta er orðið ófremdarástand og jafnframt mik- ilvægt aö afgreiðsla þessara mála gangi hratt fyrir sig,“ segir Kristján Sigurðsson yfirlæknir. „Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra hefur ekki rætt við mig um að koma með sátt- atillögu enda er það ekkert inni í myndinni eins og er. Ég er skyldug- ur til að boða fund innan hálfs mánaðar og boða fund ef annar hvor aðilinn óskar þess. Ég get boðað fund ef ég met stöðuna þann- ig að eitthvað hafi breyst en ég sé þaö ekki í myndinni eins og er,“ segir Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari. Upp úr viðræðum meinatækna og samninganefndar ríkisins slitn- aði á sunnudagskvöld eftir 40 klukkustunda samningafundi yfir helgina. Verkfall meinatækna hef- ur nú staðið í sex 'vikur og hafa deiluaöilar hist á 42 samningafund- mn, þar af 38 á vegum ríkissátta- semjara. Fundirnir hafa staðið í 220 klukkustundir í allt. Á Miklubraut eru nú framkvæmdir hafnar við gerð þriðju akreinarinnar norðan megin á milli Skeiðarvogs og Kringlumýrarbrautar. Áætlað er að verkinu Ijúki i ágúst samkvæmt upplýsingum frá gatnamálastjóra. DV-mynd S OECD um íslensk efnahagsmál: Langvarandi lægð framundan vegna ofveiði um árabil Akranes: Forn mannskjálki finnst Hluti af mannskjálka er nú í vörslu byggðasafnsins á Akranesi. Kjálkinn kom fram þegar verið var að leggja túnþökur milli íbúðarhúss og bíl- skúrs við Sandabraut á Akranesi um helgina. Kjálkanum var komið í vörslu lögreglu og þaðan í hendur Gunnlaugs Haraldssonar, safnvarð- ar byggðasafnsins, sem telur sýnt að kjálkinn sé forn. „Þetta er nú allt hreyföur jarðveg- ur. Þama hefur því eitthvaö komið upp við byggingu húsa fyrr á öldinni og þá liggiu- það í hreyfðum upp- grefti eða þá aö það hefur komið að seinna með aðfluttu efni. Ég hef hins vegar ekki náð í húsbyggjendur sem byggðu þarna um 1950 en þarna virð- ist samt ekkert vera að finna frek- ar,“ segir Gunnlaugur. Lýðveldisafmælið: Frímerki og bókum forsetana Póstur og sími mun gefa út fjögur frímerki 17. júní í tilefni 50 ára lýð- veldisafmælisins. Um er að ræða röð fjögurra frímerkja með myndum af forsetum íslenska lýðveldisins. Verð- giidi hvers frímerkis verður 50 krón- ur og eru þau hönnuð af Þresti Magn- ússyni. Samhliða útgáfunni mun Póstur og sími gefa út bók með stuttu ævi- ágripi forsetanna og er hún jafnframt hönnuð af Þresti. í bókinni verða tvær smáarkir með frímerkjum for- setanna fjögurra, önnur með fyrsta dags stimpli og hin óstimpluð. Eins og fyrr segir veröur stutt æviágrip forsetanna fjögurra í bókinni, en við upphaf hvers kafla verður frímerki með mynd hvers þeirra. í bókinni veröur því að finna frímerki fyrir samtais 600 krónur. Hrefna Ingólfs- dóttir, blaðafuUtrúi Pósts og síma, segir að bæði frímerkin og bókin hafi mikið söfnunargildi. Hún segir að vandað verði sérstaklega til þess- arar útgáfu en frímerkin eru prentuð hjá Helio Courvoisier. Einnig er væntanlegt, í tilefni lýð- veldisafmælisins, frímerki með mynd Gísla Sveinssonar sem var for- seti Alþingis viö lýðveldistökuna á Þingvöllum árið 1944. Efnahags- og framfarastofnunin í París, OECD, birti í gær ársskýrslu sína um íslensk efnahagsmál. í heild mega stjómvöld þokkalega vel við niðurstöðu skýrslunnar una hvað snertir efnahagsstjómun nema hvað landbúnaðarstefnan er gagnrýnd harðlega. OECD gerir ráð fyrir halla á viðskiptajöfnuði þar sem útflutn- ingsgreinamar muni ekki stuðla að hagvexti á þessu ári. „Langvarandi lægð í þjóöarbúskapnum er gjaldið sem íslendingar þurfa að greiða fyrir óhjákvæmilega eflingu þorskstofns- ins vegna ofveiði um árabil," segir m.a. í skýrslu OECD. OECD telur að stjómvöld verði framvegis að fylgja ráöleggingum fiskifræðinga og miða veiðina við það sem þeir telja öraggt ef takast eigi að ná fram hámarksnýtingu á fisk- stofnunum. Að mati OÉCD er kvóta- kerfiö „prýðilegt og sanngjamt fyrir- komulag" en sníða þurfi af því ýmsa annmarka. Stofnunin tekur undir hugmyndir um auðlindaskatt í sjáv- arútvegi. í skýrslunni kemur fram að stuðn- ingur ríkisins við íslenska bændur sé með því mesta sem þekkist innan OECD-ríkja. Hátt matvælaverö er gagnrýnt og verðmyndunin sömu- leiöis. „Verðmyndun, sem byggist á kostnaðarframreikningi og ákveðin er í nefndum og ráðum, ásamt ákvæðum um hámarksálagningu í heildsölu, dregur úr hvata til að nota bestu framleiöslutækni til aö há- marka hagkvæmni bæði til skamms og langs tíma. Þetta fyrirkomulag ber að leggja af hið fyrsta og taka í stað- inn upp kerfi þar sem markaðsöflin fá að ræöa,“ segir skýrsluhöfundur OECD m.a. um íslenska landbúnað- inn. Að mati OECD em beingreiðslur til bænda og meðfylgjandi 36% lækk- un útgjalda ríkissjóðs til landbúnað- armála „lofsverð stefnubreyting" en smám saman verði hægt að afnema beingreiðslurnar. Einnig ætti að end- urmeta önnur inngrip stjórnvalda í landbúnaðinn eða afnema þau með öllu. Þá segir í skýrslunni að land- búnaðarstefnari hafi óbeint stuölað að gróðureyðingu, stærsta umhverf- isvandamáli íslendinga, en hægt yrði að útrýma þeim vanda með því aö afnema verðstuðning við landbúnað- inn. Stuttar fréttir Athugasemdir Athugasemdum hefur veriö komið á framfæri viö útvarps- stjóra vegna stuöningsyfirlýsinga nokkurra starfsmanna Rásar 2 við R-listann, þ.á m. Sigurðar G. Tómassonar dagskrárstjóra. Bylgjan greindi fyrst frá þessu. Þröstur í bankaráð Alþingi hefur kosið Þröst Ólafs- son, aðstoðarmami utanríkisráö- herra, í bankaráð Seðlabankans i stað Ágústs Einarssonar sem eins og kunnugt er sagði af sér formennsku í ráðinu. Hættulegt bland i poka Slysavamafélag íslands varar við sælgæti sem kallaö hefur ver- ið „bland í poka“. Dæmi eru um að sælgætiö hafi setiö fast í koki ungra bama. Ekkertkaiítúnum Til þessa hafa engar fregnir borist um meiri háttar kal í tún- um. Samkvæmt Timanum er lúns vegar viöa klaki í túnum. Móðgaðir embættismenn Stjórnvöld og borgaryfirvöld móðguðu stóran hóp háttsettra embættismanna og ráðherra frá mörgura noröurþjaralöndum með því að virða þá eklú viðlits þegar þeir heimsóttu ísland í gær. RUV greindi frá þessu. Ráðstefna fatlaðra Alþjóðleg ráðstefria um málefni fatlaöra verður haldin í Reykja- vík í byrjun júni nk. Útiiegukindur til byggða Fjórar útilegukindur komu til byggða á Reykjaströnd í Skaga- firði í gærmorgun en talið var að þær höfðu drepist i haust. Ein þeirra var nýborin og önnur komin að burði. RÚV greindi frá þessu. Þokkaleg humarveiði Fyrstu humarbátarnir eru farnir að landa afla sínum eftir að humarveiðin hófst um síðustu helgi. Veiöín hefur verið þokka- leg en gott verö fæst fyrir humar á erlendum mörkuöum. TaphjáBorgey Borgey hf. á Höfn tapaði 114 milljónum í rekstri síðasta árs. Þetta kom fram í Morgunblaðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.