Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994
5
Fréttir
Smásagnasamkeppnin Tígrapenninn:
Á annað hundrað manns
við verðlaunaaf hendinguna
Á annaö hundrað manns voru viö-
stödd þegar verðlaunin í smásagna-
samkeppninni Tígrapennanum voru
aíhent í Kringlunni á laugardag. í
keppninni áttu þátttakendur að
skrifa smásögu um íslandsævintýri
Tígra, lukkudýrs Krakkaklúbbs DV.
Var þátttaka mjög góð en um 1.500
smásögur bárust í keppnina. Voru
sögur 50 ungra höfunda valdar til
birtingar í bók sem kemur út síðar.
Af þessum 50 voru síðan valdir tólf
úr fjórum aldursflokkum sem verð-
launaðir voru sérstaklega með áletr-
uðum Lamy penna eöa htakassa.
í dómnefnd áttu sæti þær Sigríður
Sigurðardóttir og Halldóra Hauks-
dóttir frá DV, Páll Dungal frá Penn-
anum og Einar Halldórsson frá
Pennanum.
Þeir sem fá smásögu sína um ís-
landsævintýri Tígra birta á bók eru:
Auður Magndís Leiknisdóttir, He-
lena Kristinsdóttir, Guðbjörg Þóra
Ingimarsdóttir, Linda Dögg Þorgeirs-
dóttir, Ámi Már Ólafsson, Ragnheið-
ur Gísladóttir, Sturla Viðar Jaokobs-
son, Hafþór Magnús Kristinsson,
Tinna Kristín Þórðardóttir, Ásta Ey-
björg Þorsteinsdóttir, Hilmir Hall-
dórsson, Elva Díana Daviðsdóttir,
Eva María Pálsdóttir, Brynjólfur
Már Georgsson, Bjamey Sigurðar-
dóttir, Amfríður Hafþórdóttir, Halla
Marinósdóttir, Guörún Stella Ág-
ústsdóttir, Kolbrún Hauksdóttir,
Andri Freyr Jónsson, Sigríður Anna
ísleifsdóttir, Anna Margrét Amar-
dóttir, Elín Ósk Helgadóttir, Pétur
Ingi Gíslason, Elfa Steinarsdóttir,
Rakel Magnúsdóttir, Katrín Ösp
Magnúsdóttir, Katrín Kolka Jóns-
dóttir, Rósa Konný Jóhannesdóttir,
Tinna Guðbjartsdóttir, Kristín Erla
Jónsdóttir, Aðalheiöur Kristjáns-
dóttir, Stemþór Hróar Steinþórsson,
íris Dögg Oddsdóttir, Kristjana
Margrét Svansdóttir, Pétur Logi Stef-
ánsson, Andri Ómarsson, Ketill Sig-
urður Jóelsson, Hildur Káradóttir,
Silja Rós Sigurmonsdóttir, Sunna
Axelsdóttir, Andri Bucholz, Jón Óli
Helgason, Guðrún Eva Sigurðardótt-
ir, Vala Margrét Árnadóttir, Linda
Hrönn Armannsdóttir, Pálína Valdi-
marsdóttir, Karitas Sveinsdóttir,
Eyjóhur Fannar Scheving Jónsson
og Jóhanna Sigurjónsdóttir.
milljóna tap
á hitaveitu
Tap á Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar árið 1993 var um
204 milljónir króna. Eígnir eru
um 1253 milljónir en skuldir sam-
tals 1889 milljónir.
„Það má segja að þetta fari
versnandi en mikill hluti tapsins,
eöa um 160 milljónir, er vegna
gengistaps umfram verðlags-
breytingar," segir Ingólfur
Hrólfsson hitaveitustjóri,
Að sögn Ingólfs ríkir enn ósam-
komulag milli Akurnesinga og
Borgnesinga um stofhun orku-
bús. Skrifað var undir samning
um stofhun undirbúningsfélags
1987 sem átti að kanna hag-
kvæmni þess að stofna orkubú á
svæðinu.
„í samningum er gert ráð fyrir
því aö menn stofni orkubú leiði
athuganir í Ijós aö það sé hag-
stæöur kostur. Við teþum að svo
sé. Borgnesingar vilja hins vegar
selja rafmagnsveituna til Raf-
magnsveitna ríkisins og létta
þannig ó skuldum," segir Ingólf-
ur.
býður fram
í Bessastaðahreppi hefur verið
lagður frara Álftaneslistinn til
komandi sveitarsfjórnarkosn-
inga. Álftaneslistinn er boðinn
fram af félaginu Álftnesingur en
það er nýtt félag sem býöur nú
fram í fyrsta sinn.
Eftirtaldir skipa efstu sæti
Álftaneslistáns:
1. Kjartan Sigtryggsson örygg-
isfulltrúi, 2. Sigrún Jóhannsdótt-
ir kennari, 3. Janus Guölaugsson
námsstjóri, 4. Bragi J. Sigurvins*
son, starfsmaður ÍSAL, 5. Guðrún
Gísladóttir kennari.
Andri Ómarsson tekur við hér verðlaunum sínum, litakassa, úr hendi Halldóru Hauksdóttur, umsjónarmanns
Krakkaklúbbs DV. DV-myndJAK
Garöaúðun:
Nauðsynlegt
aðsækjaum
starfsleyfi
„Mikil óánægja hefur veriö með
gömlu reglurnar og því þótti
ástæða til aö setja nýja reglugerð.
Fólk hefur kvartað við okkur um
að þeir sem stunda garðaúöun
kunni ekki til verka og séu bara
með vatn í brúsunum. Sam-
kvæmt gömlu reglunum sóttu
bara þeir sem notuðu mjög sterk
eiturefni um leyfi til okkar þann-
igað allir sem vildu gátu stundað
garöaúðun. Núna þurfa þeir sem
hafa garðaúðun að atvinnu að
sækja um leyfi og fá það ef þeir
uppfylla skilyröi um lágmarks-
menntun," segjr Sigurbjörg
Gísladóttir, forstöðumaður eitur-
efnasviös Hollustuverndar ríkis-
ins.
Samkvæmt nýjum reglum um
garðaúðun þurfa einstaklingar,
sem stunda garðaúðun í atvinnu-
skyni, að sækja um starfsleyfi til
Hollustuverndar ríkisins áður en
garöaúðun hefst í vor og hefur
enginn heimild til aö stunda
garðaúöun nema hann hafi leyfi.
Þeir sem hafa leyfi eíga að bera
á sér leyfisskírteini við störf sín
og framvísa þeim þegar þess er
óskað. Samkvæmt reglugerðinni
er hægt að beita refsiákvæðum
sé eitri úðað í leyfisleysi.
„Enginn hefur enn sótt um leyfi
til okkar en við ætlum að fylgja
reglugerðinni eftir og auglýsa
reglurnar. Allir sem stunda
garðaúðun í atvinnuskyni þurfa
leyfi þó að einstaklingamir geti
áfram eitrað i görðum sínum án
þess að þurfa leyfi," segir hún.
íslenskt forrit fyrir framhaldsskóla lagað að sænskum aðstæðum:
Heildarpakkinn
af hentur í haust
- hefiirþegar fært þjóðarbúinu 200 miUjónir, segir Þórhannes Axelsson hjá Tölveli
Unnið er að því að lagfæra íslenskt
töfluforrit, sem notað er í flestum
framhaldsskólum hérlendis til að
halda utan um nemendabókhald og
töflugerð, með sölu til Svíþjóöar í
huga.
Gert er ráð fyrir að endurbótum á
kerfinu verði lokið í september og
verði þá hægt aö taka það í notkun.
Búist er við að markaður með allt
að 500 framhaldsskólum geti opnast
í Svíþjóð ef kerfið reynist vel. Um
þessar mundir er verið aö setja það
upp til reynslu í framhaldsskóla í
smábænum Engelholm syðst á Skáni
en skólayfirvöld þar eru að þróa
áfangakerfi svipað því íslenska eins
og annars staðar í Svíþjóð.
„Hátt í 2.000 Svíar hafa komið hing-
að til lands síðustu tvö árin sem þýð-
ir lágmark um 200 milljónir fyrir
þjóðarbúið þannig að þetta tölvu-
verkefni er þegar farið að skila okkur
miklum peningum. Við værum ekki
að þessu nema við gerðum okkur
góðar vonir um að geta markaðssett
þessa vöru enda er þetta okkar sér-
svið og 20 ár frá því við íslendingar
byggöum áfangakerfið upp,“ segir
Þórhannes Axelsson, eigandi tölvu-
fyrirtækisins Tölvalar, en hann hef-
ur unnið að markaðssetningu á for-
ritinu og kynnt það á ráðstefnum
erlendis að undanfomu.
„Við stefnum að því að afhenda
kerfiö í september. Sveitarfélögin
hafa ekki pantaö kerfið beint en það
em margir sem bíða. Við erum að
vinna með Svíunum í því að setja
þetta upp í Engelholm gymnasie-
skola en þar em okkar samstarfsað-
ilar. Við ætlum að setja kerfið upp á
einum stað nú í vor og prófa það
þar. Við látum það ekki neitt annað
fyrr en komið hefur í ljós hvernig
það gengur,“ segir hann.
„Ég er tiltöiulega sáttur við það
verð sem við fáum fyrir kjötið
miðað við það verð sem gildir á
heimsmarkaði," sagði Guðmund-
ur Lárasson, formaöur Lands-
sambands kúabænda, í samtali
við DV í gær. Kúabændur munu
í vikunni ganga frá sölu á um 70
tonnmn af kýrkjöti til Slóveníu.
Guðmundur vildi að svo stöddu
ekki gefa upp nákvæmt verð þar
sem ekk hefur verið skrifað undir
samninga ennþi
Beöið er eftir að hægt verði að
skipa kjötinu út þar sem það er
geymt í frystigeymslum í Haíhar-
firði. Viðeigandi yfirvöld í Slóve-
niu eiga eftir að viðurkenna þau
íslensku sláturhús sem um var
að ræða en síðan mun að líkind-
um verða gengið frá samningum.
Guðmundur sagði að eiginlega
heíði verið búið aö seljakjötiö til
Albaníu sem framlag íslands í
þróunaraðstoð en fiármagn hefði
ekki dugaö fyrir öilu kjötinu þeg-
ar upp var staðið.
LaxáíKjós:
Fyrsti laxinn
„Þetta var 7-8 punda lax og lá
rétt fyrir neöan Laxfossinn. Við
Ragnheiður, konan mín, sáum
fiskinn vel í fossinum. Á þessum
stað sér maður yfirleitt fyTstu
laxana á vorin,“ sagði Þórarinn
Sigþórsson tahnlæknir en liann
sá fyrsta lax sumarins i Laxfoss-
inum í Laxá í KSós í gærdag.
„Þessi iax er mættur snemma í
ána og hann var einn þarna 1 foss-
inum. Yfirleitt koma fyrstu lax-
arnir um og eftir hvítasunnuna.
Þetta var ekki niðurgöngufiskur,
við vorum sammála um það, við
Óli veiðivörður á Valdastöðum,“
sagði Þórarinn sem mun opna
Laxá í K)ós þann 15. júní næst-
komandi. Það boðar gott fyrir
Laxá að laxmn mætir svona
snemma í ána.
leiningí
Kosiðum
nöfnásuður-
fjörðum
íbúar í Patreksfirði, Barða-
strandarhreppi, Rauðasands-
hreppi og á Bíldudal greiða at-
kvæöi um nýtt nafn á sameinaö
sveitarfélag þessara fiögurra
sveitarfélaga um leið og nýir
bæjarfulltrúar verða kosnir í
kosningunum 28. maí. Greidd
verða atkvæði um fimm tillögur:
Vesturbyggð, Suðurfiarðabyggð,
Baröabyggð, Suðurfiarðabær og
Pjallabyggö.
Auglýst var eftir nöfnum á nýja
sveitarfélagið í vetur og bárust
180 tillögur með 93 nöfnum. Björn
Gíslason, forraaður sameiningar-
nefndarinnar í Vestur-Barða-
strandarsýslu, segir að mikið hafi
verið stungið upp á sömu nöfnun-
um með mismunandi endingum.
Þannig hafi nafnið Suðurfirðir
komið f ýmsum útgáfum, til
dæmis Suðurfirðir, Suðurfjarða-
byggð og Suðurfiarðabær.
Aðrar tiUögur voru meðal ann-
ars þessar:
Fjarkinn, Tröllaströnd, Trölla-
sveit, Vesturhyma, Fagralands-
hérað, Látravík, Látrabyggð.