Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAl 1994 Stjómmál Spurt í Grindavík: Hver verða úrslit kosninganna? Aldís Einarsdóttir húsmóðir: Ég á von á því að þetta verði svipað áfram, verði óbreytt. Þórður Stefánsson hótelstjóri: Sjálf- stæðismenn tapa manni til Fram- sóknar sem fær þrjá menn, ég held það. Hitt verður óbreytt. Alþýðu- flokkurinn mun örugglega halda sín- um mönnum, þeir eru meö ansi góð- an mannskap. Jónatan Hallgrímsson sjómaður: Eg veit þaö ekki en það mun breytast. Ég held að Framsókn fái þrjá, sjálf- stæðismenn haldi sínum tveimur, Alþýðuflokkurinn muni tapa einum og Alþýöubandalagið haldi sínum manni. Óskar Gislason, fyrrverandi sjómað- ur: Ég veit það ekki en ég er helst á því að einn falli út hjá krötum eða Alþýðubandalaginu yfir til sjálfstæð- ismanna sem fá þá þrjá menn, ef ein- hver breyting verður. Bjarni Ólason matreiðslumeistari: Mín spá er að framsóknarmenn fái þijá menn, Sjálfstæðiflokkurinn tvo, Alþýðuflokkurinn einn og Alþýðu- bandalag einn. Guðjón Jónsson framkvæmdastjóri: Sjálfstæðismenn halda sínum tveim- ur, framsóknarmenn rétt halda sín- um tveimur, Alþýðubandalagið mun ná tveimur mönnum á kostnað Al- þýðuflokksins sem fær þá einn mann. Grindavlk Atvinnumálin efst á baugi Aðalkosningamál flokkanna í Grindavík eru atvinnumál og að menn séu vakandi fyrir nýjum at- vinnutækifærum sem bjóðast. Hafn- armálin, dýpkun hafnarinnar og smábátahöfnin eru ofarlega á baugi. Stærstu skip Grindvíkinga komast ekki inn til löndunar þar. Þá eru það skólamálin. Grunnskól- inn er orðinn alltof lítill og er fyrir- hugað að byggja nýjan og glæsilegan skóla. Flokkamir hafa allir áhuga á Margrét Gunnarsdóttir, D-lista: Höfnin stórmál „Atvinnumálin eru ofarlega á stefnuskrá okkar. Áfram verði hald- iö uppbyggingu í atvinnumálum í bænum og að styrkja einstaklingana, styðja við bakið á þeim, og það eru þeir sem hafa frumkvæðið. Atvinnu- þróunarsjóður var stofnaður á síð- asta kjörtímabili til að styrkja ný- sköpun í atvinnu og stuðla að at- vinnumálum hér. Við þurfum að byggja nýjan skóla og verður það stærsta verkefnið á næsta ári og sem mun taka stærsta hluta af fram- kvæmdafé bæjarins næstu árin. Við verðum að vinna vel að því máli,“ sagði Margrét Gunnarsdóttir, efsti maður á D-lista Sjálfstæðisflokks. „Vinna þarf áfram að uppbyggingu hafnarinnar með dýpkun innan hennar og innsiglingin verði löguð. Hugað verði betur að smábátahöfn- inni og unniö að langtíma skipulagi fyrir hafnarsvæðið. Aðalatvinnuveg- ur okkar verður alltaf sjávarútvegur en nú munum við fara að vinna að ferðamannaþjónustunni og þeim at- vinnutækifærum sem þar eru. Vinna að málum sem vekja áhuga ferða- mannsins til að koma hingað og það mun auka alla þjónustu í bænum. Það verður stefnt að því að fegra gamla bæinn og umhverfi hans sem er mjög fagurt svæði. Fjárhagsstaða bæjarins er mjög góð og munum við Hallgrímur Bogason, B-lista: Allir haf i vinnu „Atvinnumáhn eru sett í fyrsta sæti. Við ætlum að vinna með opnum huga í leit að nýjum atvinnutækifær- um. Ætlum þó ekki að lokka til okk- ar fyrirtæki og veita bæjarábyrgðir á báða bóga, þannig verður ekki far- ið að. Það sem mest brennur á okkur er fyrirhuguð skólabygging - að tryggja framtíðarlausn húsnæðis grunnskólans. Höfnin verður alltaf lífæð okkar um ókomna framtíð. Þar verður að gera stórátak. Hún er orö- in of grunn fyrir okkar stóru skip. Vinna þarf af krafti að uppbyggingu og dýpkun hafnarinnar og strax haf- in bygging smábátahafnar sem er lít- il og aðstaða léleg,“ sagði Hallgrímur Bogason, efsti maður á B-lista Fram- sóknarflokks. „Öll málefni sem við erum með á stefnuskránni tengjast fjölskyldu- málum. Meðan atvinnuleysi er þá er fyrsta fjölskyldumálið að allir fái að halda sinni atvinnu. Við viljum að þrýst verði á vegaframkvæmdir á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar og lokið verði við vegarkaflann frá Stað að Reykjanesi. Við ætlum að halda áfram að vera í sérstöðu með góða stöðu bæjarsjóðs. Meðan önnur bæjarfélög eru skuldug miðað við að snyrta gamla bæinn. Nýta hann til útivistar og fegra umhverfi hans. Lítið sem ekkert er farið aö spá í úrsht kosninganna í Grindavík og segja menn að þetta sé rólegasta kosningabarátta sem þar hefur verið. Margrét Gunnarsdóttir. stuðla að svo verði áfram ef við verð- um við stjórn.“ Hallgrímur Bogason. hvern íbúa þá eru Grindvíkingar með eignir á hvern íbúa og það má ekki slaka á þar.“ Hinrik Bergsson, G-lista: Látum ekki kaupa okkur „Atvinnumáhn eru ofarlega hjá okkur. Fyrir flórum árum lögðum við til að stofnaður yrði atvinnuþró- unarsjóður sem var síðan reyndar stofnaður en við vorum ekki sáttir hvernig það þróaðist. Þessi sjóður hefur bjargað einhveiju hér í bænum og við munum vinna að því að hann nýtist okkur á næsta kjörtímabili," sagði Hinrik Bergsson, efsti maður á G-hsta Alþýðubandalags. „Atvinnumáhn tengjast ferða- mannaþjónustunni. Við htum til Svartsengissvæðisins og ætlum að þrýsta á að heilsufélagið við Bláa lónið haldi vöku sinni og standi við þau fyrirheit sem gefin hafa verið um uppbyggingu á svæðinu. Það er loforð ahra flokka að nú sé komið að skólanum; að húsnæðismál hans verði leyst. Við vhjum leysa þau á annan hátt en meirihlutinn hefur samþykkt. Við viljum gera það í áföngum, sem nýtist okkur strax og við ráðum við flárhagslega. Þannig að við stofnum ekki til það mikhla skulda að við verðum keyptir tU að sameinast Suðumesjabæ. Ég var mjög ósáttur með meirihlutann á síð- asta kjörtímabili þegar Grindavíkur- bær afsalaði sér forkaupsrétti á land- inu sem Vatnveita Suðurnesja keypti Kristmundur Ásmundsson, A-lista: Höf nin forgangsverkef ni „Atvinnumálin eru efst hjá okkur. í Grindavík höfum við þurft að búa við sl. 3 ár aö aht að 10% af vinnu- færu fólki hafi gengið um atvinnu- laus. Við viljum að mörkuð verði ákveðin stefna í atvinnumálum sem taki mið af því sem fyrir er í bænum þannig að atvinnurekendur hér í bæ viti nákvæmlega að hveiju þeir gangi næstu 10-20 árin. Höfnin verður allt- af lífæð Grindavíkur og er næst- stærsta fiskihöfn landsins en samt komast ekki stærstu bátamir að hér vegna slæmrar innsighngar. Þaö hefur engin stefna verið mörk- uð í málefnum hennar þrátt fyrir að komi í ljós hvað aökallandi það er. Við munum hafa það forgangsverk- efni að finna á því máli varanlega lausn og marka málefni hennar vel. Það þarf líka að verja höfnina fyrir sjógangi því þegar háflæði er hggja mannvirki undir skemmdum," sagði Kristmundur Ásmundsson, efsti maður á A-hsta Alþýðuflokks. „Ofarlega hjá okkur er gmnnskól- inn sem er orðinn ahtof þröngur og lítiU. Við verðum að taka á brýnustu þörfmni strax, að koma upp bygg- ingu, sem verður rúmgott húsnæði fyrir börnin í bænum á næstu 5-6 ámm. Það er mest aökahandi allra verkefna bæjarins er varða þjónustu við flölskyldumar. Varðandi flármál bæjarins vUjum við benda á möguleika á hagstæðari lánum á stærri lánamarkaði sem Hinrik Bergsson. á 18 miUjónir. Þar með á nýja sveitar- félagið 25 hektara lands í landi Grindavíkur." Kristmundur Ásmundsson. skapast hefur með tilkomu EES um áramótin og gæta ýtrustu aðhalds- semi í hvívetna." Miklar breytingar verða á næstu bæjarstjórn. Fjórir núverandi bæjar- fulltrúar hætta. Þeir sem ekki gáfu kost á sér voru báðir framsóknar- mennirnir sem sitja í bæjarstjóm, HaUdór Ingvason og Bjarni Andrés- son, Jón Gröndal, Alþýöuflokki, og Eðvarð Júhusson, Sjálfstæðisflokki. Þrír flokkanna, Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur, fengu tvo menn kjöma í síð- ustu kosningum. Alþýðubandalagið einn mann. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynda meiri- hluta í bæjarstjórn. A kjörskrá í Grindavík eru 1430. íbúar era 2200. Bæjarstjóri Jón Gunnar Stefánsson. Umsjón Ægir Már Kárason Úrslitin 1990 í kosningunum 1990 voru flórir Ust- ar í framboði, þeir sömu og nú. A-Usti Alþýðuflokks fékk 358 atkvæði og tvo menn kjörna. B-listi Fram- sóknarUokks fékk 326 atkvæði og tvo menn kjörna. D-hsti Sjálfstæðis- flokks fékk 306 atkvæði og tvo menn kjörna. G-hsti Alþýðubandalags fékk 154 atkvæði og einn mann. Þessir voru kjömir í bæjarstjórn 1990. Jón Gröndal (A), Kristmundur Ás- mundsson (A), Bjami Andrésson (B), Hahdór Ingvason (B), Eðvarð Júhus- son (D), Margrét Gunnarsdóttir (D), Hinrik Bergsson (G). Framboðslist- ar í Grindavík A-listi Alþýöuflokksfélags: 1. Kristmundur Ásmundsson 2. Hulda Jóliannsdóttir 3. Pálmi Ingólfsson 4. Sigurður Gunnarsson 5. Höröur Helgason 6. Faimý Erlingsdóttir 7. Magnús Andri Hjaltason B-listi Framsóknarflokks: 1. Hallgrimur Bogason 2. Valdís Kristinsdóttir 3. Sverrir Vilbergsson 4. Kristrún Bragadóttir 5. Róbert Tómasson 6. Anna Maria Sigurðardóttir 7. Símon Alfreösson D-listi Sjálfstæðisflokks: 1. Margrét Gunnarsdóttir 2. Hahdór Halldórsson 3. Ólafur Guðbjartsson 4. Ólöf Þórarinsdóttir 5. Jón EmU Halldórsson 6. Þorgerður Guðmundsdóttir 7. Kjartan Adolfsson G-listi Alþýðubandalags: 1. Hinrik Bergsson 2. Valgerður Á. Kjartansdóttir 3. Guðmundur Bragason 4. Hörður Guðbrandsson 5. Sigurður Jónsson 6. Unnur Haraldsdóttir 7. Eyþór Björnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.