Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Eitt síðasta tækifærið
Nú eru að verða síðustu forvöð að byija að fara alveg
eftir tillögum fræðimanna um minni sókn í þorskstofn-
inn. Hingað til hefur árleg veiði verið töluvert umfram
tillögur Hafrannsóknastofnunar, síðustu árin yfir hættu-
mörkum, svo að hrun þorskstofnsins blasir nú við.
Nýtingamefnd fiskistofna hefur lagt til þá reglu, að
þorskafli verði á hveiju ári ekki meiri en 22% af veiði-
stofni þorsks. Þar sem veiðistofninn er nú um 600 þúsund
tonn, jafngildir þetta tillögu um 130 þúsund tonna þorsk-
veiði á næsta fiskveiðiári. Þetta er raunar reiðarslag.
Á yfirstandandi fiskveiðiári stóð til að veiða 165 þús-
und tonn. Veiðin fer hins vegar langt yfir hættumörk,
sem eru talin vera 175 þúsund tonn. Hún fer í um það
bil 200 þúsund tonn á fiskveiðiárinu og stuðlar eins og
veiði fyrri ára að hruni þorskstofns og þorskveiða.
Við höfum búið við það böl í mörg ár, að ráðherra
leyfir nokkru meiri veiði en fiskifræðingar mæla með
og að síðan verður aflinn í raun töluvert hærri en ráð-
herrann leyfði. Stafar það einkum af leyfilegum veiðum
utan kvóta, sem menn spara sér að reikna með.
Vítahringurinn hefnir sín nú, þegar þjóðin á aðeins
tvo kosti, annan slæman og hinn ófæran með öllu. Fyrri
kosturinn er að byrja að haga sér eins og menn og hætta
að éta útsæðið. Síðari kosturinn er að halda áfram núver-
andi veiðum, unz þorskveiði leggst senn af með öllu.
Sérstaklega verður að víta þá stjómmálamenn, sem
mestu ráða um sjávarútveg. Þeir hafa leikið sér að því
að setja aflahámark, sem er marklaust, af því að hluti
aflans er utan útreiknings um hámark. Þannig hafa til
dæmis sjávarútvegsráðherrar hagað sér án ábyrgðar.
Lengi hefur verið ljóst þeim, sem vita vilja, að setja
þarf miklu strangari skorður við trilluveiðum. Stjórn-
málamenn hafa hins vegar glúpnað fyrir frekju og hótun-
um hagsmunaaðila á því sviði. Það er hluti skýringarinn-
ar á, hversu illa er komið fyrir þorskstofninum.
Enginn skortur er á skottulæknum og töframönnum,
sem vilja færa mönnum huggun og sælu á þessu sviði.
Þeir eru studdir nokkrum vatnalíffræðingum og veður-
fræðingum, sem leika sér að eldi með því að egna óbil-
gjaman. Saman ráðast þessir aðilar á fiskifræðina.
Niðurstaðan af þessum ljóta leik er alltaf hin sama:
Þar sem fiskifræðin er ónákvæm fræðigrein, er óhætt
að fara ekki eftir henni og ævinlega í þá átt að veiða
meira en hún mælir með. Þessi óskhyggja er alfa og
ómega ofveiðinnar og helzta orsök íslenzku kreppunnar.
Fyrir ári mátti öllum ljóst vera, að leyfilegur afli sam-
kvæmt ákvörðun ráðherra og afli utan kvóta mundu
samanlagt fara yfir hættumörk. Á þetta var meðal ann-
ars bent hér í blaðinu. Samt ímynduðu menn sér, að
niðurstaðan væri upphaf að bjartari tíma í sjávarútvegi.
Enn er bjartsýni á ferð. Þegar fisknýtingamefnd seg-
ir, að bezt sé að veiða ekki meira en 130 þúsund tonn og
að hættumörk séu við 175 þúsund tonn, em ráðherra og
hagsmunaaðilar þegar famir að gæla við hærri töluna
og við framhald á veiðum utan skömmtunarkerfisins.
í mörg ár hafa ráðamenn stjómmála og sjávarútvegs
haft árlegt tækifæri til að líta raunsætt á möguleika líð-
andi stundar. Þeir hafa á hverju ári fallið á prófinu með
þvi að stuðla að veiðum, sem em langt umfram markið,
sem gefur mestan arð, þegar til langs tíma er htið.
Enn höfum við tækifæri til að snúa af óheillabraut
Færeyinga. Við getum enn gripið í taumana og farið nið-
ur í 130 þúsund tonn til að tryggja framtíð þorskveiða.
Jónas Kristjánsson
„Hugmyndin um sjálfstæða einstaklinginn á ekki samleið með hegðun okkar.“
Kosningaóskhyggja
Það eru ýkjur að kosningarnar í
vor verði spennandi, jafnvel ekki
einu sinni þser í Reykjavík. Einu
gildir þótt ýmsir hafi geflð sér
gleðileg úrslit fyrirfram. Það er
þjóðarsiður að halda galvaskir út í
vissuna í von um að rekast á hið
óvænta og sætta sig síðan við það
sama.
Krókur á móti bragði
Til að tryggja sér tálvon vissunn-
ar virti Sjálfstæðisflokkurinn ekki
niðurstöður forkosninganna og lét
þann „vægja sem vitið hefur
meira“ af ótta við að herskáa sam-
fylkingin með góðhjartaða málæð-
ið mundi sigra.
Þeir kjósendur sem lifa á háði
töldu að minnihlutinn í borgar-
stjórn hefði valið litlu gulu hænuna
fyrir borgarstjóraefni sitt af því að
hún hefði farið svo oft á stjórn-
málaferli sínum á milli hænsna-
kofa hugsjóna og flokka, að hún
hefði glatað litnum fyrir löngu og
væri því heppilegt sameiningar-
tákn fyrir upplitað framboð.
Klækir eru ekki sniðmr fyrir sér-
staka hópa, í þeim er flest á sömu
bókina lært, og enginn í stjórnmál-
um lærir það vel af reynslunni að
hann læri aö forðast sömu bókina.
Þess vegna kemur stöðugt sami
krókur á móti bragði með þeim af-
leiðingum að útvaldir vita alla
skapaða hluti, en kunna ekki að
skapa neinn. Þetta á einkum við
um íslensk stjórnmál. Þau eru
fremur í ætt við neyslu, einkum
fréttaneyslu, en ferskar hugmynd-
ir.
Þriðja eða fjórða aflið
Vilji kjósenda er órannsakanleg-
ur á tímum upplausnar og óvissu.
Þannig tímar eru núna. Afleiðingin
er hræðslubandalag og átök út í
KjáUarinn
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
hött. Flestir viti að traust samfélög
forðast átök en vinna í staðinn jafnt
og þétt. Oft hendir við aðstæður
óvissunnar, að fram kemur þriðja
eða fjórða aflið, sem vekur vonir
og sópar að sér atkvæðum á síðustu
stundu.
Aflið sem birtist er illu heilh
stundum framgangur einhverrar
fígúru, sem fólk kýs vegna þess að
þegar trausta forræðið bregst, þá
taka þegnamir upp á því að nota
skopskynið og kjósa fígúruna.
Með háðsbros á vör
Stór hluti kjósenda getur ekki
kosið R-Ustann af því að hjá honum
er á oddinum fuUtrúi aðskflnaðar-
stefnu, ekki bara kynjanna, heldur
boðar KvennaUstinn þá stagl-
kenndu, gaggandi hugmyndafræði,
að reginmunur sé á þörfum þeirra
og ábyrgð í samfélaginu.
Þegar flokkur með þannig gildis-
mat sameinast öðrum, geta róttæk-
ir ekki kosið bandalagið. Annað
mundi stríða gegn hugmyndum
þeirra um samvirkt lýðræði karla
og kvenna, hvítra og svartra. í
væntanlegum kosningum verða
slíkir kjósendur að sitja heima með
háðsbros á vör, vegna þess að kosið
er um það sem kynni að henta öll-
um.
Von var, að gefnar niðurstöður
mundu raskast, ef maður á borð
við Albert Guðmundsson byði sig
fram. í margra augum var hann
íslenski draumurinn um manninn
sem fer sína leiö. Þetta er tálsýn.
Hugmyndin um sjálfstæða ein-
staklinginn á ekki samleið með
hegðun okkar. Þegar á reynir víkur
draumurinn fyrir veruleika smá-
borgarans.
Guðbergur Bergsson
„Klækir eru ekki sniðnir fyrir sérstaka
hópa, í þeim er flest á sömu bókina
lært, og enginn í stjórnmálum lærir það
vel af reynslunni að hann læri að forð-
ast sömu bókina.“
Skoðanir annarra
íslenskur hugbúnaður
„Töluverðar væntingar hafa verið bundnar við
hugbúnaðargerð hér á landi undanfarin ár... Er-
lend samkeppni getur leitt af sér nauðsynlegt aðhald
í hugbúnaðarframleiðslú líkt og annarri framleiðslu.
Forráðamönnum íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja
þykir þó samkeppnin ekki alveg vera á jafnréttis-
grundvelli þegar þeir frétta af íslenskum fyrirtækj-
um og stofnunum sem kaupa erlenda hugbúnaðar-
pakka án þess svo mikið sem að kíkja á þá íslensku
sem eru í boði.“ HKF í Viðskiptabl. Mbl. 12. maí.
Gegn EES, gegn GATT!
„ Hjól atvinnulífsins snúast hægar þar sem hag-
vöxtur er enginn. Áfram er treyst á flskveiðar sem
lífakkeri hins unga lýðveldis. Óg stjómmálamenn-
imir standa í hópum niður á Alþingi og berjast með
kjafti og klóm gegn öllum framfórum í íslensku at-
vinnulífi: Gegn ESS, gegn GATT, gegn afnámi sér-
hagsmuna og einokunar, gegn eðlilegri samkeppni,
gegn innflutningi á matvöm og öðrum nauðsynja-
vömm sem stórlækkar vöruverð til neytenda, gegn
sjálfvirkni í ríkisútgjöldum og óhóflegri eyðslu á fjár-
munum skattgreiðenda.“
Ur forystugrein Alþbl. 12. maí.
NAFTA-aðild íslands
„íslensk stjómvöld hafa undanfarin misseri
fylgst með þróun mála vestanhafs... Ef ísland
ákveður að vera utan ESB, eitt fárra Evrópulanda,
liggur fyrir að tryggja verður viðskiptalega hags-
muni með öðrum hætti..Ef ísland nær fríverslunar-
samningi við Bandaríkin eða jafnvel aðild að NAFTA
verður landið væntanlega í þeirri einstöku aðstöðu
að hafa fríverslun bæði við Evrópu og Bandaríkin.
Þetta er aðstaða sem ekkert annaö land hefur.“
Ólafur Arnarson í Viðskiptablaðinu 11.-17. maí.