Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994
Spumingin
Hverjir verða íslands-
meistarar í fótbolta?
Þorvarður Hálfdánarson: Mér þykir
fótbolti fíflalegur.
Kristinn Valgeirsson og Sveinn Ág-
úst: KR.
Sigurbjörg Antonsdóttir: Hvað er fót-
bolti?
Rakel Óskarsdóttir: Ekki KR.
Óli Þorsteinsson: Fylgist ekki með.
Ingvar Magnússon: Hef ekki Guð-
mund um það.
Lesendur
Þingpallar á ÞingvöHum:
Spörum okkur ómakið
Höskuldur skrifar:
Það finnst áreiðanlega fleirum en
mér að j)að sé ekki brýnasta verkefni
okkar Islendinga nú að kosta miklu
til vegna hátíðahalda á Þingvöllum
hinn 17. júní nk. Svonefnd þjóðhátíð-
arnefnd er þessa dagana að láta bjóða
út smíði þingpalla fyrir lýðveldisaf-
mælið og skipuleggja skemmtiatriði,
leiksýningar og harmoníkuleik sem
eiga að verða áætluðum 60 þúsund
gestum til ánægju. Nú er tæpur mán-
uður til stefnu og dettur engum í hug
að þingpallar verði smíðaðir á þess-
um tíma, hvað þá að annað verði til-
búið sem til þarf eða áætlað er að sé
til staðar. - Þess vegna er það vitinu
meira aö hætta við alla uppákomu á
Þingvöllum hinn 17. júní og halda sig
við hefðbundin hátíöarhöld í höfuð-
borginni og öðrum bæjum og kaup-
stöðum landsins.
Þessi þjóðhátíðarnefnd hefur
kvartað yfir því að hafa ekki nægi-
legt umboð til framkvæmda og að
endalaust sé verið að taka ákvarðan-
ir þvert ofan í fyrri ákvarðanir eins
og sagöi í fréttum nýlega. Margir
þingmenn eru og efins í að þessi fyr-
irhugaði hátíðarfundur á Þingvöll-
um sé heppilegur á þessum tíma, og
segja auk þess að með eindæmum sé
hvernig haldið hafi verið á málum
af hálfu ráðamanna til þessa.
Ég legg nú til að héðan af verði
gerð sú breyting að hinum erlendu
gestum sem ef til vill hafa verið boðn-
ir hingað af þessu tilefni (sem auðvit-
að var mikið frumhlaup að gera)
verði jú boðið til Þingvaíla, en þar
verði örstutt athöfn í formi þingfund-
ar á Lögbergi við náttúrlegar aðstæð-
ur eins og þær eru nú. Síðan verði
örstutt athöfn í formi þingfundar á Lögbergi viö núverandi aðstæður. - Það
er tillaga bréfritara.
hinum erlendu gestum boðiö í ferð
um landið til að sjá markverðustu
staðina. Þar með sparast allt um-
stang og líklegar skemmdir á Þing-
völlum vegna 60 þúsund þjóðhátíðar-
gesta.
Ef litið er til verkefna sem þjóðhá-
tíðarnefnd hefur verið að glíma við
til þessa þarf engum blöðum um að
fletta að ef haldið veröur áfram við
fyrirhugaðar framkvæmdir á Þing-
völlum vegna lýðveldisafmæhsins
eru þau svo fáfengileg að það er
næstum skömm að geta þeirra í frétt-
um (t.d. eins og það að velta vöngum
fyrir hvaða sælgætistegundir eigi að
selja á staðnum, o.s.frv.). - Auk þess
sem langflestir myndu horfa á at-
burðina í sjónvarpi heima hjá sér í
stað þess að fara til Þingvaha og sjá
aðeins brot af herlegheitunum.
Lýðræði og lýðskrumarar
Guðmundur Pétursson skrifar:
Síðasta dag marsmánaðar var ráð-
ist á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
og reynt að gera hana tortryggilega
í augum Reykvíkinga. Sá seni að
þessari atlögu stóð var einn þing-
maður Reykvíkinga. Hann ræðst
fram á ritvöllinn í Morgunblaðinu
og vitnar þar í lýðræðið eins og það
sé honum hehagt. Þá ver hann gerð-
ir meirihluta borgarstjómar, en Ingi-
björg Sólrún hefur gerst svo djörf að
gagnrýna þaö sem miður hefur farið
í sijórnun borgarinnar.
Sjálfstæðismenn hafa stjómað
borginni óslitið í 12 ár. - Nú er það
svo að í skjóh valds er alltaf hætta á
spillingu og einkum þegar einn
flokkur fær alfarið aö ráða ferðinni
í öllum helstu málunum. Og þetta
hefur gerst í borginni okkar. Pening-
um skattborgaranna hefur verið só-
að í algjöran óþarfa í mörgum tilvik-
um. - Ingibjörg Sólrún hefur að vissu
leyti hkt einstefnu núverandi borg-
arstjórnarmeirihluta við alræðis-
stjórn Sovétríkjanna sálugu. Það er
að mörgu leyti rétt, nema við höfum
ekki her undir vopnum.
í síðustu kosningum byggðist sigur
sjálfstæðismanna að miklu leyti á
fögrum loforðum sem flest hafa þó
verið svikin. Þeir hömruðu á svo a
þessum kosningaáróðri að margir
létu blekkjast. Eg viðurkenni að ég
var einn þeirra. Mér fannst flokkur-
inn hafa bæði getu og vilja til að gera
góða hluti en annað hefur komið á
daginn. Ég hef orðið fyrir miklum
vonbrigðum. Skattalækkun vr eitt
af slagorðunum. Hvað hefur gerst?
Skattar hafa hækkað og sumir skatt-
ar kallast núna gjöld. - Það er kom-
inn tími til að skipta um menn í borg-
arstjórn Reykjavíkur. Þess vegna
kýs ég R-listann. Þar er mikið mann-
val og mikið af ungu og dugandi fólki.
íbúðir og hús á Spáni til sölu hér
Helga Magnúsdóttir skrifar:
Það gerist þó nokkuð oft að hér á
íslandi séu auglýstar íbúðir eða hús
th sölu í suðlægum löndum. Þama
er oft um hinar glæshegustu eignir
að ræða og lýsingamar ekki sparað-
ar. - Það em garðar með sundlaug
með eigninni sem er staðsett á afar
vinsælum stöðum nálægt strönd og
aht til taks sem nöfnum tjáir að
nefna. Og það em góð kjör í boði,
jafnvel góð lán, og stundum er í boði
ferð á staðinn fyrir lysthafendur, en
hana greiða þeir auðvitað sjálfir og
er ekkert athugavert við það. - Það
er aðeins eitt sem vantar í svona
auglýsingar - verðið.
Það er þó reyndar verðið á viðkom-
andi eign sem flestir vhja fá að vita
um. Það er venjulega haft með í aug-
lýsingum á fasteignum hér á landi,
og þá ekki síður í erlendum blöðum
þegar fasteignir eru auglýstar. - En
þegar um íbúðir og hús í suðlægum
löndum em auglýst hér er venjulega
sleppt að geta um verðið. Þetta er
bæði bagalegt og gefur auglýsing-
unni heldur ekki næghegt ghdi. Oftar
en ekki em menn frekar vantrúaöir
á auglýsingar af þessu tagi og ekki
að ástæðulausu.
Það hefur nefnhega ekki farið
næghega traustvekjandi sögum af
sumum sem eru að bjóða svona eign-
ir. Ekki bara í suðlægum löndum,
svo sem t.d. á Spáni, heldur um ahan
heim. Margir Islendingar sitja eftir
með sárt ennið vegna svona við-
skipta og sannarlega er ekki á bæt-
andi. Það er því nauðsynlegt að hér
sé fylgst vandlega með því hveijir
auglýsa hér heima íbúðir og hús á
suðlægum slóðum. - Ég mæh með
því að allir sem auglýsa svona eignir
á íslenskum markaði þurfi sérstakt
opinbert vottorð frá viðkomandi
landi um slíkar eignir sem boðnar
eru th sölu hér á landi.
Þær eru margar glæsilegar eignirnar sem boðnar eru til sölu í sólarlöndum.
DV áskilur sér rétt
til að stytta
aðsend lesendabréf.
myndinni!
Haraldur skrifar:
Hann er að mörgu leyti ein-
kennhegur R-listinn. Má t.d.
nefna að konurnar tvær sem telj-
ast vera leiðtogar listans - odd-
viti listans og borgarstjóraefnið -
hafa áður lýst sig andsnúnar
bræöingi eða samknhh flokka af
því tagi sem þær eru þó nú að
berjast fyrir. Efsti maður hstans
kahaði þetta meira að segja „ból
ur sem fljótar væru að hverfa"
og liitti þar naglann á höfuðið.
Hvað skyldi svo valda siimaskipt-
um þessara forystukvenna
samkruhsins? Þær vita, eins og
fram hefur koroið, að „samstaö-
an“ getur ekki varað lengi. Fram-
boöið á enga framtíð fyrir sér og
Ihýtur að enda með sundrungu
og ónýtri borgarstjóm. En slik
sjónarmið verða víst að víkja fyr-
ir metnaöi og fínum stólum.
Rödd D-iistans
orðinhoi
Daníel skrifar:
Mér þykir heldur betur hafa
lækkað risið á D-Iistanum sem
var sannarlega alls ráðandi í
Reykjavík til skamms tima. Nú
er það gerst sem ekki hefur gerst
áður að afganguritm af pólitiska
htrófinu hefur sameinast um að
fella íhaldið í borgarstjórn
Reykjavikur. Allur málflutning-
ur og rödd þeirra D-lista manna
er orðin hol og hljómar ekki leng-
ur sannfærandi. Hvers vegna?
Jú, vegna þess að sjálfstæðis-
menn eru að berjast fyrir því einu
að fá að haida því sem þeir hafa
haft í áratugi (með smáundan
tekningu) og þeir eru orönir van-
ir því að nota valdið i sína þágu.
- R-hstinn kemur hins vegar með
nýja strauma og nýjar áherslur
sem hljóma hátt og hvellt og
munu gjörbreyta ásýnd og að-
stæðum í borginni okkar.
A.A. skrifar:
Seinast skal ég verða th þess
að vanmeta þann þátt sem tilfmn-
ingar eiga i daglegu hfi tnanna.
En öll vitum við að tilfinningar
eða stemningu er ekki unnt að
höndla. Ég hef fylgst með kosn-
ingastaríi R-lista fólks og verð að
segja að mig undrar á hvaða
strengi það slær. Stjómmálastarf
er dauðans alvara þar sem líf og
örlög fólks eru komin undir
ákvörðunum fárra útvahnna
fuhtrúa á þingi eða í sveitar-
stjóm. Við þær aöstæður dugar
engin stemning eða tilfinning.
Beinhörð rök, málefni og ríkar
ástæður fyrir ákvörðunum er það
sem gildir.
R-listinn í upp-
sveiflu
Hörður Jónsson hringdi:
Vissulega kemur það manni á
óvart hve mikinn hljómgrunn
R-hstinn á meðal borgarbúa. Þaö
er hreint ekki auövelt að ætla að
hnika mosavöxnum valdhöfum
Reykjavíkurborgar úr stólum
sínurn. En þetta virðist vera að
takast. R-hstinn er í uppsveiflu
og það að verðleikum.
„Styttri" ná-
grannar
Guðrún Sverrisdóttir hringdi:
Nú hefur þátturinn „Nágrann-
ar“ verið styttur vemlega til
verulegs ama fyrir aðdáendur.
Þessi vinsæli sjónvarpsþátiur
bytjaöi áður kl. 16.45 en nú kl.
17.05 ög stehdur 01 kl. 17.30. Það
má segja að það taki varla að
byrja að horfaá þáttinn, svo mjög
sem hann hefur verið styttur í
annan endann. - Ég skora á Stöð
2 að endurskoða afstöðuna th
tímasetningar þessa þáttar.