Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 Iþróttir _ i>v íslenska landsliðið t tennis kom saman til æfingar í tennishöllinni i Kópavogi í gærkvöldi. DV-mynd GS Draumurinn rættist - íslenska landsliðið í tennis æfir við aðstæður eins og þær gerast bestar Kólumbíameistari ítalski landsliðsmaðurinn og knattspymumaður ársins, ítal- inn Roberto Baggio, veðjar á Kól- umbíumeim sem naestu heims- meistara í knattspyrnu og hann spáir því að Mexikómenn geti komið á óvart í keppninni. Stjörnur keppninnar Baggio sér fyrir sér aö stjörnur keppninnar verði Kólumbíumað- urinn Faustino Asprilla, Búlgar- inn Hristo Stoichkov og Brasilíu- maðurinn Roraario en þessir ieik- menn spila ailir í fremstu víglinu. Suður-Kórea vann Suður-Kóreumenn unnu 3-1 sigur á þýska úvalsdeildarliðinu Bayer Leverkusen í æfmgaieik liðanna i Seoul í gær. Kóreumenn keppa á HM og hafa leikið marga leiki að undanfömu. Robson orðinn þjálfari Bryan Robson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við enska 1. deildarliðiö Middles- brough þar sem hann mun þjálfa og spila. Robson, sem er 37 ára gamall, hefur síðustu 13 árin leik- ið með Manchester United og ver- ið lengst af fyririiði liðsins. Fær108milljónir Robson hefur tekið stefnuna á að koma Middlesbrough upp í úrvalsdeildina að nýju en liöið missti sæti á meðal hinna bestu fyrir tveimur árum. Robson tek- ur við af Lennie Lawrence sem rekinn var fyrr í þessum mán- uði. Talið er að laun Robsons á þessum þremur árum verði 108 milljónir króna. Fékk morðhótanir Hollenski knattspyrnudómar- inn John Blackenstein, sem átti aö dæraa úrsiitaleik AC Milan og Barcelona í Evrópukeppni meist- araliða, fékk morðhótanir í síð- ustu viku og því ákvað UEFA í samráði viö FIFA aö Englending- urinn Philip Don tæki stöðu Blackensteins. Dómarinn drepinn Dómarinn sem dæmdi leik á milli tveggja félagsliða í Alsír fékk ekki morðhótanir heldur var hann drepinn. Þegar 15 mín- útur varu efdr að ieiknum gaf dómarinn einum ieikmanninum rautt spjald og það skipti engum togum að leikmaöurin gekk í skrokk á dómaranum með fyr- greindum afleiðingum. Jaf ntefli i Györ Ungverjaiand og Króatía gerðu jafntefli, 2-2, í vináttulandsleik í knattspymu sem fram fór i Györ í Ungvetjalandi í gærkvöldi. Sandor og Kereszturi skoruöu fyrir Ungverjaland en Karic og Mladenovic fyrir Króata. FiottmnmistOKst Knattspyrnumenn frá Haiti, sem reyndu að komast til Banda- ríkjanna sem flóttamenn eftir aö hafa leikið úrslitaleik í bikarmóti Karíbahafsins í Trinidad, hafa verið settir í tveggja ára keppnis- bann á Haiti. Anoerton nenaoi Darren Anderton, hinn ungi landsliðsmaður Englands í knatt- spyrnu, hefur hafnað boði Tott- enham um tveggja ára framleng- ingu á samningi sínum viö félag- ið, sem gjldir til 19%. Eriksson til Tyridands? Lars Eriksson, varamarkvörð- ur sænska landsiiðsins í knatt- spymu, er líklega á fórum frá Norrköping til Galatasaray í Tyrklandi. Tyrkimir eru taidir hafa boðið Norrköpmg á bilinu 30-40 miHjónir króna fyrir hann. í gærkvöldi rættist langþráður draumur íslenskra tennismanna er íslenska landsliðið í tennis æfði í fyrsta skipti í sögunni við aðstæður eins og þær gerast bestar. Landsliðið æfði í nýju tennishöllinni í Kópavogi undir stjórn landsliðsþjálfarans Bozo Skaramuca. Tennissambandi íslands hefur bor- Lúxemborg og ísland skildu jöfh, 0-0, í vináttulandsleik 21 árs liða í knattspymu sem háður var í Lúxem- borg í gærkvöldi. Lítið var um mark- tækifæri í leiknum og úrslitin sann- gjörn. Láms Orri Sigurðsson og Pét- ur H. Marteinsson vom bestu leik- ist styrkur frá þróunarsjóði Alþjóða tennissambandsins, til uppbyggingar fyrsta tennishúss á íslandi. Með þessu glæsilega framlagi hefur Alþjóða tennissambandið lýst áhuga sínum á uppbyggingu tennisíþróttar- innar á íslandi og gert tennissam- bandi íslands kleift að vera þátttak- menn íslands en tíu leikmenn léku sinn fyrsta 21 árs landsleik fyrir ís- lands hönd í gærkvöldi. íslenska liðið var þannig skipað: Eggert Sigmundsson (Atli Knútsson) - Láms Orri Sigurðsson, Pétur Mar- teinsson, Auðun Helgason (Ásgeir andi í þessu mikla framtaki fyrir íþróttina. Þegar er farið að leika tennis í nýju höllinni í Kópavogi en fram til þessa hafa ekki margir dagar á ári hverju boðið upp á iðkun þessarar skemmti- legu íþróttagreinar. Nú geta íslenskir tennisleikarar æft og leikið tennis allan ársins hring Halldórsson) - Hákon Sverrisson (ívar Bjarklind), Láras Huldarson (Pálmi Haraldsson), Kári Steinn Reynisson, Tryggvi Guðmundsson, Guðmundur Páll Gíslason (Stein- grímur Jóhannesson) - Helgi Sig- urðsson, Guðmundur Benediktsson. í fyrsta skipti og má með sanni líkja því við byltingu. Tennishöllin gefur landsliðinu tíma Þess má geta að Garðar I. Jónsson hjá Tennishöllinni hefur af rausnar- skap gefið landsliðinu í tennis sex tíma á viku í höllinni. Vernharð Þorleifsson keppir á Evr- ópumeistaramótinu í Gdansk sem hefst í dag. EM1 júdó: íslendingar taldir eiga möguleika Þrír íslenskir júdómenn verða á meðal keppenda á Evrópumeistara- mótinu í júdó sem hefst í Gdansk í Póllandi í dag. Það em þeir Vernharð Þorleifsson, Sigurður Bergmann og Halldór Hafsteinsson. Halldór keppir í -86kg flokki, Vern- harð í -95kg flokki og Sigurður í +95kg flokki. Þá keppa Vemharð eða Sigurður í opnum floki. Að sögn sérfræðinga hér heima eiga íslensku keppendumir nokkra möguleika á verðlaunasæti á mótinu og þá binda menn kannski helst von- ir við Vemharð Þorleifsson. Mótinu lýkur á sunnudaginn. >r „Þetta er grátleg meðferð á unglingi tí Nokkur óiga hefur verið í gangi á Seltjarnarnesí í kjöifarið á kjörí á íþróttamanni ársins. Fanney RÚnarsdóttir, markvörður kvennaliðs Gróttu í handknattleik, var útnefnd íþróttamaður ársins á Nesinu á sumardaginn fyrsta. Samkvæmt heimildum DV hafði Æskulýðs- og tómstundaráö Sel- tjamarness áður tilkynnt Golf- klúbbi Ness og Gunnari Kr. Gunn- arssyni, föður Rúnars G. Gunnars- sonar kylfings í NK, að hann hefði hlotið nafnbótina. Gunnar Kr. Gunnarsson hafði þetta að segja í gærkvöldi þegar DV hafði samband við hann og bað hann aö lýsa málavöxtum: „Þetta er grátleg meðferð á ungi- ingi. Þegar leið að kjörinu var Goif- klúbbur Ness beðinn um aö stinga upp á fólki og klúbburinn stakk upp á syni mínum. Næstsíðasta dag vetrar hafði Æskulýðs- og tóm- stundaráð Seltjarnamess samband við Golfklúbbinn og bað menn um að sjá til þess að sonur minn yrði viðstaddur afhendinguna og hann hefði verið valinn. Ég átti að segja syni mínum að hann væri tilneöid- ur en ég mátti ekki segja honum að liann heföi verið valinn. Seint að kvöidi síðasta vetrardags var hringt til mín frá Golfklúbbnum og mér tiikynnt að það væri hætt viö þetta og ákveðiö að velja í hans stað íþróttakonu sem stundar handbolta. Ég vil taka það skýrt fram aö ég hef ekkert út á hana að setja. Bæjarstjórinn hér á Nesinu sendi syni mínum bréf þar sem hann bað hann afsökunar á öllum hringlandahættinum og þessum lélegu vinnubrögðum. Mér finnst þetta léleg framkoma gagnvart unglingi og það er alveg öraggt að unglingar þurfa frekar á uppörvun að halda en svona meðferð," sagði Gunnar Kr. Gunnarsson í samtali við DV í gærkvöidi. Petrína Ingibjörg Jónsdóttir, formaður Æskulýðs- og tóm- stundaráðs Seltjarnarness, vildi ekki tjá sig um máiiö þegar ÐV haföi samband við hana í gær- kvöldi. Markalaust jafntefli í Lúxemborg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.