Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Side 28
40 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 TIL SÖLU SKJALASKÁPAR Tilbr-3 óskast í 16 hilluskápa á hjólabrautum. Frekari upp- lýsingar gefur upplýsingafulltrúi tollstjóraskrifstofunnar í símum 600366 og 600429. Tollstjórinn í Reykjavík Tollhúsinu, Tryggvagötu 19 Samstarfsaðilar Byggingarfyrirtæki leitar eftir samstarfsaðilum (2-3 manna vinnuflokkum) á Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri. Um er að ræða fjótlegan byggingarmáta á ódýrum einbýlis- og raðhúsum. Áhugasamir sendi nafn og símanúmer á auglýsingadeild DV, merkt „Húsbyggingar 6960", fyrir 27. maí. Nauðungarsala Eftir kröfu Sveins Sveinssonar hdl., skiptastjóra í þrotabúi Búðarverks h/f í Búðardal, verður haldið uppboð á lausafé fimmtudaginn 26. maí 1994 kl. 15.00 á lóð hússins nr. 8 við Vesturbraut í Búðardal. Seld verður eign þrotabúsins, sem er sumarhús, 17,64 m2 að stærð, og stendur á ofangreindri lóð. Forsteyptar undirstöður hússins fylgja. Húsið er ónotað en hefur staðið að mestu leyti fullsmíðað síðan 1991. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN i BÚÐARDAL VÉLSKÓLI ÍSLANDS Afhending prófskírteina og skólaslit Vélskóla íslands verða í hátíðasal skólans föstudaginn 20. maí kl. 16.00. Eldri nemendur og velunnarar skólans eru boðnir sérstaklega velkomnir. Innritun nýnema er til 10. júní nk. Skólameistari Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Kringlan Tillaga að breyttu deiliskipulagi Kringlusvæðis, staðgr. 1.720, 1.721 og 1.723, sem markast af Kringlumýrar- braut, Miklubraut, Kringlunni og Listabraut, erauglýstsam- kvæmt 17. og 18. grein skipulagslaga nr. 19/1964. Uppdráttur með greinargerð verður til sýnis á Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð, alla virka daga frá föstud. 20. maí til föstud. 1. júlí 1994. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en 15. júlí 1994. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillög- unni. Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartúni 3, 105 Reykjavík. Utskriftarmen 14 k gullhálsmen með perlu Fallegur skartgripur í útskriftina Verðkr. 4.800 ánfestar Laugavegi 49, sími 17742 Meiming Hj onatónleikar Tónleikar voru í Fella- og Hólakirkju í gærkvöldl. Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari, Lenka Mátéova orgelleikari og Peter Máté píanóleikari léku saman. Á efnisskránni voru verk eftir Johann Sebastian Bach, Georg Friedrich Hándel, Peter Tsjajkofskí, Franz Liszt og Max Reger. Sónata fyrir fiðlu, selló og orgel býr yfir afslappaðri fegurð sem oft er að finna í verkum Hándels. Stflhnn minnir svolítið á tríósónötu að því leyti að oft er laglín- um skipt milli þessara hljóðfæra í tvíradda hermistíl með orgelið í bakgrunni. Orgelið fékk hins vegar alla athyglina í Sálmforleiknum „Wachtet auf‘ eftir Bach sem alltaf lætur ljúflega í eyrum. Það var fróðlegt að heyra þjóðlagaútsetningar Herberts H. Ágústssonar fyrir fiðlu og selló. Tvö laganna voru útsett í mjög krefjandi virtúósastfl og hljómuðu þau prýðflega. Meditation op. 42 eftir Tsjajkofskí hefur að geyma langa og vel byggða laglínu með skýrum andstæðum á réttum stöðum. í Waltz scherzo beitir hinn rúss- neski meistari öðrum tökum. Þar hrífast menn af tæknibrögðum og fjölbreytilegum hljóðum fiðlunnar. Hinn þekkti Mefisto Walzer eftir Liszt er að þessu leyti Tónlist Finnur Torfi Stefánsson svipaðrar ættar og gefur góða hugmynd um tæknilega hæfni hins ungverska píanósniflings. Introduktion of Passacaglia eftir Reger er alger andstæða þessara verka. Það er íhugult og innhverft en býr yfir tölu- verðri fegurð. Flytjendumir voru allir í sérlega góðu formi. Strengjahljóðfærin hljómuðu sérlega vel, með ríkum, fullum tóni og kom þar sennilega bæði til góð spfla- mennska og heppilegur hljómburður. Bæði Hándel sónatan og þjóðlögin komu vel út og Guðný sýndi góð tilþrif í Tsjajkofskí. Litir orgelsins nutu sín mjög vel í Bach. Píanóleikur Peters Mátés í Mefistovalsinum var hrífandi glæsilegur og með hreinum snillingsbrag. í heild vom þetta vel heppnaðir tónleikar og hefðu áheyrendur að ósekju mátt vera fleiri. Belgirnir-formaðurinn fremstur. DV-mynd Jóhannes Sigurjónsson Húsavík Flysjuðu af sér 219 kíló af mör! Belgirnir, samtök riðvaxinna karl- manna á Húsavík, voru með upp- skeruhátíð á dögunum. Og þeir voru með uppskeruna, eða réttara sagt niðurskurðinn, á staðnum. Gríðarmiklum hrauk af mör, sam- tals 219 kflóum, var staflað upp á borð en það er magnið sem félagarn- ir hafa flysjað af sér á 3 mánuðum. Bestum árangri hefur formaður Belgjanna, Benedikt Kristjánsson, náð en hann hefur lést um 22 kfló á þessum tíma og geri aðrir betur. Þess skal getið að á árshátíðinni borðuðu Belgir að meðaltali eitt og hálft kfló af kjöti. Þannig að nokkur affcurkippur kom í árangur vetrarins. Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11 i>v Bílartilsölu L-300,8 manna minibus, árg. ‘88, til sölu. Til sýnis og sölu á Bflasölunni, Borgar- túni 1, sími 91-611010 í dag og næstu daga. Útsala. Toyota Tercel, árg. 1988, ekinn 118 þús., nýyfirfarin, í góóu standi, ásett veró 670 þús. stgr., fæst á kr. 550 þús. stgr ef samið er strax. Uppl. í síma 91-811618 eða símboóa 984-54900. Þessi fallegi Chevrolet Celebrity, árg. ‘82, til sölu, V6, 2800, allt rafdrifið, skoóaöur‘95. Uppl. í síma 91-617510 og eftir kl. 19 í síma 91-675171. Honda Prelude 1800, árg. ‘86, til sölu, 5 gíra, ljósblár, topplúga, spoiler. Upplýsingar í síma 91-672900 á daginn og símboói 984-52495. Jeppar Ford Econoline 150 ‘92, 4x4, sjálfskipt- ur, overdrive, 35” dekk, álfelgur, drif- hlutfóll 4:10, loftlæsingar að aft- an/framan ásamt fl. aukahlutum, leð- urinnrétting, ekinn 20 þús. Upplýsing- ar í vs. 91-689338 og hs. 91-71083. Jeep CJ-7, árg. ‘84, 33’ dekk, krómfelg- ur, 6 cyl., 258, hvítur og grár. Til sýnis og sölu hjá Bflasölunni Braut, símar 91-617510 og 617511, heimasími 91-874849. Til sölu Toyota D/C, árg. ‘92, fullbreyttur hjá Toyota, 36” dekk, hvítar stálfelgur, brettakantar, gangbretti, öflugri fjaórabúnaður, 100 mm hækkun á boddíi, Snugtop hús, túrbína + milli- kælir, driflflutfoll 5:30. Upplýsingar hjá Bflaborg í síma 686222. Pallbílar SfvOUtl&ur QuÚA&h PALLHÚS Eigum fyrirliggjandi pallhús. Pallhús sf., Annúla 34, sími 91-37730, og Borgartúni 22, sími 91-610450. Jéheld ég gangi heim" Eftir einn -el akl nelnn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.