Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Qupperneq 32
44 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 Þórarinn V. Þórarinsson. Eftirlit með gömlum Lödum „Ég geri líka ráö fyrir að Land- helgisgæslan hafi nóg annað við sinn tíma og fjármuni að gera en að halda uppi eftírlitsflugi til þess aö tryggja að gamlar íslenskar Lödur sitji örugglega fastbundn- ar á lestarhlerum rússneskra tog- ar,“ segir Þórarinn V. Þórarins- son í Morgunblaðinu. Uppgjöf ekki á dagskrá „Það er engin uppgjöf í meina- tæknum. Við erum staðráðnar í að berjast fyrir okkar kröfum og samstaðan er geysimikil... Það UmmæH heyrist ekki uppgjöf í neinum og er ég svolítíð hissa á því. Samn- inganefnd ríkisins hefur ekkert komið til móts við okkur,“ segir Brynja Guðmundsdóttir meina- tæknir í DV. Mannslíf í húfi „Mér finnst þetta jaðra við glæp því að nú eru mannslíf í húfl. Mér finnst að þaö eigi að setja kjaradóm á meinatækna eins og gert hefur verið við aðrar stétt- ir,“ segir Margrét Jónsdóttir, húsmóðir og sjúklingur, í DV. Kynfræði- fyrirlestur Fræðslu- og félagsfundur Kyn- fræðifélags íslands verður í kvöld kl. 20.30 í fundarsal Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavikur. Dagskrá fundarins er: Masters og Johnson í 25 ár: Hafa „sensate focus" æf- ingar gengið sér til húðar sem meðferðarúrræði? Jóna Ingibjörg Jónsdóttir formaður flytur erindi um hugmyndir bandaríska pró- fessorsins Dr. David Schnarch þar að lútandi. Frítt fyrir félags- menn. 300 kr. fyrír aöra. Fundir Hallgrimskirkja Aðalsafnaðarfundur Hallgríms- sóknar verður í kvöld kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kvenfélag Kópavogs Gestafundur í kvöld í Félags- heimili Kópavogs fyrír allar kon- ur í Kópavogi. Skemmtíatriði, söngur, tískusýning. Dagmæður í miðbæ og vesturbæ Hverfafundurinn verður í Nes- kirkju í kvöld kl. 20.00. Mætiö allar. Vinafélagið Vinafélagiö verður með fund kl. 20.00 í kvöld í Templarahöllinni. Allir velkomnir. Starfsmiðstöð eldri borg- ara i Valhöll Kynnisferö verður um borgina í dag. Lagt veröur upp frá Hraunbæ 103-105 kl. 14.00 í fylgd fararstjóra. Þaöan verður farið að Langholtskirkju og Austur- brún 4 og 6. Fólk úr Heimahverfi og Langholtshverfi er velkomið í ferðina sem endar með síðdegis- kaffi í Valhöil. Vestan- og suðvestangola í dag verður vestan- og suðvestan- gola eða kaldi um mestallt landið. Veðrið í dag Suðaustan- og austanlands má þó búast við breytílegri átt. Á vestan- verðu landinu má búast við súld en skúrum á annesjum í fyrstu en ann- ars staðar verður úrkomulaust. Hití 4-12 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestan- og sunnangola og að mestu úrkomulaust í dag en hætt við smáskúrum þegar líður á nótt- ina. Hití 5-8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.50. Sólarupprás á morgun: 3.58. Síðdegisflóð í Reykjavík 12.59. Árdegisflóð á morgun: 01.26. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað 3 Egilsstaðir hálfskýjað 2 Galtarviti rigning 4 Keíla víkurílugvöllur skýjað 6 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 5 Raufarhöfn alskýjað 3 Reykjavik súld 4 Vestmannaeyjar skúr 5 Bergen léttskýjað 6 Helsinki léttskýjað 9 Ósló skýjað 8 Amsterdam alskýjað 10 Berlín rigning 12 Frankfurt rigning 14 Glasgow skýjað 4 Hamborg skýjað 11 London léttskýjað 6 Lúxemborg þokumóða 9 Nuuk þoka 3 París skýjað 10 Vín alskýjað 16 Fjölnir Stefánsson, heiðurslistamaður Kópavogs: Tónlist og taflmennska fara vel saman „Ætli þaö sé ekki verið að heiðra mig fyrir langvarandi starf að menningarmálum í Kópavogi," segir Fjölnir Stefánsson, tónskáld og skólastjóri Tónlistarskóla Kópa- vogs, en hann var nýlega útnefndur heiðurslistamaöur Kópavogs þetta árið. „Ég hef verið skólastjóri Tón- listarskólans frá 1968 og einnig starfað sem tónskáld eftir því sem ég hef koraið því við. Skólinn hefur tekið mikið af minum tíma, enda Maður dagsins er hann meöal stærstu tónlistar- skóla landsins og á þessu skólaári, sem nú er að liöa, voru 420 nemend- ur í skólanum en auk þess að vera skólastjóri hef ég einnig kennt hijómfræði." Um hvort hægt væri að taka við fieiri nemendum í skólann sagði Fjölnir: „Viö höfum í dag ákveðinn kvóta en á undanfomum árum hef- ur skólinn stækkað mikið um leið Fjölnir Stefánsson. DV-mynd ÞÖK og bærinn hefur stækkað og er búið mjög vel að okkur. Við erum í góðu húsnæði sem bærinn sá ný- lega um að betrumbæta fyrir okk- ur. Þegar svo menningarmiðstöðin kemst á iaggirnar er ætlunin aö við fáura þar ir.ni svo það er bjart fram undan“ Fjölnir segir að ekki gefist mikill tími til tónsmíða á vetuma en sagð- ist reyna að nýta sumrin til að semja tónlist. ,„Ég er alltaf svo bjartsýnn á vorin og nú er ég ákveöinn í taka ærlega til hendinni og semja í sumar, finnst einhvem veginn að ég verði að gera þaö.“ Aöspurður um önnur áhugamál en tónlistina sagði Fjölnir að tafl- mennska hefði átt hug hans lengi og það kom í ljós í spjallinu við Fjölni að Taflfélag Kópavogs gerði hann aö fýrsta heiðursfélaga sínum í vetur. „Ég hef voðalega gaman af að tefla og þegar ég flutti í Kópavog- inn 1963 fannst mér ómögulegt að hafa engan til að tefla við. Átti ég þá stóran þátt í að Taflfélagið var stofnað. Ég er þeirrar skoðunar aö tónlist og taflmennska eigi samleið. Ýmis ágæt tónskáld hafa einnig veriö góðir taflmenn enda þarf í hvort tveggja, listræna skynjun og fræðilega þekkingu. Reiðilestur Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Ísland-Bólí- via a Laugar- dalsvelli Fyrsti landsleikur íslands hér heima á þessu sumri er í kvöld á Laugardalsvellinum. Þá mæta ís- lendingar landsliði Bólivíu í vin- áttuleik en Bólivia vann sér þátt- töki irétt í heimsmeistarakeppn- íþróttir inni í Bandaríkjunum í sumar og er nú á æfingaferðalagi um Evr- ópu. Þetta er í fyrsta sinn sem landslið frá Suður-Ameríku heimsækir okkur en skemmst er aö minnast þess að íslendingar léku við Brasiliumenn á þeirra heimslóðum. íslendingar hafa valið landslið sitt og þótt vanti einstaka buröarása í liðið þá ættu okkar menn að geta veitt verðuga mótspyrnu. Skák Þýski alþjóðameistarinn Eric Schmittdiel varð efstur á Arnold-Cup mótinu í Gausdal, sem lauk í byrjun mánaöarins. Hann hlaut 7,5 v. af 9 mögu- legum, landi hans Stefan Kindermann hlaut 7 v. og Tisdall, Noregi, varð í 3. sæti meö 6,5 v. Þessi staðá er frá mótinu. Kindermann hafði hvítt og átti leik gegn Norðmannin- um Moen. Norska afbrigði spænska leiksins reyndist svörtum ekki vel. Fyrstu leikir voru 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 b5 5. Bb3 Ra5 6. 0-0 d6 7. d4 Rxb3 8. axb3 f6 9. Rc3 Bb7 10. De2 Dd7 11. Hdl Dg4 12. h3 Dh5 13. dxe5 fxe5: 14. Rxb5! axb5 15. Dxb5+ Kf7 16. Hxa8 Bxa8 17. Db8 Bc6 18. g4! Dg6 Ekki 18. - Dxh3 19. Rg5+ og drottningin fellur. 19. Dxc7 og svartur gaf, því að 19. - Re7 (til að valda biskupinn) 20. Hxd6 Dxe4 21. Rg5+ kostar drottninguna. Bridge Spilin í 50 ára afmælismóti Bridgefélags Akureyrar voru forgefin, þó spilaður væri Mitchell. Mörg spilin voru með villta skiptingu og oft á tíðum hægt aö standa geimsamninga á ansi fáa punkta. Hér er eitt spil úr annarri lotu aimælis- mótsins, sagnir gengu þannig á einu borðanna, austur gjafari og NS á hættu: ♦ 6542 V 86 ♦ ÁK8543 + G * 1093 V ÁKG4 ♦ D9 + Á1052 ♦ AKD7 V 5 ♦ 107 ' + D98743 Austur Suður Vestur Norður 1 G Pass 24 Pass 2» 2« 3» 34 4» Pass Pass 44 Dobl p/h Grandopnun austurs lofaði 14-16 punkt- um og tveir tíglar var yfirfærsla í hjarta. Suður ákvað að koma inn á fjórlit sinn í spaða, þar sem hann var hræddur við að AV væru að stela samningnum. Sú sögn kom vel við félaga hans í norður og hann var tíl í baráttu. Þegar AV voru komnir alla leið í 4 hjörtu, fannst norðri líklegt að suður gæti jafnvel átt einspil í hjarta og ákvað að beijast alla leið í 4 spaða. Útspil austurs var hjartaás og í næsta slag var hjartakóngnum spilað. Sagnhafi ákvað að gefa þann slag og henti tígli. Þá spilaði austur spaða og missti þar með af tækifærinu til að hnekkja spilinu og sagnhafi fékk 10 slagi. Ef hann hefði spil- að lágu laufi á kóng vesturs og vestur hefði síðan spilað aftur lágu laufi, hefði sagnhafi farið niður þvi blindur þolir ekki styttinginn í spaða, ef hann á að hafa not af tígulhtnum. Sagnhafi varð að gera ráð fyrir bestu legu í spilinu. Hann átti að trompa strax hjartakónginn og taka þrisvar spaða þvi spaðinn verður hvort eð er að liggja 3-2. Síðan getur hann rólega gefið einn slag á tígul (ef hann liggur 3-2) og fengið 10 slagi. V D109732 ♦ G62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.