Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 45 Sú þriðja í sam- hangandi röð Þessa dagana stendur yfir sýn- ing á verkum Hannesar Lárus- sonar í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýningin er þriðja í samhangandi röð sem Hannes hefur haldið undanfarið. Á fyrstu sýningunni, sem haldin var í Gallerí Acadia háskólans í Nova Scotia í Kanada, var gólfið alþak- ið áprentuðum hvítum kössum. Á Sýningar sýningu á Mokka var loftið þakið áprentuðum uppblásnum, hvít- um blöðrum. Á sýningunni í Geröubergi eru veggimir alþakktir áletruöum prófílum. Auk þess sem sýningin dregur fram grundvallarforsend- ur rýmisins, er höfuðviðfangsefni hennar, líkt og hinna sýning- anna, margbreytileiki sjónskynj- unar, einkum með hti sem út- gangspunkt og félagsleg og menn- ingarleg frumöfl. Sýningunni lýkur 29. maí. Svanur Steinarsson. Eykur þjónustuna í byggðarlaginu „Ég stofnaði Framköhunar- þjónustuna 1989 og ég þjóna svæðinu í kringum mig en er auk þess í samstarfl við ljósmyndara á Akranesi,“ segir Svanur Stein- arsson sem rekur Framköllunar- þjónustuna í Borgamesi, en ný- lega keypti hann mjög fullkom- inn framköhunarprentara sem er annar tveggja slíkra sem til em hér á landi og telur hann mögu- leika sína á góðri þjónustu hafa aukist til muna viö þessa fjárfest- ingu. „Samkeppnin í þessum bransa er mikil og það em alltof margar framköhunarstofur á landinu, heyrt hef ég að fleiri framköliunarstofur séu í Reykja- Glæta dagsins vík en í Kaupmannahöfn. Það þótti mikil bjartsýni þegar ég stofnaði fyrirtæki mitt í þessu plássi. Eftir upplýsingum sem ég | hafði frá Þýskalandi þarf svæði með 10000 manns til að það borgi sig að reka svona fyrirtæki." Svanur segir að hann hafi rek- ist á framköUunarprentarann á sýningu í Englandi og falUð fyrir honum í hvelU, en slík vél hefur aðeins verið á markaðinum í eitt ár. „Ég hafði orðið var viö það í starfi mínu að fólk er að grafa upp gamlar myndir og viU fá ný eintök og einnig var mikið um að sUdesmyndir væm teknar fram og beiðnir komu um að koma þeim á pappír. Þetta var þjónusta sem ég gat ekki veitt í byrjun. VéUn sem ég keypti heitir Pictro- stat 200. Hún opnar leiðir til eftir- töku á myndum og getur stækkað myndir um 200% og Utskyggnur um aUt að 850% án þess að ljós- myndagæði myndanna skerðist, auk þess er hægt að nota hana í myndatöku á smáhlutum, eins og | úrum, skartgripum og fleira.“ Aðspurður sagði Svanur að hann hefði aðeins auglýst þjón- ustu sína í bæjarblöðum og við- brögö hefðu strax orðið nokkur og hefur verið eitthvað að gera fyrir véUna aUa daga síöan. „Ég hef með því aö eignast vélina aukið þjónustu við viðskiptavini mína og um leið haldið þessari vinnu í minni heimabyggð." Öxarfjarðar- heiði ófær vegna snjóa Einstaka leiðir era enn ófærar vegna snjóa, Öxarfjarðarheiði á leið- inni Húsvík-Vopnafjörður er ófær, Færðávegum eins Mjóafjarðarheiði á leiðinni Eg- ilsstaðir-Mjóifjöröur og sem fyrr er Lágheiðin á leiðinni VarmahUð- Siglufjörður ófær vegna snjóa. Víða eru öxulþungatakmarkanir og á leið- inni Reykjavík-Höfn er nokkuð um vegavinnu sem gerir vegina varas- ama og er best að hafa góða aögát þar. Ástand vega EJ Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir án fyrirstööu m „ -r . ^ o Lokaö ^ Þungfært (Á) Aurbleyta ,, _ . Það er ekki oft sem höfuðborgarbú- um gefst tækifæri til að hlýöa á trúbadorinn Hörð Torfason Qytja lög sín en hann mun halda tónleika á Tveimur vinur í kvöld. Hörður Torfason hefur í mörg ár verið einn helsti flytjandi trúbadortónlistar hér á landi og hefur ferðast vítt og breitt um landið. Auk þess sem hann hefur einu sinni á ári haldið tónleika í Borgarleikhúsinu þar sem hann hef- ur fengið góða gesti og þykia þeir tónleikar ávallt vel heppnaðir. í kvöld syngur Hörður eigin lög og er eins og oftast áður einn sfns liðs á sviöinu meö gítarinn og rödd sína að vopni, en hann mun óska eftir liösstýrk utan ursali einstáka lögum sem flestir ættu að þekkja. V;: Hörður Torfason. Litli drengurinn, sem á mynd- inni sefur vært, fæddist á Fæðing- ardeild Landspítalans 11. maí klukkan 2.32. Hann vó við fæðingu 3644 grömm og mældist 56 sentí- metra langur. Foreldrar hans eru Eva Strom og Egill Þorgeirsson og er þetta fyrsta barn þeirra. Max von Sydow leikur hinn dul- arfulla Leland Gaunt. Úr smiðju Step- hens Kings Regnboginn hefur hafið sýning- ar á kvikmyndinni Nytsamir sak- leysingjar (Needful Things) sem gerð er eftir einni söluhæstu skáldsögu hryllingsmeistarans Stephens Kings, en margar bóka hans hafa verið kvikmyndaðar með góðum árangri. Eins og svo margar bóka Kings gerist Nytsamir sakleysingjar í smábænum Castle Rock í Maine. Dag nokkum birtist hinn dular- fulh Leland Gaunt (Max von Sydow) og opnar þar fommuna- Bíóíkvöld verslunina Needful Things. Með komu hans færast ýfingar bæj- arbúa í aukanna og brjótast upp , á yfirborðið með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Leikstjóri myndarinnar er Fraser Heston en hann er sonur hins þekkta leikara Charlton Heston. Nýjar myndir Háskólabíó: Nakin Háskólabíó: Backbeat Laugarásbíó: ögrun Saga-bíó: Hvað. pirrar Gilbert Grape? Bióhöllin: Hetjan hann pabbi Bíóborgin: Pet Detective Regnboginn: Nytsamir sakleysingjar Stjörnubíó: Eftirförin Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 118. 19. mal 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar - 70,770 70.990 71,390 Pund 106,690 107,010 107,390 Kan. dollar 51,460 51,670 51,850 Dönsk kr. 10,9050 10,9490 10,8490 Norsk kr. 9,8560 • 9,8960 9,8220 Sænsk kr. 9,1860 9,2230 9,2000 Fi. mark 13,0690 13,1220 13,1620 Fra. franki 12,4730 12,5230 12,4190 Belg.franki 2,0750 2,0834 2,0706 Sviss. franki 50,1000 50,3000 49,9700 Holl. gyllini 38,0500 38,2000 37,9400 Þýskt mark 42,7200 42,8500 42,6100 it. lira 0,04460 0,04482 0,04448 Aust. sch. 6,0650 6,0960 6,0580 Port. escudo 0,4139 0,4159 0,4150 Spá. peseti 0,5178 0,5204 0,5226 Jap. yen 0,68300 0,68500 0,70010 irsktpund 104,540 105,070 104.250 SDR 100,10000 100,60000 101,06000 ECU 82,3200 82,6500 82,4000 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan Lárétt: 1 háskólakennara, 8 hnoðaði, 9 fljótið, 10 vanvirði, 11 handsama, 12 hníf- inn, 14 fugl, 16 tvihljóði, 17 aftur, 19 reif- ar, 21 fluga, 22 skjálfa. Lóðrétt: 1 heysáta, 2 óðtir, 3 keikur, 4 alltaf, 5 skyld, 6 steinn, 7 fónn, 12 áburð- ur, 13 eimur, 15 planta, 18 fersk, 20 ryk- kom. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 sandali, 8 ofur, 9 góö, 10 far, 11 ógna, 12 illskan, 15 hóar, 17 óðs, 19 án, 20 ræki, 21 asi, 22 lauf Lóðrétt: 1 sofl, 2 afa, 3 nurlari, 4 drós, 5 agg, 6 lónaði, 7 iðan, 13 lóns, 14 kóka, 15 háa, 16 ræl, 18 sef.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.