Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Blaðsíða 2
Fréttir Félag hárgreiðslu- og hárskerasveina: FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 Þrjátíu án vinnu þrátt fyrir sjö lausar stöður starfsmaður félagsins segir Ráðningarstofu ekki standa sig Samtals 30 manns hafa verið skráðir atvinnulausir hjá Félagi hár- greiðslu- og hárskerasveina, þrátt fyrir að 7 hárgreiðslu- og rakastofur hafi leitað eftir starfsfólki, sumar frá páskum. Hjördís Baldursdóttir, sem starfar hjá félaginu, segir að um sé að ræða aðila sem hafa verið at- vinnulausir í langan tíma. „Þessu fólki hefur verið bent á að því standi atvinna til boða og einnig hafa hangið hér uppi auglýsingar þar sem bent er á hið sama. Það viröist hins vegar ekki ganga upp. Ráðning- arstofan hefur hreinlega ekki staðið sig nóg vel. Ég sendi fax til hennar en því var ýtt til hhðar og þetta fólk kemur hingað reglulega og fær sínar hætur greiddar," segir Hjördís. Hún segist vonast til að Ráðningar- stofa Reykjavíkurborgar sjái um að bjóða þessu fólki vinnu núna eftir að hún hafði samband við hana sím- leiðis. Sigurður Guðmundsson, formaður Félags starfsfólks á veitingahúsum, neitar því ekki aö þess séu dæmi að atvinnuleysisbótakerfið sé misnotað. Það sé hins vegar ekki í þeim mæli sem sumir hcdda fram. „Auðvitað verðum við varir við þetta. Þetta er hins vegar ekki gegn- umgangandi. Allavega virðist mér umræðan núna snúast um einangruð tilfelh," segir Sigurður. Um 160 til 170 manns eru á atvinnu- leysisskrá hjá félaginu núna. Hann segist ekki kannast við þann fjölda útlendinga sem lesa megi úr fullyrð- ingum hótelrekandans. Aðspurður hvort mikið hefði verið mn að atvinnulausir væru sviptir bótum vegna bótasvika, segir Sigurð- ur svo ekki vera. Sjá einnig umfjöllun um atvinnu- máJin á bls. 4. Vetur konungur er ekki búinn að sleppa takinu á öllum landsmönnum þótt Reykvíkingar hafi baöaö sig í sól und- anfarna daga. Siglfirðingar eru þessa dagana að moka snjó úr görðunum og þar hefur ekki hefur sést svo mikill snjór síðan 1941. DV-mynd GK Samkeppni um nafn á Bónusradíó-karl Atviimuhúsnæöi í Reykjavík: 140 þús- undfer- metrará söluskrá Samkvæmt könnun Borgarskipu- lags Reykjavíkur á framboði at- vinnuhúsnæðis í horginni eru um 140 þúsund fermetrar á söluskrám fast- eignasala. Þaö nemur 4,5% af öllu atvinnuhúsnæði í Reykjavík. Könn- unin fór fram í febrúar og var unnin af Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur. Nær helmingur alls atvinnuhús- næðisins í könnuninni stendur auð- ur eða 1,9% af öllu atvinnnuhúsnæöi í borginni. Atvinnuhúsnæði á sölu- skrám fasteignasala og áætlað ónot- að húsnæði samkvæmt könnuninni skiptist nokkuð jafnt yfir borgar- svæðið ef mælt er í fermetrafjölda. Ef mælt er í fjölda eigna er yfir- gnæfandi meirihluti staðsettur vest- an Reykjanesbrautar en austan hennar er atvinnuhúsnæöi almennt stærra en í eldri bæjarhlutunum. Þær fasteignasölur sem veittu upp- lýsingar voru Eignamiðlunin, Eigna- salan, Fasteignamarkaðurinn, Fast- eignamiðstöðin, Kjöreign og Þing- holt. Leitað var til fleiri fasteignasala en hjá þeim fengust ekki upplýs- ingar. Bónusradíó efnir i samvinnu við DV og Bylgjuna til verðlaunasam- keppni um nafn á Bónusradíó-karl- inn. Fyrstu verðlaun eru vandað 29 tommu Samsung Nicam Stereo sjón- varpstæki með 40 W magnara, ís- lensku textavarpi, aðgerðastýring- um á skjá og þráölausri fjarstýringu auk margs annars. Einnig verða 15 ferðaútvarpstæki í aukaverðlaun. Æskilegt er að nafniö tengist á ein- hvern hátt verðlaginu í Bónusradíói. Síðasti skhadagur er 6. júní. Thlög- um skal skhað th Bónusradíós, Grensásvegi 11,108 Reykjavík. Úrsht verða tilkynnt í þætti Önnu Bjarkar á Bylgjunni 9. júní. Smuguveiðamar: Ríkisstjórnin tilbúin til viðræðna við Rússa Norðmenn vilja engu svara um meint samráð þeirra við Rússa „Aðalatriðið í svarbréfinu th Tsjemomyrdíns, forsætisráðherra Rússlands, er það að samkvæmt ís- lenskum lögum er ekki hægt að hafa afskipti af aflamagni íslenskra skipa sem veiða í Smugunni nema á grund- velh milliríkjasamninga,“ segir Al- bert Jónsson, dehdarsljóri í forsætis- ráðuneytinu, um innihald svarbréfs Davíös Oddssonar forsætisráðherra við bréfi Tsjemomyrdíns, forsætis- ráðherra Rússlands, vegna veiða ís- lenskra skipa í Smugunni. „Það vora látnar í ljósi vonir um að hægt verði að ræða Smugumálið og önnur fiskveiðimál í anda þeirrar góðu samvinnu sem hefði ríkt mihi ríkjanna um langa tíð og Tsjemo- myrdín minnir á. Jafnframt er bent á þar sem segir í bréfi hans að ís- lensk skip veiði eftirhtslaust í Smug- unni að þar sem annars staðar lúti íslensk skip ströngum reglum og eft- irhti th að koma í veg fyrir smáfiska- dráp. Hvað varði aflamagn sé ekki hægt að takmarka afla íslenskra skipa á alþjóðlegum hafsvæðum nema á grundvelh milhríkjasamn- inga. Þess vegna geti ríkisstjóm ís- lands ekkert aðhafst einhhða í þessu máh og jafnframt er minnt á það að þar sem Smugan sé alþjóðlegt haf- svæði hafi strandríkið, þ.e. Rússland, ekki rétt th að taka einhliða ákvarð- anir um stjómun shkra veiða. Þess vegna þurfi að ná samkomu- lagi um Smuguna. Ríkisstjóm ís- lands sé thbúin til tvíhhða viðræðna við ríkisstjórn Rússlands um það mál í tengslum við sameiginlega fisk- veiðihagsmuni ríkjanna í hehd.“ Að sögn Alberts var sama inntak í svarbréfinu th Gro Harlem Brundt- land, forsætisráðherra Noregs, sem sent var 5. maí síðasthðinn en bréf frá henni vegna Smuguveiðanna barst sólarhring á undan bréfinu frá forsætisráðherra Rússlands seinni hluta aprílmánaðar. Aðspurður hvort um samráð hafi verið að ræðaum bréfasendingamar sagði Öivind Östang, upplýsingafull- trúi norska forsætisráðuneytisins: „Okkur er kunnugt um að héðan hafi verið sent bréf en menn vhja ekki tjá sig um það.“ Stuttar fréttir 1,5 prósenta fjöigun Farþegum í innanlandsflugi Flugleiða íjölgaði um 1,5% fyrsta fjórðung þessa árs miðað við sama tíma í fyrra á meðan fjölg- unin í mihhandafluginu nam 40%. Aukningin innanlands kom einkum vegna leiöanna til og frá Akureyri og Vestmannaeyjum. hlunnindabóndilandsins Miklar rannsóknir fara núna fram á æöarfugli á Bessastaða- nesi af Náttúrufræðistofnun en Vigdís Finnhogadóttir forseti er einn stærsti hlunnindabóndi landsms. Ríkissjónvarpið greindi frá þessu. Búið er að veiða grásleppu í um sex þúsund tunnur viö Lslands- strendur. Samkvæmt frétt RÚV er það minna en ætlaö var. Utanríkisráðherra vhl að Aðal- verktakar fái einkaleyfi áfram th starfa fyrir Varnarhðið og að fyr- irtækið geti boðið í verk utan vahar. Þetta kom fram á RÚV. Atianta með pilagrima Atlanta flugfélagið í Mosfellsbæ flutti í vikunni nær 500 phagrima frá Bosníu th Mekka. Meðal far- þega var forseti Bosníu. RÚV greindi frá þessu. Verið er að undirbúa stofnun matvælaverksmiðju á Akureyrí. Samkvæmt RÚV gætu 50 til 60 manns fengið þar vinnu. Kárifiúinnnorður Svanurinn Kári, sem yljað hef- ur borgarbúum við Tjönúna, er flúinn norður til Raufarhafhar. Morgunblaðið íelurhann verá að flýja átökin í höfuðborginni. KHstján í Covent Garden Kristján Jóhannsson hetjuten- ór hefur samiö við Covent Gard- en 1 London um að syngja þar í nokkrum sýningtun á Grímu- dansleik Verdis. Morgunblaðið greindi frá þessu. Minnikornrækt Reiknaö er með að komrækt hér á landi verði minni í sumar en í fyrra. Samkvæmt Morgun- blaðinu er þaö vegna minni sán- ingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.