Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 Fréttir Þórarinn V. Þórarinsson um atvinnuLeysi 1 apríl: Látum ekki tölurn- ar blekkja okkur - telur raunverulegt atvmnuleysi helmingi minna „Það hafa engar formlegar kann- anir verið gerðar. Menn hafa verið að reyna að búa til greiningu á því hvaöa fólk það er sem er atvinnu- laust. Tilfinningin sem menn hafa er að þriöjungur sé með umdeilanleg- um hætti á vinnumarkaðinum, sé ekki tiltækur fyrir vinnumarkaðinn. Þar til viðbótar kemur hópur sem er ekki að leita að vinnu af einhverri hörku; sem er á miili starfa eða horf- ir til þess að fara í önnur störf. Það er líka athyglisvert hve stór hópur ungra kvenna er atvinnulaus í fram- haldi af fæðingarorlofi. Afgangurinn er þá náttúrlegt lágmarksatvinnu- leysi miðað við okkar kvótakerfi. Við erum því ekki að tala um að það vanti störf fyrir á áttunda þúsund manns heldur fjögur þúsund manns og það er ærinn starfi," segir Þórar- inn V. Þórarinsson, ffamkvæmda- stjóri VSÍ, um tölur Vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytsins, sem kveða á um að 7.061 maður hafi ver- ið atvinnulaus í apríl. „Bótakerfið okkar er þannig upp sett að bætur atvinnuleysistrygginga eru ákveðnar þær sömu og lægstu laun. Síðan er greitt fjögur prósent álag á hvert barn á framfæri. Fyrir allra lægst launuðu störfin er ávinn- ingurinn af því að fara í starf aug- ljós. Hann er kannski félagslegur en ekki afkomulegur," segir Þórarinn. Hann segir að þrátt fyrir þetta sé nauðsynlegt að viðhalda ríkjandi keríi, þannig að um sé að ræða fram- færslutryggingu. Vandamálið sé hins vegæ: tímabundið. „Ákveðinn hópur hefur notað þetta sem framlengingu á fæðingarorlofi og annar, sem færi í lægst launuðu störfln, finnur ekki hvöt hjá sér að fara að vinna,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir enga þýðingu hafa að hækka launin því lögbundið væri að bætumar fylgdu lægstu launum. „Við erum aö benda á að þaö eru að koma fram ný vandamál tengd atvinnuleysinu. Þau kalla á virkari vinnumiðlun, meira aðhald í gegnum þær og við þurfum einnig að horfa á sérstakar lausnir fyrir ákveðna hópa. Mér finnst til dæmis skelfilegt að verið sé að borga miklum fjölda af fólki yngra en tvitugu atvinniúeys- isbætur. Eg vildi sjá þetta fólk í skól- um þar sem það bætti við sig og gerði sjálft sig hæfara til að takast á við lifsbaráttuna síðar en ekki að mæla göturnar," segir Þórarinn. „Það er ekki svo að átta þúsund manns séu að bíða hér eftir störfum. Við megum aldrei láta tölumar blekkja okkur. Ástandið er mjög erf- itt en það er ekki eins erfitt og tölurn- ar segja,“ segir Þórarinn. Sóknarkona meö 2 böm og atvmnulaus með 2 böm: Betra að vera atvinnulaus? í samanburði, sem DV hefur gert á kjörum tveggja kvenna, 28 ára Sóknarkonu með tvö böm og at- vinnulausrar konu sem einnig er með tvö böm, kemur fram að vem- legur munur er á kjörum þeirra, at- vinnulausu konunni í vil. Taxtalaun 28 ára Sóknarkonu em 51.590 krónur en fullar atvinnuleys- isbætur eru 46.388 krónur. Ef Sókn- arkonan þarf að láta gæta tveggja bama þá kostar leikskólavist, sam- kvæmt upplýsingum frá Dagvist barna, 8.600 krónur á hvort bam eða samtals 17.200 krónur. Þá hefur Sóknarkonan til aflögu 34.390 krón- ur. Þá á eftir að koma sér til og frá vinnu. Grænt kort í almennings- vagna kostar 2.900 krónur og era þá 31.490 krónur eftir í buddu Sóknar- konunnar. Hins vegar á atvinnulausa konan, sem fær 46.388 krónur í bætur, rétt á aukagreiðslu fyrir hvert barn sem hún á, rúmlega 3.700 krónur fyrir tvö böm. Ef gengiö er út frá því að hún gæti þeirra sjálf þarf hún ekki að greiða fyrir dagvistun og hefur því rúmlega 50 þúsund krónur til ráð- stöfunar á mánuði. Samkvæmt upplýsingum, sem DV leitaði sér hjá stóm verkalýösfélagi, liggur fyrir vitneskja um að félagar í því stundi svarta vinnu. Hins vegar sé erfitt aö bregöast við því vegna skorts á sönnunum. Hins vegar sé ljóst af því dæmi sem sett er upp hér fyrir ofan að margir fáist ekki í vinnu og af bótum. Fullyrt var að fjöldi aðila á bótum starfi við ræstingar, án þess að sú vinna sé talin fram, og við aö gæta bama. Borgar sig alltaf að vinna? i in ú £ < C 3 rs 1 £ 28 ára kona m/vinnu og 2 börn á lægsta taxta Sóknar Atvinnuleysingi m/2 börn 1 w 2J II c "■ il * 3 w § MiðstjóraASÍ: Tilefitilögsóknar Pundur núðstjórnar ASÍ og for- ystumanna lands- og svæðasam- banda innan ASÍ hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem mótmælt er harðlega þvi sem þeir kalla ósvífnar og rakalausar fullyröingar Þórarins V. Þórar- inssonar, frapikvæmdastjóra VSÍ, um að þeir „sem em án at- vinnu hafi í raun engan áhuga á því að fá vinnu". Telur fundurinn ummæli Þór- arins „ærameiðandi aðför að því fiölmarga fólki sem má þola það að vera án atvinnu og fullt tilefhi til lögsóknar á hendur þeim sem hafði þau í frammi“. Ennfremur segir þar að fuilyrð- ingar Þórarins um að þessi mikli fiöldi sé að misnota atvinnuleys- isbótakerfið og brjóta þar með lög séu óþolandi og ætti hann að hafa manndóm i sér til að biðjast opin- berlega afsökunar." Hótelrekandi í Reykjavík: Gengurerfídlega aðfáfólkívinnu „Okkur hefur gengiö illa að fá fólk til starfa í gistideildinni og eins við ræstingu og uppvask. Þá hefur verið leitað til stéttarfélag- anna, vitandi það að þau eru með fólk á atvinnuleysisskrá. Ég verð að segja að það hefur ekki gengið upp og útlendingar hafa hrein- lega bjargað okkur,“ segir hótel- rekandi í Reykjavík. „Þaö er mjög oft þannig að stúlkur koma lúngaö og byrja en fá svo fljótlega í bakið eða kunna ekki við vinnuna. Þær virðast einhverra hluta vegna eiga auö- velt með að komast aftur inn á atvinnuleysisskrá. Við vitum að fólk hefur fengið atvinnuleysis- bætur og farið að vinna „svart“. Ástæðan íyrir því að við vitum þetta er að þaö hefur komið lúng- að aftur og ætlaö sér að fá viður- kenningu fyrir sínum störfum. Fólkið fékk þær upplýsingar að það gagnaði því ekki og þá kom i ljós að það var byijað að vinna svart og væri aö reyna að halda atvinnuleysisbótunum líka,“ seg- ir hótelrekandinn. Hann segir aö svo virðist sem þeir sem gæta eiga þess að ekki sé svindlað á kerfinu passi ekki nógu vel upp á hluti sem þessa. Móðgun á norðurhjara Óljósar fréttir herma að háttsett fólk af norðurhjaranum hafi gert okkur heimsókn í byrjun vikunn- ar. Hins vegar hafi enginn ráða- maður hérlendis viljað við þetta fólk tala né af því vita á nokkurn hátt. Þó hafi þama í hópnum verið að finna ráðherra og háttsetta emb- ættismenn sem hafi orðið sármóðg- aöir við þessar snautlegu móttök- ur. Ferðahópurinn var á vegum samtaka leiðtoga þjóða á norður- hjara og formaður þeirra samtaka er ríkisstjóri í Alaska. Ferðin hing- að var sögð vera í þeim tilgangi aö sýna fram á þau menningarlegu og upplýsandi samskipti sem geta átt sér stað milli þjóða á norðurslóö- um. Norðurhjaraliðið undraöist að enginn fulltrúi frá ríki eða borg tók á móti hópnum. En menn létu kyrrt liggja í bili og áttu von á móttöku síðar frá hinu opinbera eða fundum með ráðamönnum. Heimsóknin stóð í tvo daga og hópurinn fór meðal annars í skoöunarferðir til Nesjavalla og Þingvalla. Hvergi bólaði á tilburðum til opinberrar móttöku og ekki var einu sinni hægt að hitta óbreytta borgarfull- trúa og eiga við þá spjall. Þetta þótti þeim af norðurhjaranum skítt og fóm í fússi. Rannsóknarblaðamenn fóm að grafast fyrir um hverju þetta sætti því það ber nýrra við ef embættis- menn eða pólitíkusar slá hendi á móti tilefni til gleðskapar. Kontór- istar hjá utanríkisráðuneytinu og Reykjavíkurborg könnuðust við að þaö hafði verið beðið um fundi meö þessum hópi. Hins vegar hefði beiðnin komið frá ferðaskrifstofu sem annaðist fyrirgreiðslu við hóp- inn hérlendis. Vikadrengir utan- ríkisráðuneytis og Reykjavíkur- borgar sögðust ekki ansa beiðnum um fundi eða móttökur fyrir út- lendinga þegar slík tilmæli kæmu frá ferðaskrifstofum. Þeir hefðu annað að gera en skipta sér af fólki sem bæði ferðaskrifstofu um að koma á fundi. Ef einhveijir útlend- ingar vildu hitta ráðamenn ríkis eða borgar yrði að koma um það beiðni frá sendiráðum viðkomandi landa. „Við erum ekki í því að tala við einhveija túrista sem hingað flækjast,“ sögðu vikadrengir hins opinbera og dustuðu kusk af hvítflibbanum. Gestalisti hins opinbera var fúll þegar það spurðist að þama hefði gott tilefni kokkteils farið forgörð- um. Við nánari umhugsun sá gesta- listinn þó að þaö væri varla ástæða til að púkka mikið upp á þetta norð- urhjaralið. Þetta fólk væri varla einnar messu virði fyrst það hefði ekki haft vit á að láta sendiráðin um að semja um móttökur. Einhveijir fóm að velta því fyrir sér hvers vegna þessir útlendingar hefðu staðið í þeirri meiningu aö þeir mundu hitta ráöamenn hér. Helst datt mönnum í hug að þetta stæði í sambandi við ferðalag sem nokkrir borgarfulltrúar úr öllum flokkum fóra í fyrir nokkmm mán- uðum. Lítt hefur frést af þessu ferðalagi sem mun hafa verið til einhverra borga á norðlægum slóð- um. Menn sem leggja sig eftir frétt- um af borgarstjóm segja að ferða- langamir hafi lagt það til í borgar- stjóm við heimkomuna að Reykja- vík yrði ein af vetrarborgum norð- urhjarans. Allur hafi sá tillögu- flutningur þó verið næsta óljós. Því vaknaði grunur um að þessi sendi- nefnd borgarinnar hefði í móttöku í utanfórinni boðiö öllum gestun- um að líta inn í Ráðhúsið við Tjöm- ina ef liðið ætti leið um nágrennið. Þetta kurteisishjal hafi verið tekið svo bókstaflega að liðið hafi drifið sig hingað við fyrsta tækifæri án þess að gera sér grein fyrir því að íslenskir embættismenn og pólitík- usar tala ekki við útlendinga nema þeir hafi meðmæli sendiráða. Það er auðvitað tóm fjarstæða að halda þessu fram með borgarfulltrúana en gott til þess aö vita að hér er ekki til siðs af opinberri hálfu að tala við óbreytta ferðamenn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.