Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 Stuttar fréttir Utlönd 40tútsl-böfn Upp^eisnarmenn í Rúanda hafa lýst-yfir biturö vegna ráns og hugsanlegs dráps á 40 tútsí-böm- um sem tekin voru frá Kigali. Árásumhætt N-Jemenar hættu árásum á Aden á meðan SÞ tilkynntu aö einhver árangur heföi náöst varðandi vopnahlé. Kaldar móttökur Tillaga Bills Clintons Bandaríkjafor- seta um um- bæturívelferð- arkerfinu fékk kaldar móttök- ur bæði hjá demókrötum og repúblikönum þegar hún var kynnt á þinginu. Stríðsglæph1 Spánverjar hvetja Öryggisráð SÞ til að stofna nefnd sem rann- saki stríðsglæpi í Rúanda. Hærraverðfyrirolíu Ráðlierrar OPEC-ríkjanna vilja að hærra verð verði borgaö fyrir olíu. 13 skotnir 13 manns voru skotnir til bana í Brasilíu en morðin eru sögð tengjast eiturlyfjum. Hýr forsætisráðherra Leiðtogi andstöðutlokksins í Zaire, Kengo Wa Dondo, hefur verið kosinn forsætisráðherra landsins. Mancini látínn Tónskáldíð Henry Manc- ini, sem vann : til fernra ósk- arsverðlauna, er látinn, sjö- tugur að aldri. Mancini. sem samdi fjöldann allan af þekktum lögum, samdi m.a. tónhstina í Bleika pardusinn og kvikmyndina Ðag- ar víns og rósa. 19drepnir Öryggíssveitir í Alsír segjast hafa drepið 19 vopnaða öfgasinn- aða múslíma. Siamstvíburinn látinn Síamstvíburiim í S-Afríku, sem var aðskilinn frá systur sinni, lést fimm tímum eftir uppskurð- inn. Vatikaniö og ísrael hafa komið á stjómmálalegum tengslum sex mánuðum cftir að þau viður- kenndu hvort arrnað. Sendifulltrúi Sómalíu Diplómat frá Ghana, James Victor Gbeho, hefur verið skipað- ur sérstakur sendiráðsfulltrúi Sómalíu. Friðurinn helst Shíroon Per- es, utanríkis- ráðherra ísra- els, segir að friðarsamning- ur ísraels og PLO hafi tekist mun betur en menn þorðu að vona. Hann segist jafnframt iíta björtura augum á framlialdiö. Samtökinerfa Rabbiinn Menachem Schneer- son, sem nýlega lést, arfleiddi samtökinað öllum eigura sínum. 83 skæruliðar UNITA-lu-eytlng- arinnar í Angóla hafa verið drepnir í óeirðum viö stjórnar- herinn á sl. dögum. Reuter Norskur þjóðréttarfræöingur segir stöðu Norðmanna vlð Svalbarða sterka: Norska stjórnin hef ur leyfi til að beita valdi Norski lagaprófessorinn og þjóð- réttarfræðingurinn Carl August Fleischer segir að staða Norðmanna í deilunni við íslendinga um veiðar við Svalbarða sé mjög sterk og að Norðmenn hafi leyfi til að beita valdi til að verja réttindi sín á fiskvemdar- svæðinu. „Stjórnvöld eiga þess kost að beita valdi sem lið í ábyrgri nýtingu á svæði sem þau ráða yfir. Norðmenn stjórna svæðinu vegna 200 mílna fiskveiðilögsögunnar sem er í gildi við flestar strandlengjur í dag,“ sagði Fleischer í samtali við norsku frétta- stofuna NTB. Hann sagði að staða Norðmanna væri sterk ef íslendingar brygðu á það ráð að vísa deilunni til Alþjóða- dómstólsins í Haag, eins og Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur tal- að um. í fréttaskeytum NTB um atburðina á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða í gærkvöldi segir að Stálbas, skip norsku strandgæslunnar, hafi skotið viðvörunarskoti að íslenska togaran- um Má eftir að stjórnendur hans hafi ítrekað virt að vettugi fyrirmæli Norðmanna um að stöðva veiðar. Atburður þessi átti sér stað um klukkan 20 að íslenskum tíma. Nokkrum klukkustundum áður höfðu varðskipin Nornin og Stálbas klippt trollið aftan úr fjórum íslensk- um togurum sem voru að veiðum við Svalbarða., NTB hefur heimildir fyrir því að norska strandgæslan muni beita klippunum sem aðalvopninu gegn íslensku togurunum. Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, sagði í samtali við NTB að atburðirnir í gær sýndu styrk Norðmanna á verndarsvæð- inu. „Þetta sýnir að við erum tilbúnir til að grípa til aðgerða sem duga til að stöðva þessar ólöglegu veiðar," sagði Olsen. Samtök sjómanna og útgerðar- manna hafa lengi þrýst á um aðgerð- ir gegn sjóræningjaveiðuniun sem þeir kalla svo, bæði við Svalbarða og í Smugunni, og eru menn ánægðir með aðgerðirnar. „Loks brugðust norsk yfirvöld við sjóræningjaveiðunum við Svalbarða. Við vonum að viðbrögðin við veiðum í Smugunni verðj eins,“ sagði Robert Hansen, leiðtogi sjómannasamtak- anna í Tromsfylki við NTB. Fínu frúrnar voru mættar með fínu hattana sína á opnunardag Ascot-veðreiðanna á Englandi i gær. Búist er við um tvö þúsund keppendum á veðreið- arnar sem standa yfir í fjóra daga. Símamynd Reuter aö máli áður en hann kemur aftur suður yfir landamærin á laugardag. Leiðtogar ríkja heimsins hafa mikl- ar áhyggjur af þeirri ákvörðun stjómarinnar í Norður-Kóreu að segja sig úr Alþjóða kjamorkumála- stofnuninni, IAEA. Suður-Kóreu- menn sögðu að það kallaði á harðar refsiaðgerðir en heimsókn Carters og niðurstaða viðræðna hans við leiðtogana norðan landamæranna munu hafa mikil áhrif á hvað banda- rísk stjórnvöld taka sér fyrir hendur. Blaðið Washington Post sagði frá því í morgun að Bandaríkin ætluðu aö leggja til að Noröur-Kóreumenn fengju frest til að heimila fullnægj- andi eftirlit með kjamorkubúnaði sínum áður en Sameinuðu þjóðirnar grípitilvægrarefsiaðgerða. Reuter Jimmy Carter, fyrmm forseti Bandaríkjanna, fór yfir víggirt landamærin milli kóresku ríkjanna inn í Norður-Kóreu í morgun til að reyna aö binda enda á sívaxandi hættuástand á skaganum vegna kjarnorkuáætlana norðanmanna og gmns um að þeir séu að smíða kjarnavopn. Suður-kóreskir embættismenn sögðu að Carter hefði flutt óformleg skilaboð frá Suður-Kóreu þar sem Norður-Kóreumenn era beðnir að eyða öflum grunsemdum um kjarn- orkubúnað sinn. í staðinn er þeim heitið diplómatískri og efnahagslegri samvinnu. „Við sjáumst eftir nokkra daga. Mér þykir leitt aö þið getið ekki kom- ið með okkur," sagði Carter áður en hann og Rosalynn, eiginkona hans, Jimmy Carter veifar áður en hann heldur yfir til Norður-Kóreu að hitta ráðamenn. Símamynd Reuter stigu yíir markalínuna. Með í fór um fór sína. vom einnig þrír ráðgjafar og sex líf- Forsetinn fyrrverandi mun hitta verðir. Carter vildi ekki tjá sig frekar Kim Il-sung, leiðtoga Norður-Kóreu,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.