Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Lýðveldi og fullveldi Þjóðhátíðin nálgast. Á fóstudaginn er íslenska lýðveld- ið fimmtíu ára. Ekki er það langur tími í þjóðarsögunni og nánast eins og augnablik í eilífðinni. Margt verður gert til hátíðabrigða og vonandi verður dagurinn eftir- minnilegur, eins og aðrar slíkar stórhátíðir, alþingishá- tíðin 1930, lýðveldistakan 1944 og ellefu hundruð ára af- mæh byggðar á íslandi 1974. 17. júní er auðvitað afmæhsdagurinn sjálfur og þá ná hátíðahöldin hápunkti. En við megum ekki einblína á þessa einu tilteknu hátíð. Hálfrar aldar afmæh lýðveldis- ins gefur tilefni th að staldra við og horfa til næstu fram- tíðar. Hvert er okkar starf í sex hundruð sumur og hvað ber framtíðin í skauti sér? Við höfum gengið til góðs, götuna fram eftir veg, en hvað er fram undan? Engum íslendingi blandast hugur um að lýðveldið færði okkur margt. í sjálfstæðinu fólst forræði eigin mála, fuhveldi og frelsi. Það er hverri þjóð dýrmætt að standa á eigin fótum, enda hefur íslenska þjóðin risið undir þeirri ábyrgð og vaxið ásmegin í efnahagslegum, menningarlegum' og öðrum veraldlegum efnum. Við er- um með lífskjör á við það besta sem þekkist, við njótum virðingar í samskiptum þjóða og við búum við frið og mannlega reisn. Þjóðin hefur gætt tungu sinnar og menn- ingar og þjóðlegur metnaður er síst minni meðal yngri kynslóða. Aht sýnir þetta innri styrk og hér býr duglegt fólk og vel menntað sem hefur reynst styrkur þjóðarinnar. Hinu má þó ekki gleyma að þjóðin hefur eflst og henni aukist sjálfstraust fyrir þá sök að einangrun íslendinga hefur rofnað. Með frelsi í verslun og viðskiptum og útrás á erlenda markaði höfum við sótt auðinn sem skapað hef- ur hfskjörin. Með utanferðum og aðlögun við erlenda menningarstrauma hafa íslenskir hstamenn sótt hug- myndir og víðsýni. Með námi í útlöndum hafa vísinda- menn og fræðimenn sótt þangað þekkingu. Með íjarskipt- um, ferðalögum og framfarahug hefur almenningur stækkað sjóndehdarhring sinn og fært íslensku samfé- lagi þá vídd og þau viðhorf að enginn er eyland. í rauninni má segja að lýðveldið hafi notið mest góðs af því að tengjast öðrum þjóðum og sjálfstæðið hefur dafnað í fimmtíu ár með samvinnu og siðvæðingu í takt við hinn stóra heim. Þannig má segja að sjálfstæðið komi utan frá því með þeirri reynslu og visku sem felst í auknu sjálfstrausti, þekkingu og víðsýni hefur þjóðin eflst að innri styrk. Það er sú auðlegð sem lýðveldiskynslóðin hefur notfært sér. Á síðustu árum hefur þeirri kenningu vaxið fiskur um hrygg að leggja eigi niður landamæri. Þess sér stað í Evrópu þar sem stefnt er að aukinni samvinnu. Menn óttast að smáþjóðir hverfi í mannhaf þessa samruna og sjálfstæði þeirra sé fyrir bí. Staða íslands í hinni nýju veröld er og verður sífeht áleitnari í ljósi þessarar þróunar. Það er umræðan um framtíð fuhvalda þjóða, það er spumingin um sjálfstæði og sjálfsforræði. Vera má að skhgreina þurfi upp á nýtt hvað það er að vera sjáífstæð þjóð og hvar eru mörk fullveldisins. Að því leyti stendur okkar lýðveldi, sem og annarra, á vissum tímamótum. Reynslan af fimmtíu ára lýðveldi segir okkur hins vegar að lýðveldinu stafar ekki hætta af utanaðkomandi áhrifum. Þvert á móti. Lýðveldið mun hfa svo lengi sem íslendingar kunna að nýta sér þau, sjálfum sér th fram- dráttar. EhertB.Schram Guðmundur nefnir tvö ný fyrirtæki sem Þróunarfélagið tók þátt i á síðasta ári. - Frá aðalfundi Þróunarfélags íslands 1993. Enn um Þróunarfélag íslands: Skrýtin kveðja Að undanfómu hefur nokkuð verið skrifað um Þróunarfélag ís- lands í Dablaðið og er það vel. Gunnlaugur Sigmundsson ritaði athyglisverða grein um starfsemi félagsins á undanfomum árum en áður hafði stjórnarformaður fé- lagsins ritað grein sem vakti upp margar spumingar. í þessari grein ætla ég aöeins að gera að umræðuefni eitt atriði í grein stjórnarformannsms en síðar kann að gefast færi á að ræða hana ítarlegar. í grein sinni taldi stjórn- arformaðurinn að vonbrigði margra með starfsemi félagsins lytu einvöröungu að fortíðinni en ekki að síðasta ári. Sumum fannst það skrýtin kveðja til fyrri stjórn- enda félagsins. Þetta gefur tilefni til að skoða síðasta ár eöa einmitt það ár sem núverandi stjómar- formaður hefur haft mest áhrif á. Tvö ný verkefni Á síðasta starfsári tók Þróunarfé- lagið þátt í tveim nýjum fyrirtækj- um. Það vom út af fyrir sig von- brigði að umsvifin skyldu ekki vera meiri, en lítum aðeins nánar á þessi tvö. 1) Þróunarfélagið keypti hlutabréf í Tækniþróun hf. fyrir 900 þ. kr. Hér var ekki um hlutafjáraukn- ingu að ræða þannig að um efl- ingu fyrirtækisins væri að tefla. Hlutafjárkaupin voru líka svo lítil að ekki var um að ræða að ná áhrifum, fmmkvæði til þess að breyta starfsemi fyrirtækis- ins. Mér virðist einvöröungu hafa verið um eigendaskipti á hlutabréfum aö ræða. Athugun | á félaginu bendir tæpast til að bréfin hafi verið keypt vegna arðsvonar. Fyrir utanaðkom- andi aöila liggja ástæður ekki í KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur heijamir muni taka undir með mér um þetta atriði. í viðbót við þetta kom í ljós að Þróunarfélagið hafði selt talsvert af hlutabréfum sínum í öörum fyrirtækjum en lítið keypt í staðinn. Holl umræða Raunar er ástæða til að þakka stjórnarformanninum fyrir að hefja umræðu um Þróunarfélag íslands með þessum hætti. Þegar atvinnuleysi er jafn tilfinnanlegt og nú er og ráðamenn leita leiða til þess að örva atvinnurekstur og stofnun nýrra fyrirtækja er æski- legt að ræða þann árangur sem unnt er að ná með þróunarfélögum. Þau hafa af mörgum verið talin vænleg leið til úrbóta. Þróunarfé- lag íslands er með allra öflugustu fyrirtækjum sem hafa verið stofn- uð í þessu skyni. Stjórnarformað- urinn segir að mikið hafi verið gert „Þegar atvinnuleysi er jafn tilfmnan- legt og nú er og ráðamenn leita leiða til þess að örva atvinnurekstur og stofnun nýrra fyrirtækja er æskUegt að ræða þann árangur sem unnt er að ná með þróunarfélögum.“ augum uppi. 2) Þróunarfélagið keypti hlutabréf í Kola hf. fyrir 6 milljónir kr. Koli hf. var stofnað til þess að veiða flatfisk í rússneskri fisk- veiðilögsögu. Svo illa tókst til að fyrirtækið missti veiðiréttindin og hefur enga starfsemi lengur. Nú getur hver sem er láð mér þó mér þyki þetta raunalegur árang- ur. Ég hef áður sagt aö flestir frum- á þessu starfsári. Það er vel. í ljósi allrar þessarar umræðu væri vel til fundið aö ræða það opið og draga af því nokkurn lærdóm. Líklega stæði það mér nærri og hæla þá stjómendum félagsins ef orð stjómarformannsins reynast inni- haldsrík. Guðmundur G. Þórarinsson Skodanir annarra Hagstæðir samningar? „Meginástæðan fyrir því að allir aðrir stjóm- málaflokkar en Alþýðuílokkurinn telja aðild íslands að ESB ekki koma tU greina að óbreyttum aðstæðum er sú, að það er einfaldlega óhugsandi fyrir okkur íslendinga að gangast undir sjávarútvegsstefnu Evr- ópusambandsins. í ályktun flokksþings Alþýðu- flokksins er á einum stað vikið að því sem nefnt er „hagstæðir sjávarútvegssamningar" Norðmanna. Þeir eru ekki hagstæðari en svo að þessa stundina a.m.k. er yfirgnæfandi meirihluti Norðmanna and- vigur aðild aö ESB. Úr forystugrein Mbl. 14. júni. Menningin mikilvæg „Menningarstarfsemi er nauðsynlegur þáttur í því að skapa þjóðfélaginu betri og manneskjulegri umgjörð og ekki má heldur vanmeta þátt hennar í því að viðhalda öflugu mannlífi úti um allt land. Menningin er nefnilega stærra byggöamál en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Og á tímum þrenginga í efnahags- og atvinnulífi með atvinnuleysi og ann- arri óáran, er sem aldrei fyrr mikilvægt að hlúa að menningarstarfseminni með rausnarlegum fjár- framlögum." Úrforystugrein Dags 10. júni. Veröld kvenna öðruvísi „Ég mun auðvitað setja mitt mark á borgarstjóra- embættið... Ég get ekki gengið inn í embættiö eins og fyrrverandi borgarstjórar hafa mótað það. Það leiðir af sjálfu sér að ásýnd þess verður öðruvísi en í tíð forvera minna, af því að ég er kona. Veröld kvenna er önnur en veröld karla og með konum kemur annað sjónarhorn á hlutina og annar starfs- stíll... Það er... alveg ný staða fyrir mig að vera í meirihluta sem gefur mér eðlilega meiri möguleika á að koma mínum málum fram.“ Ingibjörg Sólrún i Tímanum 14. júni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.