Alþýðublaðið - 30.04.1967, Síða 3
30. apríl 1967 - Sunnudags-ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
í 1. maí kaffinu í Iðnó á morgun verða á boðstólum fjöl_
breyttar veitir.gar; smurt brauð, pönnukökur, rjómatertur, flat
kökur og alls konar aðrar kökur.
Fögnum 1. maí og drckkum hátíðarkaffið í Iðnó. Húsið
opnað kl. 2,30.
l>essar (itútkur stunda bcSj'ar
nám í 3. bekk verzlunardeildar
í Flensborgarskólanum. Þar
var bald^V framburðarpróf í
ensku í gærmorgun og þá vakti
það athygli að þær komu ríð-
andi til prófs, og mun slíkt
aldrei hafa komið fyrir í sögu
skólans áður að nemendur
kæmu á reiðskjótum þangað.
Segir skólastjórinn, Ólafur Þ.
Kristjánsson að slíkt hafi
aldrei hent þau 35 ár, sem liann
hefur starfað við skólann og
minnist þess ekki að hafa heyrt
mn það talað. Bjarnleifur ljós
myndari náði þessari mynd af
stúlkunum, en þær heita Stein-
unn Jónsdóttir og Emilía Sigur-
steinsdóttir. Þess má geta aö
Emilía er dótturdóttir Emilíu
Jónasdóttur leikkonu og fékk
hún hestinn í fermingargjöf frá
ömmu sinni og nöfnu.
Avarp fulltrúaráðsins
Frh. af 1. síðu.
ins byggðum á aukinni tækni og
fjölbreyttari og fyllri vinnslu sjáv
araflans. Jafnframt rís sú krafa
að fólkinu sem við hann vinnur,
sé tryggt atvinnuöryggi og lág-
markskauptrygging. Iðnaðurinn al
mennt sem fjöldi Reykvíkinga á
afkomu sína undir, á nú við sam
drátt og mikla erfiðleika að búa.
Afkastageta íslenzkra iðnaðarfyrir
tækja er að takmörkuðu leyti
nýtt, en varningi sem íslenzkar
hendur og vélar hefðu eins getað
framlextt, hrúgað inn í landið.
Það er krafa alþýðusamtakanna
að íslenzkur iðnaður fái eðlileg
starfsskilyrði og að afkastageta
hans verði nýtt sem bezt.
Samningsbundið dagkaup er
alltof lágt. Á undanförnum ár-
um hafa menn orðið að leggja
á sig óhæfilega mikla vinnu með
allt of löngum vinnutíma, ekki
einungis heimilisfeður, heldur
einnig konur þeirra og börn, til
að halda í við síaukna dýrtíð og
þarfir.
Þegar vinna minnkar, skapast
því vandræðaástand á alþýðuheim
ilum. Samdrátturinn í atvinnu,
sem orðið hefur í vetur, hefur
stórum rýrt rauntekjur alþýðu-
fólks. Þessari framvindu mála vill
verkalýðshreyfingin ekki una, at-
vinnuleysi á ekki að stytta vinnu-
tímann. Verkalýðshreyfingin hlýt-
ur að krefjast styttingu vinnu-
tímans með óskertum tekjum og
]þess atvinnuöryggis sem tryggir
lað heildartekjur manna skerðist
ekki, þótt * óhóflegum vinnutíma
linni.
Enginn þarf að halda, að alþýðu
samtökin láti skipulagsleysi og
hvers konar spákaupmennslcu í
þjóðfélaginu aftra sér frá því að
sinna ætlunarverki sínu, að knýja
fram hagsbætur vinnandi fólks.
Verkalýðshreyfingin krefst þess
að á skipulegan hátt verði unnið
að lausn húsnæðismálanna á fé-
lagslegum grundvelli, og ráðstaf
anir gerðar gegn okri á íbúðar.
húsnæði og húsaleigu. Það er ein
dregin krafa alþýðusamtakanna,
að hinn mikli sjóður verkalýðsfé-
laganna, atvinnuleysistrygginga-
sjóðurinn, sem vannst í verkföll-
unum 1955, verða notaður meira
beint í þágu eigenda sinna fólks
ins í verkalýðsfélögunum, m. a.
til að létta vanda húsnæðismál-
anna.
Verkalýðshreyfingin krefst stór
aukins félagslegs öryggis og víð-
tækari trygginga. Stofnun lífeyr
issjóðs fyrir alla landsmenn á að
verða framkvæmdamál næstu ára,
en ekki einungis umræðuefni í
áratugi enn, og þannig um hann
búið, að alþýðusamtökin geti vel
við unað.
Verkalýðshreyfingin krefst al-
gjörs jafnréttis íslenzkra æsku-
manna til hverskonar æðri mennt
unar og sérmenntunar, án alls
tillits til efnahags þeirra og náms
kostnaðar. Þetta er í senn krafa
um jafnrétti láglaunafólks til
menntunar og fullnægingu brýnn
ar þarfar nútímaþjóðfélags íslend
inga fyrir sérmenntað fólk.
Verkalýðshreyfingin heitir því
enn sem fyrr, að standa vörð um
sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar,
þjóðerni og menningu, og tryggja
að íslendingar hafi einir óskorað
an eigna- og yfirráðarétt yfir auð
lindum landsins og hafinu um-
hverfis það.
Verkalýðshreyfingin minnir í
dag á kvöl og vanda þeirra þjóða,
sem enn búa í skugga hungurs og
harðréttis, nýlendukúgunar og
kynþáttamisréttis. íslenzk alþýðu
samtök krefjast þess að hungrinu
verði bægt frá fátækum þjóðum,
kynþáttamisrétti aflétt, og hver
þjóð fái að ráða málum sínum
á grundvelli sjálfstæðis og lýð-
ræðis. Alþýðusamtökin um allan
heim herða nú baráttuna fyrir
friði frelsi og jafnrétti. íslenzk
verkalýðshreyfing fordæmir ein-
um huga að stórveldi beiti ofur_
valdi herja og nútímavopna til að
reyna að kúga fátækar smáþjóð
ir. Alþýðufólk á íslandi tekur
undir kröfu hinnar alþjóðlegu
verkalýðshreyfingar um að tafar
iaust verði hætt loftárásum og
öðrum hernaðaraðgerðum í Viet
nam, erlendir herir yei’ði flutt-
ir úr landi, og Vietnömsku þ.ióð
inni leyft að skipa málum sín-
um, ráða stjórnarfari landsins og
framtíð á grundvelli . sjálfstæðis
og lýðræðis.
Þetta ár vinnur verkalýðshreyf
ingin á íslandi að breytingu á
skipulagi sínu, og veltur á miklu
hvort með því tekst að gera
verkalýðshreyfinguna að öflugra
baráttutækl ísl, alþýðu til sókn-
ar og varnar. Þar um ræður
mestu, að takist að gæða samtökin
eldmóði þeim og fórnfýsi, bjart-
sýni og hugsjónartryggð, sem ein
kenndi störf brautryðjenda vei-ka
lýðshreyfingarinnar og beztu
manna hennar ævinlega.
Megi 1. maí enn verða tákn um
einingarmátt og samtakastyrk ís-
lenzkra alþýðu.
1. maí-nefnd Fulltrúaráðs verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík.
Guðjón Jónsson
Gúðmundur J. Guðmundsson,
Hilmar Guðlaugsson,
Jón Sn. Þorleifsson,
Jóna Guðjónsdóttir,
Sigfús Bjarnason.
Sendum öllu starfsfólkinu
%
og vinnandi fólki til lands og sjávar
okkar beztu kveðjur í tilefni
i. maí.
\
Mars Irading Company hf.
Kópavogur
Blaðburðarbörn vantar í Austurbæ.
Upplýsingar hjá afgreiðslu blaðsins í Kópa-
vogi, sími 40753.
5.