Alþýðublaðið - 30.04.1967, Síða 9
Sunnudags-ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. apríl 1967
9
sta, annað eða þriðja barn?
upp á áþekkan hátt. Ef til vill er
þessi nýja kenning sálfrœðing-
anna rétta svarið.
Margir sálfræðingar og rann-
sóknamenn halda fram, að það sé
fæðingarröðin sem hafi afgerandi
áhrif á sálgerð barnsins. ■
Hvort það fæðist fyrst, annað
eða þriðja í röðinni — þetta get-
ur ráðið úrslitum um síðari þroska
þess.
Raunar er þessi fræðikenning
elkki alveg ný af nálinni. Senni-
lega var hinn heimsfrægi austur-
ríski sálfræðingur' Alfred Adler
(1870-1937) fyrsti vísindamaðurinn
sem tók þetta efni til alvarlegrar
athugunar. Og hann komst að
þeirri niðurstöðu, að sérkenni
frumburðar, annars o*g þriðja
barns væru svo ólík og greinileg
að hér gæti naumast verið um til-
viljun að ræða. Hann athugaði
fjölmargar fjölskyldur, og eftir
faans daga hafa siálfræðingar hald
ið áfram á sömu braut.
„Þessi kenning er vissulega tek-
in alvarlega í nútímasálfræði‘“,
segir Joseph McNally, brezkur
uppeldisfræðingur. „Að sjálfsögðu
'liggja margir þættir til grund-
vallar skapgerðarmyndun, en fæð-
ingarröðin er óefað einn þeirra.“
Það skiptir einnig faöfuðmáli
faversu langt er milli fæðingia
barnanna. Ef annað barnið fæðist
til dæmis innan átján mánaða frá
fæðingu frumburðarins nýtur það
töluverðra hlunninda. Það þarf
ekki annað en fylgjast með eldra
barninu og apa allt eftir því, og
þannig gengur lærdómurinn miklu
skjótar en annars væri mögulegt.
Ef aldursbilið er hins vegar meira
en eitt og hálft ár kemur þetta
ekki að gagni, vegna þess að þá
getur yngra barnið ekki fylgzt
með því eldra.
Eldri börnin virðast hagnýta sér
miklu betur öll tækifæri en þau
yngri. Þau eru samvizkusamari og
iðnari. læra meira í skólanum og
hafa meiri sjálfsstjórn. Aftur á
móti * eru yngri börnin léttari I
lund og sveigjanlegri.
Við skulum faugsa okkur unga
foreldra sem eiga að.ala upp fyrsta
toarnið sitt. Þau eru reynslulaus
og oft hálfkvíðin, þau taka upp-
eldið mjög alvarlega, gera sér á-
hygg.iur áf faverju smáatriði og
fylgja nákvæmlega leíðbeiíning-
unum í bókum sínum um barna-
uppeldi. Nokkrum árum seinna
þegar annað barnið fæðist eru
þau ekki nærri eins taugaóstyrk
út af öllu saman. Annað barnið er
meðhöndlað miklu frjálslegar og
af me.iri glaðværð, og það elst upp
í afslöppuðu andrúmslofti. Þetta
getu/f einnig haft sín áhrif.
FRÆG DÆMI
Gott dæmi um hinn alvarle'ga,
skyldurækna frumburð er Elísa-
bet Bretadrottning. Allt frá barn-
æsku komu fram í henni eigin-
leikar frumburðarins, alvara,
stefnufesta, iðni, skyldurækni, á-
byrgðartilfinning. Margrét prins-
essa var gerólík faenni, miklu
meira fiðrildi, listrænni, draum-
faneigðari. Elísabet hefur tekið
stöðu sína hátíðlega og hvergi
brugðið út af föstum venjum, en
Margrét hefur faaft unun af að
brjóta allar hugsanlegar reglur
og hneyksla siðavandan almenning
með djörfum klæðaburði sínum,
nýjungagirni og skemmtanafíkn.
Sofia Loren er þekkt fyrir vilja
þrek sitt og styrka skapgerð. Hún
var eldri dóttir í fjölskyldu sinni
og hefur alltaf leitazt við að hlíta
boðum og bönnum. Nákomnir vin-
ir hennar segja, að hún hafi aldrei
verið fyllilega hamingjusöm með-
an hún neyddist til að lifa „í
synd'“ með Carlo Ponti sem hún
varð að skilja við vegna fordóma
kaþólsku kirkjunnar og ítalsks
réttarfars. Síðan þau fengu loks
að ganga í lagalegt hjónaband í
Frakklandi er faún aítur búin að
ná s'álarjafnvægi. Henni leið illa
meðan liún gat ekki gert „rétt“.
Þegar fleiri en þrjú börn eru í
fjölskyldunni hneigist röðin til
að endurtaka sig á sama hátt.
Oft hegða næstu þrjú börnin (það
fjórða, fimmta og sjötta) sér þá
sem sjálfstæð fjölskylda og taka
á sig einkenni frumburðar, annars
og þriðja barns. Kennedy-f.iöl-
skyldan er gott dæmi um þetta.
John F. Kennedy, maðurinn
sem varð forseti Bandaríkjanna,
var annað barnið í röðinni af níu.
En hann var fyrstur manna til að
viðurkenna, að hann faefði senni-
lega aldrei flutt í Iívíta húsið
hefði eldri bróðir faans, Joseph,
ekki dáið. Joseph var talinn efni-
legasti og gáfaðasti meðlimur
þessarar hæfileikaríku fjölskyldu.
Og satt er það, að menn muna
faelzt eftir Kennedy fyrir hug-
myndaauðgi hans og hugsjónaeld
í forsetastólnum, ekki sérstaklega
fyrir raunhæfar aðgerðir. Hann
virðist einmitt hafa vérið dæmi-
gert annað barn í röðinni sem
verður að leika hlutverk frum-
burðarins sökum aðsteðjandi
kringumstæðna.
Þriðja og fjórða barnið í Kenne-
dy-fjölskyldunni voru stúlkur,
Rosemary og Kathleen. Rosemary
var vangefin, en Kathleen fórst í
flugslysi. En fimmta barnið, Eu-
nice, virðist svara vel til einkenna
„annars barnsins" eins og fimmta
barnið gerir gjarnan. Hún býr yf-
ir ríkri samúðarkennd og he'fur
innt af hendi gífurlegt starf í þágu
vangefinna barna.
Sjötta barnið var líka stúlka,
Patricia, uppreisnargjörn, fráskil-
in eiginkona leikarans Peters Law
ford, og sjöunda barnið var Robert
Kennedy.
Samkvæmt kenningunni ætti
Bóbby að hegða sér eins og annar
frumburður. Og þetta er maður-
inn sem margir álíta, að verði
forseti Bandaríkjanna einn góðan
veðurdag. Annar frumburður sem
sýnir leiðtogahæfileika sína og
metnað.
Lítið er vitað um áttunda barn-
ið, Jean. Hún er gift og lifir ró-
legu fjölskyldulífi.
Edward Kennedy er níunda barn
ið (þ.e.a.s. með sérkenni þriðja
barnsins samkvæmt kenningunni).
Við höfum þegar heyrt margt og
mikið um faann. Og margir..halda
— þar á meðal hans eigin fjöl-
skylda — að hann eigi fyrir sér
mestu framtíðina af öllum með-
limum Kennedy-ættarinnar.
Náttúrlega er þetta aðeins fræði
kenning og tilgáta, og það leggja
sálfræðingarnir áherzlu á. En það
getur verið gaman að hafa hana í
huga þegar maður athugar kunn-
ingja sína og fólk sem maður
þekkir eitthvað til.
Og við getum litið á okkar eig-
in börn og ef til vill öðlazt betri
skilning á lunderni þeirra. Það er
gott að örva dugnað o§. framgirni
frumburðarins, en hroka eða valda
fíkn af hans hálfu má halda í skefj
um.
Og í stað þess að ergja okkur
yfir lægri einkunnum og meiri
leti og kæruleysi hjá öðru barn-
inu en því fyrsta, getum við
kannski dregið fram í dagsljósið
hulda listfaæfi!»eika eða sköpun-
argáfu sem við getum örvað með
hrósi og hvatningarorðum.
Ekki hvað sízt getum við hjálp-
að þriðja barninu og stutt það ef
við gerum okkur þessi sérkenni
Ijós. Vjð getum unnið bug á van-
máttarkennd þess með hlýju og
aðd'áun og látið það finna, að við
elskum það ekki síður en hin
börnin. Ef það veit, að það er
gagnlegur og ómissandi meðlim-
Framhald á 15. síðu.
ÁLARGERÐ BARNSINS
EYKUR
HEILBSÖLUBIRGÐIR
hmí & mmm wt
Loka& vegna breytinga
þriðjudag og miðvikudag 2. og 3 maí.
Opnum aftur
föstudaginn 5. maí. ",
Gjörið svo vel að líta i'nn-.
ÞT>g slAturpélag sudurlands
Kjötbúðin — Brekkulæk 1.
Auglýsið í Alþýðublöðinu
Áskriftasími AlþýðublaSsins er 14900