Alþýðublaðið - 30.04.1967, Side 14
30. apríl 1967 - Sunnudags-ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Russel
Frh. af. 7. síðu.
við þær í bili. En eftir sem áð-
ur tortryggði ég undirstöður
stærðfræðinnar — og sú tor-
tryggni réð þeirri stefnu sem
starf mitt tók síðan.”
Að heiman lá leið Russells til
Cambridge sem bann skoðaði
lengi síðan sem sitt eina eigin-
lega heimkynni. En ekki var það
vegna tilsagnarinnar sem hann
hlaut þar: „Mest af þeirri heim-
speki sem ég lærði þar hefur
mér síðan virzt rangt, og ég
varði til þess mörgum árum síð-
an að leggja smám saman niður
þær hugsunarvenjur sem mér
voru innrættar. Eina hugsunar-
venjan sem einhvers var virði
og mér tamdist þar var andleg-
ur heiðarleiki. Ekki einasta vinir
mínir tömdu sér þessa dyggð
heldur einnig kennararnh'........
Það varð mér reiðarslag að kom-
ast að því á stríðsárunum að
einnig í Cambridge voru and-
legum heiðarleik manna takmörk
sett.”
^ einum stað greinir Russell
eftirminnilegast frá þeirri
andlegu reynslu sem hann varð
fyrir á fyrsta ári aldarinnar með-
an hann var að vinna að Prin-
sipta mathematica:
„Alla tið síðan ég kvæntist
hafði tilfinningalíf mitt verið
rólegt og yfirborðslegt. .. En
skyndilega virtist jörðin sökkva
undir fótum mér og ég var kom-
inn á allt aðrar slóðir. Á fimm
mínútum varð mér hugsað sem
svo: einmanaleiki mannsins er
óbærilegur, en ekkert getur rof-
ið hann nema hástig slíkrar ást-
ar sem trúarbrögðin hafa boð-
að; allt sem ekki er af þessum
rótum runnið er skaðlegt,
minnsta kosti gagnslaust; þar af
leiðir að styrjaldir eru rangar,
menntaskólakennsla viður-
styggð, valdbeiting ámælisverð,
en mannleg samskipti ættu að
miðast við að ná til innsta
kjarna einmanaleikans með
hverjum og einum. .. Að þess-
um fimm mínútum liðnum var
ég gerbreyttur maður. Um
stund var ég gagntekinn eins
konar dulrænni hugljómun. Mér
fannst ég þekkja ofan í kjölinn
hug þeirra sem ég mætti á göt-
unni, og þótt þetta væri eflaust
Reynið nýju
filter sígarettuna
kunningjar mér raunverul. miklu
nákomnari eftir en áður. Áður
hafði ég verið heimsveldissinni
en varð á þessum fimm mínút-
um búavinur og friðarsinni. Ár-
um saman hafði ég ekki skeytt
um annað en nákvæmni og rök-
hyggju, en nú varð ég altekinn
dularblandinni fegurðarkennd,
áköfum áhuga á börnum, og djúp
tækri þrá til að finna einhverja
heimspeki sem gerði mannlegt
líf bærilegt. .. Hin dulræna
innsýn, sem ég taldi mér trú um
þessa stund, hefir síðan horfið
að mestu, og rökhyggjan komizt
í sinn forna sess. En eitthvað af
því sem ég þóttist sjá á þessari
stundu hefur varað með mér
síðan.”
jþað er hætt við að þau
strjálu dæmi sem hér haía
verið rakin úr endurminningum
Bertrand Russels veiti næsta
gagnslitla hugmynd um bókina,
fullkomið látleysi frásagnarinn-
ar samfara fullri vitund höfvum
eigin ferðleika, hreinskilni
sans sem aldrei verður laus-
mælgi, kímni hans, fágaðan stíl- $
inn. Ef til vill er það sanni næst
um bókina að hún lýsi öll þeim
„andiega heiðarleika” sem höf-
undurinn metur mest. Bertrand
Russell hefur verið kallaður
mesti heimspekingur aldarinnar,
og hann er hvað sem öðru líður
einhver áhrifamesti hugsuður og
rithöfundur samtíðar sinnar sem
núorðið nær yfir þrjár kynslóð-
ir. Hann liefur aldei óttazt að
standa einn og óttast það ekki
enn í dag eins og afskipti hans
af Vietnammálinu bera með sér;
en um það efni fjallar siðasta
bók hans sem er safn af grein-
um og ræðum um stríðið (War
Crimes in Vietnam, George All-
en & Unwin, 1967), samfelld á-
kæra á hendur Bandaríkjunum
fyrir atferli þeirra í Vietnam:
þessa dagana er „dómstóll” hans
sem fjalla á um stríðið einmitt
að hefjast handa í Stokkhólmi
ef hann hefur þá fengið þar inni.
Þessi tilraun sýnir allténd metn-
að mannsins: hann vill gerast
samvizka heimsins. Og þessi sam-
vizka er' svo óhæg að enginn
vill við hana kannast á Vestur-
löndum; Russell er sem fyrr einn
á báti, uppreisnarmaður gegn
samtíð sinni.
í sömu sporum stór hann löngu
fyrr, meðan fyrra stríðið stóð yf-
ir; löngu síðar hefur mönnum
lærzt að meta skoðanir hans
þá hvað sem nú verður. Þeim
hluta ævi sinnar á hann enn
eftir að lýsa opinberlega. En
endurminningar hans, þær sem
nú hafa birzt, veita nokkra inn-
sýn í upphaf þessarar sérkenni-
legu ævi, hinnar hrópandi radd-
ar sem enn hljómar. — Ó. J.
Sigorgegr Sipri'énsson
Málflutningsskrifstofa
Óðinsgötu 4 — Sími 11043.
SIUKSTÖÐIM
Ssetúni 4 — Sírní 16-2-27
BHHtm et smurðúr fiióft vg Vel.
Seájmn áUaf tcguafllr af smurolítf
SUMARDVALIR
Tekið iverður á móti umsóknum um sumardvöl
fyrir börn hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross
íslands, dagana 2 og 3. maí nk. kl. 10-12 og
14-18 á skrifstofu Rauða krossins Öldugötu 4,
ekki tekið við umsóknum í síma.
Eingöngu verða teki-n Reykjavíkurbörn fædd
á tíma-bilinu 1. janúa-r 1960 til 1. júní 1963.
Aðrir aldursflokkar koma ekki til greina. Á-
ætlað er að gefa kost á 6 vikna eða 12 vikna
tímabilum.
STJÓRN REYKJAVÍKURDEILDAR
RAUÐA KROSS ÍSLANDS.
Aðaiumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2
RADI^NETTE
tækin eru seld í yfir 60
löndum.
Sérhæfðir menn frá verk-
smiðjunum í Noregi annast
alla þjónustu af kunnáttu.
Rádíonette-verzlunin
Aðalstræti 18
sími 1 69 95