Alþýðublaðið - 30.04.1967, Síða 16

Alþýðublaðið - 30.04.1967, Síða 16
Siðferði, dátar og dýragarður Þegar Reyk- víkingar risu á fætur í gær- morgun, lá það í loftinu'-að ein- hver mikil tíð- indi Ihefðu ______________g e r zt. Naittí- herskipin voru horfin úr höfn- inni. Og í sama bili flutti út- varpið þá frétt, að Brandur væri strokinn til hafs með tvo fíleflda Frétta- yfirlit vikunnar ÉG SÉ EKKI BETUR EN að nýju flokkarnir sem spretta upp þessa dagana eins og mý á mykjuskán starfi fullkom- lega í anda ríkisstjórnarinn- ar, þótt þeir segist vera á móti henni. Það er stefna stjórnar- innar að hafa mikið og gott vöruval í öllum verzlunum, og nýju flokkarnir vilja meira mannval í kosningum. lögregluþjóna um borð. Maður var fljótur að leggja saman tvo og tvo, og hugði gott til glóð- arinnar. Guði sé lof, að her- skipin voru til staðar hér í höfn- inni! Loksins var hægt að hafa eitthvert gagn af því að vera meðlimur í Nató. En nánari fregn ir gáfu til kynna, að ekker-t sam- hengi væri því miður milli þess- ara tveggja atburða. Herskipin höfðu lagt úr höfn á sínum rétta og löglega tíma, en Brandur hins vegar stolizt og enginn tekið eft- ir skyndilegu stroki hans í morg unsárinu, vegna hamagangsins við brottför flotans. Þegar allt kom til alls var það sem sagt Brandur, sem hafði gagn af ná- vist Nató, en ekki við. En hvað um það. Þetta bjargaðist allt sam- an, því að enn bárust nýjar frétt- ir. Brandur var fundinn og fang- aður aftur, án þess að nokkur utanaðkomandi aðstoð kæmi til. Það hefur því sannazt enn einu sinni, áð íslendingurinn getur allt og þarf ekki að vera upp á neinn kominn. Sumir vilja enn halda því fram, að siðferði þjóðarinnar sé á stöð- ugu undanhaldi, pilsin styttist óðum og þess verði ekki langt að bíða, að brúðir gangi upp að altarfnu í topplaUsum kjólum. Þú mátt slcrifa númerið á bílnum núna. Siðferðispostularnir okkar urðu fyrir miklu áfalli síðustu daga, þegar hundruð sjóliða af Nató- skipunum gistu Reykjavík. Það mátti sjá margan manninn gera sér ferð í bæinn undanfarin kvöld undir yfirskini hressingar- göngu í útsynningnum. Þeir skimuðu í krók og kima og botn- uðu ekkert í því, að ekki skyldi neitt kitlandi bera fyrir augu. Gat þetta átt sér stað? Voru ungu stúlkurnar dauðar úr öll- um æðum? Sú var tíðin að þeim þótti draumur að vera með dáta, en var það nú löngu liðin tíð? Hvílík vonbrigði! Allt er á hverf- anda hveli. Menn brettu upp frakkakragann og hypjuðu sig niðurlútir í háttinn eftir mis- heppnaða hressingargöngu. Nei, það var ekkert „ástand” ríkjandi á götum höfuðborgarinnar að þessu sinni, þótt hún væri barma full af borðalögðum dátum. IÞá er Náttúrugripaisafnið loksins búið að opna aftur eftir sjö ára flutninga. Sumir hafa verið að hneykslast á því, hvað mennirnir séu búnir að vera lengi að koma sér fyrir í nýja hús- næðinu, sérstaklega þar sem þetta sé nú mun minna húsnæði en stofnunin hafði áður í gamla safnhúsinu. En auðvitað tekur það sinn tíma að venjast nýjum aðstæðum og koma sér fyrir. Og sjö ár eru ekki iangur tíma í eilífðinni. Einn mann hittum við í strætisvagni í morgun, sem ræddi um þetta. Hann hélt því fram, að hér á landi væri mesti óþarfi að eyða dýrmætum pen- ingum í að sýna mönnum upp- stoppuð dýr af ýmsum gerðum. Þjóðfélagið okkar væri svo bráð- Söngvar Alþýðubandalagsmanns í tilefni dagsins Sjá roðann í Austra, hann brýtur sér braut. Fram bræður og Hannibalsmenn! Við heimtum vorn rétt til að hræra í þeim graut, sem hitaður verður nú senn. Þeir skammta okkur lista, þeir skammta okkur menn. Skulum vér kjósa þá enn? Fram þjáðir menn í þessu landi, sem þekkið komma glímutök! Þeir teyma Hannibal í bandi og berja niður öll lians rök. Þó vor framtíð sé falin fram til orrustu skal! G-listinn er galinn. Hvað gerir Hannibal? DANÍEL DJÁKNI. skemmtilegur og fjölbreytilegur dýragarður, ekki sízt svona rétt fyrir kosningar, að þess gerðist ekki nokkur þörf. Svona geta menn verið fyndnir á laugai’- dagsmorgni, þegar löng helgi er framundan og að auki uppstign- ingardagur og hvítasunna á næsta leiti. , Sá spaki segir... Newton gamli fann upp þyngd- arlögmálið eins og kunnugt er. — Newton skipstjóri á Brandi upp- götvaði hins vegar hvað íslendingar eru þungir á morgnana . . . Skopmynd Valdataka hersifis í Grikklandi hefur verið efst á baugi í heiminum undanfarn- ar vikur. Þessa á- gætu skopmynd hef- ur Mogens Juhl teiknað af Konstan- tín konungi. Hann stendur fyrir framan hóp af ferðamönnum og segir: — Og hér sjáið þið allra nýj- ustu rústirnar okkar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.