Alþýðublaðið - 30.04.1967, Síða 5
Sunnudags-ALÞYÐUBLAÐIÐ - 30. apríl 1967
[SC^ÍMO)
Ritstjóri: Benedikt Gröndal. ~ Ritstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján
Bersi Ólafsson. — Símar: 14900—14903. — Auglýsingasími 14906.
Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja
Alþýðublaðsins. Sími 14905. —' Askriftargjald: kr. 105,00. — í lausa-
sölu: kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
HÁTÍÐISDAGUR
FYRIR NOKKRUM árum mátti
heita, að kalt stríð hafi verið innan
verkalýðshreyfingarinnar hér á landi.
Þá voru jafnan deilur um hátíðina 1.
maí, sem þó hefði átt að sameina. Efni
og orðalag á 2-3 kröfuspjöldum olli tíð
um klofningi, þannig að útifundir voru
stundum tveir.
Á þessum árum voru flokkadrættir
í hreyfingunni mjög harðir og barizt
um hvert félag í kosningum til stjórna
eða Alþýþýðusambandsþings. Má nærri
geta,að slík átök hafa ekki orðið til
þess að styrkja verkalýðssamtökin, held
ur veikja þau og sá tortryggni í raðir
þeirra.
Flokkadrættir hafa ekki minnkað í
landinu, eins og sjá má nú, er kosn-
ingar nálgast. En það hefur orðið veru
leg breyting til hins betra innan verka
lýðshreyfingarinnar. Nú má heita, að
alltaf náist samkomulag um hátíða-
höldin 1. maí í Reykjavík, og átök um
ráð innan félaga eru fátíðari en áður.
Tortryggnin hefur minnkað og betra
samstarf er um margt það, sem kalla
verður fagleg mál og þarmeð megin-
verkefni félaganna. Ber mjög að fagna
þessari þróun og vona, að hún haldi
áfram íslenzkri alþýðu til blessunar.
Ekki verður því neitað, að íslenzkur
verkalýður hefur í dag meira að bíta
og brenna en nokkru sinni fyrr. Samt
sem áður blasa mörg verkefni við
verkalýðshreyfingunni og stjórnvöld
um landsins, og krefjast úrlausnar í
næstu framtíð. Má þar nefna öðru
fremur hinn langa vinnutíma sem þarf
að leggja fram til að öðlast núverandi
lífskjör og halda þeim. Hefur mikið
verið um það mál rætt og skortir ekki
samkomulag um, hvert vandamálið sé.
Nokkuð hefur miðað í rétta átt, en
langt er ófarið.
Verkalýðshreyfingin á sjálf ólokið
endurskoðun á skipulagi sínu öllu til
%
þess að fylgjast með tímanum og búa sig undir þá
br^yttu tíma, sem framundan eru á tækniöld. Enn hef
ur fræðslustarf hreyfingarinnar í heild verið vanrækt,
þótt þörf fyrir félagslega þjálfun, endurhæfingu og
aðlöðun að nýjum aðstæðum hafi aldrei meiri verið.
Við nefnum fátt eitt, þótt af mörgu sé að taka. Með
samstilltu átaki og einlægum baráttuhug mun þó enn
miða í rétta átt á komandi árum. í þeirri von óskar
Alþýðublaðið íslenzkri alþýðu til hamingju á þessum
hátíðisdegi.
Starfsmannafélag
ríkisstofnana
seiidir meðlimum sínum og
öðrum launþegum
beztu árnaðaróskir í tilefni
1. maí.
Askriffasimi AlþýSubSaðsins er 14900
Eggert G. Þorsteinsson, sjáv-
arútvegsmálaráðherra ritar
kjallaragreinina að þessu
sinni og fjallar hún um inn-
lendar nýjungar í fiskveið-
um og fiskvinnslu.
veru úrelt, þótt nauðsynlegt verði
ávallt að vera vel vakandi með
allar umbætur í hverri veiði-
grein.,
Fjölbreytni í veiðiaðferðum
verður því áfram eitt nauðsyn-
legasta atriði fiskveiðimála okk-
ar, því í upphafi vertíðar geta
fáir spáð hvaða veiöarfæri gefst
bezt.
Véibátaútgerðarnefnd sú er á-
liti skilaði á sl. hausti gerði
ýmsar athyglisverðar tillögur er
hún taldi að aðstoðað gætu vél-
bátaflotann við að bæta reksturs
afkomu þeirra. — Ein af til-
lögum nefndarinnar var, að kom
ið yrði upp sérstökum „beitinga-
stöðvum” í einni eða tveimur
stærstu verstöðvum landsins. —
Að baki þessarar tillögu nefndar-
innar var sú hugmynd að gera
tilraun til lausnar beitingar-
vandamálsins og gera beitinguna
jafnframt að sj'álfstæðri starfs-
grein, sem hefði fast og þjálfað
starfsfólk.
Fiskifélagi íslands var falið
að gera tiilögu um, með hvaða
'hætti bezt yrði að þessari til-
raun staðið og er nú lokið viö
fyrstu frumtillögur, en haldið
er áfram að vinna að fullnaðar-
tillögum,
í framhaldi af þessum hug-
myndum. hafa aftur farið af stað
gamlar hugmjmdir um að smíða
beitingavél, og munu nú 2-3 ís-
lenzkir uppfiuningamenn vinna
að frumsmíði slíkra véla, liver
á sínum stað, án vitundar um
hugmyndir hvers annars. — Von
andi sjá þessar hugmyndir, ein
eða fleiri, dagsins ljós áður en
langt um líður, — en þá hefði
vei'gamiklum áfanga sannarlega
verið náð.
Norðmenn hafa um alllangt
skeið glímt við þetta verkefni og
gera enn.
—o—
Þessar línur eru ritaðar í tvenn
um tilgangi. í fyrsta lagi til þess
að minna lá þann fjölda vei'kefna
sem óleystur er og svo hins veg-
ar í þakklælis- og viðurkenning-
arskyni við íslenzka uppfinninga
menn, sem oft hafa fómað mikl-
um fjármunum og erfiði, við
slæmar aðstæður, til að ná raun-
hæfum árangri.
Ekki veröur svo skilizt við þess
ar 'hugleiðingar án þess að
minnzt sé á þá stofnun, sem ein
allra opinberra aðila hefur stutt
þetta siarf á sjálfu tilraunastig-
inu, — en það er Fiskimálasjóð-
ur íslands. En auk hans hafa
einnig stjórn Síldarverksmiðja
ríkisins og Síldarútvegsnefnd
iagt þar drjúgan skerf af mörk-
um. — I-Iér er ekki rúm til að
rekja sögu og starf Fiskimála-
sjóðs, en hollt væri öllum þeim,
sem telja að eklcert hafi verið
gert til eflingar og umbóta ,í
veiði og vinnslu sjávarafurða, að
kynna sér starfsemi sjóðsins. —
Byrjun hraðfrystiiðnaðarins og
breyttra verkunaraðferða á fiski
í landi er gerð að frumkvæði
Fiskimálasjóðs. Fj'árveitingar
sjóðsins til nýrra veiðitilrauna,
véla og tækjasmíði hafa verið ó-
metanlegur stuðningur í þessum
málum, svo nokkuð sé nefnt.
Með 'hliðsjón af þeirri dýr-
mætu reynslu sem Fiskimálasjóð
ur hefur öðlazt á löngum starfs-
tíma, fól sjávarútvegsmálaráðu-
neytið stjórn sjóðsins með bréfi
fyrir rúmu ári síðan að gera til-
lögur um fimm tiltekin atriði
sem hér skulu tilgreind'-
„1, Til að tryggja svo sem tök
eru á að styrkir og lánveiting-
ar sjóðsins komi að sem bezt-
um raunhæfum notum í veiði
og vinnslu sjávarafurða, virð-
ist nauðsynlegt að, sjóðstjórn-
in komi á fót föstu tæknilegu
mati ráðgefandi aðila, er verði
stjórninni til aðstoðar. Með
hvaða hætti telur stjórnin að
þessu yrði bezt fyrir komið?
TJ
2. Nnauðsyn ber til að stjóro
sjóðsins 'geti í enn ríkara mæli
sj'álf haft frumkvæði að til-
raunum og nýjungum í fisk-
veiðum, fiskiðnaði og útflutn-
ingi sjávarafurða, — er leitt
'gætu til framfara.
í þessu sambandi virðist m.
a. nauðsynlegt að nálgast á
hverjum tíma það bezta sem í
þessum málum er að gerast
erlendis.
Með favaða hætti telur stjórn
in að örugglegást megi tryggja
þetta samband við umheim-
inn?
3. Svo sem sjóðsstjórnarmönnum
mun vel kunnugt eiga ákveðn-
ar greinar sjávarútvegsins,
botnvörpungar og minni vélbát
ar við sérstaka erfiðleika að
etja. — Eitt alvarlegasta at-
riði þessara erfiðleika er
mannaflsskorturinn, sem oft
veldur veiðistöðvun, um len'gri
eða skemmri tíma, sér í lagi
- á ákveðnum landssvæðum. Er
mögulegt að sjóðsstjórnin
beini lánveitingum og styrkj-
um sínum svo sem unnt er sér-
staklega til stuðnings þessum
greinum, — ef svo er, þá með
hvaða hætti helzt?
4. Ýmis nauðsynleg rannsóknar-
verkefni viðkomandi sjávarút-
vegi hér innanlands hafa dreg-
izt of lengi vegna fjárskorts
viðkomandi stofnana. Er hugs-
anlegt að koma fastri skipan
á stuðning við slíka starfsemi
og hvernig mætti bezt tryggja
hindrunarlaust og stöðugt
starf stofnunarinnar að nauð-
synlegustu verkefnunum?
5. Telur sjóðsstjórnin mögulegt
að ætla ákveðna árlega fjór-
upphæð til styrktar efnilegum
mönnum við nám erlendis, og
þá sérstaklega í þeim igrein-
um fiskiðnaðar og útflutnings,
þar sem þekking og reynsla
eru af skomum skammti?
Eðlilega yrðu slíkir styrkir
(eða lán) a& vera bundnir skii-
yrði um ákveðinn starfstíma hér
á landi að loknu námi.
Ráðuneytið telur brýna nauð-
syn bera til að kannað verði til
hlítar um úrbætur í framan-
grcindum atriðum og telur jafn-
framt að stjórn Fiskimálasjóðs
hafi sérstaka aðstöðu til að gera
raunhæfar tillögur í þessu efni.
Þess er því hér með óskað að
stjórn Fiskimiálasjóðs láti sjáv-
arútvegsmálaráðuneytinu hið
fyrsta í té álit sitt og tillögur
um framangreind atriði, ásamt
öðrum tillögum, er stjórnin tel-
ur framkvæmanlegar og til úr-
bóta í þessum efnum.“
Að þessum verkefnum vinnur
stjórn Fiskimálasjóðs nú og von-
andi tekst að finna í þessum efn-
um viðunandi lausnir, er tryggi
óframhaldandi umbætur.
Eggert G. ÞorsteiHsson