Alþýðublaðið - 30.04.1967, Side 8
8
Sunnudags-ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. apríl 1967
EI’NS og kunnugt er fyrirfinnast
ekki hér á jörS tveir einstakling-
ar sem eru nákvæmlega eins, jafn
vel ekki eineggja tvíburar. En
viss sameinkenni má finna í mis-
jafnlega víðtækri merkingu, ættar
svip, systkinasvip, meira a3 segja
hjchasvipf, þjól5arsé!rken;/l, kyn-
þáttaeiginleika o.s.frv. Sálfræðing
ar hafa rannsakað sérkenni og
samkenni af miklum áhuga og bor-
ið fram margar fræðikenningar
og tilgátur sem sumar hverjar
kunna að virðast fjarstæðukennd-
ar, en aðrar í meira la'gi áhuga-
verðar. Ein af tilgátum nútíma-
sálfræðinga varðar áhrifin sem
fæðingarröð hefur á systkini; með
öðrum orðum að sálgerð barnsins
kunni aö stjórnast af því hvort
það fæðist fyrst, annað eða þriðja
í röðinni eða hvort það er einka-
barn foreldra sinna. Hér koma
nokkrar skilgreiningar á mismuni
þeim sem þetta getur valdið:
FYKSTA BARNIÐ
Frumburðir í fjölskyldu eru oft
hlýðnari og duglegri en yngri syst
kini þeirra. Velþóknun foreldr-
anna er þeim afar mikils virði, og
þeir stunda venjulega skólanám
sitt af kostgæfni. Þeir hneigjast
til vanafestu og bera mikla virð-
ingu fyrir boðum og bönnum. Þeir
taka fúslega á sig ábyrgð og geta
stundum verið ráðrikir. Þeir eru
leiðtogarnir, góðir að skipuleggja
og stjórna, og þeir ná völdum og
velgengni.
Þetta eru samkenni margra
frumburtða. Drengiilnir Iha'gnýta
gjarnan leiðtogahæfileika sína í
viðskiptalífinu eða stjórnmálum.
Stúlkurnar notfæra sömu eigind-
irnar í 'hjónabandi sínu og innan
heimilisins. í bezta lagi er fruin-
burðurinn skapstyrkur, kraftmik-
ill og traustur. í versta lagi er
hann hrokafullur og valdasjúkur,
haldinn óslökkvandi metorða-
þorsta.
ANNAAÐ BARNIÐ
Börnin sem fæðast önnur í röðinni
eru k'át og vinaleg, miklu léttlynd-
ari en frumburðirnir. Þau hafa
ekki eins mikla löngun til að þókn
ast foreldrum sínum og’eru miklu
latari við skólanámið. Þau eru
uppreisnargjörn og hata boð og
bönn. Þeim þykir gaman að leika
sér og 'hafa fjörugt ímyndunar-
afl, og þau eru listræn og draum-
lynd. Mörg skáld, tónlistarmenn,
rithöfundar, tónskáld og listmál-
arar hafa fæðzt önnur í röðinni í
sinni fjölskyldu. Allt sem er ný-
stárlegt og óvenjulegt fellur þeim
í geð; þau hafa gaman af fötum
eftir nýjustu tízku og ganga oft
í hinum furðulegustu flíkum sem
höfða til ímyndunarafls þeirra.
Þau eiga hægt með að eignast vini,
ef til vill vegna þess að þau eru
laus við þá brennandi metorða-
ig’irnd sem eýðile)ggur' oftsinnis
góða vináttu. Stúlkurnar eru gædd
ar sömu sköpunaúhæfileikunum
og drengirnir, en hafa oft sterka
samúðarkennd er leiðir þær til
starfa sem hjúkrunarkonur eða fé-
lagsráðgjafa.
ÞRIÐJA BARNIÐ
Þriðja barnið sem kemur í heim-
inn löngu á eftir hinum tveim
finnur einatt hjá sér knýjandi
þörf til að berjast fyrir rétti sin-
um og heimta viðurkenningu. Ótt-
inn við að vera fimmta hjól und-
ir vagni kvelur það. Þetta getur
birzt í tveim gagnólíkum myndum.
Ef þriðju börnin geta látið til sín
taka í fjölskyldunni og mæta skiln
ingi og uppörvun eiga þau ham-
ingjusamt líf fyrir höndum. Bar-
áttan við að verða sjálfstæður, ó-
háður einstaklingur þroskar vilja-
þrek þeirra og metnað, og áunnið
sjálfstraust þeirra verður þeim ó-
metanlegt síðar. Mörg þeirra eru
hugsjónamenn, brautryðjendur
eða umbótamenn.
En ef þau bíða ósigur 1 baráttu
sinni á yngri árum og finna stöð-
ugt til vanmáttarkenndar gagn-
vart eldri systkinum sínum, þá
geta viðbrögð þeirra orðið þau að
einangra sig frá öðru fólki og
fyllast mannfyrirlitningu. Mörg
þeirra bera örin ævilangt, og þau
birtast í ólæknandi, sjúklegri van
máttarkennd sem getur eyðilagt
allar þeirra framtíðarhorfur og
framamöguleika og oft komið í
veg fýrir hamingjusarnt lijóna-
band.
EINKABARNIÐ
Einkabörnin eiga oft örðugt með
það ævina á enda að umgangast
annað fólk og eignast vini. Þau
eiga engin systkini sem kenna
þeim á hressilegan hátt almenn-
nr umgengnisvenjur, og þegar
þau komast á skólaaldurinn og
kynnast öðrum börnum eru þau
þegar orðin feimin og innhverf
og kunna ekki rétta hegðun í
leikjum og áflogum sem félagar
þeirra taka sem sjálfsagðan hlut.
Þau eru alltof viðkvæm fyrir
'gagnrýni og kunna ekki að taka
stríðni af tilhlýðilegu kæruleysi.
Stundum getur þetta orðið til þess,
að skapgerðin verði sterk og á-
kveðin. Vissulega bera einkabörn-
Ert jbú tyr
in meiri ábyrgð sem einu börn
foreldra sinna. Þaú verða að upp-
fylla óskir þeirra og drauma án
nokkurra systkina til að lyfta ein-
hverju af þunga byrðarinnar. Og
það er sárt að valda vonbrigðum.
En ,ef þau láta sér nægja að sóla
sig í ást og‘ aðdáun pabba og
mömmu geta þau orðið sérhygg-
in og sjálfselskufull. Þau geta
líka orðið óframfæ.rin eða fjar-
læg, stundum jafnvel sérvitur, og
átt erfitt með að aðhæfa sig kröf-
um hjónabandsins.
Næst þegar þú ergir þig yfir
afstöðu einhvers þér nákomilns
skaltu hinkra við og spyrja í hug-
anum: ,,Lætur hann eða hún
svona út af einhverju sem þú hef-
ur sagt eða gert„ eða eru það ó-
sjálfráð 'áhrif fæðingarraðarinn-
ar?“
Þú veizt hvað ég er að fara, tök-
um Nonna litla sem dæmi. Hann
á að fara í próf núna í næstu viku,
og hann sóar dýrmætum tíma í
að spila poppmúsík uppi í herberg-
inu sínu. Algerlega skeytingarlaus
og ábyrgðarlaus að virðist. Og
einkunnirnar hans versúa í sífellu.
Eða hárið á honum! Mamma hans
er næstum farin að skammast sín
fyrir hann.
Það er einhver munur eða Adda,
eldri systir hans. Efst í sínum
bekk, tekur alltaf vel til í her-
berginu sínu og heldur öllu I röð
og reglu. Fyrirmyndarbarn. Adda
er augasteinn móður sinnar og
yndi.
En yngsta barnið, Kalli, leikur
sér einsamall úti í garði. Hann er
dreyminn og hæglátur drengur,
alveg laus við allan þann hama-
gang sem gerir Nonna svo þreyt-
andi. En Kalli er dulur. Aldrei að
vita hvað hann er eiginlega að
hugsa.
Þetta er ímynduð fjölskylda, en
við þekkjum vandamálin. Hvern-
ig stendur á þessum mismun á
börnunum okkar? Ef þú elur elzta
soninn upp svo vel, að hann verð-
ur hlýðinn og duglegur, prúður
og stundvís, hvernig í ósköpun-
um stendur þá á því, að bróðir
hans verður kærulaus og svo ó-
þekkur, að þér liggur við að láta
hugfallast? Samt ættirðu að hafa
meiri æfingú við annað barnið.
Þetta vandam'ál þekkja flestar
fjölskyldur af eigin raun.
Við vitum að heimilislífið, arf-
gengi og framkoma okkar við börn
in eiga stóran þátt í skapgerðar-
myndun þeirra, en ekkert af þessu
skýrir mismuninn á börnurn sem
tilheyra sömu fjölskyldu og alast