Alþýðublaðið - 30.04.1967, Síða 13
Sunnudags-ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. apríl 1967
13
FRANZ LISZl 1811 -
Sítt MttX
Lögreglan í
St. Pauli.
Hörkuspennandi og raunsæ ný
]>ýzk mynd er lýsir störfum lög
reglunnar í einu alræmdasta
hafnarhverfi meginlandsins.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
NOBI
Hin mikið lofaða japauska mynd
Sýnd kl. 9.
— Tatara stúlkan —
Sýnd kl. 5 og 7.
— Margt skeður á sæ —
Sýnd kl. 3.
Koparpípur ©g
Rennilokar.
Fittings.
Ofnkranar,
Tengikranar.
Slöngukranar,
Blöndunartæki.
Burstafell
bygglngavöruverzlun
Kéttarholtsvegl 3.
Síml 3 88 40.
Ávarp BSRB
Frh. af 2. síðu.
stafanir í efnahagsmálum til a8
binda endi á verðbólguþróunina
hér á landi og verði um þær
liaft fullt samráð og samvinna
við heildarsamtök launþega.
Álagning skatta og útsvara
verði tekin til gagngerðrar end-
urskoðunar og eftirlit með skatt
framtölum verði hert.
Launþegar fái aðstöffu til á-
hrifa á starfrækslu fyrirtækja
t. d. varðandi starfs- og ráðning-
arkjör starfsmanna, starfs-
fræðslu og hvers konar umbætur
í rekstri stofnana.
Gerðar verði ráðstafanir til
alménnrar lækkunar á bygginga-
kostnaði og söluverði húsnæðis.
Auknir verði lánsmöguleikar án
vísitölubindingar, og öllum veitt-
ur jafn réttur til lána úr hinu
almenna veðlánakerfi.
Orlof verði lengt með fullu
kaupi á orlofstímanum, og laun-
þegasamtökum verði veittur
stuðningur til að reisa orlofs-
heimili.
Vinnuvikan verði slytt, — og
verði hvergi lengri en 40 stundir
á viku.
Aukin verði samvinna laun-
þegasamtakanna og komiff upp
sameiginlegri hagstofnun er
starfi í þeirra þágu.
Frane Liszt' fæddist í Raiding, þorpi einu
í liéraðinu Burgenland á mótum tveggja
menninga, austurrískrar og ungverskrar. í
þessari sveit hafði vagga Haydns líka stað-
ið, en Liszt erfði þó meira af skaplyndi
Ungverjanna en hann. Skaphiti þeirra brýzt
fram í mörgum verka hans þrátt fyrir það,
að hann dvaldist aldrei langdvölum í fæð-
ingarsveit sinni.
Þótt Liszt væri fulltrúi síns fólks, var
hann samt hinn rómantískasti meðal hinna
þýzku tónlistarmanna og líka skýrasta dæm-
ið um „heimsborgara” sinnar tíðar. Hans
lífsástríða, tónlistin, varð hans trúarbrögð
þótt hann klæddist munkakufli undir lok-
in. Austurríkiskeisari sæmdi hann aðals-
tign. Hann var annálað kvennagull um
alla Evrópu vegna karlmannlegs útlits, en
hans sanna fegurð bjó innra með honum.
Liszt var konungur snillinganna, en hann
var meira en það. Hann var skapandi lista-
maður. Samtíðarmenn hans vissu samt
varla af því. Wagncr, sem átti honum að
þakka frægð, eiginkonu og ófáar tónhug-
myndir, skyggði algerlega á hann eins og
svo marga aðra. Liszt, hinn ósérhlífni yfir-
burðamaður, gerði fált til að koma verk-
um sínum á framfæri.
Allt sitt líf var hann óþreytandi að
hjálpa og ráðleggja öllum, sem þurftu.
Hann barðist ekki aðeins fyrir hagsmun-
um tónlistarmanna innan síns vinahóps,
heldur og fjölda tónskálda hvaðanæva að.
Hann liðsinnti flestum hæfileikamönnum
síns tíma á tónlistarsviðinu. Hann lét sér
mjög annt um tónsmíðar Schuberts og
Schumanns, lagði sig í framkróka til að
kynna Smetana, Borodin, Mousorgsky og
Berlioz. Það var eitthvað hjartnæmt í vin-
áttu hans og Chopins, sem þröngsýnir
menn sögðu að væri ofjarl hans. Hún er
hugljúf bókin, sem Liszt gaf út um líf og
verk pólska tónskáldsins að því látnu.
Liszt uppgötvaði César Franck og sagði fyr-
ir uppgang Richards Wagners.
Fegurðarauðlegð verka Liszt svarar mjög
til eðlis hans og ævi. Þar endurspeglast
ást og góðvild. D’Agoult greifynja var ást>
kona hans um langt skeið. Rómantísk þrá
hennar til hins mikla listamanns varð til
þess, að hún yfirgaf eiginmann sinn og
fylgdi Liszt á ferðum hans. Á kyrrlátum
stað við eitt af hinum mikilfenglegu ít-
ölsku fjallavötnum fæddist Cosima, barn
mikillar ástar, síðar eiginkona Wagners.
Mörgum árum síðar sagði Liszt skilið við
Marie d’Agoult og tók saman við Caroline
Sayn-Wittenstein prinsessu, sem hafði
greinileg áhrif á verk hans og líf. í mörg
ár stóð hún í miklu stímabraki að fá rift
hjúskap sínum og loks er böndin voru
laus, var það um seinan. Ifinn aldraði
listamaður hafði gerzt kirkjunnar þjónn.
Árið 1848, þegar Liszt var orðinn einn
fremsti tónlistarmaður álfunnar, tók hann
að sér stjórn leikhússins í Weimar. Það
varð til þess, að hin gamla borg Goethes
og Schillers varð mikilvæg tónlistarmið-
slöð. Liszt hafði næmt auga fyrir efnis-
vali. Hann lét fyrstur setja á svið óperu
Wagners, Lohengrin. Er tímar liðu fram,
stjórnáði hann öllum níu symfóníum Beet-
hovens, Symfonia Pantastique eftir Berli-
oz og Faust eftir Schumann. Á sama tíma
sýndi hann fram á tign þessara verka í
bréfum, greinum og bókum og varði af
alefli hina ungu rómantísku stefnu. Hans
svið varð eins konar stökkpallur ungra tón-
listarmanna frá öllum löndum og hann
helgaði hinum nýju tónskáldum alla krafta
sína.
Þrátt fyrir þetta voru verk hans sjálfs
lítt þekkt. Þegar hann hvarf frá Weimar,
hafði hann lokið við samningu verkanna
Tasso, Hamlet, Dante, Faust, Mazeppa, og
Les Préludes. Þetta eru symfónisk ljóð í
1886
sömu veru og þau, er Berlioz samdi og mófc-
uðu hina nýju „prógramtónlist”. Leitmo-
tif létu og- á sér kræla í verkum hans.
Kuldinn og afskiptaleysið, sem mætti
tónverkum Liszts meðal almennings, þrátt
fyrir hylli hans sem píanóleikara, olli þvi,
að hann dró sig frá tónleikahaldi.
Mörg sönglaga hans eru perlur, runnar
frá dýpstu sálardjúpum.
Kirkjusöngleikir hans, Christus og Saga
heilagrar Elizabetar, eru stórir í sniðum,
en langfremst af verkum hans standa pí-
anótónverkin. Meðal þeirra eru tveir píanó
konsertar, ungversk fantasía og rapsodíurn-
ar, einkanlega sú nr. 2 hefur náð geysi-
vinsældum. Ennfremur eru études og helgi-
sögur og önnur smáverk, frjálslega unnim.
Ekki má heldur gleyma sónötu 1 b-moll til-
einkaðri Robert Schumann.
Eitt sinn er Liszt var á sínum fjölmörgu
ferðalögum frá einum stað til annars, kom
hann til Geneve og ritaði eftirfarandi f
gestabók gistihússins, hvar hann gisti:
Atvinna: Tónlistarheimspekingur.
Fæddur: Á Parnassos.
Var sjðast í: Efa.
Á leið til: Sannleikans.
Já, hann var óþreytandi í sannleiksleit
sinni, hvar sem hann fór. í listasögunni
eru fáir aðrir eins öðlingar og hann. Hanm
andaðist 31. júlí 1886 í Bayreuth, borg bins
mikla tengdasonar síns, Richards Wagners.
Úr Pahlen. G. P. sneri.
A morgun 1. maí
CAFÉTERIA Bandalag
Hraði — Gæði — Þægindi. starfsmanna ríkis og baeja
Sjálfsafgreiðsla.
Heitur matur.
Smurt brauð. sendir meðlimum sínum og
nJ Heimabakað kafíibrauð. öðrum launþegum
Súkkulaði m/rjóma.
árnaðaróskir í tilefni af
Ís-Milk Shake — Ö1 — Gos — Kaffi - Te. 1. maí
MATSTOFA AUSTURBÆJAR
Laoigaveg 116 - Laugavegi 116 - Laugaveg 116
Auglýsið i A\ Iþýðublaðinu