Alþýðublaðið - 30.04.1967, Síða 7
30. apríl 1967 — Sunnudags-ALÞÝÐUBLAÐIÐ
BERTRAND RUSSELU æska oo elli
endurminningum sínum úr
bernsku segir Bertrand Russell
á einum stað frá ömmubró'ður
sínum sem kom í heimsókn,
bjartan og fagran sólskinsdag
sem drengurinn hafði notið af
lífi og sál. Þegar að því kom
að hann byði góða nótt' og færi
í háttinn, sagði frændi honum
alvarlegur í bragði að hann
myndi aldrei lifa annan eins dag
— með því að hæfileiki manns-
ins til lífsnautnar færi síminnk-
andi með aldrinum. „Ég fór að
hágráta og hélt áfram að skæla
löngu eftir að ég var kominn
í rúmið,” segir Russell. „En
reynslan hefur sannað mér síð-
an, að þetta var ekki einasta
ómannúðlega sagt heldur einn-
ig ósatt.”
Russell ætti að geta dæmt trú-
lega í þessu máli níutíu árum
eftir að atvikið gerðist. Minn-
ingar hans sem komu út fyrir
skemmstu (The Autobiography
of Bertrand Russell 1872—1914,
George Allen & Unwin 1967)
munu raunar skrifaðar fyrir all-
löngu; þær eru gefnar út nú en
ekki geymdar fram yfir andlát
höfundarins vegna þess að allir
aðrir sem við söguna koma eru
látnir og því ekki liklegt að ber-
sögli hans meiði nokkurn mann;
sjálfur er hann hálftíræður að
aldri jafn-umdeildur maður og
nokkru sinni og tekur enn sem
fyrr þátt í samtíöaratburðum af
lífi og sál. Bertrand Russell er
dæmalaus maður fyrir það, með-
al annars, að hann hefur lifað
minnsta kosti þrjá mannsaldra
og virðist alla tíð hafa viðhald-
ið óspilltum hæfileik sínum að
lifa lífinu út í æsar.
^rjár tilfinningar, einfaldar en
yfirmáta sterkar, hafa ráðið
ævi minni, segir Bertrand Russ-
ell í inngangsorðum að endur-
minningum sínum: ástarþrá,
þekkingarþorsti, óbærileg með-
aumkun með þjáðu mannkyni.
X þessum hluta minninganna,
sem ná yfir æskuár höfundar-
ins fram til 1914 segir að von-
um mest af fyrrnefndu ástríð-
unum tveimur; sú þriðja kemur
að líkindum meira við sögu í
væntanlegu framhaldi þeirra.
En þegar þessu bindi sleppir á
Russell að baki sitt fyrsta, og
miesta, stórvirki í hein^speki,
Prineipa mathematica, tíu ára
verlc þeirra A. N. Whiteheads;
af þessu verki báru þeir hvor
um sig 50 punda halla að starf-
inu loknu. Þetta voru frjósöm
ár í andlegu tilliti, segir Russ-
ell, en sjálfa ánægjuna af starf-
inu hafði hann alla á fyrstu mán-
uðum þess, árið 1900, meðan
verkið var að taka á sig mynd í
hug hans; eftir það tóku við
stöðugt nýir erfiðleikar, síauk-
in áraun á vitsmuni og tilfinn-
ingar. Stundum virtist liami al-
veg kominn í strand: „Á hverj-
um morgni settist ég niður með
óskrifað blað fyrir framan mig.
Bertrand Russell.
Þar sat ég allan daginn, með
stuttu hléi um hádegið, og starði
á blaðið. Og þegar kvöldaði var
það einatt óskrifað ennþá.” Ein-
att örvænti hann um að hann
ætti sér nokkurn tíma auðið út-
i
göngu úr völundarhusinu þar
sem hann virtist staddur, að dag-
skíma sæist nokkurntíma fram-
undan; hváð eftir annað kveðst
hann hafa ásett sér að kasta sér
fyrir næstu járnbrautarlest.
„En að morgni var ég alltaf far-
inn að vona að nýju að einhvem
tíma mundi mér auðnast að Ijúka
við Prineipia mathematica. Auk
þess þótti mér lítilmannlegt að
glíma ekki til þrautar við erfið-
leikana. Ég þraukaði. Og þar kom
að verkinu var lokið, en vits-
munir mínir urðu aldrei samir
eftir þessa áreynslu. Síðan hef
ég ótvírætt verið verr til þess
fallinn að fást við torveldar ab-
straktsjónir en ég var áður. Þó
það sé engan veginn öll skýr-
ingin, skýrir þetta að nokkru þá
eðlisbreytingu sem nú varð á
starfi mínu.”
Þegar hér var komið var fyrsta
hjónaband Russells einnig út
kulnað eftir níu ára ástlausa
sambúð. Fyrsta kona hans, Alys
Pearsall Smith, sem hann kvænt-
ist 22ja ára gamall án frænda-
ráði og hafði þá aldrei verið við
kvenmann kenndur, var amer-
ískur kvekari, fimm árum eldri
en hann, bindindis- og kvenrétt-
indakona og leiddi mann sinn
til þátttöku í þessum áhugamál-
um með sér; hann bauð sig jafn-
vel fram til þings sem kvenrétt-
indamaður og er hreykinn af
hlutdeild sinni í þeirri baráttu.
En hún var einkennileg fyrir
það, meðal annars, hve mai’gar
konur voru kvenréttindum and-
vígar segir hann. „Ég man ekki
til neinnar verulegrar andstöðu
negra, eða rússneskra bænda,
gegn lausn sinni úr ánauð. En
höfuðandstæðingur þess að kven
fólk fengi pólitísk réttindi var
Viktoría drottning.” Öðru gegndi
um bindindismálið: „Ég varð
stúkumaður til að þóknast Alys,
og vaninn hélzt þótt upphaflega
ástæðan fyrntist. Ég fór ekki að
fá mér í staupinu fyrr en kóng-
ur gerðist bindindismaður á
stríðsárunum. Honum gekk það
til að auðvelda dráp á Þjóðverj-
um, og því virtist einhvers kon-
ar samband hljóta að vera milli
áfengis og friðarstefnu.”
Hjónabandi Russells sleit til
fullnustu þegar hann fékk ást á
annarri konu, Ottoline Morrell,
en þá var hann að vasast í póli-
tík með manni hennar, frjáls-
lyndum þingmanni; nú fékk ást-
arþráin um sinn sömu yfirráð
yfir honum og þekkingarþorst-
inn áður. Fyrsta skipti sem þau
voru tvö ein saman varð báðum
ljóst að þau felldu hugi sam-
an, og þau ákváðu að gerast’
elskendur svo fljótt sem auðið
væri. „Mér var sama hvað kynni
að vera í húfi. Ég vildi skilja
við Alys og láta hana skilja við
Philip. Um hug 'hans og tilfinn-
ingar stóð mér á sama. Þótt ég
hefði vitað að hann mundi myrða
okkur bæði hefði ég verið fús
að greiða eina einustu nótt því
verði.”
gertrand Russell óx upp á
viktoríutímanum miðjum,
kominn af höfðingjum í allar
ættir. Afi hans Lord John Russ-
ell var forsætisrá'ðherra í frjáls
lyndri stjórn; foreldrar hans,
Lord og Lady Amberley voru
nafntoguð fyrir róttækar hug-
myndir sínar um hvaðeina, hann
guðleysingi, hún kvenréttinda-
kona. Þau létust bæði meðan
Russell var enn í bernsku og
hann ólst upp hjá ömmu sinni
sem var frjálslynd kona í trú-
málum og pólitik en siðavönd í
viktoríustíl; hann kveðst á efri
árum hafa gert sér ljóst hve mik-
il áhrif hún hafi haft á lífs-
skoðun sína, óttaleysi hennar, á-
liugi á almannaheill, kæruleysi
um skoðanir fjöldans; þessar
dyggðir gömlu konunnar þóttu
honum allar eftirbreytnisverðar.
Vegna fordæmis hennar kveðst
hann alltaf hafa verið óhræddur
að fylgja litlum minnihluta að'
málum.
Ellefu ára gamall fékk Russ-
ell sína fyrstu innsýn í stærð-
fræði undir handleiðslu bróður
síns: „Þetta var einn af stór-
viðburðum ævi minnar, eins dá-
samiegur og fyrsta ástin. Égi
hafði aldrei gert mér í hugar-
lund að til væri annað eins hnoss
gæti. . . Alla stund upp frá þv£
unz við Whitehead liöfðum 'lok-
ið við Principia mathematica,
en þá var ég 38 ára gamall, var
stærðfræðin aðal-áhugamál mitt
og helzta hamingjulind. Hún.
var að vísu ekki óblandin frek-
ar en önnur hamingja. Mér
hafði verið sagt að Evklíð sann-
aði hlutina og það olli mér von-
brigðum að hann skyldi byrja
með setningum. í fyrstu neitaði
ég að samþvkkja þær nema bróð-
ir minn gæti fært rök fyrir
þeim. En hann saeði: ,.Ef þú
sambvkkir bær ekki komumst
við ekki lenera”: og þar serh ég
viini komast lonffra varð €g
nauðucur viliugur að sætta mig
Framhald á 14. síðu