Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 10
fcjRitsfriórTÖm Eidsson Guðmundur Hermannsson varpaði kúlunni 17,20m. Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ setur íslandsmótið i badminton. Jón Árnason, TBR varð hrefaldur Isl. meistari Velheppnað og fjölmennt íslands- mót í badminton um helgina Jón Árnason, TBR verður þrefaldur íslandsmeistari í badminton, en mótið fór fram í KR.húsinu um helgina. Gísli Halldórsson, for- seti ÍSÍ setti þetta 19. íslandsmót á laugardag, en þátttaka varð óvemjugóð víðsvegar að af landinu. MEISTARAFLOKKUR Jón Árnason, TBR sigraði Ósk- ar Guðmundsson, KR nokkuð auð veldlega í elnliðaleik karla með 15:8 og 15:10. Hefur barátta þess- ara beztu badmintonleikara okk- ar oft verið meira spennandi. Jón Arnasoti, TBR. í tvíliðaleik var keppnin jafn- ari og raunar mjög skemmtileg milli Jóns Árnasonar og Viðars Guðjónssonar, TBR og Óskars Guðmundssonar og Reynis Þor- steinssonar, KR, en lauk með sigri þeirra fyrrnefndu 15:10 — 14:17 og 15:13. Jón Árnason krækti í þriðja meistarapeníngjnn, er hann sigr- aði í tvenndarkeppni ásamt Lov- ísu Sigurðardóttur, TBR. Þau sigruðu 'hjónin Lárus Guðmunds- son og Jónínu Niljóhníusdóttur, TBR með 15:4 og 15:5. ' í tvíliðaleik kvenna urðu Hulda Guðmundsdóttir og Lovísa Sig- urðardóttir, TBR meistarar. I. FLOKKUR Friðleifur Stefánsson, KR varð þrefaldur sigurvegari í 1. flokki. Hann sigraði Björn Finnbjörns- son, TBR í einliðaleik með 15:17 —15:7 og 15:8. Þá sigruðu Frið- leifur og Gunnar Felixsoh, KR, þá Guðmund Jónsson og Hilmar Steingrímsson, KR í tvíliðaleik með 15:10 og 15:0. Loks sigruðu Friðleifur og Sigurbjörg Nilsen, KR þau Sigríði Agnarsdóttur og Kolbein Kristinsson, TBR í tvennd arkeppni með 15:2 og 15:6. UNGLINGAFLOKKUR í unglingaflokkunum var keppni mjög skemmtileg og fram komu mjög efnilegir bad- mintonleikarar. í einliðaleik unglinga sigraði Haraldur Korni- líusson, TBR í drengjaflokki Jó- hannes Guðjónsson, Akranesi og í sveinaflokki Jón Gíslason, TBR. í tvíliðaleik unglinga sigruðu Finnbjörn Finnbjörnsson og Har- aldur Kornilíusson, TBR. í tví- liðaleik drengja sigruðu Jóhann- es jGuðjónsson og Þorgeir Gríms- son og í tvíliðaleik sveina Jón Gíslason og Helgi Benediktsson. Guðmundur Hermannsson, KR setti glæsilegt íslandsmet í kúlu- varpi innanhúss á laugardag, þegar hann varpaði 17,20 m. á innaníélagsmóti ÍR og KR. Gamla metið, sem Guðmundur átti sjálf- ur var 16,96 m. Guðmundur hef- ur nú þrívegis bætt metið á ein- um mánuði, 31. marz varpaði hann 16,87 m. og nokkru síðar 16,96 m; Tvær af tilraunum Guðmundar voru yfir 17 metra, 17,02 m. og svo metkastið, 17,20 m. Auk þess átti Guðmundur ógild köst yfir 17 metra. - Annar í keppninni varð Erlend Ur Valdimarsson, ÍR með 14,53 m., sem er nýtt unglingamet. Gamla metið 14,46 m. átti Arnar Guðmundsson, KR, en hann varð nú þriðji með 14,49 m. Valbjörn Þorláksson, KR sigr- aði í stangarstökki með 4,21 m., en fjórir menn stukku 3,17 m., þeir Björgvin og Karl Hólm, óg l'Guðjón Magnússon og Erlendur Valdimarsson, allir úr ÍR. í hástökki án atrennu sigraði Jón Þ. Ólafsson, ÍR með 1,70 m., annar varð Valbjörn Þorláksson með 1,57 m. þriðji Björgvin Hólm, ÍR 1,55 m. og fjórði Karl Hólm, 1,50 m. Loks var keppt í hástökki með atrennu og þar sigraði Jón Þ. Ólafsson, stökk 2 metra rétta. Guðm. Hermannsson, KR. Ármann J. Lárusson hlaut Grettisbeltið í 15. sinn Ármann J. Lárusson, UBK sigr- aði í 57. íslandsglímunni, sem fram fór í íþróttahúsinu að Há- logalandi um helgina. Þetta er í 15. sinn, sem Ármann vinnur Grettisbeltið, en enginn hefur unnið það svo oft. Annar í keppninni var Sveinn Guðmundsson, HSH, en hann vakti verðskuldaða athygli. Nán- ar verður skýrt frá glímunni I blaðinu síðar. Guðjón Einarsson varaforsctl ÍSÍ afhendir vciðlaim íslandsmótsins í badminton. J.0 3. maí 1967 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.