Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 2
Fjölmenni við, er Brandur kom Rvík - KB. Mikið fjölmenni var saman- komið við Reykjavíkurhöfn á laugardagskvöldið, þegar varð- skipið Óðinn kom þangað með togarann Brand frá Grimsby, sem hafði strokið nóttina áð' ur. Fréttamenn blaða, útvarps og sjónvarps voru þar fjöl- mennir, en megin þorri við- staddra voru þá forvitnir á- horfendur, sem komu til að sjá þetta ævintýraskip og stjórnanda þess, Bernard New- ton. Stundarfjórðungi eftir kl. 9 komu skipin inn um hafnar- minnið, togarinn nokkuð á undan varðskipinu. Togarinn hélt rakleitt að togarabryggj- unni Faxagarði.og lagðist þar utan á ísborgina, en Óðinn lagðist í varðskipalagið við Ingólfsgarð. Fréttamenn voru staddir á báðum bryggjunum og fóru þeir um borð í skipin. Á Ingólfsgarði beið lögreglu- bíll og nokkur sveit lögreglu- manna, fulltrúar frá brezka sendiráðinu og umboðsmaður brezkra togara hér við land, ennfremur Benedikt Blöndal, verjandi skipstjórans á togar- anum, en hann hafði verið fluttur yfir í varðskipið, er togarinn var tekinn um hádeg- isbilið. Reyndu fréttamenn að ná tali af Newton skipstjóra, en fengu lítil tækifæri til þess, áður en Bjarki Elíasson yfir- lögregluþjónn gekk til hans og lýsti hann handtekinn. Virtist það ekki koma skipstjóranum á óvarf og gekk hann með lög- reglumönnum mótþróalaust að lögreglubílnum, sem flutti hann upp í hegningarhús. í togaranum vonf-auk áhafn arinnar, sem aðallega virtist samanstanda af unglingum, þrír varðskipsmenn og lög- regluþjónarnir tveir, Þorkell Pálsson, og Hilmar Þorbjörnss. sem numdir voru á brott með skipinu. Þeir neituðu að ræða við fréttamenn fyrr en þeir hefðu gefið yfirboðurum sín- um skýrslu um málið, en síð- ar um kvöldið sögðu þeir frá Frh 11. síðu. Newton skipstjóri kominn upp í lögreglubílinn. VAR SKEPSHÖFNSNNl MÚTAÐ MEÐ ÁFEN^* Rvík, SJO. Rannsókn í máli Newtons skipstjórans á togaranum Brandi, hélt áfram í gærdag. Lögregluþjónarnir í brú togarans viS komuna tli Keykjavíkur. Yfirheyrslur stóðu yfir frá kl. 13 og fram til kl. 17. Voru lögregluþjónarnir báðir leiddir fyrir réttinn ásamt hluta af áhöfn togarans og skipstjóra og stýrimanni á Óðni. Var framburður vitnanna mjóg á svipaða lund. Þorkell Pálsson, annar lög- regluþjónanna er voru á vakt í skipinu umrædda nótt skýrði svo frá fyrir réttinum í gær, að þeir hefðu verið læstir inni í klefa skipstjórans. Tók hann eftir því, að togvinda var far- in í gang og skipið að halda úr höfn. Hefði Hilmar þá brot- ið upp hurðina að klefanum. í brúnni hittu þeir fyrir skip- stjórann ásamt nokkrum skip- verjum. Höfðu ljósin í brúnni verið slökkt. Þorkell gekk að skipstjóra og spurði hverju þetta sætti, en hann bar það fyrir sig, að eldur væri í lest- um skipsins. Kváðust lögreglu þjónarnir hafa bent honum á, . I Fjölmenni var samankomið til að sjá Brand sigla inn höfnina. að öruggara væri að leita til slökkviliðsins í Reykjavík, en skipstjóri vékst undan því og kvaðst ætla að fara út fyrir Engey til að varna herskipun- um allri hættu, en þau voru þá á ytri höfninni. Þorkell bað skipstjórann að snúa aftur, en hann sinnti því ekki og sló Þorkell þá vélsímann á stopp og kom þá svar frá vélarrúmi skipsins, en skipstjóri aftur- kallaði það og skipaði fulla ferð áfram. Einnig kvaðst Þor- kell hafa reynt að ná til skips, er statt var út frá Engey, en skipverjar komu í veg fyrir það nieð hrópum og köllum. Að sögn Þorkels, átti skip- stjóri að hafa sagt, að hann vildi fremur láta skjóta niður skipið en taka það, og enn- fremur, að skipstjóri hefði lof- að áhöfninni aukaskammt' af rommi, ef hún aðstoðaði sig við flóttann. Þá sagði hann, að talstöð hefði verið tekin úr sambandi og lokað fyrir út- varp. Eftir yfirheyrsluna kvaðst Þorkell vilja leggja fram bóta- kröfu vegna áverka, er hann hafði hlotið. Þá kom Hilmar Þorbjörns- son, lögregluþjónn, fyrri rétt- inn og var framburður hans að öllu leyti sami og Þorkels. Þórarinn Björnsson, skipherra á Óðni, sagði réttinum, að eina stöðvunarmer.kið, sem þeir hefðu gefið togaranum væri stöðvunarmerki K með flaggi. Einnig viðurkenndi hann, að tekið hefði verið ofan af fall- byssu varðskipsins, en hún hefði ekki verið notuð. Jón Wium, 2. stýrimaður á Óðni, fór um borð í .togarann ásamt tveim öðrum og sagðist hann hafa verið vopnaður Framhald á 13. síðu. I 2 3. maí 1967 ALÞYÐUBLAÐiO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.