Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 15
Kastljós Frh. úr opnu. lýðsfélaga „sjálfsögð mannrétt- indi." Áhrifa harðari stefnu gætir nú einnig í trúmálum. Lagafrum- varpið um trúfrelsi, sem er mik- il framför og páfinn hefur lagt blessun sína yfir, svo og róm- versk-kaþólskir biskupar á Spáni, miðar að því að gera starfsemi sértrúarflokka löglega. í síðasta mánuði beittu afturhaldsmenn í stjórninni áhrifum sínum til þess að lögin yrðu ekki samþykkt fyrr en gerðar hefðu verið á þeim vissar breytingar, sem gera það að verkum að hið nýja trúfrelsi verður mjög takmark- að. Hvað býr á bak við kúvending- inguna á stefnu Francostjórnar- innar? Bersýnilega viðurkenn- ing á því, að einræðisstjórn getur ekki slakað á klónni nema að vissu marki, ef hún á að komast hjá því að hrökklast frá völdum. Þessu marki kann að hafa verið náð á Spáni — og vera má að þegar hafi verið farið yf- ir það. Ræða Jéns Frh. af. 7. síðu. bolfiskverkunarstöðvar. Frysti- húsin éru 91 á landinu nú. Ég hika ekki við að fullyrða að þau er 20 of mörg í það minnsta. Það þarf engan að undra þótt fiskverð til sjómanna sé lágt á íslandi í dag, þegar hráefnið er látið greiða afborganir fyrningu vexti og annan fastakostnað af miklu fleiri fiskverkunarstöðvum en þurfa, til þess að verka þann fisk sem sjómenn okkar færa að landi, eins og sést bezt á því, 'að meir en helmingur af þeim frystihúsum, sem til eru, hafa 'ekki náð á sl. árum 10% nýtingu miðað við afkastagetu og ekkert húsanna komist yfir 25% , nýt ingu, þrátt fyrir metafla síðast 'liðin ár. Sem dæmi upp á það að um 'of miklá yfirbyggingu sé að ræða í þessu efrii, ríiá tilfæra það sem sagt er um Hafnarfjörð og senni lega satt að þar séu fleiri fisk- verkunarhús en fiskiskip. Um líka yfirbyggingu er að ræða í fleiri greinum. 1. maí sl. minntist ég nokkuð á verzlunina. Kaupmannasamtök in kvarta mikið undan verðlags ákvæðum og verðlagseftirliti og telja sig sennilega hólpin og al 'sæl ef hvorutveggja yrði afnum- ið. • • ¦ Ég get fullvissað kaupmanna samtökin um iþað, að þeirra vandi væri ekki leystur þótt orð ið yrði við óskum þeirra í þessu efni. Það sem aðallega er að, er það, að verzlanir í Reykjavík eru líklega um helmingi of marg ar enda vinnuaflsaukning í þeirri starfsgrein orðið meiri hin síð ari ár en í nokkurri starfsgrein annarri. í verzluninni er um alltof mikla yfirbyggingu að ræða, á sama hátt og í fiskverkuninni. Ef verzlanir væru mun færri en b-»r em, fen<íi hver verzlun •firerai viðskipti og bá um leið hagnað og gæti það verkað til ' vöruverðslækkunar og þá orðið til betri nýtingár launanna fyrir verkafólkið, og mundi sannarlega ekki af veita og þá sérstaklega ef atvinna minnkaði, sem hætta er á að verði. Frelsi er gott og frelsið þrá um við til orða og athafna, en of mikið frelsi getur leitt til ó- farnaðar og falls. Það eru til lög nauðsynleg lög, um bygging ar skipa. Þess verður mjög að gæta, að yfirbygging skips sé ekki ávallt verið gætt,sem skyldi. illa farið og eru bess sorgleg dæmi, að réttrar hleðslu hefir ekki ávallt verið gætt, 'sem skyldi Sama gildir um þjóðarskútuna. Þar má ekki vera um ofmikla yfirbyggingu að ræða. Vegna metafla uridanfarinna ára og stöð ugt hækkandi verðlags á aðal útflutningsvörum okkar, hefir þetta geta„ð gengið, en nú þeg ar syrtir í álinn, um verð á af urðum og afli kannski minnkandi getur illa farið ef ekki er að gáð í tíma. Á þessum málum verða verka lýðssamtökin að hafa góða gát. Ef illa fer bitnar það fyrst og fremst á verkafólkinu og þeim er úr minnstu hafa að spila. í dag gerum við kröfur um aukið atvinnuöryggi, um hækk- un launa og þá sérstaklega fyrir sjómenn og aðrar þær stéttir sem ekki fengu launahækkun á sl. ári. Við krefjumst þess, að verð á lífsnauðsynjum verði lækkað að mun og skattar felld ir niður af nauðþurftartekjum. Samtök okkar. skulum við efla sem mest, og vinna áfram að auk inni einingu innan verkalýðs hreyfingarinnar. Nú eru kosning ar framundan en um úrslit þar, vil ég engu spá, en væntanlegri ríkisstjórn, hver sem hún verð ur, vil ég segja: að það verð ur ekki stjórnað í andstöðu við sameinuð verkalýðssamtök lands ins. Ég óska ykkur öllum gleðilegr ar hátíðar og verkalýðssamtökun um og þjóðinni í heild árna ég velferðar í nútíð og framtíð. Frímerki Frh. úr opnu. og þar á að venja þau á hreijn- læti og sparsemi, unz þau gela sjálf séð sér farborða." Jón Þorkelsson rektor vann alla ævi að aukinni menntun á íslandi. Honum mun hafa verið ljóst, að byrja þurfti á hinu unga íslandi, börnunum. Með dánar- gjöf sinni vildi hann leggja sitt lóð á þá metaskál. Myndin á frí- merkinu er af minnismerki, sem Ríkharður Jónsson. gerði, og reist var fyrir nokkrum árum í Njarð- vík. ! Trúlofunarhringar Scndum gegn póstkröfa. Fljót afffrciðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiSnr Bankastræti 12. SMURSTÖ-O'IN Sætúni 4— Sími 16*2^27 Bffliaa er szaWSur njSft «í *&» (OSbm aliss? íegoaak t(t mxudM ALMENNUR FUNDUR f IÐNÓ MMTUDAGSM0R6UN KL. 11 F.H, Samband ungra jafnaðarmanna gengst fyrir ahnennum mótmælafundi vegna valdaráns og einræðishersins í Grikklandi. Sigiurffur A. Magnusson Framsögumenn: Sig. A. Magnússon, rithöfundur. Kristján Bersi Ólafsson, blaðam. Fundarstjóri: Sigurður Guðmundsson, form. S.U.J. XA«fc.v..... Kristján Bersi Ólafsson Fundarritari: Hólmfríður Gunnarsdóttir, kennari. Stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna. Sigurður Guðmundsson 3. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.