Alþýðublaðið - 11.05.1967, Síða 2

Alþýðublaðið - 11.05.1967, Síða 2
PAPANDREOU FORMLEGA ÁK AÞENU, 11. maí (NTB-Reuter) Gríski stjórnmálamaðurinn Andreas Papandreou, sonur Ge- org-s Papandreous fyrruni forsæt- isráðherra, var í dagr formlega á- kærður fyrir landráð jafnframt því sem ákveðið var að varpa hon um í fangelsi. Hann hefur verið í stofuvarðhaldi í hóteli skammt frá Aþenu siðan herinn tók völdinn. Andreas Papandreon er ákærð- Igor Oistrach heldur tónleika í Reykjavík 'UM næstu helgi kemur liingað til Keykjavíkur á vegum Tónlist- arfélagsins, rússneski fiðlusnill- ingurinn Igor Oistrakh og heldur Iiér tvenna tónleika, mánudaginn 15. maí (annan í hvítasunnu) kl. 3 e.h. og þriðjudaginn 16. maí kl. 7 síðdegis í Austurbæjarbíói. Á efnisskránni eru þessi verk: Fiðlusónata nr. 5 í F-dúr, op. 24 Ný Surtseyjar- mynd eftir Ósvald Knudsen Rvík — SJÓ Blaðamönnum var um daginn fooðið að skoða nýjustu Surtseyj arkvikmynd Ósvalds Knudsen, isem hefur hlotið nafnið „Með sviga lævi“. Þetta er 16 mm. írtkvikmynd. Textann við mynd ina hefur Sigurður Þórarinsson gert, sem liann jafnframt flytur. Tónlistin er eftir Magnús Bl. Jó liannsson. Tímabil þessarar kvikmyndar nær frá útmánuðum ‘65 til októ foer . ‘66. Sýnir hún að nokkru fiosið í Surtsey, en einnig er brugiðið upp myndum frá fæðingu Syrtíings, sem byrjaði að gjósa vorið ‘65 og Jólnis er byrjaði að giósa um jólin sama ár og hélt éfram um sumarið. Bi-ugðið er upp myndum frá störfum vísinda manna. „Með sviga læi“ verður sýnd fojá Ferðafélaginu nk. miðviku Uagskvöld kl, 20,30 en ekki eru ráðgerðar sýningar annars staðar enn sem komið er. Svningartími myndarinnar er 17 mín. (Vorsónatan) eftir Beethoven, són ata nr. 1 í f-moll op. 80 eftir Pro- kofiev, Chaconne eftir Bach og sónata í G-dúr eftir Ravel. Með Oistrakh kemur hingað landi hans, píanóleikarinn Vsevo- lod Petrushansky og leikur með honum. Oistrakfo feðgarnir David og I- gor eru fyrir löngu síðan orðnir heimsfrægir menn og mun óþarfi að kynna þá, enda vel þekktir hér af hljómplötum þar sem þeir ým- ist spila saman, eða hvor fyrir sig, einnig þar sem Igor er einleikar- inn en faðirinn hljómsveitarstjór inn. David Oistrakh er talinn eixm allra fremsti fiðluleikari sem nú er uppi, en margra álit er að son urinn sé jafningi hans sem fiðlu- leikari. Vsevolod Petrushansky er fædd ur árið 1927 í Moskvu. Þar stund- aði hann tónlistarnám hjá færustu Framhald á 15. siðu. Alþjóðaþing Tryggingastofnana hófst í gær í Leningrad og er þetta 16. þign alþjóðsamtaka trygg ingastofnanna ISSA og taka þátt í þinginu fulltrúar frá rúmlega 50 þjóðum. Þingið er haldið þriðja hvert ár og síðast var þingið haldið í Washington árið 1964, í Istan bul árið 1961 og í London árið 1958. ísland er meðlimur í ISSA en Tryggingastofnun ríkisins send ir að þessu sinni ekki fulltrúa á þingið. Áður hafa þó fulltrúar frá íslandi sótt þingið. Á þinginu nú verður haldið há tíðlegt 40 ára afmæli ISSA en það var stofnað árið 1927 í Bruss el í Belgíu. Þar verður meðal annrs tekið fyrir til umræðu á þinginu hvort taka eigi upp fræðslu í almanna tryggingum í háskólum. ur fyrir þátttöku í smsæri „As- pida“, félags vinstrisinnaðra for- ingja í hemum, sem nýlega voru dæmdir í 2-18 ára fangelsi fyrir hlutdeild í samsæri um að steypa stjórn Grikklands af stóli og taka upp breytta utanríkisstefnu, Hreinsun embættismanna. □ Jafnframt var frá því skýrt op inberlega í Aþenu í dag, að stjóm in ’hefði skipað, svokallaða ör- yggismálanefnd til að rannsaka mál þeirra 6.138 pólitísku fanga, sem haföir eru í haldi á eynni Jar os. í opinberri tilkynningu segir, að öldruðum og sjúkum föngum verði fyrst sleppt úr haldi og síð- an mönnum, sem ekki hafa verið viðriðnir kommúnistíska starf- semi á liðnum árum og ekki sé unnt að líta á sem hættulega í pólitísku tilliti. Konstantín Kolias forsætisráð- herra skýrði ennfremur frá því í dag að stjórnin hyggðist víkja fjöl mörgum embættismönnum ríkis- ins úr embætti til þess að tryggja dugandi stjórn. Hann sagði að nýja stjórnin mundi stjórna land- inu með stjórnarskrárlegum lög- um gefnum út í nafni Konstan- tíns konungs. Lögin yrðu birt í lög birtingartíðindum Grikklands og hefðu sama gildi og konunglegar tilskipanir. Forsætisráðherrann greindi einnig frá því að 12 æðstu höfð7 ingjum grísku rétttrúnaðarkirkj- unnar yrði vikið frá störfum og enn fremur yrði æðsta stjórn kirkjunnar og kirkjuþing leyst upp. Nýtt kirkjuþing níu biskupa ætti síðan að taka við stjórn kirkj unnar og ákveða hverjum falið skyldi að stjórna biskupsdæmum landsins. 0 Aukafundar krafizt. Forsætisráðherrarnir Tage Er- lander, Jens Otto Krag og Per Borten urðu ásáttir um það í við- ræðum í Osló sem lauk í dag að fresta ákvörðunum um að viður- kenna hina nýju stjórn Grikk- lands og fara þess á leit að ráð- herranefnd Evrópuráðsins verði kölluð saman til aukafundar til að ræða byltingu hersins í Grikk- landi. Krag, forsætisráðherra var að því spurður á blaðamannafundi hvort Danir mundu fagna Kon- stantín konungi ef hann mundi sækja brúðkaup Margrétar krón- prinsessu 11. júní og sagði dönsku stjórnina mundu sýna einlægan skilning ef konungurinn kæmi ekki. Laust eftir miðnætti sl. sunnu gabbað í gegnum síma að Hóla dag var slökkvilið Hafnarfjarðar braut 7. En þar sem sími slökkvi liðsstöðvarinnar er með útbúnaði sem hægt er að komast að því hveðan hringt er, er ekki undan komuleið fyrir þá, sem haldnir eru slíkri áráttu, sem er stór víta verð og ættu menn að sæta á- byrgð fyrir slíkar gjörðir. „Dómstóllinn" lýkur störfum (NTB-TT). Hinn svokallaði Russel-„dóm- stóll“ lýsti því yfir í dag, að Bandaríkjamenn hefðu gerzt sek- ir um árás í Vietnam og gert skipulagðar árásir á borgaraleg skotmörk. Frá þessu var skýrt er )rdómstóllinn“ lauk störfum sínum í Stokkhólmi í dag og fögnuðu boðsgestir sem fengu að fylgjast með „réttarhöldunum“, „dómsnlð urstöðum“ með 10 mínútna lófa- taki. Ofursti úr her Kambódíu og Norður-Vietnammenn, sem leiddir voru fram í „réttarhöldunum“, föðmuðu að sér meðlimi „dóm- stólsins" til þess að láta í ljós þakklæti sitt fyrir störf „dóm- stólsins“. „Dómstóllinn“, sem var skip- aður 17 mönnum undir forsætl franska rithöfundarins Jean Paul Sartre, kvaðst byggja cinróma úr skurð sinn á Briand-KelIogg-samn ingnum frá 1928, sáttmála Sþ, Niimbergreglunum og Genfars- samningnum frá 1954. Því var haldið fram að Bandaríkjamenn hefðu gert ítrekaðar og ólöglcgar árásir á Kambódíu og að Ástralíu menn Suður-Kóreumcnn og Ný- Sjálendingar væru samsekir Bandaríkjamönnum. Ritari Bertrand Russels, sem sótti ekki „réttarhöldin", las boð skap frá hlnum aldna heimspek- ingi, sem líkti Bandaríkjamönn- um við Golíat. Gerhardsen hylltur sjötugur OSLÓ, 10. maí (NTB) Einar Gerhardsen fyrrum for- sætisráðherra var innilega hyllt- ur á sjötugsafmælinu í dag og baxst fjöldi heillaóska og gjafa. Á hádegi var boð inni í Alþýðu- húsinu í Osló fyrir alla þá sem vildu heiðra afmælisbamið. Per Borten forsætisráðherra mælti fyrir hönd stjórnarinnar og skýrði frá-því að Agnes Hiorth list málara yrði falið að mála mynd af Gerhardsen. Kveðjur bárust frá erlendum jafnaðarmannaflokk um og leiðtogum þeirra, þeirra á meðal Jens Otto Krag, Tage Er- lander, K.A. Fagerhölm og Willy ! Brandt, og auk þess fjöldi gjafa, ! innlendra og erlendra. Frá íslandi bárust heiltaóska- skeyti frá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og Emii Jónssyni utanríkisráðherra. Meðal Norðmanna sem hylltu afmælisbarnið voru Trygve Bra- teli, formaður norska Verka- mannaflokksins, Brynjulf Bull, forseti borgarstjórnar Osló, Hal- vard Lange fv.utanríkisráðherra og fjöldi fulltrúa ýmissa samtaka og stofnana. í kvöld var haldinn fundur til heiðurs Gerhardsen í Alþýðuhús- inu og flutti Bratteli aðaræðuna. Hann sagði, að foringjadýrkun væri norskum jafnaðarmönnum framandi. Flokkurinn byggðist á samvinnu margra, en Gerhardsen hefði oröið mikilhæfur stjórnmála leiðtogi vegna mannkosta sinna og stjórnað sameiginlegu átaki margra, í opinberu lífi, stjóminni og á Stórþinginu. Gerhardsen hafði hæfileika til að hlusta og læra, tala og sann- færa, hæfileika til að komast í snertingu við fólk í öllum kring- umstæðum. Allt gerði þetta það að verkum að Gerhardsen hefur í rúmlega 20 ár verið hinn óum- deilanlegi forystumaðúr norsku verkalýðshreyfingarinnar og gengt mikilsverðum embættum á þann veg að hann hefur öðlazt innilegt þakklæti allra greina verkalýðshreyfingarinnar og þetta þakklæti látum við i ljós á þessum degi, sagði Brattali. 2 M. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.