Alþýðublaðið - 11.05.1967, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 11.05.1967, Qupperneq 4
mmM) Ritstjóri: Be-nedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Askriftargjald kr. 105.00. — í lausa- Bölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ábyrgðarleysi - Afturhald \ FRAMSÓKNARFLOKKURINN er á undanförnum árum, undir forystu Eysteins Jónssonar, orðinn furðu fyrirbæri á sviði íslenzkra stjómmála. Öðrum þræði er hann ábyrgðarlausari en kommúnistar. Kom þetta t. d. fram um daginn, er Eysteinn Jónsson taldi sjálf sagt í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, að ekkert til- lit þyrfti að taka til verðlækkunar á síldarafurðum á erlendum mörkuðum, heldur skyldi ríkissjóður greiða uppbætur, sem nema verðfallinu. Það er ekki nýtt vandamál í íslenzkum síldveiðum, hvenær hefja .skuli veiðarnar. Fyrsta síldin er svo rýr, að veiði hennar skilar yfirleitt ekki arði, nemia verðlag sé hagstætt. Nú er verðlag hins vegar óvenjulega óhag- stætt. Engu að síður er Eysteinn Jónsson ekki í nein um vafa. Verðlagið erlendis skiptir engu máli. Rík- issjóður á að borga brúsann. Þessa stundina hugsar Eysteinn aðeins um þá, sem hafa hug á að veiða síld. Én eins og fyrri daginn gleymir hann þeim, sem eiga að greiða skattana. Það hefur aldrei verið sterka hlið i'n hjá Framsóknarflokknum og Eysteini Jónssyni að minnast skattgreiðendanna. Að hinu leytinu er Framsóknarflokkurinn afturhalds samari en nokkur annar flokkur á Íslandi. Kemur þetta t. d. fram í afstöðu hans til álbræðslunnar. Af hálfu flokksins var látið í það skína á Alþingi, að ef stórt raforkuver yrði byggt á Norðurlandi, væri flokk urinn reiðubúinn til þess að samþykkja að svissneska fyrirtækið fengi leyfi til þess að starfrækja hér ál- verksmiðju. Flokkurinn hafði enga grundvallarskoð- un á hagnýtingu vatnsaflsins sem undirstöðu stóriðju á íslandi. Flokkurinn hafði enga grundvallarskoðun á því, hvers konar stóriðju skyldi komið hér á fót né hvaða sjónarmið skyldu ráða staðsetningu hennar. Skoðun Framsóknarflokksins byggðist á því, hvort 'hægt væri að fá orkuver í kjördæmi, sem þeir höfðu áhuga á. Ef Fi amsóknarþingmenn fengju framkvæmd ir í kjördæmi, sem þeir höfðu velþóknun á, þá skyldi erlendur atvinnurekstur, sem væri þjóðhættu- legur annars staðar, vera velþóknanlegur. Þar eð stjórnarflokkarnir létu heilbrigð fjárhags- sjónarmið ráða í þessu máli, snerist Framsóknarflokk urinn gegn því. Framtíðin á eftir að dæma afstöðu hans spn ein hatrömmustu afturhaldssjónarmið þess ara ára. 4 11. maí 1967 BÆNDUR Nú er rétti tíminn til að skrá vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíla- og Búvélasalan v/Miklatorg, sími 23136. Allt til raflagna RAfmagnsvörur Heimilistæki. Útvarps- og sjónvarps- tæki. RAFMAGNSVÖRU- BÚÐIN S.F. Suðurlandsbraut 12 OK MELAVÖLLUR Rey k j avíkurmótið: í kvöld kl. 8 keppa VALUR - ÞRÚTTUR MÓTANEFND. NJARÐVÍKURHREPPUR Verkamenn óskast strax. Upplýsingar hjá verkstjóranum í síma 1696 eða í heimasíma 2521. Sveitarstj órinn, Nj arðvíkurhreppi. Ég þakka innilega þeim sem mundu mig í apríl. Vilborg Magnúsdóttir. krossgötum ★ ELDSVOÐAR OG BRUNA- VARNIR. Varla líður svo vika, að ekki verði einn eða fleiri húsbrunar á landinu. Verksmiðjur og vörugey'mslur verða eldinum að' bráð; hlöður og gripahús brenna til kaldra kola, íbúðarhús fuðra upp á svipstundu og oftast bjargast lítið sem ekk- ert af innanstokksmunum. Tjónið verður því ein- att tilfinnanlegt. Orsakir til eldsvoða eru auðvitað margar. Enginn vafi er á, að trassaskap og að- gæzluleysi er oft um að kenna. Fólk fleygir frá sér logandi eldspýtu eða sígarettustubb, skilur við rafmagnstæki í sambandi eða fer ógætilega með eld á annan hátt. Auk þess virðist ekki lögð nógu rík áherzla á að framfylgja lögum og reglum um brunavarnir, eftirlitið er kannski í slappasta lagi. Að sjálfsögðu ber að gera allt sem unnt er til að koma í veg fyrir eldsvoða og húsbruna og efla brunavarnir í hvívetna. Gæta þarf stranglega, að lög og reglur um brunavarnir séu virt' og ekki slegið af neinum öryggisráðstöfunum í þeim efn- um. Með öflugu brunavarnaeftirliti ætti að mega fækka eldsvoðum til mikilla muna. ★ BRUNATRYGGINGAR. En þrátt fyrir allar varúðarráð- stafanir og eftirlit verður þó aldrei komið al- gerlega í veg fyrir eldsvoða og brunatjón. Hús- brunar munu alltaf eiga sér stað. Þess vegna er nauðsynlegt, að fólk láti ekki hjá líða að tryggja eigur sínar gegn eldsvoða, hvort heldur er um hús eða innbú að ræða, svo að tjónið verði ekkl eins tilfinnanlegt og ella. — Mörg tryggingafélög eru starfandi í landinu, sem hafa brunatrygging- ar með höndum. Skyldutrygging mun vera á hús- um, en ekki á innbúi. Samt skyldi maður ætla, að enginn léti vera að tryggja innbú sitt, eins oft og eldsvoðar minna á sig. Þó ótrúlegt sé, mun það nokkuð algengt, að um enga tryggingu sé að ræða, enda heyrist æði oft í fréttum af húsbrun- um, að innbú hafi verið óvátryggt'. Hitt mun þó enn algengara, að brunatrygging sé mjög lág, að eins brot af verðmæti hins tryggða. Hér er ein- mitt komið að atriði, sem hver og einn ætti að athuga gaumgæfilega, ekki sízt vegna hins óstöð- uga verðlags, sem hér hefur átt sér stað á undan- förnum árum og áratugum. Brunatrygging, sem var nokkurn veginn við hæfi fyrir t. d. áratug síð- an, er nú orðin alltof lág og í engu samræmi við verðmæti það, sem um er að ræða. Auk þess er fólk oft að bæta við eða endurnýja húsgögn og heimilistæki. Allt þetta þarf að hafa í huga og taka með í reikninginn í sambandi við trygginguna. -Segja má, að tjón af eldsvoða verði sjaldnast' að fullu bætt, jafnvel þótt tryggt sé á eðlilegu verði. Fólk missir einatt ýmsa per- sónulega muni og minjagripi, sem eftirsjá er að og naumast verða að fullu bættir, enda oft ekki til peninga metnir. Engu að síður getur fólk vænzt þess að komast hjá fjárhagslegum skakka- föllum að verulegu leyti, ef allt, fast og laust, er sómasamlega tryggt. Þess vegna ætti enginn að láta hjá líða að brunatryggja eigur sínar og fylgj- ast með því að tryggingin sé í fullu samræmi við verðmæti á hverjum tíma. — Steinn. ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.