Alþýðublaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 1
Föstudagur 16. júní 1967 -48. árg. 200. tbl. - VERÐ 7 KR. Óhagstæ eiðiveoui SUNNAN kaldi og kvika var á síldarmiðunum b. 1. sólarfcring og veiðiveður því fremur óhagstætt. Veiðisvæðið var um 70 gráður norður breiddar og 4 gráður vest- ur lengdar. Tuttugu skip tilkynntu síldarieitinni tá Raufarhöfn og Dalatanga um veiði og var afla- ÞETTA unga fólk er skiptinem endur frá Þýzkal. og Banda ríkjunum, sem hafa stundað nám í Menntaskólanum í Rvík í vetur. Myndin var tekin við skólauppsögn í gær, en þar afhenti rektor skólans þeim bókagiíöf til minningar um dvölina hér. Frá skólauppsögn- inni er annars sagt á bls. 2 og 3 í blaðinu í dag. LSHERJA Líkur eru taldar á því, að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verði kallað saman til aukafundar um helgina. U Thant forstjóri samtakanna skýrði frá því í New York í gær, að 22 ríki hefðu gefið jákvætt svar við fyrirspurn hans um það, hvort kalla skuli saman aukafund, og er talið að þar með sé tryggt að tillagan um aukafund hljóti nægilegan stuðning. Meðal þeirra sem hafa þegar fallizt á aukafund eru Bretar, en tillagan um hann er komin frá Sovétríkjun um, og verkefni aukafundarins verður auðvitað að fjalla um ástand íð í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. 62 aðildarríki S. þ. þurfa að fallast á tillögu um aukafund til (þess að skylt sé að verða við kröf unni um hann, en þegar sá f jöldi Ihefur fengizt, er hægt að boða fundinn með sólarhrings fyrir- vara. Líklegt var talið í gær, að til fundarins yrði boðað um.helg ina, og ætti hann að vera búinn að afgreiða formsatriði og far- inn að fjalla um málið sjálft á mánudag. Ekki var vitað í gær, hverjir verða fulltrúar stórveldanna á þús. hermenn þarf í Vietnam Saigon 15. júní (NTB-Reuter) ,'í fullu tré við hermenn þjóðfrels 'ÞAÐ verður að ha£a 600.000 amr ishreyfingarinnar og NorSur-Víet eríska hermenn í Suður-Víetnam, namhermenn í Suður-Vietnam, að ef Suður-Víetnamar eiga að hafaj Framhald á 14. síðu væntanlegum aukafundi, en talið var líklegt, að Kosygin forsætis- ráðherra Sovétríkjanna Ihéldi til New York til að sitja fundinn. Verði af komu hans, mun að öll- um líkindum fara fram fundur æðstu manna stórveldanna í sam bandi við aukafundinn, því að þá er búizt við að forsetarnir John- son, de Gaulle og Wilson foreæt- isráðherra muni sækja fundinn. Tilkynnt var í London í gær, að Bretar hygðust birta leynilegar upplýsingar úr skjölum allra flug valla og flugvélamóðurskipa I sinna í nlágrenni Gaza, Alexandríu í og Kaíró, til þess að sanna, að á- í sakanir Egypta væru rangar um að Bretar hefðu lagt ísraelsmönn um lið í styrjöldinni. Denis Healy hermálaráðherra tilkynnti þetta á þingfundi í gær, en hann tók fram að slík gögn væru yfirleitt ekki birt af öryggisástæðum. Sovétmenn ásökuðu ísraels-I menn í gær fyrir að hafa tekið arabíska stríðsfanga af lífi og fyrir að hafa afréttað opinberlega konur og born í herteknu löndun- um. Þessu er haldið fram í for- ystugrein í Isvestía, málgagni So- vétstjórnarinnar, og þar segir, að ísraelsmenn hafi gert sig seka um mesta ódæði sem átt hafi sér i stað í Mið-Austurlöndum og sé þar engu öðru til að jafna en að- ferðum þýzku nazistanna á styrj- aldarárunum síðari. hæsta skipið Ásgeir RE með 290 lestir, en heildaraflamagn þeirra skipa, sem tilkynntu um veiði var 3.415 lestir. Þessi skip tilkynntu aflamagn: Lestir. ísleifur IV VE........ 140 Héðinn ÞH.......... 130 Sigurbjörg CF........ 200 Ásgeir RE.......... 290 Gullberg NS........ 170 Bára SU.......... 100 Jörundur III RE...... 200 Framhald á 14. síðu. Prestasíeína amanu HIN árlega prestastefna verður haldin hér í Reykjavík dagana 19. til 21. júní þ. m. — Hún hefst á mánudaginn 19. júní með messu í Dómkirkjunni kl. 10,30. Dr. Helge Brattgárd, dómprófastur í Linköping pirédikar, en altaris- þjónustu annast séra Sigmar Torfason, prófastur á Skeggja- stöðum og séra Árni Pálsson í Söð ulsholti. Kl. 14 sama dag verður Prestastefnan sett í kapellu Há- skólans og flytur þá toiskupinn á- varp og yfirlitsskjTsIu. — Kl. 15 þann dag verða prestskonur í boði biskupsfrúarinnar á Tómasarhaga Framhald á 14. slðu. Kosningaíagna á Vesturlandi A-LISTINN í Vesturlandskjördæmi heldur kosningafapað í fé- lagsheimilinu Arnarstapa á Mýrum í kvöld kl. 9. Benedikt Gröndal alþingismaSur flytur ávarp. GuSmundur Jónsson óperusönpari syngur einsöng. Ekon og Eyþór ieika og syngja fyrir dansi. Veitlngar. ( Sætaferðir frá Akranesi, Stykkishólmi Ólafsvík og Hellissandi. Akurnesingar, athugið að það er aðeins klukkutíma akstur frá Akranesí til Arnarstapa. Allt stuðningsfólk A-listans í Vesturlandskjördæmi er vel- komið, meðan húsrúm leyfir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.