Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 7
Hæsta og lægsta vöruverð TIL ÞESS að almenningur eigi auðveldara með að fylgjast með vöruverði birtir skrifstofan skrá yfir útsöluverð nokkurra vörutegunda í Reykjavík eins og það reyndist vera 1. þ. m. Verðmunurinn sem fram kemur á nokkrum tegundanna stafar af mismunandi innkaups- verði og/eða mismunandi tegundum. Nánari upplýsingar um vöru- verð eru gefnar á skrifstofunni eftir því sem tök eru á, og er fólk hvatt til þess að spyrjast fyrir er því þykir ástæða til. Upplýsinga- sími 'skrifstofunnar er 18-336. MATVÖRUR OG NÝLENDUVÖRUR í JÚNÍ 1967. 22. júlí 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ f SKIPSTJÓRI nokkur, sem er á einum af minni bátunum sem gerðir eru út frá Reykjavík, hringdi til mín og kvað það ekki rétt að aðeins einn bátur væri á trolli frá Reykjavík. Kvað ihann þá þó nokkra og erfitt væri að gera sér grein fyrir hverjir væru á trolli og hverjir á snurvoð. Skipstjóri þessi, sem er búinn að vera lengi á þessu, sagði að lítill vafi léki á því, að fiskimagn væri alltaf minna og minna frá ári til árs. Það væri eingöngu aukinni tækni að þakka að það er hér um bil hægt að halda í horfinu. Engin tafla er á vigtinni um afla dragnótabátanna en fjórir efstu bátarnir munu vera þeir Þórarinnn Ólafsson, Valur, Ás- björg og Jón Bjarnason. Kári Sölmundarson er á skaiki og landaði um 20 tonnum af stór- ufsa um síðustu helgi, annars hefur verið tregt. Hrönn ÍS er enn á hrefnuveiðum og landaði 4,5 tonnum í vikunni. Trollbátarnir fóru lítið út í vikunni. Lítið liefur verið um að vera hjá þeim sem stunda síldveiðar hér sunnanlands. Þeir hafa lítið fengið, 30—40 tonn þegar skárst er. Ekki er að furða þó þá langi ekki í sæluna austur í hafi því árangur þar virðist sáralítill enn sem komið er. Ég skil ekkert í þeim þremenning- um, sem boðið var á fundinn fræga á Egilsstöðum að láta síld ina vera í 7—800 mílna fjarlægð frá Austfjörðum. ★ Togararair. Ingólfur litli Arnarson land- aði hér heima 311,7 tonnum á mánudaginn og er þá sennilega kominn fram úr Þormóði goða hvað snertir aflaverðmæti frá áramótum. Ingólfur var eini tog- ari BÚR, sem skilaði beinum hagnaði s. 1. ár eða um 1,5 millj. Sami skipstjóri er búinn að vera með hann í 15 ár, Sigurjón Stef- ánsson, og er vissulega ástæða til að óska honum til hamingju með árangurinn, en svona hefur alla tíð gengið hjá honum. Reykvík- ingai' þakka honum fyrir öll þau verðmæti sem hann hefur skap- að og atvinnu þá sem hann hefur aflað verkafólkinu í landi og gerir enn. Ingulfur var lá heima- miðum í þessari veiðifelrð. Hann fór á veiðar á þriðjudagskvöld. Hallveig Fróðadóttir er að landa (20. júlí) um 160 tonnum eftir 12 — 13 daga útivist. Jón Þorláks son er kominn með ca. 150 tonn, Þormóður goði för á V.-Græn- land og fékk um 50 tonn þar, en flutti sig yfir á A.-Grænland og þar var reitingsfiskirí. Þorkell Máni er í véla- og lestarhreins- un. Sigurður mun eiga að landa á mánudag og er með rúm 200 tonn eftir 16—17 daga útivist. Hann var á A.-Grænlandi en er nú í Víkurálnum. Heyrt hef ég, að Víkingur eigi að fara í breyt- ingu eftir þennan túr og á að út- búa hann á síldveiðar. Akureyr- artogararnir gera það greinilega nokkuð gott, þeir landa afla sín- um heima og eru með um 150— 200 tonn í túr. Einn togari seldi erlendis í vikunni, Marz RE 2043 kitt fyrir 9.129 sterlings- pund. Erfiðlega hefur gengið að losna við þorskinn í Englandi og mun það stafa af einhverjum erfiðleikum sem danskir fiskibát ar eiga við að stríða í heima- höfnum, en von er á mörgum slíkum bátum til hafnanna í Eng landi um þessar mundir með þorsk. Hafa enskir sett þau skil- yrði erlendum skipum, að á móti hverju kitti af þorski komi eitt kitt af einhverju öðru. Einnig munu annir verkunarstöðva við önnur verkefni, grænmeti, vera þess valdandi að markaður er ekki góður éins og er. Röðull og Surprice eru í hreinsun í Hafnarfirði til að vera klárir í haust. Meirihluti íhaldsins í borgar- stjórn hrósar s^r nú um þessar mundir ákaft af því að hafa ekki lagt niður Bæjarútgerðina í des ember s. 1. íhaldið ætti að festa sér í minni eftirfarandi sögu næst þegar því dettur í hug að leggja togurum bæjarbúa. Það var einu sinni lítið þorp í Sviss, þar sem bjó nægjusamt fólk en fátækt var mikil og at- vinna sáralítil. Þorpsbúar skutu því á ráðstefnu til að ræða hvað mætti til úrbóta verða. Kom þar fram sú tillaga að rétt væri að þorpsbúar skytu saman í hótel og athuguðu hvort ekki væri hægt að laða ferðamenn til bæj- arins. Þorpsbúar skutu saman og komu hótelinu upp. Var síðan ráðinn hótelstjóri, sem átti að sjá um reksturinn. — Jú, þeim þorpsbúum varð að ósk sinni, því að ferðamenn streymdu til þorpsins og líf færðist í atvinnu þorpsbúa. — Bakarinn bakaði brauðin fyrir hótelið, gullsmið- urinn seldi ferðamönnum úr og skartgrp., stúlkurnar framreiddu matinn, pressarinn pressaði föt- in ferðamannanna o. s. frv. All- ir hognuðust þorpsbúar vel i einni eða annarri mynd. Þar kom, að hótelstjórinn lagði fram reikninga hótelsins og sagði að þetta væri ekki hægt lengur, því að samkvæmt bókhaldinu, þeg- ar afskíriftir væru reiknaðar, þá væri tap á hótelinu og ekkert vit Kr. Lægst Hæst Hveiti í lausri vigt pr. kg ■ — 10.60 11,00 Haframjöl pr. kg — 10,30 10,35 Hrísgrjón pr. kg. — 14,35 17,60 Kartöflumjöl pr. kg ■■ — 9,90 12,20 Mjólkurkex pr. kg — 43,00 48,30 Kremkek pr. kg — 65,00 76;00 Strásykur pr. kg — 6,45 7,65 Molasykur pr. kg — 8,40 10,25 Suðusúkkulaði pr. kg — 185,00 200,00 Egg pr. kg — 85,00 100,00 Kjarnasaft V2 flaska — 24,60 28,10 Melroseste 100 gr. pk - — 21,00 22,25 Kakó V2 lbs. pakki — 19,95 22,80 Súputeningar pr. stk — 1,00 1,50 Hveiti í 5 lbs. pokum — 26,30 29,50 Ota — Sólgrjón 500 gr. pk — 8,10 8,20 Hrísgrjón 450 gr. pk — 8,55 11,65 Sagógrjón 400 gr. pk — 8,05 10,15 Cerebossalt 1,5 lbs. dós — 13,20 13,35 Royalgerduft 0,5 lbs. dós — 21,00 21,05 Tómatsósa Libbys 12 oz. glas ...... — 29,90 31,50 Súr hvalur pr. kg — 35,00 40,00 ÁVEXTIR, NÝIR OG ÞURRKAÐIR. Sítrónur pr. kg 38,00 42,00 Epli pr. kg •— 27,00 39,00 do. þurrkuð pr. kg — 80,00 173,00 Sveskjur pr. kg — 44,00 59,70 Rúsínur pr. kg — 42,40 49,50 Gular baunir 1 lbs. pk — 9,80 11,05 Tómatar pr. kg — 79,00 80,00 Bananar pr. kg — 42,00 44,00 Grænar baunir % dós frá Ora .... — 14,90 15,60 Niðursoðnar -perur 1/1 dós — 49,00 64,90 HREINLÆTISV ÖRUR. Rinso þvottaduft pr. pk — 16,35 17,95 Gilette rakvélablöð 5 stk. pk — 37,50 39,00 Niveakrem millistærð pr. dós .... — 18,90 22,00 Kivvi skóáburður pr. dós — 13,00 13,25 Sunlightsápa pr. stk — 9,15 9,40 Lux handsápa pr. stk — 10,40 10,65 W.C. pappír Kodka 1 rúlla — 8,95 9,60 Vim ræstiduft — 12,75 14,10 Colgate - rakkrem, stór túba — 29,00 33,50 do. tannkrem — 24,25 27,25 í því að halda þessu áfram. Ekki líkaði þorpsbúum þetta og skutu því saman á ráðstefnu um hvað gera ætti, því engan langaði í fyrra ástand. Á ráðstefnu þess- ari kom í ljós að allir höfðu næga vinnu og högnuðust og vildu fyrir hvern mun halda í horfinu. Var nú samþykkt á fundinum að hver legði ákveðna upphæð af mörkum og var það gert og hið bókfærða tap þar - með lagfært. Allir undu glaðir við sitt og hótelið var starfrækt áfram. Sagan um hótelið er að cndur- taka sig víða og m. a. 'hér í Reykjavík í sambandi við BÚR. Allir vita hver er okkar „hötel- stjóri“ og öll vitum við að næsta ráðstefna okkar borgarbúa »eru næstu borgarstjórnarkosningar, því þar kemur fram það tráust sem Reykvíkingar bera til þeirra sem leggja vilja niður fyrirtæki Reykvikinga. Pétur Axel Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.