Alþýðublaðið - 22.07.1967, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 22.07.1967, Qupperneq 14
iHvíta nornin Frh. úr opnu. hafði „þriðja augað“ og gat séð fyrir hluti, sem enginn annar gat eéð. Ekkert barna hennar hefur erft þennan eiginleika og á vissan Ihátt er ég ánægð yfir því að ég hef ekki erft hann. Mamma sagði aldrei neinum neitt, nema að hún væri beðin um það, en þá sagði ftuin líka frá öllu. Hún tók aldrei peninga fyrir spádóma sína. Þeg- ar fólk ætlaði að borga henni, neitaði hún alltaf að'taka við pen ingunum. Hún sagði að hæfileiki sinn væri Guðs gjöf og hún hefði engan rétt til að selja þá gjöf. Síðla dags 10. desember 1966 Ikom dr. Shaw til Emmyar. Og Ihann mundi auðvitað eftir því eem hún hafði sagt um, að hún myndi deyja af hjartaslagi ein- mitt þennan dag, og hann vildi gjarnan heilsa upp á hana og sannfæra sjálfan sig um, að einu sinni hefði spádómur ekki rætzt. Dóttir frú Emmyar Cox, Brid- get, opnaði dyrnar. — Læknir, kallaði hún, hvernig vissuð þér þetta? Ég var einmitt að senda son minn til að hringja til yðar og biðja yður að koma samstundis. Mamma fékk hjarta- úfall fyrir nokkrum mínútum síð- an. Ég — ég held, að hún sé dá- in. Hún sat í stólnum og var að í’abba við mig, þegar hún þagnaði allt í einu og greip höndinni að hjartastað. Hún sagði: — Segðu lækninum, að hann skuldi mér fimm shillinga, og svo lokaði hún augunum . . . Dr. Shaw staðfesti, að Bridget liafði séð rétt. Móðir hennar var- iátin. Síðasti spádómur Emmyar Cox, dagsetningin og tíminn, sem hún sagði fyrir um dauða sinn, var rétt, en það var aðeins dr. Shaw, sem vissi, hvað Emmy 'átti við, þegar hún bað dóttur sína að segja lækninum, að h'ann skuld aði sér fimm shillinga . . . Ríkisaðstoð Framhald af 10. síðu. hefur það mikla þjóðfélagslega þýðingu, að flokkarnir hafi það fé, sem þeir þurfa til að gegna hlutverki sínu á viðunandi hátt.” Síðan segir. að ríkið hafi þegar viðurkennt þetta að nokkru leyti með ýmsum greiðslum, sem nefndar eru, þar á meðal greiðslu launa fyrir starfsmenn þingflokkanna, styrkjum til fræðslustarfs flokkanna og æskulýðsstarfs- ins. Þessi hjálp er þó talin dreifð, tilviljanakennd og ófull- nægj'andi. Síðan segir: „Tími virðist kominn til að taka upp skipulag beinna ríkis- styrkja til stjórnmálaflokkanna. Slík skipan hefur þegar verið tekin upp í grannlöndum okkar, Svíþjóð ög Finnlandi, og í Þýzkalandi.” Formenn áðurnefndra flokka enda bréf sitt með því að hvetja forsætisráiðherra til þess að sjá um, að tekið verði til athugun- ar, hvernig og hve miklr ríkis styrkir til flokkanna ættu að verða. Vilja þeir stefna að af- greiðslu málsins á Stórþinginu 1968. J.4 22. júlí 1967 - ALÞÝÐUE Æskulýðsmót Framhald af 3. síðu. sem flestir að sækja mótið, en það er að sjálfsögðu öllum lieim- ilt. Mikið umstang og viðbúnaður hefur verið í gangi hér til þess að gera mótið sem glæsilegast. Hef- ur verið undirbúin glæsileg dag- skrá og ér hún á þessa leið í stór um dráttum. Gestirnir koma þriðjudaginn 1. ágúst og fer sá dagur í að koma þeim fyrir og kynna þeim dagskrá mótsins. Á miðvikudaginn verður mótið sett og farið í kynnisferð um R- vík. Ennfremur verður gestunum flutt .erindi og ávörp. Lýkur dag- skránni með. kvöldvöku og íþrótta sýningu í íþróttahöllinni í Laug- ardal, og taka einnig gestirnir þátt í skemmtiatriðunum. Fimmtudeginum verður varið í kynnisferðir um sveitirnar í ná- grenni Reykjavíkur. Verður m.a. farið til Gullfoss og Geysi, Þing- valla og Skálholts. Á föstudag verða gcstunum kynntir atvinnuvegir íslendinga og farið verður í skoðunarferðir i því skyni. Einnig verða flutt er- indi um þau málefni. Laugardeginum verður varið til kynningar á íslenzkri menningu listum og menntamálum. Einnig gefst gestunum tækifæri til þess að ræða við forystumenn þjóð- málanna en dagskránni lýkur með dansleik í Lídó. Á sunnudag verður farið um Borgarfjörð og sýndir sögustaðir þar. Mánudagurinn verður síðasti dagskrárdagur mótsins, þar sem gestirnir fara á þriðjudag. Verða þá rædd utanríkismál íslands og norræn samvinna í framtíðinni. Á meðan á mótinu stendur munu gestirnir borða í Hótel Sögu, en alliir fundir verða haldr,' ir í Hagaskóla. Næturgisting hafa þeir ýmist í Melaskóla eða á heim ilum útí í bæ. Er fólk, sem hefði hug á að veita einhverjum þess- ara frænda okkar gistingu, beðið um að snúa sér til skrifstofunnar í Hafnarstiræti 15, sími 21655. Perim Frh. af 5. síðu. og þá. Þar til fyrir nokkrum ár- um var á eynni öflugasta sendi- stöð brezka útvarpsins (BBC), og þaðan var útvarpað brezkum á- róðri á arabísku. En þessi starf- semi tók snöggan endi, þegar sendistöðin eyðiiagðist í dular- fullum bruna fyrir nokkrum ár- um. Þegar Suður-Arabía og Aden öðlast sjálfstæði, -sem verður innan skamms, -verður Perim allt' í einu alþjóðlegt vandamál. Suð- ur-Arabía vill inniima eyjuna í nýja, sjálfstæða ríkið, sem koma skal -Jemen hefur einnig látið skýrt í Ijós að hún vildi fá eyna en að baki þessum óskum liggur krafa Egypta til að komast' í þessa hernaðarlega mikilvægu lykilaðstöðu. ísraelska stjórnin hefur þegar bent Bretum á, að Perim verð- ur alltaf ógnun við frjálsar sigl- ingar til ísraels, er Eygptar eða Jemen fá yfirráð eyjarinar í sín ar hendur, hvað svo sem um verður samið varðandi siglingar um Akabaflóa og Súezskurð. ís- rael styður þess vegna af alefli tillögu sem komið hefur fram í Bretlandi þess efnis, að Samein uðu þjóðunum verði fengin yfir stjórn yfir Perim. Ályktunar- tillaga þess efnis var nýlega lögð fyrir brezka þingið. Um leið og tillagan var lögð fram, var bent á, að Perim gæti orðið fyrst þeirra landsvæða, sem Sameinuðu þjóðirnar réðu og gættu í friðarins nafni, en oft hefði verið irætt um að slíkt fyrirkomulag væri æskilegt, þar sem hætta vofir yfir. Fámennur hópur eftirlitsmanna sem hefði þyrlu til afnota, gæti fylgzt með þeim landsvæðum, þar sem eldur logar undir - í Suður Arabiu og Bab el Mandeb. Ekkert mælir gegn því að Sameinuðu þjóðirnar tækju þetta að sér, - nema það, sem mest veldur , - þ.e. að vafasamt má teljast að aðildarríkjunum komi saman um að þarna skuli vera verndarsvæði Sameinuðu þjóð- anna - þótt Perimbúar segi að þeir geti varizt hverjum sem er, - má vera, að sú smáþjóð - eins og fleiri - sjái sig í stækkunar- gleri. Ef af innrás verður mega Bretar fyrst og fremst spjara sig. Lutuli Frh. af 2. sfðu. Groutville en lærði síðan til kenn ara við bandarískan skóla. Hann varð siðan kennari við þann skóla (Adam's college) í sögu Zuluættbálksins og bókmenntum. Hann var svo ættarhöfðingi í Groutville í 17 ár. Áirið 1938 fór liann til Indlands sem sendimað- ur Hins kristna ráðs Suður-Afríku til Alþjóðlega trúboðaráðsins, og árið 1948 fór liann til Bandaríkj- anna til að sitja þing norður amerískra trúboða. Hann var for- maður trúboðasambandsins í Na tal í Suður-Afríku og stjórnarmeð limur Kristna tráðsins. Árið 1946 gerðist Lutuli aðili að Fulltrúaráði blökkumanna í Afríku, en það var fljótlega leyst upp í mótmælaskyni við eigið stjómmálalegt valdaleysi. Sama ár varð, hann meðlimur þjóðair- þingsfiokks blökkumanna og var brátt kosinn formaður flokksdeild arinnar í Natal. Árið 1952 hóf þessi flokkur, í samstarfi við að- ira, mótmælaherferð gegn sex sér stökum kynþáttalögum. Lutuli. sem þá var ættarhöfðingi, hvatti fólk sitt til að taka þátt í barátu unni gegn þessum lögum. Hann var 'hlynntur friðsamlegum mót- mælum og Shélt því fram, að kristnir menn ættu ekki að hlýða þeim lögum, sem væru þeim ekki samboðin. Frá því árið 1959 hefur hann ekki fengið að fara neitt út fyrir heimaþorp sitt, — en slysið í dag varð rétt fyrir norðan Stanger. Það voru stairfsmenn í lestinni, sem fyrstir ui'ðu varir við Lutuli og náðu í sjúkrabíl. Hann var 69 ára, þegar hann lézt. Þótt Albert Lutuli hafi öll hin síðustu ár lifað við skcirt frelsi, þótt honum hafi verið bannað að gefa nokkuð út, tala opinberlega, ferðast út fyrir heimabæ sinn og taka þátt í stjómmálum, er það mál manna að með lionum hafi blökkumenn í Afríku misst einn sinn bezta og göfugasta leiðtoga. Leíkþing Frainhald af bls. 2. með það fyrir augum að skapa aukinn áhuga á leikhúsinu. Þá voru haldnir umræðufundir, serp m.a. tóku fyrir efni eins og á- byrgð leikhússins í þjóðfélaginu, leikritun, leikhús framtíðarinnar og leikmáta og aðferðir leikarans. Umræðufundirnir fóru allir fram samítmis, svo hver og einn sótti þá fund, sem fjölluðu um mál- efni, er honum eru hugleikust. Fundirnir voru haldnir við há- borð, og voru ýmsir frægir menn og konur fengin til að taka þátt í umræðunum Þeirra á meðal má nefna Miller og Schneider frá Bandáríkjunum og Jan Kott frá Póllandi. Ég sat í nefnd, sem fjallaði um leikmenntun, og fékk tækifæri til að kynnast leikskólum og ýms- um leikmenntastofnunum í Banda ríkjunum. í þinglok var fyrrverandi for- seti samtakanna, Rosamond Gild- er frá Bandaríkjunum, kjörin heið ursfélagi. Að lokum má geta þess, að þingfulltrúum gafst kostur á að kynnast bandarísku leikhúslífi á meðan á dvöl þeirra stóð. Næsta þing Alþjóðaleikhúsmála- stofnunarinnar verður haldið í Búdapest árið 1969. Sjónvarp ^ram'hald af 1 siðu firði, Stykkilshólmi, Ólafsvík. og Hellissandi, þær voru komnar í gagnið áður en sumarleyfi sjón- varpsmanna hófst í júlí. Stöðin í Stykkishólmi er reyndar bráða- birgðastöð, en þar á síðar að koma stór stöð, sem á að þjóna sem flutningsstöð til endurvarps á Vest fjörðum og auk þess sjónmáls- svæði Stykkishólms allt norður yfir Breiðafjörð. í Borgarfirði er nú þegar bráða birgðastöð á Kárastöðum við Borg- arnes, en ætlunin er að reisa aðra stöð í haust sennilega á Skáneyjar- bungu milli Reykholtsdais og Hvít árssíðu. Frá þeirri stöð ættu tæki í þeim sveitum, Stafholtstungum og Hálsasveit að ná' dagskrárefni. Ný stöð verður sett' upp á Arnar- stapa á Mýrum, hún á að senda yfir Borgarfjarðarhérað að mestu leyti. Þá er að geta stöðvar í Hval- firði. Endanlegur staður fyrir hana er ekki enn ákveðinn, mæl- ingar standa yfir. Sú stöð sendir yfir Kjós, Hvalfjafðarströnd, Leir ársveit og norðanvert Kjalarnes. Hún verður sennilega tilbúin fyiri hluta komandi vetrar. Á Skálafelli verður ef til vill sett upp bráða- birgðarstöð fyrir Mosfellsdal, Þingvallasveit og ofanverða Kjós, ennfremur hluta Þingvallasveitar, en það er algerlega óvíst', fer eftir niðurstöðum mælinga. Mikið er unnið að mælingum um þessar mundir, aðalega fyrir þessum smá stöðvum og svo fyrir leiðinni norð ur. Aðalstöðin á Skálafelli verður væntanlega tilbúin annað haust og þá jafnframt móttökustöð í Hörg- árdal, sem sendir síðan til endur- varpsstöðvar á Vaðlalieiði. Vaðla- heiðarstöðin er bráðabirgðarstöð, sem þjónar Eyjafirði utan frá Dal- vík inn í Eyjafjarðardali. Skála fellsstöðin á' líka að mata endur- varpsstöðvar nálægt Blöndósi og í Miðfirði og frá Blöndósstöðinni á að genda til Slcagafjarðar en það verður varla fyrr en um 1970. Áætluð er stöð á Fjarðarheiði á árinu 1969 og á hún að annast dreifingu sjónvarpsefnis til stöðva niðri á næstu fjörðum auk þess að þjóna Fljótsdalshéraði. Verið er að byggja stöð á Há- felli austan við Vík í Mýrdal, rétt hjá Múlakvísl, en þar á að koma endanleg stórstöð 1971-72. Vegna samvinnu við Landsímann, sem er að byggja þarna radíóstöð er unnt að koma upp bráðabirgðarstöð í haust' áður en fjármagn er til að reisa stóra stöð á Háfeili sem á að vera flutningsrás austur til Hafnar í Horriafirði auk þess á lnin að.vera stöð fyrir svæðið milli jökla. Síðar verða bygðar stöðvar í Höfn í Hornafirði, í austanverðu Lóni, Papey og Breiðdalsvík. Þessar stöðvar senda milli sín í keðju. Litla bráðabirgðarstöðin á Háafelli sendir yfir Álft'aver og Meðalland*>g gefur auk þess mögu leika á að setja upp stöð í Land- broti, sem nær yfir Landbrot og Síðu. Papeyjarstöðin sendir yfir í Berufjörð, Hamarsfjörð og Álftar fjörð. Á sama hátt á' að selflytja sjónvarpsefni fifá Fjarðarheiðar stöðinni norður um firði allt til Þórshafnar og Raufarfafnar. Fyrir Norð-austurlandi verð ur annars aðalstöðin á Fljótsheiði í S-Þingeyjasýslu. Hún flytur svo efnið til stöðvar í Axarfirði, sem fóðrar tæki Öxfirðinga og Keld, hverfinga. í haust verður sem sagt lögð áherzla á að Ijúka dreifingarkerf- inu frá' Hvammsfirði vestra suður um land austur á Síðu og er ætl- unin að íbúar þess svæðis geti not ið jóladagskrárinnar í vetur. & SKIPAUT6CRÐ R!KISINS Blikur fer austur um land til Vopnafjarð ar 29. þ.m. Vörumóttaka á mánu- ar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, dag og þriðjudag til Hornafjarð- Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norð- fjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarð- ar, Borgarfjarðar og Vopnafjarð- ar. Herðubreið fer frá Reykjavík 30. þ.m vestur um land í hringferð. Vörumót- taka á þriðjudag og miðvikudag til Pati-eksfjarðar, Tálknafjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyr- ar, Flateyrar, Súgandafjarðar, Bol ungavíkur. ísafjarðar, Ingólfsfjarð ar, Norðurfjarðar, Djúpavíkur, Skagastrandar, Sauðárkrós, Siglu- fjarðar, Ólafsfjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafn ar, Þórshafnar og Bakkafjarðar. Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í gær, að niður féll nafn á höfundi bréfs, sem birtist á 5. síðu. Átti það að vera RICHARD BECK. Lesendur eru vinsamlegast beðnir velvirð- ingar vegna þessa.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.