Alþýðublaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 2
Frétta skeyti Átök í Rhódesíu Hlermenn úr her Rhódesíu l»eittu þyrlum og herþotum í i-iðureign s'inni við uppreisnar menn í gær og Iétu 14 upp- reisnarmenn lífiff og 18 her- mcnn stjórnarinnar í átökun- lim. Flokkur Smiths klofnar Stjórnarflokkur Ian Smiths, forsætisráðlierra Rhódesíu hef ur nú klofnaff og: nýr flokkur stofnaður, sem hyggst koma á algerri apartheídstefnu. Hef. ur formaður flokksins, Iden- cohn, látið þess getið að hann liafi 75% af stuðningsmönn- um af fyrrv. stuðningsmönn- qm Smiths. Hamstur Míkið hamstur hefur verið á lóbaki og benzíni í Cretlandi r.indanfarið, þar sem búizt liafði verið við að þessar vör- ur yrðu skattlagðar í væntan legu fjárlagafrumvarpi brezku dltisstjórnarinnar. VopnabirgfFir Hermenn Suður-Vietnamstjórn ar hafa uppgötvað vopnabirgð ir 8 km. frá flugvellinum við Tan Son Nhut flugvöllinn vtð Hanoi og er álitið að ætlunin hafi verið að nota þær til árásar á höfuðstöðvar West. tnoreland, hersliöfðingja, sem þar skammt frá hefur liöfuð- stöðvar sínar. Oder Neisse Willy Brandt, utanríkSsráff- herra V.-Þýzkalands hefur lýst því yfir á landsmóti þýzkra jafnaðarmanna í Niirn berg að Vestur-JÞjóðverjum beri aff viðurkenna Oder Neisse línuna milli Póllands og Austur-Þýzkalands sem vqpntanleg landainæri samein. aðs Þýzkalands. Mótmæiaganga Þúsundir stúdenta í Indónesíu efndu til mótmælagöngu gegn Suharto hershöfðingja s.I. mánudag. Er þetta fyrsta mót mælagangan, sem farin er gegn hershöfðíngjanum, Ðvelj'a áfram Öryggisráð SÞ ákvað á fundi sinum s.I. mánudag, að friðar sveitir SÞ dveljí áfram 3 manuði á Kýpur og verði tím ínn notaður til þess að hið núverandi friðsamlega and- iúmsloft verði til að búa í haginn fyrir framtíðina. Hylmdi yfir ftlálgagn tékknesku stjórnar- jnnar hefur sakað son Novotn ys um að hafa hylmt yfir >Sejna, æðsta hershöfðingja Tékkóslóvakíu áður en liann ílúði til Bandaríkjanna, — Þeir eru nú alltaf að semja í útvarpi og sjón- varpi, sagði einhver og gaf lítið út á hvenær samningar myndu tak- ast. Þetta var á sunnudaginn, en þá lá í loftinu að samningar hlytu að takast. Og þó. Þeir ræddu um óvæntan hnút sem hefði komið eftir hádegi; ekki bætti úr skák að Eðvarð í Dags brún hafði ætlað að mæta kl. 2, en var ókominn einni og hálfri klukkustund síðar. Sunnudagurinn leið. Sumir héldu að samið yrði upp úr miðnætti. En það voru aðeins ágizkanir. Klukkan var að var að ganga tvö aðfaranótt mánudagsins þegar blaðamað- ur Alþýðublaðsins settist í stój. í anddyri þinghússins. Sumir blunduðu í stólunum, aðrir spígsporuðu um. Menn voru þreytulegir, en hýrir í viðmóti. Engin taugaveiklun merkjandi. Nú var orðið Ijóst að samning ar hlytu að nást. En hvenær? Klemenz Tryggvason, hagstofu stjóri, er kominn á fundinn með útreikninga, sem báðir að ilar lesa af gaumgæfni. Hvor aðilinn um sig vill koma orða- lagsbreytingum á framfæri og tíminn líður óðfluga. Menn kvarta undan því að skarpur skilningur sé ekki lengur fyrir hendi, en allir eru málefnaleg ir. Þvottakona er komin á vett- vang um kl. hálf fjögur. Það er ekki boðið upp á kaffi í al- þingishúsinu, og menn verða að láta sér nægja að sötra lím- onaði og maltöl. Það er ekki hægt að semja af neinu vití nema borið sé fram kaffi. Þetta var betra áður, sögðu gamal- reyndir sanmingamenn. Vinnuveitendur og launþeg- ar halda fundi á víxl og þeir sem hafa sofið í stólunum er miskunnarlaust ræstir. Hjá flestum fæst ekki nema hænu blundur. Þeir segja að „þakið” sé ekki komið enn. „Þakið” kalla þeir þá upphæð sem vísitala á að koma á. Um hálí fimm er plaggið frá hagstofustjóra enn til umræðu. Jón Sigurðsson er skeptískur fyrir hönd sjómanna og er hræddur um að þeir, sem vinna á vöktum, verði hlunnfarnir. Það er þráttað um þetta, en allir eru sammála um að plagg ið sé skýrt og skilmerkilegt, en geri þurfi orðalagsbreytingar til að taka af allan vafa. Og bréfið berst á milli her- bergjanna. Hin andstæðu öfl eru furðu hjálpfús. Nú hverfa nokkrir út úr hús- inu, og skömmu síðar koma þeir aftur hressir í bragði. Næt urvörðurinn á Borginni skilur vel að kaffilausir menn semja ekki af neinu viti. Hannibal kemur fram hnar reistur að vanda og segir: —■ Fjári stóð þetta illa í morgun- það er eiginlega undarlegt hvað það hefur gengið vel að koma þessu saman upp á síð kastið. Það er tekið í nefið hjá Guðmundi J. Hann spjallar um verkfallsverði sína, og segist í fyrramálið afhenda fjórum varðstjórum prófskírteini er hijóða upp á 1. einkun. Menn vita ekki hvort þetta er gam- an eða alvara. Klukkan er orðin fimm. Nú ríkir grafarþögn í anddyrinu, því fundur er hjá báðum að- ilum samtímis. Klukkan er orðin sjö. F>laða maðurinn vaknar eilítið ringlað ur eftir tveggja tíma svefn í þægilegum stól. Morgunútvarp ið er byrjað og sjónvarpsmenn komnir á staðinn. Samninga- Ilér ræðast þeir við Guðmund ur J. Guðmundsson og Hjört- ur Hjartar um það leyti scm samningarnir voru að taka á sig lokamynd. menn eru að grínast með efra og neðra „þak” ^ Samningsuppkastið er komið í vélritun, en einn bölvar yfir því að annar hafi gleymt að færa inn breytingar og allt verkið sé unnið fyrir gýg. En þetta þokast allt í rétta átt. Ætli þessu verði ekki lokið fyrir kl. 9? Rétt fyrir klukkan átta eru sjónvarpsmenn orðnir óþolinmóðir og ákveða að hefj ast handa. Þeir sem sofa í stól unum eru ræstir í ofboði, og þeir stara ringlaðir í sterk ljósin og miskunarlaust auga kvikmyndavélarinnar. Það er spilað í herbergi Iaun þega milli þess sem alvarlegri mál eru tekin á dagskrá. Nú streyma inn atvinnurekendur og aðrir sem vilja vita um -end anlegar niðurstöður. Guðjón í lðju er þegar búinn að boða fund hjá sínu fólki kl. 11, prent arar kl. 1 og Dagsbrún kl. 2.30. Þessu er lokið. Nú snúast hjólin aftur. Síð ar um daginn sigldi Gísli Árni inn á Reykjavíkurhöfn með full fermi af loðnu og um 20 þús- und manns hófu vinnu á ný eft ir nýjum samningum. Fulltrúar atvinnurekenda, þeir Magnús Óskarsson, lögfræðing- ur, og Gunnar Guðjónsson ræða við Klemens Tryggvason, hag- stofustjóra, um tölfræðílegar upplýsingar er Iagðar voru fram um nóttina. £ 20. marz 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.