Alþýðublaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 13
Hljóövarp og sjónvarp n SJÓNVARP Miðvikudagur 20. marz 1968. 18.00 Grallaraspóarnir Teiknimyndasyrpa eftir Hanna og Barbera um kynlega lcvisti í dýra- ríkinu. íslenzlcur texti: Ingbjörg Jóns- dóttir. 18.25 Denn dæmalausi Aðalhlutverkið leikur Jay North. íslenzkur texti: Ellert Sigur- björnsson. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.30 Steinaldarmennirnir Tciknimynd um Fred Flinstone og granna hans. íslenzkur texti: Vilborg Sigurðar- dóttir. 20.55 Einu sinni var Myndin fjallar um kynni nokkurra borgar barna af náttúrunni utan við borgina, sem þau búa í. (Nordvision - Finnska sjónvarpið). 21.35 Eiturgildran (Stakeout on Dope Street). Bandarísk kvikmynd. Leikstjóri: Irvin Kershner. Aðalhlutverk: Yale' Wexler, Jonat- hon Ilaze, Morris Miller og Addy Dalton. Myndin lýsir því böli, er fylgir notkun eiturlyfja. íslenzkur texti:< Óskar Ingimars- son. Myndin er ekki ætluð börnum. Áður sýnd 16. marz 1968. 23.05 Dagskrárlok. HUÓÐVARP Miavikudagur 20. marz. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir. Tónlcikar. 7.30 Fréttir. Tónleikar. 7.55 Bæn. 8.00 Morgunleikfimi. Tónleikar. 8.30 Fréttir og veðurfregnir. Tónleikar. 8.55 Fréttir og útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.10 Veðurfregnir. Tónleikar. 9.30 Til- kynningar. Tónleikar. 9.50 Þing- fréttir. 10.10 Fréttir. Tónleikar. 11.00 Hljómplötusafnið (endurtek- inn þáttur). 12.00 Hádegisúvarp pagskráin. Tónleikar. 12.15 Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veður- fregnir. Tilkynningar. 13.00 Bændavikan a. Umræðufundur um skólagöngu og menntun unglinga í sveitum. Þátttakendur: Aðalsteinn Eiríks- son námsstj., Þorvaldur G. Jóns- son búfræðikandídat og Össur Guðbjartsson bóndi; Sveinn Haligrímsson ráðunautur stýrir umræðum. b. Erindi um rekstraráætlanir. Ketill A. Hannesson ráðunautur flytur. 14.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, scm heima sitjum Gísli J. Ástþórsson rithöfundur cndar lestur sögu sinnar „Brauðs ins og ástarinnar (23). 15.00 Miðdegisútvarp Fréttir. Tilkynningar. I.étt lög Serigo Mendez, Eric Johnson, The I.oving Spoonful, The Ventures og Lyn og Graham McCarthy syngja og leika. 16.00 Veðurfregnir. Siðdegistónleikar. Karlakórinn Svanir syngur lög eftir Gcirlaug Árnason og Jón Þórarinsson; Haukur Guðlaugsson stjórnar. Sænska útvarpshljómsveitin leik- ur „Sveitasvítu" fyrir strcngja- sveit cftir Karl Birger Blomdahl: Sten Fryberg stj. Franti Hantak og Fílharmoníu- sveitin i Borno leika Óbókonsert eftir Kichard Strauss; Jaroslav Vogel stj. Hcnryk Szcryng leikur fiðlulög eftir Fritz Kreisler. 16.40 Framburðarkennsla í espranto og þýzku. 17.00 Fréttir. Endurtekið tónlistarefni Þorkell Sigurbjörnsson kynnir barokktónlist frá Hamborg. (Áður útv. 15. þ.m.). 17.40 Barnatíminn Anna Snorradóttir stjórnar þætti fyrir yngstu hlustendurna. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Vcðurfrcgnir. Dagskrá Uvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.20 Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Tryggvi Gíslason magister flytur þáttinn. 19.35 Tækni og vísjndi Dr. Trausti Einarsson prófessor talar um landrekskenninguna. 19.55 Kórsöngur: Bússneski ríkiskórinn syngur rússnesk, ítölsk og frönsk þjóðlög. 20.25 Heyrt og séö Stefán Jónsson ræðir við tvo merkismenn, gamla og góða. 21.25 „Hamar án smiðs“, tónverk fyrir altrödd og sex hljóðfæri eftir Piérre Boulez, við tcxta eftír Bené Char. Jcanne Deroubaix söngkona og og franskir hljóðfæraleikarar flytja; höfundur stj. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Lestur Passíusáima (32). 22.25 Kvöldsagan: „Jökullinn" eftir Johannes V. Jenscn Sverrir Kristjánsson sagnfræð ingur lcs (8). 22.45 Djassþáttur. Ólafur Stephensen kynnir. 23.15 Gestur í útvarpssal: Euben Varga frá New York og Árni Kristjánsson leika saman á fiðlu og píanó Sónötu nr. 3 í d-moll op. 108 eftir Johannes Bramhs. 23.40 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. No.l 1. Kafli. Þau voru komin. Fíugvélin flaug yfir flugvellin um í Lanatus. Sandra Blaina spennti öryggisbeltið á sig, hún iðraðist þess, að hún hafði glæpzt til að sækja um stöðu á þessum hluta hnattarins, þar scm allt var svo ólíkt fyrra um- hverfi hennar. Tungumálin voru jafn mörg og ólík og fólkið, sem iim- kringdi hana. Kínverjar, Malaj- ar og Dúsúnar. Ætlaði enginn að sækja hana? Lítill, feitlaginn maður í svörtum fötum gekk til hennar. Hann talaði ensku með írskum hreim. — Eruð Iþér systir Blaine? — Já, brosti Sandra. — Ég er fegin að sjá yður. Ég var dauðhrædd við allt þetta fólk. Nú brosti hann. — Þetta kemur flatt upp á alla nýkomna, en maður venst því fljótlega. Og hér tala allir ensku. Inni í flugstöðvarb.vggingunni var svalara en fyrir utan, Sandra var þreytt eftir flugferðina og leiðsögumaður hennar kynnti sig meðan þau biðu eftir að toll verðirnir leituðu í töskunum hennar. — Ég er séra Bryce, trúboðs- presturinn og það gleður mig að sjá yður. Ég er prestur við sjúkrahúsið og ég er alltaf reiðu búinn til að aðstoða yður. Dr. Derring hafði ekki tíma til að koma hingað og bað mig um að sækja yður. Sandra reyndi að leyna von- brigðum sínum. Það hafði verið heimskulegt af hennl að ímynda sér, að önnum kafinn frumskóg arlæknir mætti vera að því að sækja nýju hjúkrunarkonuna. Það skipti líka mestu máli, að það væri auðvelt að vinna með honum. Ef hún fengi stund af- lögu ætlaði hún að nota hana til að reka leynilegt erindi sitt. Ferjan, sem þau fóru með var bæði óhrein og málningin flögn uð af. Skipstjórinn var með al- skegg og hann horfði forvitnis- lega á Söndru. — Ný hjúkrunarkona? Og öllu fallegri en sú, sem ég flutti í vikunni sem leið. Núflykkjast karlmennirnir á sjúkrahúsið. Sr. Bryce fylgdi Söndru um borð. — Kelab skipstjóri er óheflað ur maður, en hann hefur á réttu að standa. Þér eruð óvenju lag leg miðað við aðra Evrópubúa á þessum slóðum. Ef það er ekki of mikil frekja, þætti mér gam an að vita, hvers vegna þér hafið sótt um stöðu hér? Vingjarnleg augu hans virtu fyrir sér hunangsgult hár henn- ar, mjólkurhvíta húð, alvarleg brún augun og varir sem freist- uðu hvaða manns sem var. Þessi unga stúlka, sem leit út fyrir að hafa orðið fyrir mikilli sorg, átti að vera gift kona í stað þess að ferðast um hálfan hnöttinn til að hjúkra sjúkum. Sandra stóð við borðstokkinn þegar ferjan sigldi frá landi. Það var erfitt að svara ekki þess um vingjarnlega presti. — Ég er að reyna að sanna sögusagnir, sem ég hef heyrt, sagði hún. — Ef mér tekst það ekki, tekst mér þó að hjálpa dr. Derring í vandræðum bans. Mér skilst að hann þarfnist mjög hjúkrunarkonu. Séra Bryce 16. — Já, svo sann arlega. Systir Jocye er farin og sjúkraliðar gera ekki sama gagn og hjúkrunarkonur. — Hafið þér nokkurn tímann heyrt talað um orkídeusafnara á þessum slóðum? spurði Sandra. Hann er Englendingur. Séra Bryoe hugleiddi málið. — Ég er mjög önnum kafin og hef harla lítinn áhuga fyrir orkí- deum. En ég gæti kannski fund ið eitthvað út úr þessu ef þér segið mér hvað hann heitir og hvar hann var. Hún hristi höfuðið. Hún vissi ekki neitt, nema það sem Peter Broven hafði sagt henni, en hann hann hafði verið flugmað- ur, þegar flugvél Gavins hrap- aði á Borne fyrir sex árum. Hún hafði hitt Peter af tilvilj un fyrir hálfu ári og hann varð undrandi þegar hann sá hana. — Er þetta ekki Sandra Blai- ne? Þú hefur ekkert breytzt á sex árum. — Ég heiti núna systir Blaine sagði hún. — Svo þú hefur ekki gift þig aftur. Þegar hún svaraði engu, hélt hann áfram. — Það kom dálítið furðulegt fyrir mig fyrir mánuði. Ég var á Jalanda á Norður Bor- neo og þá sá' ég náunga á bam- um við hliðina á mér sem var af ar líkur Gavin. Hann þekkti mig ekki. — Talaðirðu ekki við hann Peter? spurði Sandra og það var alveg að líða yfir hana. — Jú, ég spurði hann hvort hann héti Gavin Kerr, en hann neitaði því, Hann drakk úr glas inu og fór. — Þér hefur mistekist. Þetla hefur ekki verið Gavin. — — Ég er ekki viss um það. Raddir breytast lítið og maður inn hafði mjög líka rödd og Ga vin. Ég veit að þetta er ótrúlegt, en dauði hans sannaðist aldrei. Að vísu ekki, en hvernig get ur særður meðvitundarlaus mað ur lifað í frumskógi vatnslaus og matarlaus? Það var kraftaverk að Peter bjargaðist. — Komstu að einhverju um þennan mann? spurði Sandra. — Nei, hann safnaði orkíde- um. Söndru langaði mikið að kom ast til sjúkrahússins. Þar gat hún unnið og gleymt sársaukan um og söknuðinum í vinnunni gleymt Gavin, sem hún hafði gifzt fyrir sex árum, þegar hún var átján ára og aðeins búið með í fáa daga. 2. kafli. Já Sandra hlakkaði til að kom ast til sjúkrahússins og fara að vinna, en það kom henni samt á óvart, þegar tekið var á móti henni með þessum orðum: „Loksins komuð þér, systir Blaine. Ferjan er alltaf meira og meira á eftir áætlun. Þér fáið tíu mínútur til að skipta um föt, við þurfum að gera áríðandi upp skurð á stundinni. Ég heiti Mike Derring. Sandra reiddist því, hvernig hann lét. Að vísu gat hann ekki að því gert að sjúklingur beið, en hann hefði getað verið ögn kurteisari og boðið hana vel- komna eða eitthvað álíka. En hún var ákveðin í að standa sig og vinna með honum. Hún gat ekki leitað neitt og beðið ráð leggingar, hún var yfirhjúkrun arkonan. — Ég verð reiðubúinn, herra, svaraði hún rólega. Hann leit um öxl og sagði: — Þér eigið ekki að kalla mig lierra. Indfæddir menn vilja að læknirinn sé kallaður læknir, annars treysta þeir honum ekki. — Já, læknir, sagði Sandra og brosti. Hann fór sín'a leið og Sandra gekk með burðarmanninum yf- ir í íbúðarbygginguna. Herbergið hennar var óbrotið en skemintilegt. Hún sá' að inn af því var baðherbergi og í skáp þar inni voru hvítir kirtlar og húfur og breitt, svart belti, sem átti víst að tákna stöðu hennar. Hún flýtti sér að hátta sig og fór undir sturtuna andartak áð ur en hún fór í kitrilinn og spennti bellið um mitti sér. Hún hafði nákvæmlega eina mínútu til að komast á skurð- slofuna og þegar hún hafði læst leit hún í kringum sig til að vita, hvort einhver gæti ekki vísað henni veg. — Ég er nýja hjúkrunarkon an, sagði Sandra. — Ég á að fara á skurðstofuna. Hún gekk á eftir litlu hjúkrunarkonunni, sem leit um öxl og brosti feimn islega. — Vilduð þér vísa mér til vegar? Þ'egar Sandra leit inn í skurð stofuna sá hún brúnan lækni sem hafði tennur jafn hvítar og kirtilinn, sem hann var í. — Dr. Sing Bunda, svæfinga læknir, sagði hann, þegar hann sá Söndru. — Eruð þér nýja hjákrunarkonan? Slæmt að reka yður til vinnu svona snemma. Hann var kurteis og vin- gjarnlegur og Söndru langaði til að spyrja hann um sjúkl- EFTIR: GILLIAN BOND i 20. marz 1968 ALÞÝÐUBLAÐIfl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.