Alþýðublaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 4
 Bitstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — f lausasölu kr. 7,00 eintakið---Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. STÆRSTA MÁLIÐ Fagnaðarefni er, að ríkisstjórn- in efnir til samvinnu við launþega og atvinnurekendur um skipu- lagða baráttu gegn atvinnuleysi því, sem gætt hefur í ýmsum starfsgreinum undanfarið og er öllum landsmönnum. mikið á- hyggjuefni. Er hér ivafalaust um að ræða stærsta mál samtíðarinn ar fyrir okkur Íslendinga. Hugmyndin um samvinnu þessa kom til sögu í sambandi við lausn verkfallsins og afstöðu ríkisstjórn arinnar til 'hennar. Mun ríkis- stjórnin skipa sérstaka atvinnu- málanefnd með fulltrúum sínum, Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambandi íslands, er starfi á því tímabili, sem nýju kjarasamningarnir ná til. Segir svo um megimverkefni atvinnu- málanefndarinnar í tilkynningu ríkisstjórnarinnar: „Hlutverk nefndarinnar skal vera að fylgjast sem bezt með þróun vinnumarkaðarins og horf um í atvinnumálum, gera tillög- ur um þær úrbætur, sem nauðsyn legar reynast, og leggja á ráð um framkvæmdir þeirra tillagna.” Síðan eru greind einstök verk- efni, sem nefndinni skulu falin, og áherzla lögð á byggingu ný- tízku togara og nýsmíði fiskibáta, sem henti til þorskveiða hér vjð land á öllum árstímum. Alþýðublaðið fagnar því, að' ríkisvaldið stofnar til samstarfs þessa við launþega og atvinnurek endur til að reyna að bægja böli atvinnuleysisins frá dyrum þjóð- arinnar -og einstaklinganna. Sá vandi mun aðeins leysast með samvinnu, skipulagi og framsýni, ef vel á að takast. Og hér kenn- ist það, að samstaða íslendinga í baráttunni við erfiðleikana vek- ur helzt vonir. Þess ivegna mun samkomulaginu um atvinnumála nefndina fagnað af gervallri þjóð- inni. Alþýðublaðið ætlar, að reynslan af þessari viðleitni til raunhæfra úrbóta kunni að verða lærdómsrík og öllum aðilum til heilla. Hitt er annað mál, að ekki ætti að þurfa verkföll til þess að minna á nauðsyn slíkrar stefnu eins og högum háttar á íslandi. ’í Fyi’ir skömmu varð Félag Veggfróðrarameistara í Rvík fjörutíu ára. Það var 4. marz 1928 sem veggfóðrarmeistarar í Reykjavík komu saman í Bað- stofu iðnaðarmanna, til að ræða hagsmunamál sín og stofnuðu þeir Veggfórarfélag Reykjavík ur. Var mikill framfarahugur í þessum brautryðjendum stéttar- innar og má m.a. nefna, að þeg ar 24. sama mánaðar gáfu þeir út sinn íyrsta uppmælingartaxta og munu veggfórarar vera fyrstu iðnaðarmenn landsins sem tóku upp það launagreiðslukerfi og hafa þeir unnið eflir því síð- an. Meistarasambandi bygginga- manna, Árið 1964 réðst félagið í að byggja hús yfir starfsemi sína ósamt fjórum öðrum meistarafé- lögum í byggingariðnaði, að Skipholti 70 og hefur félagið opna skrifstofu þar fyrir með- limi sína og aðra þá er til fé- lagsins þurfa að leita. Mikil þró un er í iðninni og stendur fé- lagsstarfsemi í miklum blóma. Núverandi stjórn félagsins skipa: Stefán Jónsson formað- ur, Valur Einarsson varaformaö ur, Tómas Waage ritari, Garðar Jensson gjaldkeri og Kristján Steinar Kristjánsson meðstjórn andi. Stofnendur félagsins voru 11 talsins og fyrstu stjórn þess skip uðu: Viktor Kr. Helgason for- maður, Sigurður Ingimundarson ritari, og Björn Björnsson fé- hirðir. í júní 1932 var nafni félagsins ; breytt í „Meistarafélag veggfóðr ara“ og ári síðar var „Sveinafé- lag veggfóðrara“ stofnað. í febrú ar 1945 voru svo þessi tvö fé- lög sameinuð í ,,Félag veggfóðr- ara í Reykjavík“ og hélzt það samstarf fram til ársins 1957 er „Félag veggfórarameistara í Reykjavík“ var stofnað. Frá upphafi hafa veggfóðrarar tekið virkan þátt í félagssam- tökum iðnaðarmanna svo sem Eandssambandi iðnaðarmanna og 4 20. marz 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÍSLENDINGAR eru mikil bókaþjóð, . árlega eru gefnir út fle'iri bókatitlar liérlendis en í flestum löndum öðrum, - mið að viS höfðatölu. Þessar bækur eru af öllum stærðum, gerðum - og efnum - eins og vera ber, og góðar eða vondar eftir at- vikum. En í þessum stríða straumi nýrra bóka virðist þýð- ingarm'ikill þáttur bókmenningar næstum gleymast: semsé endur- prentun og endurútgáfa ófáan- legra „góðra“ bóka. Þetta síðasta er sagt með fyrirvara um örfá undantekningartilfelli, svo fá, að nærri má telja á fíngrum annarrar liandar sé Iitið til bóka flóðs síðustu ára, — O — Ég nefni dæmi máli mínu til styrktar: tvö meðal fremstu verka góðskáldsins Guðmundar G. Ilagalíns, „Saga Eldeyjar- Hjalta’’ og „Sturla í Vogum” hafa ekki sézt á íslenzkum bókamarkaði svo árum - mér liggur við að segja áratugum - skiptir; snilldar verk Theódórs lieitins Friðr'ikssonar „í verum” hefur sömuleiðis ekki sézt hér falt um árabil; sama er að segja um bækur eins og „Ævisögu séra Árna Þórarínssonar" eftir Þórberg, ýmsar eldri skáldsög. ur Kristmanns Guðmundsson- ar, bók Nordals um Snorra, Reisubók Jóns Indíafara, ljóð- Stefáns í Vallanesi, Veraldar- sögu Sveins frá Mælifellsá, ævi sögur ýmissa eldri merkis manna íslandssögunnar, o. s. frv. o. s. frv. — O — Það ber þó að játa, að nú upp á síðkastið liefur þó örlað á aukinni viðleitni í þessa átt, - þó að hún sé auðvitað kaffærð í annarri og ómerkilegri út- gáfustarfsemi, bókum, sem meira virðist liggja á að ota að íslenzkum bóklesendum. Af virðingarverðum dæmum má nefna Píslarsögu séra Jóns þum lungs, Kristrúnu í Hamravík Hagalíns og Áfanga Nordals, allar í skemmtilegum frágangl AB; af eldri endurútgáfum má einnig benda á Ofvita Þórbergs í búningi MM - og svo auðvitað Helgafellsútgáfur Laxness, Þetta lofsverða framtak ætti að verða enn fleirum vandlátum bókaút gefurum hvöt til svipaðra stór ræða, - til þess að láta eldri en sígildar íslenzkar bókmenntir ekki lengur ófáanlegar og þar- með ólesnar af lestrarfúsri al- þýðu. GA,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.