Alþýðublaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 15
Jén SigurSsson Framhald af 1. síSu. verði felldar niður, er það álit mitt, að minni áherzla hefði verið lögð á að lialda verðlagi í skefjum, og tel ég alveg víst að kaupmáttur - eða verðgildi launanna hefði sífellt minnkað og þá um leið virkað til kjara skerðingar. Alþýðublaðið hefur áður skýrt frá þeim árangri, sem náð ist með verkfallinu og er ó- þarfi að fjölyrða um það. Það verður ekki sagt um verkalýðshreyfinguna, að hún sýndi ekki skilning á þeim erfið leikum sem við er að etja í efnahagslífi þjóðarinnar vegna minnkandi afla á síðastliðnu ári og svo stórlega lækkandi verðs afurða. — Geturðu ekki sagt okkur, hvernig sáttafundirnir gengu fyrir sig allt frá því fyrir verk fall og til þess, að samningar tókust? — Áður en málinu var vís að til sáttasemiara áttu aðil- ar með sér fáeina fundi. Þá fundi sátu aðilar úr átján manna nefndinni - 7 manna úr tak úr henni - annars vegar og fulltrúar atvinnurekenda hins vegar. Á þessum fundum skipt ust aðilar á skoðunum, en ár- angur varð enginn, svo að á- kveðið var að- vísa málinu til sátlasemjara. Með sáttasemjara voru haldnir margir fund ir og er óhætt að segja, að þeir hafi verið allstrangir, eink i4m síðasti fundurinn, sem stóð í 44 klukkustundir. Nokkuð fór að miða í samkomulags- á.tt, þegar sáttasemjari bar fram málaijiiðlunartillögu sem við- ræðugrundvöll en tillagan var þess efnis. að hvor aðili tæki á sig til helminga þau 10 vísi tölustig, sem gert er ráð fyrir að yerði afleiðing gengisfell- ingarinnar frá því í haust, er leið. Hins vegar voru ki-öfur at- vinnurekenda þær, að engin vísjtöluuppbót kæmi tif greina fyrr en 1. október og þá að- eins eitthvað lítils há'ttar. Á hinn bóginn voru kröfur verka lýðshreyfingarinnar þæn í byrj un, að vísitalan kæmi strax á laun eins og hún mældi hverju sinni. Samkvæmt því féll í gjalddaga 5.34 stig í byrjun niarz, en það er sama og 5.34% 4 kaup eins og það var greitt, áður en tií verkfallsins kom. Kaupið eins og það var. yerð- ur grundvöllur hinnar nýju vísitölu. — Var samstaðan í deilunni eins og bezt verður á kosið? — Samstaðan í þessari vinnu deilu var hin ágætasta, þó að um mismunandi pólitískar stefn ur væri að ræða meðal þeirra sem sæti áttu í 18 manna nefnd inni. Hvergi kom það fram að menn litu á sig sem fulltrúa sérstakra stjórnmálaflokka — heldur sem fulltrúa verkalýðs hreyfingarinnar sem heildar. — Hvert var álit manna f 18 manna nefndinni varðandi þingsályktun?y+illeguna, sem kom á Alþingi þar sem farið var fram á útvar.pcurnræður um verkfallið? — Það var álit mjög margra í nefndinni, að slíkar pólitísk ar umræður gætu fremur spillt fyrir því að lausn næðist held ur en hitt. Töldu menn slíkar umræður alls ekki tímabærar á meðan á samningum stóð. — Telur þú, að sú kauphækk un, sem samningar þessir gefa af sér, kunni að hafa í för með sér aukna dýrtíð? — Ég tel, að þessir samning ar geti leitt til einhverrar aukn ingar dýrtíðar, en ef stjórn- völd gera hins vegar sitt ýtrasta til að verjast aukinni dýrtíð, þá á að vera hægt að halda henni í skefjum að verulegu leyti, þrátt fyrir þá litlu hækk un, sem verður á launum í kjöl fari þessara samninga. — Voru þessir samningar ó- venju erfiðir? — Þó að samningaviðræður virðist hafa tekið óvenjulang- an tíma - eða upp undir 200 klukkustundir - eftir að málið var komið til sáttasemjara, þá voru fundir yfirleitt ekki lang ir, nema sá síðasti, enda var þá komin hreyfing á og ekkert vit í öðru en leita eftir því, hvort samkomulag næðist á þeim grundvelli eða ekki. Milli funda fengu menn sæmilega góða hvíld og matmálstímar voru tiltölulega langir, svo að menn gátu lagt sig og slapp að af. Má segja, að nú hafi verið horfið að skynsamlegra ráði á sáttafundum en oft áður. Lengsti sáttafundur, sem ég hefi setið, var í farmannadeil- unni 1956, en sá fundur stóð samfleytt í 73 klst. - eða frá því klukkan 21 á miðvikudags- kvöldi til klukkan 22 á laugar dagskvöldi, en þá voru sam- ingar undirritaðir. — Telur þú, að verkalýðs- hreyfingin sé ánægð með árang urinn af þessu verkfalli? — Sennilega hefur verka- lýðshreyfingin ekki verið til- búin um þessa lausn, þegar verkfallið hófst, en sennilega má óhætt að fullyrða, að tjón ið af því vinnutapi, sem orðið hefur vegna verkfallsins fyrir atvinnuvegina og þjóðina sem heild, nemi miklu meira en nemur þeirri kauphækkun, sem náðist. varpið og nefndi það „Fræðsla um kynferðismál". Það er von útvarpsins, að er 'indi þessi vekji athygii allra þeirra, sem vilja fá fræðsiu beztu sérfræðinga um kynferðis- mál. OFURLlTIÐ MINNiSBLAO frá frá frá i#átskrifaðar hfúkruita.rkonur Eftirtaldir nemendur voru ný lega brautsknáðir frá Hjúkrun- arskóla íslands: Edda Kristín Hjaltested frá Reykjavík. Eygló Ágústa Geirdal Gísla- dóttir frá Reykjavík. Gréta Mörk frá Akureyri. Guðbjörg Ágústsdóttir frá Reykjavík. Guðrún Sigursteinsdóttir frá Reykjavík. Hansína Þórarinsdótlir Akranesi. Hólmfríður Jónsdóttir Kópaskeri. Hrefna María Proppé Reykjavík. Hugrún Engilbertsdóttir frá Akranesi. Ingibjörg Pálsdóttir frá Rvík. Ingibjörg Sigurðardóttir frá Reykjavík. Kolbrún Ágústsdóttir frá Reykjavík. Kristín Árnadóttir frá Hafn- arfirði. Kristín Björnsdóttir frá Rvík. María Katrín Helgadóttir frá Reykjavík. Sigþrúður Ingimundardóttir frá Patreksfirði. Sigþrúður Dúfa Ólafsdóttir frá Skarfsstöðum, Dalasýslu. ^Sjöfn Herimannsdóttir frá Norður-Hvammi, Mýrdal. ieykja eykja ★ Vestfirðingafélagið í Reykjavík og nágrenni. Vestfirðingamótið verður á Hótel Borg laugardaginn 23. marz og hefst með borðhaldi kl. 7. Aðgöngumiðar afgreidd ir í Bókabúð Sigfúsar Eimundssonar og á skrifstofu Hótel Borg allan daginn í dag og á morgun, upplýsingar í sím- um 33961, 40429, 15528,15413. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. ic Langholtssöfnuður. Föstumessa, hiblíulestur í kvöld kl. 8.30. Séra Árelíus Níelsson. ic Hallgrímskirkja. Föstumessa í kvöld kl. 8.30. Séra Ragn ar Fjalar Lárusson. Kvenréttindafélag íslands heldur fund að HallveigasWiðum í kvöld 20. marz kl. 8.30. Guðjón Hansen Trygg ingafræðingur flytur erindi um trygg ingamál. ic Neskirkja. Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 8.30. Séra Frank M. Halldórsson. ★ Dómkirkjan. Föstumessa í kvöld kl. 8.30. Séra Óskar J. Þorláksson. ★ Laugarneskirkja. Föstumessa í kvöld kl. 8.30. Séra Garð- ar Svaarsson. Fritmhalð af 1. síSa. þeirra hafi verið frædd um kyn- ferðicmál í skólum. Þetta viðhorf Námsstyrkur frá Finnlandi Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til náms eða rannsóknarstarfa í Finn- landi námsárið 1968—’69. Um- sækjendur þurfa helzt að hafa lokið fullnaðarprófi frá háskóla eða a.m.k. að vera komnir langt áleiðis í háskólanámi. Styrkur- inn er veittur til átta mánaða dvalar, en til greina kemur að skipta honum milli tveggja eða jafnvel fjögurra umsækjenda, ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er 700 mörk á mánuði fyrir kandi data, en 550 mörk fyrir þá, er eigi hafa lokið háskólaprófi. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamiálaráðu neytisins, Stjórnarráðshúsinu er að breytast, og viðurkennt er, að þekking á kynferðismálum og j ££ aprií þá einkum sambuð kynjanna er n k sérg(ök ,umsóknareyðublöð hagnýtt veganesti fyrir ungRnga fást f ráguneytinu. Umsókn fylgi á kynþroskaaldri. staðfest afrit prófskírteina, með Læknarnir Pétur H. J. Jak- j mæli tveggja kennara og vott- obsson og dr. Gunnlaugur Snæ- j org um ,kunnáttu í finnsku, dal hafa báðir mikla þekkingn gggnsku, ensku eða þýzku. á þessnm málum, bæði fræðilega og hagnýta úr starfS sínu hér, Það er því mikill fengur fyrir útvarpið að hafa fengið þá til þess að flytja erindi um þessi efnl. Þa« er reyndar mörg ár síðan útvarpið hóf aff kynna hlustend "m sínnm álit lækna á þessnm máliím, bví 1. maí 1934 flutti dr. Onnnlanrnr Claessen erjndi í nt Vakin skal athygli á, aS finnsk stjórnvöld bjóða auk þess fram eftirgreinda styrki, sem mönn- um af öllum þjóðernum er heim- ilt að sækja um. 1. Fimm átta mánaða styrki til náms í finnskri tungu eða öðrum fræðum, er varða finnska menningu. 2. Tvo eins mánaðar styrki handa vís- indamönnum, sem lokið hafa doktorsprófi. « “ M f’ IV", ’i' ” VANUR VÉLSETJARIÓSKAST PRENTSMIÐJA ALÞÝÐUBLAÐSINS kaupum hreinar lérefts- tuskur Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, Bragagötu 16, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 21. marz kl. 13.30. Guffjón Jónsson Kristín Þ. Guðjónsdóttir, Guðjón Gnðjónsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Adóif Guðjónsson. Innilegustu þakkir vottum við læknafélagi Akureyrar, Odd- fellow-bræðrum og öllum þeim hinum mörgu nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og útför eigin- manns míns, og föður okkar PÉTURS STEFÁNS JÓNSSONAR, læknis. Ásta Jónsson, Camilla Pétursdóttir, Gissur Pétursson, Kolbeinn Pétursson, Sighvatur Pétursson, Snorri Pétursson, Pétnr Stefán Pétursson. 20. marz 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.