Alþýðublaðið - 20.03.1968, Side 16
1%
Nú er að rísa norrænt hús,
um nízku er enginn vændur,
og íslendingar eru dús
við elskulega írændur.
Þar á að laufgast list og mennt
með lýðum innan veggja,
en íslendingar 1%
í andlegheitin leggja.
Við þvílík kosta skuldaskil
ég skil að mörgum létti,
hinsvegar leggur landinn til
lyktina frá Kletti.
„Ungfrú klukka“ hljóp lítillega
á sig í rafmagnsleysinu í gær.
Skeikaði henni um hálftima Á
VERRI VEGINN seinnipartinn í
gær.
BLAÐIÐ. , .
Nú virðist ekki vera nema
tvennt til með Bessastaði. Annað
hvort verða þeir fluttir á Þjóð
minjasafnið eða Kaupmanna-
höfn verður flutt þángað. . .
Og auðvitað þurftu þeir að fara
að semja þegar átti að fara að
gefa frí í skólanum út af skítn-
um, maður. . .
er flutt frá Frakkastíg 14, að
NJÁLSGÖTU 112
Seljum eins og áður smurt brauð:
Heilar sneiðar
Hálfar sneiðar.
Kaffi-snittur.
Canapi.
Cocktail-pinna.
Brauðtertur.
Ei-nnig:
Kaffi
Te
Mjólk
Ö1
Gosdrykki.
Vor daglegi BAK-stur
Reglusemi áskilin
Lítil, hugguleg, ný málu'ð þriggja herbergja íbúð er til
leigu frá næstu áramótum að telja fyrir ungan og reglusam-
an mann. Æskilegt að maðurinn geri sér far um að lesa með
unglingum á skólaskyldualdri undir próf. Einhver fyrirfram-
greiðsla, en ekki neitt voðalega há. Tilboð sendist blaðinu
sem fyrst og greini tilboðið frá aldri og útliti væntanlegs leigu
taka (t.d. væri gott ef ljósmynd c.a. 15x20 cm. fylgöi), ásamt
upplýsingum um núverandi og fyrri störf og sakavottorði,
merkt „tempraða beltið 77977138“.
Auglýsingar í svipuðum dúr prýða svo til daglega síður
dagblaðanna. Fólk sem les blöðin staldrar sjaldnast við slíkar
auglýsingar, nema þá að það sé í leit að þaki yfir kollinn.
Þó fór sú spurning að leita á mig um daginn þegar ég rakst
á eina slíka auglýsingu, hvað fólk raunverulega ætti við með
orðinu „reglusamur" sem er eitt algengasta orðið í þessum
auglýsingum.
Nú liggur það Ijóst fyrir, að reglusemin getur komið fram
á harla fjölbreytilegan hátt. Hugsum okkur mann sem einungis
drekkur á kvöldin eftir kl. 18,15 til dæmis. Hann bregður
aldrei út af þessu, og á slaginu korteryfirsex skellir hann í
sig fullri fiösku af Ákavíti. Má ekki segja að þessi maður sé
reglusamur. Allt að einu hefur hann reglu á óreglunni. Hann
drekkur aldrei annað en íslenzkt Ákavíti og hefur reglu á
hlutunum í þeim málum einnig.
Eða á fólk kannski við mann sem hleypur ávallt 20 hringi
kringum húsið kl. 21,25, daglega með ópum og óhljóðum f
hvernig veðri sem er og öskrar alltaf ákveðinn öskrafjölda í
hverri ferð. Eða kannski mann eins og kunningja minn, sem
hefur það fyrir fasta reglu að stúta 31 gosdi-ykkjaflösku á
tímabilinu 19,30 til 20,30, daglega. Þegar ég spurði hann hvers
vegna hann stútaði alltaf nákvæmlega 31 flösku svaraði hann:
,,Nú maður verður að hafa einhverja reglu á hlutunum".
Eitt sinn auglýsti frænka mín herberíý til leigu fyrir reglu
saman eldri mann. Skömmu seinna barði snyrtilegur gama'.l
maður að dyrum. Eftir að hafa gengið með manninum um
herbergið spurði frænka mín hann hvort hann væri reglu-
samur. Sá gamli hélt það nú og dró úr pússi sínu 43 bréf og
passa sem sýndu á velorðaðan hátt og með kvittun fyrir
ársgreiðslunni að hann væri meðlimur í 43 reglum vítt og
breitt um landsbyggðina, þar með talin frímúrarareglan,
oddfellóreglan, góðtemplarareglan og lögreglan.
— Gúdd grisjus, sagði frænka mín, en hún var nefnilega
einu sinni trúlofuð enskum liðþjálfa, ég meinti auövita hvurt
þú hefðir reglu á hlutunum. Já, það, sagði sá gamli hvort ég
hafi. Ég vil að þú færir mér spælt egg og djús í rúmið á
hverjum morgni kl. 8,06 og hafir tilbúitf rakvatn á klósettinu
kl, 8,21. Að öðru leyti vil ég að þú hafir hljótt um þig og ó-
náðir mig ekki, nema þegar þú afhendir mér 37% af elli-
styrknum þínum en það máttu ekki gera síðar en 3 klst. eftir
að þú hefur tekið við honum. Frænka, öldruð manneskja varð
náttúrulega ómöguleg manneskja eftir þennan lestur og bað
herrann vinsamlegast að koma sér út hið skjótasta. Það gerði
hann en rak á leiðinni hnefann gegnum rúðuna í millihurðinni.
Sjáðu, sagði hann, ég hef það fyrir reglu að brjóta eina slíka
rúðu á dag. HÁKARL.
REYNIÐ SÍLDINA OKKAR.
Um 4-6 tegundir að velja daglega.
BRAUÐBORG
Njálsgötu 112.
Símar:
18680 - 16513.