Alþýðublaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 5
I Gautaborg, 17. marz 1968. Virðulegi skerfirðingur. Þú segir nokkuð. Ekki var það ætlun mín að ráðast ómak- lega á dómsmálaráðherra. Hins vegar voru upplýsingar mínar þvi miður ekki gléggri en svo að ég vissi einungis, að Jóhann Hafstein liefði mælt fyrir áður nefndu frumvarpi til breytinga á kosningalögunum. Mér þykja þau tíðindi miklu hörmulegri er þú flytur, að þrír stjórnmála- flokkar standi að slíkri skerð- ingu á lýðræði í landinu. Vera má að nauðsynlegt megi telja að stemma stigu fyrir, að fleiri en einn aðili bjóði fram í nafni sömu stjórnmálasamtaka. Ríkis stjórnin ber sennilega hag Magn úsar Kjartanssonar fyrir brjósti í þessu máli og vill koma í veg fyrir að Hannibal haldi áfram að hrella hann og aðra. Samúð mín er Hannibals megin í þessu máli sem fleiri, þó að ég haíi nokkrar taugar til Magnúsar Kjartanssonar, einkum eftir að herra biskup lútersku kirkjunn ar á íslandi lýsti því yfir á opin berum vettvangi, að sálarlífi okkar svipaði saman. En það er önnur saga. Hitt er mér ógeðfelldara en orð fá lýst ef Alþingi ætlar að samþykkja það sem lög að fá- menn klika atvinnustjórnmála- manna nái algeru kverkataki á íslenzku þjóðinni. Það er raun- verulega þetta er felst í ákvæð inu um aö flokksstjórnin verði að samþykkja framboð allra kjör dæma til að þau öðlist gildi. Nái þetta frumvarp fram að ganga verður ekki annað séð en íslenzku lýðræði stafi bráð hætta af hinni nýju stétt at- vinhustjómmálamanna. Kannski „niðjamálaráðuneytið” sé þá ekki langt undan í íslenzkum stjórnmálum, þótt ég hafi að vísu notað það sem tákn fyrir misbeitingu valds, sem ekki ber að taka í bókstaflegri merkingu. En ef ungir sjálfstæðismenn ganga fram fyrir skjöldu til varn ar lýðræði í baráttu gegn sívax andi flokksræði, þá tek ég ofan fyrir þeim og óska þeim til hamingju með lýðræðislegan stjórnmálaþroska. Hvað hafa flokksbræður okkar, ungir jafn aðarmenn, til málsins að leggja? ÞAÐ er eins og talað út úr mínu eigin hjarta þegar þú segir að lakast sé, „að kjósendum gefst hér ekki kostur þess að velja milli frambjóðenda eftir að þeim hefur verið raðað á flokkslista.” í þessu efni mætti auka lýðræðið verulega frá því sem nú er. Á framboðslista ætti að raða mönnum samkvæmt stafrófsröð. Atkvæði kjósandans fellur vitaskuld flokknum í hlut en meira en það. Kjósandinn fær einnig ráðið- röðinni með því að setja sjálfur tölustafi framan við nöfn frambjóðenda. Þá fengist endanlega úr því skor ið hvort fylgi flokksforingjanna meðal fólksins í landinu er slíkt að það réttlæti það vald sem þeim er lagt í hendur. Og þá fengi þjóðin raunverulega þá leiðtoga er hún sjálf vill. Hér er komið fram baráttumál er allir lýðræðissinnar ættu að sameinast um, ekki hvað sízt unga fólkið í landinu. ANNAÐ atriði sýnir vel við leitni íslenzkra stjórnmála- manna til að takmarka völdin við sem allra fæsta einstak- linga. Sömu menn skipa stjórn flokkanna, þingsæti, ráðherra- embætti, auk fjölda nefnda. Þetta leiðir að vísu til allt að því alræðis, en kemur hart nið- ur á afköstum, auk þess sem fjöldi ágætra starfskrafta ligg ur ónotaður. Ég hygg að ís- lenzk stjómmál myndu græða á breyttu fyrirkomulagi á þess um sviðum. Ég veit ég þarf ekki að útlista þetta fyrir þér, enda hefur það oft borið á góma hjá okkur í Alþýðuflokkn um, að einhver hinna þriggja í stjórn flokksins, t.a.m. ritari ætti ekki sæti á þingi, heldur helgaði sig eingöngu flokks starfinu, auk framkvæmdastjóra flokksins. Þetta er algengt á hinum Norðurlöndunum. Auk þess' er mikill fjöldi ráðherra í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi utanþingsmenn, og þykir sjálfsagt. Hið nýjasta í þessu og kannski hið djarfasta kemur fram hjá flokksbræðr- um okkar í Finnlandi er þeir komu sér nýlega saman um að velja að forsætisráðherraefni mann sem ekki á sæti á þingi, Manno Koivisto bankastjóra. Þetta er íslenzkum stjórnmála- mönnum að sjálfsögðu vel kunn ugt, þótt þeir einblíni jafnan á raðir þingflokkanna þegar til kemur að velja nýja ráðherra. Því miður. MÉR hefur borizt til eyrna að fulltrúar íslands hjá Evrópu ráðinu hafi setið hjá þegar greitt var atkvæði um tillögu þess efnis að útiloka beri Grikk land frá ráðinu, ef ekki verði aftur komin á lýðræðisstjórn þar í landi innan árs. Ekki er þessi afstaða ríkisstjórnarinn- ar stórmannleg. Ber að skilja þetta svo sem ríkisstjórnin hafi lýst yfir þegjandi samþykki við valdaráni herforingjaklíkunnar í Aþenu, þótt vitað sé að hún hafi engan stuðning þjóðarinnar heldur drottni í skjóli vopnaðs valds? Eða veldur þessu að Grikkland er meðlimur í Nató eins og ísland og þess vegna megi ekki snúast gegn ríkis- stjórninni þar, hvers eðlis sem hún er? Andreas Papandreou er um þessar mundir í Svíþjóð og hafa birzt viðtöl við hann bæði í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Þar lýsti hann sömu skoðun á Nató sem komið hefur fram í þessu bréfi okkar, að Nató hafi verið stofnað til verndar lýð- ræði í Vesturevrópu, en „engu að síður,” segir hann, „halda Bandaríkjamenn áfram að senda vopn'til Grikklands í hendur her foringjaklíkunnar.” Ef Nató er eitthvað annað er einkafyrir- tæki Bandarikjamanna, þá er Grikkland óhugsandi aðili þeirra samtaka, sem og Portugal' og ,ís- land ætti umsvifalaust að krefj ast þess að Grikkl. og Portugal verði vísað úr samtökunum, að minnsta kosti þegar núverandi samningur rennur út á næsla ári, ella hverfa sjálft á brott úr Nato. Og þessi skoðun ætti að koma fram nú þegar, PAPANDREOU lýsti því yfir hér í Stokkhólmi að flokkur sinn væri sósíaldemokratískur flokkur og hann kvaðst hafa tek ið að sér forystu 1 baráttunni gegn herforingjaklíkunni í Grikklandi. Sænska ríkisstjórnin hefur lýst yfir að hún muni aldrei viðurkenna herforingja- stjórnina í Grikklandi, gefi Pap andreou heimild til að stjórna andspymuhreyfingu sinni héðan úr Svíþjóð og boðið honum em- bætti gistiprófessors í hagfræði við Stokkhólmsháskóla. Auk þess hefur Tage Erlander lýst því yfir að jafnaðarmannaflokk- urinn sænski muni styðja and spyrnuhreyfinguna með fjár- framlögum. Þetta er ótvíræð stefnuyfirlýsing og ber vott um djörfung og undanbragðalausa tryggð við hugsjónir lýðræðis- jafnaðarmanna. Utanrikisráð- herra íslands er einnig jafnað- armaður og við alþýðuflokks- menn eigum hlut að samsteypu- stjórn ásamt flokki sem einnig kennir sig við hugsjónir lýð- ræðisins. Hver er stefna ríkis- stjórnarinnar í þessu örlagaríka máli? Ætlar hún að horfa þegj- andi á þessi átök milli lýðræðis- og einræðisafla í vinaríki okk- ar? Hér er sannarlega tækifæri til að láta til sín taka. Ég skora á íslenzka jafnaðarmenn að sýna einurð og stefnufestu í þessari baráttu fyrir lýðræði í Evrópu. Gæfan fylgi þér, þinn Njörður. Járniðnaðar- Wmmm rnenn Járn, stál og annað efni til járniðnaðar leit- umst við ávallt við að hafa fyrirliggjandi í birgðastc^S okkar. — Sparið fjárfestingar í efniskaupum, — — Notið þjónustu innlendrar birgðastöðvar — VÖRUBÍLSTJÓRAFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR Framhaldsaðalfundur Vörubílstjórafélagsins Þróttar verður haldinn í húsi félagsins fimmtudaginn 25. þ.m. kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Önrnir mál. STJÓRNIN, Smíðum alls konar innréttingar gerum föst verðtilboð, góð vinna. góðir skilmálar. Trésmíðaverkstæði Þorv. Björnssonar. Símar 21018 og 35148. EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Burstafell byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3, Sími 38840. Frá Gluggaþjónustunni Tvöíalt einangrunargler, allar þykktlr af rúðugleri, sjáum um ísetningar, leggjum mósaik og flísar og margt fl6ÍI*H GLUGGAIÞiÓNUSTAN, i'úní 27 sími 12880. 14900 AUGLÝSINGASLMI ALÞÝÐUBLAÐSINS Lcsíð Alþýðubiaðið 20. marz 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.