Alþýðublaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 6
MINNINGARORÐ: TARFELIIRITHÖFUNDUR EINN af svipmestu mönnum ipessa lands, Grétar Fells rit- höfundur, er hniginn í valinn rúmlega sjötíu og eins árs að aldri, og var útför hans gerð 14 þm. frá Fríkirkjunni. Yið fráfall hans er orðinn mik- ill sjónarsviptir og autt skarð eftir sem seint mun verða fyllt. Hann var sakir göfug- mennsku og vitsmuna flestum ínönnuim vinsælli, átti óskipta virðingu allra sem þekktu hann, enda sannur fyrirmaður og einstakt ljúfmenni í allri framgöngu. Gretar Fells fæddist 30. des. 1896 í Guttormshaga í Holtum, sonur hjónanna sr. Ófeigs Vig fúss. og Ólafíu Ólafsd. Sr. Ö- feigur var þá prestur í Gutt- ormshaga, en fékk Landpresta kall árið 1900 og sat á Fells- múla. Þar ólst Gretar upp á- samt bróður sínum Eagnari en þeLr voru tvíburar, Gretar fyrr fæddur. Séra Ófeigur kenndi sonum sínum heima til stú- dentsprófs, og tóku þeir það 1917. Ári seinna tóku þeir próf í forspjallsvísindum og sigldu síðan til náms við háskólann í Kaupmannahöfn og lögðu stund á samanburðartrúfræði og trúarheimspeki. Eftir heim- komuna settist Gretar svo í lagadeild og lauk kandídats- prófi í lögfræði 1924. Aldrei stundaði hann lögfræðistörf, heldur vann fyrir sér með kennslu og ritstörfum um sinn, en gerðist ritari landlæknis 1929. Vann hann þar síðan í ttneira en 30 ár. En starfið á landlæknisskrif stofunni var bara brauðstarf. Hann var mikill hugsjónamað ur sem trúði á málstað hins góða og vildi gera heiminn betri. Hann var þannig gerður að honum var eiginlegt að vinna fremur fyrir heildina en sjálfan sig, mundi alla tíð betur eftir öðrum en sjáJfum sér. Það sem einkenndi manninn mest var skáldhneigð og rík þörf til að grafast fyrir um gátur tilverunnar á þann hátt, að hverjum og einum mætti að gagni verða. Ungur hneigð- ist hann að sjónarmiðum guð- spekinnar, sem felur í sér við oirkenningu á bræðralagi allra manna og viðleitni til sífellt endurnýjaðrar leitar að dýpri sannindum um manninn og til veru hans. Hann gerðst guð- spekifélagi 1921 og helgaði eft ir það þeirri hreyfngu krafta sína af þeirri atorku og óeigingirni sem einstök verð- ur að teljast hér á landi og sjaldgæf í öllum heiminum. Gretar var forseti íslands- deildar Guðspekifélagsins í 21 ár og ritstj. tímaritsins Gáng- lera, sem deildin gefur út, í 30 ár, og hann hefur flutt fleiri fyrirlestra á fundum og í námshópum en nokkur annar maður hérlendis. Hann var fæddur fræðari og hafði miklu að miðla af brunni vizku sinn- ar og þekkingar, einstaklega frjór í hugsun og hafði furðu- legt lag á að koma djúpri mein ingu til skila á fagran og auð- veldan hátt. Og starf hans fyrir Guðspeki félagið á íslandi hlaut að vekja athygli erlendis. Þannig var Gretar miklu víðar þekkt ur en hann hafði nokkra hug- mynd um sjálfur. Get ég vel um það borið því meira að segja austur í Benares á Ind- landi og vestur í Los Angeles í Bandaríkjunum hef ég veriS spurður um Gretar af mönnum er haft höfðu spurnir af ein- stöku starfi hans fyrir málstað Guðspekifélagsins. Og Gretar Fells var líka stór virkur rithöfundur. Eftir hann liggja átta fyrirlestrasöfn, nokkrar Ijóðabækur og auk þess mikið af ljóðrænum hug- leiðingum um andleg efni, hinn hollasti og ljúfasti lestur, fyrir utan smárit og bæklinga. Gretar verður þeim sem kynntust honum vel, flestum mönnum minnisstæðari. Sjálf- ur átti ég þess kost að eiga hann að nánasta vini í hart- nær þrjá áratugi. Ég tel það mikla gæfu. Það var mikill lær dómur í því fólginn að kynn- ast Gretari. Því er ástæðulaust að leyna að hann hafði þá upplifun sem stundum er kölluð mystísk reynsla. Sú reynsla er handan við öll orð og hugsanir, en þó má gjarnan skýra hana svo sem hún feli helzt í sér það að finna sig eitt með öllu sem lifir — „Þá er ég bara mann- leg sál sem finnur fögnuð sinn og hamingju í því einu að vera til" komst hann sjálfur að orði um þetta fyrir hálfum fjórða tug ára. Þessi reynsla var megin- uppspretta vizku hans og heilla. Og hennar vegna vann hann ekki fyrir sjálfan sig, heldur fyrir heildina. Gretar hafði ákaflega jafn- vægða skapgerð. Þeir sem þekktu hann bezt áttu erfið- ast með að segja hvar hann var sterkastur og hvar veik- astur. Líklega er einmitt slíkt jafnvægi skapgerðar- innar mesti gæfuvegurinn og eiginleg gróðrarskilyrði fyr- ir lífshyggindi og næmt aðal- atriðaskyn. Og það var held- ur ekki margt sem gat komið Gretari úr jafnvægi. Ég hef aldrei í öll þau ár sem ég hef þekkt hann séð hann skipta skapi. Hann tók öllu, með brosi, og ég þekki engan sem gat hlegið hjartanlegar en. hann, ef svo bar undir. Ekki tök hann heldur sjálfan sig of alvarlega, kallaði sig stundum galgopa, . kvaðst vera á skemmtigöngu gegnum lífið og vildi laða fólk til að gefa sér tíma til að veita öllu athygli sem fagurt er, ljúft og skemmtilegt. Það lætur að líkum um mann sem þannig lítur á tilveruna og finnur svo auðveldlega sam- eiginleika alls sem lifir að fólk dregst að honum eins og svarf að segli. Flest erum við þann ig að okkur þyrstir í að okkur sé gefið svo lífið verði Ijúfara og innihaldsríkara- En Gretar var einn þeirra manna 'sem þráði að gefa og hafði stórmik ið að gefa. Hann sótti auðvitað mikið alls konar fundi einkum á veg um Guðspekifélagsins, en þar að auki var hann sífelldlega boðinn til fólks svo það fengi að tala við hann, eða það safn aðist saman á heimili hans. Það stóð öllum opið, og hann hafði tíma fyrir alla. Gretar var mesti snillingur sem éa bekki í því að vera vinur, vitur vinur. Einsetumað ur einn sem ég þekki austur í Himalaia bauð mér einu sinni að ég skyldi fá að sit.ia hiá sér og þegja nieð sér í nokkra klukkutíma. Mér þótti Gretar Fells. ) þetta merkilegt boð. En ég veit hversu mikils virði var að sitja inni hjá Gretari þó að ekkert væri sagt. Návist hans ein var mögnuð, eins og hann þyrfti ekki endilega orð til að gera mennina í kringum sig betri. Samt verður að segja að hann var snillingur að tala. Hann gat gert flókna hluti ein falda og veitt mönnum sýn á bak við orð og hugtök. Þetta kom fram £ fyrirlestrahaldi hans og skáldskap og líka í samtölum. Það var því eðii- legt að fólk leitaði til hans unnvörpum að fá ráð hans í ýmsum vanda, fá leyfi til að segja honum hvað því fyndist að. Og þeir eru ófáir sem farið hafa frá Gretari Fells með bjartara fyrir augum en þeir komu. Lítil atvik segja stundum mikla sögu. Svo bar við fyrir nokkrum árum á sjálfa jólanóttina að hringt var í síma Gretars. Var í símanum ung stúlka sem hann þekkti ekki. Hún var al- gerlega örvilnuð og datt iafn- vel í hug að stytta sér aldur, en áður en hún gerði nokkuð í þá átt hafði hún tekið sim- ann og valið númer af handa- hófi án þess að hafa ljósa vit- und um hvað hún væri að gera. Gretar talaði við þessa ókunnu stúlku um stund, og er skemmst frá að segja að með viturlegum orðum sínum gat hánn sefað harm hennar og sent henni ljósgeisla gegnum myrkrið. Kvaðst hún mundu athuga sín mál frá alveg nýju sjónarmiði eftir tal sitt við hann. Gretar var mikill hamingju maður með störf sín og áhuga mál, allt lánaðist sem hann snerti við, enda var hann alls- staðar boðberi friðar og sam- ræmis. En hann stóð heldur ekki einn. Hann kvæntist tvisvar. Fyrri kona hans var Þuríður Kól- beinsdóttir Fells. Hún var mikil merkiskona. Hana missti hann . 1943. Rúmu ári seinna kvæntist hann öðru sinni, Svövu Stefánsdóttur Fells, og lifir hún mann sinn. Hefur Svava gert málstað manns síns að sínum með þeim hætti sem alveg er einstæður. Hún hefur vakað yfir hveriu hans spori, gætt hans og hjálpað honum, verið í sem allra fæslum orð- um sagt honum sem engill af guði sendur og bjarlasti sól- skinsbletturinn á lífsbraut hans. Og nú er Gretar horfinn af sjónajsviðinu. En mynd hans er skýrt grópuð í vitund þeirra sem þekktu hann. Góðra vina skal með gleði minnast, og hinna beztu með mestum fögnuði. Sig-valdi Hjálmarsson. 0 20. marz 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.