Alþýðublaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 14
50 skemmtikraftar í Austurbæjarbíói á fimmtudag: ÁGOÐINN RENNUR TIL VESTFJARÐASÖFNUNAR N.k. fimmtudag efna 50 skemmtikraftar til miðnætur. skemmtunar í Austurbæjarbíói til ágóða fyrir Vestfjarðasöfnun ina, sem sett var á lagg-irnar eftir sjóslysin, er vélbátarnir Heiðrún frá Bolungavík og Trausti frá Súðavik fórust með allrí áhöfn í vetur, Jón Gunnlaugsson, frakvæmda arstjórl 50 skemmtikrafta, og Sigríður Valdimarsdóttir, for- maður Vestfjarðasöfnunarinnar boðuðu fréttamenn á sinn fund í gær í tilefni þessa. Þelta mun ekki í fyrsta skipti, sem 50 skemmtikraftar efna til skemmt nnar til ágóða fyrir mannúðar málefni og má geta þess að fyrir um það bil þremur árum héldu þeir skemmtun til ágóða fyrlr Madagasgarsöfnunina. Ýmis fyrirtæki hafa skotið sam an fé vegna Vestfjarðasöfnunar innar, en ekki mun enn kunnugt, hve mikið hefur safnazt alls, en geta má þess að Vestfirðingafé- lagið á Akranesi hefur safnað um 180 þúsund krónum. Vest- firðingar hafa orðið hart leiknir af sjóslysum og er þetta þriðja árið í röð, sem þeir bíða mik. inn mannskaða vegna sjóslysa. — Á skemmtun þeirri, sem fram fer í Austurbæjarbíói nk. fimmtu dagskvöld kl. 11,15 gætir ýmissa grasa og koma þar fram skemmti kraftar fyrir alla aldursflokka, má nefna Ómar Ragnarsson, Magnús Jónsson, óperusöngvara og Sigurveigu Hjaltested, söng- konu, Árna Tryggvason, leikara, Karl Einarsson, Alla Rúts, Roof Tops, Erni o. fl„ en á milli atriða mun Jón Gunnlaugsson koma fram. Allir þeir aðilar, sem hlut- deild eiga að skemmtuninni, leggja fram vinnu og húsnæði endurgjaldslaust. — Þess má að lokum geta, að dagblöðin taka á móti fjárframlögum til söfnun arinnar. FJOLSKYLDU H APPDRÆTTIÐ Dregið var í Fjölskylduhapp- drætti SUJ hinn 15. marz sl. um marga eigulega vinninga. Ekki verður þó hægt að birta vinn- ingsnúmerin fyrr en eftir nokkra daga, þar sem uppgjör hefur ©kki borizt frá öllum aðilum. Verða númerin birt í Alþýðu- blaðinu. Þeir sem eiga óuppgerða miða eru vinsamlega beðnir að senda greiðslu strax til Sambands ungra jafnaðarmanna, Alþýðu- húsinu.eða í pósthólf 764, Revkja vík. Auglýsing um framboð og kjör forseta íslands. Kjör forseta íslands skal f'ara fram sunnudag inn 30. júní 1968. Framboðum til forsetakjörs skal skilað í hendur dómsmálaráðuneytinu, ásamt sam- þykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmæl- enda og vottorðum yfirkjörstjórnar, um að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en fimm vik- um fyrir kjördag. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000, er skipt- ist þannig eftir landsfjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi (V-Skaftafells- sýslu, Borgarfjarðarsýslu að báðum meðtöld um) séu minnst 1040 meðmælendur, en mest 2085. Úr Vestfirðingafjórðungi (Mýrasýslu - Stranda sýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 130 meðmælendur, en mest 265. Úr Norðlendingafjórðungi (V.-Húnavatns- sýslu — S.-Þingeyjarsýslu, að báðum með- töldum) séu minnst 230 meðmælendur, en mest 455. Úr Austfirðingafjórðungi (N.-Þingeyjar- sýslu — S.-Þingeyjasýslu, að báðum með- töldum) séu minnst 100 meðmælendur, en mest 195. Þetta auglýsist hér með samkvæmt lögum nr. 36/1945, sbr, lög nr. 39/1963, um framboð og kjör forseta íslands. Forsætisráðuneytið, 29. febrúar 1968. BJARNI BENEDIKTSSON (sign) BIRGIR THORLACIUS (sign) Bretar mega enn herða sultarólina Brczka ríkísstjórnin hefur nú Iagt fram róttækasta fjárlaga- frumvarp sitt frá stríSsIokum. Hefur það lilotið misjafnar mót tökur, en þó er hald margra að það sé eina raunhæfa Iausnin á efnahagsörðugleikum Bretlands. Helztu atriði frumvarpsins eru þessi: Laun mega ekki hækka nema um 3,5% næstu 18 mán- uði og áskilur ríkisstjórnin sér rétt til að fyrirskipa launa- og kaupgjaldsbindingu í eitt ár ger ist þess þörf. Auknir skattar koma á tóbaksvörur, áfengi, bif reiðar og heimilisvörur. Þá hækka skattar á atvinnurekendur fyrir hvern vinnukraft, aukaskatt ur lagður á fjárfestingar í eitt ár, skattur af veðreiðum auk- inn og að jafnvel verði komið á ríkishappdrætti, fjölfkyldubætur verða auknar. Áætlað er að þessar ráðstaf- anir færi ríkiskassanum 923 millj ónir punda en menn höfðu í hæsta lagi reiknað með að fjár- lagafrumvarpið færði ríkiskassan um 500 milljónir punda og mun Nýir lektorar Helgi Guðmundsson, cand mag., hefur verið skipaður lekt or í málfræði og Óskar Halldórs son, cand. mag., lektor í bók- mennlum í heimspekideild Há- skóla íslands um fimm ára skeiö frá 1. febrúar 1968 að telja. þjóðarneyzla Breta mlnnka um 2 % á fjárlagaárinu. Jenkins, fjár málaráðherra Breta, hefur látið uppi að þessa aðgerðir séu eina raunhæfa lausnin á efnahagserfið leikum Beta og verði menn því að herða sultarólina. Umhoðsmanna- skipti í Skotlandi í fréttatilkynningu frá Eim-. skipafélagi íslands segir að skipt hafi verið um umbðsmann í Leith, Skotlandi. Núverandi um boðsmenn verða Currie Line Limited, en þess ber að geta að fyrrverandi umboðsmenn munu starfa hjá þessu nýja fyr- irtæki, , Staðan í 7. d. StaÖan í 1. deild í handknatt leik eftir leikina á mánndag er nú þessi: Fram 7 5 1 1 150:128 11 Haukar 8 5 0 3 182:167 10 FH 7 3 2 2 146:136 8 Valur 8 4 0 4 154:148 8 KR 7 3 0 4 133:147 6 Víkingur 7 0 1 6 119:158 1 NÆSTU LEIKIR: 24. marz leika Fram-Víking- Ur og FH-KR, lO.apríl leika Haukar gegn Víking og Fram gegn KR. 18. apríl leika FH.Valur og Haukar-KR og loks 21. apríl Víkingur-Valur og Fram-FH. SERVÍETTU- PRENTUN SÍM£ 32-101. 1,4 20. marz 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ FASTEIGNIR FASTEIGNAVAL Skólavörðustíg 3A. — n. fomV; Símar 22911 og 19255. HÖFUM ávalit tll sölu úrval af 2ja-6 herb, Ibúðum, einbýllshús- um og raöhúsum, fullgerðum og í smíðum 1 Reykjavík, Kópa- vogi, Seltjarnamesi, GarCahreppl og víðar. Vinsamlegast hafið sam band vtð skrlfstofu vora, ef þér ætllð að kaupa eða selja fasteign ir J Ó N ARASON hdl. Til sölu Höfum ávallt til sölu úr- val íbúða aí flestum stærðum og gerðum, ýmist fullbúnum eða f smíðum. FASTEIGNA SKRIFSTOFAN AUSTURSTRÆTI 17. 4. HÆ0. SiML 17466 Höfum jafnan til sölu fiskiskip af flestum stærðum. Upplýsingar í síma 18105 og 4 skrifstofunnl, Hafnarstræti 19. FASTEIGNAVIÐSKI PT I : BJORGVIN JONSSON BÍLAKAUP 15812 - 23900 Höfum kaupendur að flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum bifreiðum. Vinsamlega látið skrá bifreið- ina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 við Rauðará, Símar 15812 og 23900. Auglýsið í Alþýðublaðinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.