Alþýðublaðið - 30.04.1968, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 30.04.1968, Qupperneq 3
Þrír ættliðir samankomnir í skrifstofu Magnúsar G. Guðnasonar,* Steiniðju s.f. Frá Vinstri: Geir Magnússon, Magnús Ársælsson,, Ársæll Magnússon og Knútur Magnússonr Á’ borðinu er höggmynd af stofnanda fyrlrtækisins Magnúsi G. Guðnasyni. Steinsmíðaverkstæði Magnúsar G. Guðnasonar fluít í ný húsakynni Magnús G. Guðnason, stein- smíðaverksteeði, sem starf- rækt hefur verið að Grettis- götu 29 síðan. skömmu eftir aldamót, hefur nú flutt starf- semi sína að Einholti 4. Ber fyrirtækið nú nafnið Magnús G. Guðnason Steiniðja s.f. Steinsmíðaverkstæðið hefur nú starfað í um 75 ár. Var það stofnað af Magnúsi G. Guðna- syni árið 1893, en hann hlaut menntun sína sem steinsmiður, við byggingu Alþingishússins á árunum kringum 1880. Verk stæðið hóf starfsemi sína að Laugavegi 48, en var flutt að Grettisgötu 29, þar sem það starfaði þar til nú. Magnús starfrækti verkstæði sitt þar lil nokkru áður en hann tézt, en þá tóku synir hans, þeir Ársæll og Knútur Magnússyn- ir, steinsmiðir, við rekstrinum og starfrækja verkstæðið nú. Að sögn þeirra bræðra hef- •ur vélvæðingin haft mikil á- hrif á iðngreinina, sem telja aná eina hina elztu í heimi, og veldur vélvæðingin stór- auknum vinnuafköstum. Stærsti þáttur starfseminnar er legsteinasmíði, en á síðari árum hefur ýmiss konar vinna varðandi húsbyggingar farið í vöxt hjá fyrirtækinu. Má þar nefna gerð stiga, sqI- bekkja o.þ.h. Mest er unnið úr íslenzku grágrýti, en einnig er nokkuð unnið úr innfluttu graníti og marmara. Fyrirtækið hefur byget hið nýja hús við hús, sem byggt var af fyrirtækinu árið 1939, en síðan þá hefur verið unnin þar meiri háttar vélavinna. Þess má geta, að auk bræðr- anna Ársæls og Knúts, vinnur isonur Ársæls, Magnús, við fyr irtækið, en þriðji bróðirinn, Geir, starfaði þar um árabil, en er nú hættur störfum vegna vanheilsu. Sjónvarpsfélag í Skagafirði Mikill áhugi er nú meðal Skagfirðinga fyrir komu sjón- varps hingað og hafa nokkrir áhugamenn ákveðið að boða til stofnfundar Félags sjón- varpsáhugamanna í Skagafirði n.k. föstudag, 3. maí kl. 9 e.h. að félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Tilgangur félagsins er m.a. allra fyrst verði hægt að taka sjónvarp í notkun í Skagafirði, að beita sér fyrir því að sem semja um sem hagkvæmust kaup og uppsetningu á tækj- um og tryggja félagsmönnum trausta og örugga varahluta- og viðgerðarþjónustu. ÞJOÐBUNINGASÝNENG f BOGASAL I HAUST Margir þekkja ekki lengur mun á upp- hlut, peysufötum og skautbúningi Þjóðbúningasýning verður haldin í Bogasalnum í Þjóð- minjasafninu í haust og í sam bandi við liana verður getið út kynningarrit um íslenzka þjóðbúninga. Verður sýningin haldin tjl þess að vekja áhuga almennings á íslenzkum þ.jóð- búningum og fræða fólk um búúing'ana, svo 'að það geti síðan sjálft rætt um þá og kom ið með tiUögur um hvaða stefnu skuli taka í því skyni að efla notkun íslenzkra þ.jóð- búninga. Mun ekki af fræðslu veita því að þeim fer nú fækk- andi, sem bera íslenzkan bún- ing daglega og margir eru alls endis ófróðir um íslenzka bún inga og þekkja ekki mun á unphlut, peysufötum og skaut búningi. Magnús Pálsson, Myndlista- og handíðaskóla íslands. Matthildur Guðmundsdóttir, Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Formaður nefndarinnar fyrir hönd Æskulýðssambandsins er Björn Th. Björnsson, en auk þess eru í nefndinni Ragnar Kjartans- Framhald á 14. síðu. Upphaf þess áð þjóðbúnings- málið, eins og það hefur verið kallað, komst á dagskrá var á- varp sem þing Æskulýðssam- bands íslands sendi frá sér í fyrravor. Hvatti það þar til efl- ingar þjóðarvitundar og varð- beizlu þjóðlegra sérkenna eða aðlögunar þeirra og benti á' að íslenzki þjóðbúningurinn yrði senn lítið annað en safn- og kistugripur ef ekki væri tekið í taumana. Þyrfti að leita eftir hugmyndum um breytingar þann- ig að búningarnir yrðu meira við hæfi nútímakvenna. Var síð- ar á árinu stofnuð nefnd til að ræða framííð íslenzka þjóðbún- ingsins og sitja í henni eftirtald- ir aðilar: Herdis Jónsdóttir Félagi handa- vinnukennara. Dóra Jónsdóttir, Félagi gull- smiða.v Friðrika Geirsdóttir, Félagi ís- lenzkra teiknara. Arnheiður Jónsdóttir, Heimilis- iðnaðarfélagi íslands. Sigríður Thórlacius, Kvenfélaga sambandi íslands. VELJUM ÍSLENZKT ÍSLENZKAN IÐNAÐ Með því að kaupa íslenzkar iðnaðarvörur stuðlið þér að aívinnuöryggi og aukinni velmegun í landinu. Gerið þér yður Ijóst, að ef sérhver Islendingur kaupir innlendar iðnaðarvörur fyrir kr. 1000 í staðinn fyrir erlendar, þá skapast við það atvinna fyrir 300 manns í iðnaðinum. ástmar 30. apríl 1968 ALÞÝDUBLADIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.