Alþýðublaðið - 07.07.1968, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 07.07.1968, Qupperneq 5
SEXTUGUR: EINAR KR. EINARSSON skólastjóri í Grindavík „Góðan daginn, Grindviking- ur.” Þetta er upphaf á ljóði eftir Örn Arnarson um Grindavík og Grindvíkinga. Og varla verður Einars skólastjóra rækilega minnst, nema gerð sé nokkur grein fyrir Grindavík og Grind- víkíngum, svo nátengdur er hann átthögum sínum og starfssvæði. Vitanlega eru dagar misjafn- ir í Grindavík eins og á öllum byggðum bólum, en liklega er þó munurinn mestur þar, sem björg og auður er sóttur í ríki Ægis. Einn hinna góðu daga í Grindavík var 4. júlí 1908. Ekki er mér samt kunnugt um hvort nokkur sjávarafli hefur borizt þar á land' þann dag. En hafi svo verið, er það löngu gleymt. En hreppstiórahjónunum á Húsatóftum, Einari Jónssyni og Kristínu Þorsteinsdóttur, fædd- ist þá sonur, sem varð farsæll forustumaður bvggðarlagsins £ skóla- og menningarmálum. Þessi sveinn var skírður Ein- ar Kristinn. Einarsnafnið hefúr borið hátt í sögu Grindavíkur um alllangt skeið, og mun hafa verið almennara þar en víða annars st.aðar. Húsatóftir eru að vísu ekki stórbvli, en bó með betri jörðum þar um slóðir. Föng varð ekki síður að sækja til sjúvar en lands. Einar ólst upp í föðurhúsum í hópi manhvænlegra systkina. Vitanlega varð hánn að hjálna til við störfin eftir því sem þroski og kraftar leyfðu. Enginn mátti né vildi liggja á liði sínu. Sjórinn var því aðeins gjöfull að tækifærin væru gripin. — Eúsmali gat farið sér að voðá í fjöru og hrauni. Góðar gætur varð að hafa á öllu við brima- sama strönd og brunnið hraun. Horfa varð lengra fram á sjó- inn en út fyrir árablöðin og lengra fram í tímann en til líðandi stundar. Fyrirhyggja var lífsnauðsyn. Með hagsýni og ráðdeild varð að gæta aflans og nýta hann, svo að unnt væri að halda uppi nauðsynlegum höfð- ingsskap ,og ættborinni rausn, jafnframt því að sjá fjölskvld- unni farborða og koma börnun- um til þroska. En það er sögn manna suður þar, að hreppstjóra hjónunum á Tóftum hafi farizt allt þetta ágætlega úr hendi. Þótt lífsbaráttan væri ströng á þessum tímum og kjör þjóð- arinnar kröpp, miðað við síðari ár, hafði hún þó spyrnt sér þá úr bóndabeygju volæðis og harð- stjórnar. Æskan horfði vondjörf fram til komandi tfma. Skáldin kváðu þrek og bjartsýni í þjóð- ina. Þau líktu óskum sínum og hennar við „bjartan og heiðan himin vorsins,” þau sáu £ „anda starfsmenn, glaða og prúða,” leysta úr þrældómi stritsins við ár og orf, og þau skoruðu á æskuna, ,,að búa sólskært sum- ar undir sérhvern hug og gróður- blett.” Einar yngri á Tóttum hneigð- its hvorki að ár né orfi. Hann meigðist að mannrækt og stefndi að því að búa' huga sinn og komandi æskufólks undir „sólskært sumar.” Ég kynntist fyrst Grindavík á sólbjörtum júlidegi,' það var sum- arið 1925. Ég man ' ennþá, hvað mér blöskraði gróður- leysið fyrir sunnan Hafnar- fjörð. Holóttur vegur og hast- ur toíll, hefur ef til vill átt sinn þátt í að gera umhverfið ömur- legra i vitund minni. En síðasti spölurinn, 15—20 km. langur, var eins og hefluð fjöl. Hann var sameiginlegt átak Grindvík- inga til að komast í vegasamband við umhverfið, og sýnir félags- legan þroska kynslóðarinnar, .sem þá bjó þar. Hún var ekki lengi ekin þessi mjóa braut, sem liðaðist eins og varsími gegnum öldótt og úfið hraunið, en lengi lögð af lúnum höndum með verk færum fyrri kynslóða. Einliver farþegi kvartaði um sjóveiki. — Mér kom í hug iýsing Grindvík- ings, dr. Bjarn Sæmundssonar, á apalhrauni, en það væri „eins og storknaður stórsjór.” Nú blasti við lítið þorp á strönd tveggja mikilla sæva. í norðri vár hraunhafið úfið og hrikalegt. Harðneskjulegt var það við fyrstu sýn, en lumaði á sérstæðri fegurð og hlýju handa fósturbörnum sinum og vinum. En í suðri var útsærinn mikli, sjálft Atlantshafið. Það var nú blátt og broshýrt Svo langt sem augað eygði, þó brotnaði á stöku stað bára við strönd og teygði hvíta geira inn í landið eins og ógnandi tennur. Misreisuleg hús stóðu á víð og dreif ofan við flæðarmálið. Grænir blettir og tún voru við sum þeirra. En tún og gróðurblettir á Suðurnesjum hafa mér jafnan fundizt grænni og hlýlegri en annars staðar, lík- lega vegna þess hvað þeir skera sig greinilega úr umhverfinu. Þetta var Járngerðarstaða- hverfið, stærsta hverfið af þrem, sem mynduðu Grindavikurbyggð. Ég átti þangað erindi. Skólastjórastaðan var laus, og ég''hafði tekið kennarapróf um vorið. Staðan þótti þá mjög girnileg, því að skólinn í Grinda- vík starfaði þá lengur en aðrir barnskólar. Ég skoðaði skólahús- ið. — Það var einlyftur stein- kumbaldi, og setti eitt hornið út i aðálgötuna. Skyldi þá’ þessi staða hússins vera táknræn fyrir viðhorf fólksins. Þarna inni var kennslustofa, björt og hlýlég, dálítið áhalda- herbergi, rúmgóður gangur og sæmilegt anddyri. Hann leyndi á sér, þessi yfirlætislausi kumb- aldi. Ungur drengur, sem Einar hét, fylgdi mér til skólanefndarfor- mannsins, Einars Einarssonar kaupmanns í Garðhúsum. Ég sótti um skólastjórstöðauna, fékk hana ,og kenndi i Grindavík i fjögur ár, eða til 1929. Ég undi mér vel við kennslu í Grinda- vík. Fólkið var hlýlegt í við- móti og umburðarlynt. Skóla- nefndin undir forstöðu Einars í Garðhúsum var víðsýn og áhuga- söm. Kennslutæki væru bætt og aukin. Meðal annars fengum við litla en dýra kvikmyndavél og nokkrar filmur. En vélin reynd- ist ónothæf, enda ekki fyrr en nokkrum árum seinna að not- hæfar kvikmyndavélar urðu til fyrir skóla. Við ráðgerðum halla- laus skólaborð, sem þá voru ó- þekkt, og við ræddum sund- kennslu að vorlagi í sjólaug á Reykjanesi með viðlegu í tjöld- um eða skála, mörgum árum áð- ur en sund var lögboðin náms- grein. Á síðasta skólanefndarfundin- um, er ég sat sem skólastjóri i Grindavík, var ákveðið að lengja skólaskyldu um þrjú ár, eða nið- ur í sjiT ára aldur. Var ekkert byggðarlag fyrr til að nota sér heimild fræðslulaga frá 1926 um lengingu skólaskyldu úr fjórumi árum í sjö ár. Þetta var viðhorf fólksins og forráðamanna þess til skólans, sem rak eitt hornið svo vígalega út í þjóðveginn. En það var reyndar vegna þess, að skólahúsið var byggt áður en vegurinn var lagður. Grindvik- ingar mátu meir að ryðja sinn spöl af menntabraut barna sinna en akbraut á’ aðalveg, og var hún þeim þó mikjl nauðsyn. Skýrastar eru þó minningar um kennslustarfið. Börnin sóttu námið af trúmennsku og kappi, eins og kynslóðirnar í Grinda- vik „sóttu sjómn.og sækja hann enn.” Að vísu voru hlutirnir á vertíð skólans nokkuð misjafnir, en enginn mjög lélegur. En það var heppni, því að gáfnafari nem enda ræður enginn. Nokkrir luku venjulegu barnaskólanámi löngu fýrir tilsettan tíma. Fékk ég þá breytt prófreglugerð barnaskól- anna þannig, að veita má’ af- burðanemendum fullnaðarpróf ári fyrr en venja er til, ef þeir halda áfram námi í framhalds- skóla. Ég ætlaði að minna á þann anda, sem Einar skólastjóri ólst upp við í litla fiskiþorpinu sínu á strönd tveggja mikilla sæva, en hefi órðið fjölorðari en ég ætlaði í fyrstu, því að mér eru „gömlu minnin kær.” Annars hefur mér virzt, að sami andi Framhald á bls. 10. f f assa perditionisáá 1 Ekki alls fyrir löngu sagði einn af embættisbræðrum mín um við mig eitthvað á þá leið, 1 að það væri ekki kirkjan, sem lýsti mannkyninu nú á dögum sem „massa perditionis11, held ur skáld og rithöfundar. En „massa perditionis“ merkir á máli fornrar trúfræði „glötun ar dyngja“. Mannkynið er þá talið svo gegnsýrt af spillingu, synd og svívirðingu, að glöt- un þess er vís. Það hlýtur að farast. Nú er það mér ofviða að gerg, nákvæma rannsókn á því, hvort presturinn hafði rétt fyrir sér, því að til þess þýrfti hvorki meira né minna en yfirferð yfir alla bók- menntasögu vorra daga. En orð hans ollu mér þrált fyrir það nokkurrar umhugsunar. Það er alveg rétt, að íslenzk- ir prestar eru lítið gefnir fyr- ir það að draga upp svartar myndir af ma-nnlífinu, og iþað- an af síður að hóta helvíti og kvölunum, hvað lítið sem út af ber. Þar stóð Vídalín okk- ur feti framar, gvo sem kunn ugt er. En hvað'um skáldin? Sveinn Höskuldsson lektor lýsir því í sinni merku bók um Gest Pálsson, að raunsæismennirn- ir hafi viljað draga huluna af ávirðingum þjóðfélagsins, og er það mála sannast, að raun- sæisskáldunum var gjarnt á að leiða fram í dagsljósið það, sem miður fór í fari manna. Hræsnisfullir klerkar og trú- messurnar yfirleitt urðu svo fyrir barðinu á þeim, að í hundrað ár hafa íslendingar ekki þorað að sækja messu- gjörðir. Og guðrækið fólk má varla njóta sannmælis í skáld skap, nema það hafi sér til afsökunar að vera fífl eða fá- ráðlingar. í bókmenntunum kannast menn einnig vel við nízka bændur, fégíruga og harðvítuga kaupmenn, sögu- smettur og trúlofunarsjúkar konur. Og ást hefir tæplega talizt sönn, nema hún væri í meinum. Og svo framvegis. Raunsæisskáldin hafa mjög oft verið einhliða, en þau vildu í upphafi að minnsta kosti reyna að vekja samvizku þjóðarinnar og gerðu ráð fyr- ir, að mennirnir gætu átt eitt- hvað annað til en illt eitt. En nú hefir þróunin haldið á- fram yfir í annað stig, sem virðist styðja orð cóllega míns ■um „rnassa perditionis“. Ég héfi litið yfir myrtdina af síra Hallgrími Péturssyni í síðustu bók Guðbergs Bergssonar. Hér er ekki verið að gagnrýna á- galla mannfólksiris, eins og raunsæisskáldin gerðu, heldur er höfundinum áhug&mál að fjalla þannig um hið jákvæða og heilaga í mannlífinu, að það verði sem andstyggilegast og ógeðslegast í vitund lesand ans. Svo aumt er mannkynið og svo vesöl er tilveran, að einn mesti andans maður þjóð arinnar er gerður að viðbjóðs- legri mannleysu og skepnu, að ógleymdu því að Jesús Krist- ur er niðri í sama sváðinu. Ég skal • ekkert um það segja, hvað fyrir höfundinum hefir vakað, en eitt er ég viss um, að flestum mun fara sem mér, að hér er myndin orðin svo svört, að ekki er um annað að ræða en „massa perditionis“. Orðið er frjálst, og ég hefi enga tilhneigingu til að segja, að skáldið hafi ekki fullan rétt til að túlka hugsanir sín ar og tilfinningar á þann hátt, sem honum er eðlilegast. Og af því að hann er sæmilega ritfær, vildi ég óska honum þess, að hann finni með tím- anum aðrar leiðir í aðferðum sínum og vinnubrögðum. En til er eitt sjónarmið í þessu máli, sem ekki snertir hið ,,bókmenntalega“ út af fyrir sig, heldur hin sálrænu áhrif, sem lesningin hefir á lesend- urna. Frá sjónarmiði þeirra, sem fjalla um mannlífsmein og úrbætur þeirra, á sú spurn ing rétt á sér, hvort það sé Framhald á bls. 13. Eftir dr. Jakob Jónsson 7. júlí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ §

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.