Alþýðublaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.07.1968, Blaðsíða 7
GRÍMUR THOMSEN er af flestum talinn í fremstu röð ís- lenzkra skálda fyrr og síðar. — Hann var um skeið bóndi á Bessastöðum á' Álftanesi og sat jörðina með mikilli rausn. Eft- irfarandi vísa, sem eignuð hefur verið Jóni Erlendssyni á Hausa- stöðum, er ort um Grím á bóndaárum hans og lýsir öðru viðhorfi en við eigum að venj- ast, kannski örlar þarna á dálít- illi illkvitni í garð náungans. Grímur klingir gæðaþur gómabjöllu sinni. Er á þingi ónýtur Álftnesinga meinvættur. ★ Ég hef alltaf haft gaman af þessari stuttu og hnitmiðuðu stöku, hún lýsir dálítið skemmtilegum þankagangi: Hugsað get ég um himin og jörð, en hvorugt smíðaði af því mig vantar efnið í það. ★ Svo er hér gömul vísa, sem segir frá mörgum fréttnæmum atburðum, er allir gerðust und- ir eins: Allt bar til í einu þar, uxu bæjar síkin: Konan fæddi, kýrin bar, kötturinn gaut og tíkin. ★ ísleifur Gíslason, kímniskáld á Sauðárkróki, kvað eftirfar- andi vísu og sver hún sig reyndar í ættina: Ekki skil ég atburð þann, undur má' það kalla: Höldar lentu í hár saman, en höfðu báðir skalla. ★ Þessi vísa verður að birtast formálalaust, enda stendur hún ein og óstudd: Brennivín og brúðarást brjálar skynseminni. Þetta mörgum þykir skást þó í veröldinni. ★ Eftirfarandi vísur eru ortar af Jóni S. Bergmann vorið 1918 eftir frostaveturinn mikla: , Hefur völdin vetur misst, vefjast kvöldin blænum, vorið földum fanna yzt fórnar köldum sænum. Enginn háttur hljómar þungt, heyrist kátt í runni, hrört og lágt er orðið ungt allt í náttúrunni. Allt á sjó og út um mó er nú þróun vakið, flytur nógan frið og ró fyrsta lóukvakið. ★ Æðruleysi og ró einkennir þessar visur Stefáns frá Hvíta- dal, sem hann orti skömmu fyr- ir andlát sitt: Dauðinn kallar, býr mér bað, bannar alla vegi. Straumar falla ákaft að. Óðum hallar degi. Siglan \ýelld og fallinn byr; feigðarveldin toga. Glaðir eldar eins og fyr undir kveldið loga. ★ Hallgrímur Jónasson ber ekki Stokkhólmi illa söguna í Framhald á bls. 13. KING SIZE FILTER Leiö nútmamannsins til ekta tóbaksbragðsins frá Ameríku S&smarbústaða- og hússeigendur Máloing og lökk ÚTI — INNI Bátalakk — Eirolía Viðarolíur — Trekkfastolía Pínotex, allir litir Tjörur, allskonar Kítti, allskonar Vírburstar — Sköfur Penslar — Kústar Málningarúllur Tréstigar — Tröppur Garðyrkju- verkfæri Handsláttuvélar Handverkfæri, allskonar Stauraborar — Járnkarlar Jarðhakar — Sleggjur Girðingarstrekkjarar Múrverkfæri, allskonar Garðslöngur og tilheyrandi Slöngugrindur — Kranar Garðkönnur — Fötur Hrífur — Orf — Ljáir Skógar-, greina- og grasklippur Hliðgrindajárn Mínkagildrur Músa- og rottugildrur Olíuofuar Gassuðutæki Ferðaprímusar — Steinolía Viðarkol — Spritttöflur Arinsett — Físibelgir Lampar — Lugtir Plastbrúsar 5, 10, 20 lítra Vatnsdælur %” — lVz” Brunnventlar W — 1 •14” Flögg Flagglínur Flagglinufestlar F!?ggstangaliúnar Gólfmottur HreinJæfisvörur Skordýraeitur ■ Gluggakústar Bilþvcttakústar • Bíldráttartaugar Her.g’ilásar og hespur Þvottasnúrur Þéttilistar á hurðir og glugga Brunaboðar Asbestteppi Slökkvitæki ★ Björgunarvesti fyrir börn og fullorðna Árar — Árakefar Silungsnet, uppsett Kolanet, uppsett ' ★ Vinnufatnaður Hegnfatnaður Gúmmístígvél Vinnultaiizkar VERZLUN O. ELLENGSEN 7. júlí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.