Alþýðublaðið - 07.07.1968, Qupperneq 10
Sýning Sýning
PRÓFSMÍÐAR
nemendia í húsgagnasmíði verða til isýnis að
Grensásvegi 3 í húsakynnum Ingvars & Gylfa.
Sunnud. 7/7 kl. 10 - 10.
Mánud. 8/7 kl. 6 - 10.
VELJUM ÍSLENZKT
ÍSLENZKAN IÐNAÐ
Húsgagnameistarafélag Reykjavíkur.
SEXTUGUR
Framhald af bls. 5.
og þá' var þar, hafi jafnan ríkt
hjá þeim skólanefndum og öðr-
um forráðamönnum sveitarinnar,
sem síðan hafi starfað í Grinda-
vík, og ríki þar enn undir for-
ustu núverandi skólanefndarfor-
manns og hreppsnefndaroddvita,
Svavars Árnasonar. Og ekki verð
ur Einars skólastjóra svo minnzt,
að ekki sé skólans getið, og saga
skólans ekki héðan af svo sögð,
að Einars verði þar ekkf getið.
Er það bæði að hann hefur starf-
að lengur við skólann en nokkur
annarr og meiri framþróun'Úog
umbætur orðið á skólanunr' én
nokkru sinni áður.
Einar varð skólastjóri í átt-
högum sínum, þegar hann hafði
lokið kennaraprófi 1929, og hef-
ur verið það til þessa dags.
Skólabörnum fjölgaði verulega
þá um haustið vegna lengingu
skólaskyldunnar, og Grindavík
var vaxandi þorp. Gamla skóla-
húsið varð allt of lítið. Kenna
varð í óhentugu húsnæði og
tveimur hverfum um allangt
skeið. Gerði það kennslu og
;skólastjórn erfiðari. En skóla-
stjórinn ungi reyndist maður til
að leysa þá örðugleika farsællega,
Nýtt skólahús fékkst ekki byggt
fyrr en á stríðsárunum, því að
þröngt var í búi hjá ríki og
sveitarfélögum á kreppuárunum.
Nýja húsið var vegleg bygging
1 miðað við sinn tíma, og áíti
iað nægja um ófyrirsjúnnlejja
framtíð. Auk venjulegs kennslu-
húsnæðis var þar bæðj skólaeld-
hús og íþróttahús. Keyptur var
skólabíll og hverfin þrjú samein-
uð um einn skóla. Nútíma tækni
skyldi notuð til að létta skóla-
starfið eins og önnur nytjastörf
til lands og sjávar.
Skólaskylda var hækkuð um
eitt ár strax og skólalögin frá
1946 gengu í gildi. Grindavík
Var þar sem fyrr í fararbroddi.
Fjölgaði þá enn í skólanum og
byggðin óx nú hröðum skrefum.
Nýja skólahúsið, sem átti að
nægja um langan aTdur varð allt
of lítið. Er nú verið að byggja
drjúga viðbót við það, sem verð-
úr þó vonandi of lítil áður en
langt um líður.
J.0 7. jújí 1968
Skólastjóm í vaxandi innflytj-
endabyggðarlagi er vandaverk,
og ekki hvað sízt er mæta þarf
auknum kröfum og þörfum tím-
ans um meiri og fjölbreyttari
kennslu. En þegar þar við bæt-
ist ófullnægjandi húsnæði eins
og oft vill verða — og erfiðleik-
ar að fá kennara, sem hefur ein-
kennt skólamál okkar um all-
langt skeið, eykst vandi og starf
skólastjórans stórlega. Skóla-
nefnd og sveitarstjórn hafa stutt
skólastjóra vel og drengilega í
þessum vanda. Hafa Grindvík-
ingar — eins og reyndar fleiri
Sveitarfélög - greitt fyrir kennur-
um um íbúðarhúsnæði. Væntan-
lega er nú komið yfir örðugasta
hjallann.
Ég segi ekki, að aldrei' hafi
gefið á bátinn hjá Einari í þessi
39 ár, sem hann hefur verið
skólastjóri í Grindavík. Vitan-
lega liefur ekki alla daga verið
ládautt á miðum menntagyðjunn-
ar allar þessar vertíðir. En skóla-
stjórinn hefur reynzt farsæll í
formennskustarfi sínu, hvort sem
„sjór hefur rokið” eða verið
sléttur sær.” Og vel mundi ég
trúa Eihari fyrir háseta á fleyt-
una hans.
Einar hefur lagt mikla rækt
við sjálfan sig og hæfni sína til
skólastarfa. Hann sækir manna
bezt fræðslufundi og námskeið
fyrir kenhara bæði hérlendis og
erlendis. Hann hefur fengið
kennsluorlof og notað það ræki-
lega til að kynna sér skólamál
í Bretlandi og á Norðurlöndum.
Einar nýtur mikils trausís
st'arfssystkína sinna og hefur
oftlega verið kosinn fulltrúi á
stéttarþing íslenzkra barnakenn-
ara og falin önnur trúnaðarstörf
á þeim vettvangi. Heima fyrir
nýtur hann ekkj minna trausís,
þar hafa honum verið falin trún-
aðarstörf á fjölbreyttari sviðum
félagsmála. Hann hefur átt sæti
í hreppsnefnd og skólanefnd,
vWið gjaldkeri (sjúVuíasamlags
og formaður sóknarnefndar, svo
að eitthvað sé nefnt. Hann hef-
ur hvergi legíð á liði sínu, þar
sem gott verk var að vinna og
manns var þörf. Og hann hefur
reynzt hamingjudrjúgur í störf-
um sínum, fjölbreyttum og
- ALÞÝÐUBLAÐIP
ty^ndasömum. Efr þ!að grunur
minn og reyndar vissa, að sveit-
ungar hans undir forystu skóla-
nefndar muni tjá honum á mjög
myndarlegan og verðugan hátt
þakkir sínar við þessi tímamót.
Einar lagði á yngri árum
stund á íþróttir. Hann tók með-
al annars þátt í víðavangshlaup-
inu i Reykjavík á skólaárum sín-
um og gat sér mjög góðan orðs-
tír. En sökum heilsubrests varð
hann að draga sig í hlé á því
sviði. Hefur hann borið þá raun
af mikilli karlmennsku og frá-
bærri samvizkusemi.
Einar er maður ókvæntur og
barnlaus. Hann á samt fallegt
og traust heimili í félagi við
einn bræðra sinna og systur.
Þar er gestrisni mikil og gott að
dvelja, enda ber þar oft gest
að garði, því að Einar er maður
vinsæll innan héraðs og utan. —
Hann er tengdur systkinum sín-
um sterkum ræktar- og vináttu-
böndum, og þá ekki síður bræðra
börnum sínum. Mun hann nú
dvelja hjá bróðurdóttur sinni,
sem er húsfreyja í Bristol í Bret-
landi. Munu því margir í dag
sakna vinar í stað hér heima. En
ekki er um það að sakast. Eng-
inn getur verið á tveimur stöð-
um samtímis.
Ég kynntist fyrst Einari, ung-
um manni, fyrsta veturinn sem
ég var í Grindavík. Hann hafði
þá ákveðið að fara í kennaraskól-
ann strax og hann hefði aldur
til, eða veturinn eftir. Leitaði
hann til mín um undirbúning.
Þar þurfti ekki mikils með. Mér
féll strax vel við þennan unga
mann. Síðan hef ég kynnzt hon-
um nánar og skólastarfi hans um
fjöldamörg ár. Virðist mér
hann h'afa vaxið með árum og
starfi fram til þessa dags, bæði
sem maður og skólastjóri. „Allt
hefðarstand er mótuð mynt, en
maður gullið.” Hygg ég að þessi
líking brezka skáldsins sannist
vel á þessum íslendingi.
Ég hef oftlega heimsótt skóla
Einars sem skólaeftirlitsmaður
öll þau ár, sem ég hef haft það
starf á hendi. Hafa mér jafnan,
sem áður fyrr, verið það góðir
dagar. Hefur mér þótt gott að
ræða við traustan skólastjóra og
umbótasinnaða skólanefnd um
dægurmálin og framtíðarskipun,
og k-ynnzt velklæddum barnahóp,
sem verið er að búa undir bjarta
framtíð. En þótt auðvelt sé að
benda á aukinn húsakost til
kennslu og skólastarfa, bætt
kennslutæki, skólabifreið, aukna
skólaskyldu, fjölgun námsgreina,
stækkandi nemendahóp á vax-
andi stað. bættra íbúða á strönd
tveggja mikilla sæva, þá hygg ég
að við Einar skólastjóri getum
báðir tekið undir síðustu orðin í
nefndu ljóði Arnars, að dýrasta
gull minninganna um skóladaga
í Grindavík sé „mótað barnsins
brosi og beri þess mynd og yfir-
skrift.”
En jafnframt því, sem ég þakka
öll kynni frá liðnum árum, óska
ég þér, ágæti Grindvíkingur, að
framtíðin verði þér „góðir dag-
ar.”
4.-7.—'68.
Bjarni M- Jónsson.
Opna I
Framhald af bls. 9.
um mynd Truffaut:
„Ég er mjög hrifin af þess-
ari fyrirhuguðu mynd Truffaut.
Hún er unnin upp úr banda-
rískri skáldsögu, staðfærðri á
sunnanverðu Frak'tdsar^di. Sagi-
an er hörkuspennandi, — í hálf-
gerðum Hitchockstíl. Maður lof-
ast konu í bréfasamskiptum, en
þegar hann stendur andspænis
henni, finnst honum eitthvað
öðruvísi en vera á. Það virðist
sem þetta sé ekki rétta konan!
En hver er hún þá? Hefur hún
ef til vill myrt þá réttu unnustu?
Hann leigir sér einkaspæjara
að rannsaka málið, verður síðan
ástfanginn af henni — og ætlar
þá að segja spæjaranum upp.
En spæjarinn er ekki aldeilis á
því að hætta, svo að maðurinn
neyðist til að ráða hann af dög-
um. í stuttu máli má segja, að
þetta sé sagan af því, hvernig
maður fer í hundana, vegna á-
hrifa konu.”
Nú sem stendur býr Cather-
ine í lítilli en vistlegri íbúð í
stóru, nýtízkulegu sambýlishúsi
(þar inni gefur að líta brún á-
klæði, skrautlegar jurtir og
glannalegar fuglamyndir). Þarna
hefur leikkonunni tekizt að skapa
viðfelldið en þó sérstætt and-
rúmsloft. Hún mun þó ekki
halda þarna kyrru fyrir til lang-
frama, því að á næstunni flytur
hún í stórt og glæsilegt hús í
námunda við Versali. Hún hefur
sannarlega efni á að láta fara
vel um sig, því að hún vinnur
sér inn svimháar upphæðir í
hinum vinsælu kvikmyndum sín-
um. Annað sæmir heldur ekki
jafn „skærri stjörnu.” ..
Hjálparvél
fórst í Biafra
GENF, 6. júlí. — Flugvél af
gerðinni Super Constellation,
sem Alþjóða Rauði krossinn
hafði á leigu, fórst, er hún var
að lenda á litlum flugvelli í
Biafra með birgðir af lyfjum
sl. mánudag, segja góðar heim
ildir í Genf. •,[
Þriggja manna áhöfn og kona
flugstjórans, sem var með, lét
ust og allur flutningurinn, um
10,5 tonn af lyfjum, eyðilagð-
ist. Vélin hafði verið leigð af
flugfélagi í Lissabon. Veður
var mjög slæmt.
Nýja bílaþjónustan
Lækkið viðgerðarkostnaðinn _
með því að vinna sjálfir að
viðgerð bifreiðarinnar. — Fag-
menn veita aðstoð ef óskað er.
Rúmgóð húsakynni, aðstaða til
þvotta.
Nýja bílaþjónustan
Hafnarbraut 17. — Sími 42530.
Opið frá kl. 9—23.
íþróttir
Framhald af bls. 11.
menn verða að gera sér það ljóst
fyrr eða síðar, að árangur næst
ekki í íþróttum í dag, nema með
vinnu og aftur vinnu, reglusemi
og sjálfsafneitun. Það gengur
illa hjá íþróttafólki okkar að til-
einka sér þessa eiginleika, en
það verður að takast, því án
þeirra er tilgangslítið að þreyta
keppni við erlent íþróttafólk
með einhverja Sigurvon. — Ö.
Útför
ÞORSTEINS J. SIGURÐSSONAR
kaupmanns,
Guðrúnargötú 8, fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 9.
júlí kl. 13.30.
Þóraanna R. Símonardóttir, Sylvía Þorsteinsdóttir,
Svanhildur Þorsteinsdóttir, Karl Lúðvíksson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og jarðarför
NÍNU TRYGGVADÓTTUR
Alfred L. Copley,
Una Dóra Copley
og systkini hinnar látnu.
Þökkum innilega sýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
HAUKS HAFSTEINS GUÐNASONAR
Sérstakar þaikkir vi'ljum við færa Guðna Sigfússyni, Anton
Ringelberg, isitlarfsfélögum frá Eimskip og Verk h.f.
Margrét Magnúsdóttir,
Þór H. Hauksson, Magnús Hauksson,
Margrét Guðbrandsdóttir, Hrefna Þórðardóttir.