Alþýðublaðið - 07.07.1968, Side 15
GUY
PHILLIPS
-fcWte-—
— Auðvitað ekki. Spilið þér
lika?
— Ekki fjárhættuspil, sagði
Joyce heiftuglega.
— Ég vildi óska, að einhver
gæti fengið Símon til að hætta
sagði Hilda. — Hann byrjaði
ekki á þessu fyrr en eftir slys
ið.
r- Til að hjálpa yður? spurði
Joyce gætilega.
— Já og nei. Aðallega til að
'hjálpa Jacty Jack er maður
inn minn.
— Ég skil ekki hvers vegna
þetta kom Símoni við, sagði
Joyce. — Ég vildi óska að ég
gerði það.
Hilda brosti blítt. — Svo þér
hugsið svona til hans? Gott.
Það gleður mig, að Símon fær
stúlku, sem hugsar um hann.
Ég geri ráð fyrir, að þér hafið
tséð örið sem hann er með í
|andlitinui. Hann fékk það í
bílnum?
— Nei, alls ekki! Jack ók,
bílnum. Þetta var allt Jack að
kenna. Hann hafði drukkið of
mikið og það lá við að hann
dræpi okkur öll. Hún varð
sorgmædd á svipinn. — Jack
og Símon hafa verið vinir frá
bernsku. Þeir héldu áfram að
vera vinir eftir að þeir höfðu
báðir beðið mín og ég valdi
Jack. Hann er málari og ég er
fyrirsæta hans.
Hún hreyfði hjólastólinn lít-
ið eitt. — Jack var miður sín
eftir slysið. Han kenndi sér
um það, að ég slasaðist- Hann
áleit að eina leiðin til að bæta
fyrir brot sitt væri að útvega
peninga — og hann gerðiist
fjársvikari.
Joyce minntist þess, að
Símon hafði sagt, að samvizku
bit væri aldrei til góðs.
— Jack hélt áfram að brjóta
í bág við lögin og Símoni
fannst að eina leiðin til að fá
hann til að bæta ráð sitt væri
með því að taka sjálfur ábyrgð
ina á mér. Símon hefur alltaf
verið loikinn spilan^aður og
nú fór hann að spila f járhættu
spil til að vinna sér inn pen-
inga handa okkur Jack. Hún
andvarpaði. — Þannig byrjaði
það, en ég óttast að þetta hafi
orðið að vana hjá Símoni. Það
er svo auðveldlega, sem góð-
verkin geta orðið að slæmum
vana.
— Já, sjálfsagt, sagði Joyce.
— Það er engin ástæða fyrir
hann að halda þessu áfram.
Jack getur séð fyrir okkur með
því að mála. Eg vinn hjá
Símoni. Hann notar mig sem
ljósmyndafyrirsætu. Ég get
verið í ails konar stellingum.
Ég vil ekki halda þessum pen-
ingum eftir. Ég ætla að leggja
þá í bankann fyrir Símon —
biðjið hann um að hætta að
spila fjárhættuspil! Ég er svo
hrædd um, að eithvað komi
fyrir hann!
Joyce var kyrr smástund og
ræddi um Símon, þegar hún
fúr var hugarástand hennar
blanda af gleði oe örvæntingu.
. — Einum gesti þínum borg-
ar sig að bjarga, Graham, hvísl
aði hún. — En ée varð að fara
heim til að komast að því,
hver hann er.
Og nú varð hún að fara til
að bjarga honum.
11. kafli.
Joyce beið veik af skelfingu
á skrifstofu fiugfélagsins allan
daginn, því hún vonaði að ein
hver myndi afpanta miðann
sinn. En flugvélarnar voru all
ar upppantaðar.
Daginn eftir fékk hún far.
Tíminn leið löturhægt.
Sólskinið kom henni á óvart,
þegar hún lenti á flugvellinum
í Napólí. Og eins sú sjón, sem
hún sá, þegar hún kom niður
að höfninni. Það lá annað skip
þar sem „Vixíana“ hafði áður
1 legið.
Hafnarverkamaður, sem tal-
aði ögn í ensku, ságði henni,
/ að „Vixíana" hefði farið til
Taormína á Sikiley daginn
áður.
18
Joyce fór aftur út á flug-
völl. Hún varð að bíða til
kvölds áður en hún komst með
vél til Kajtanía og það var
dimmt, þegar hún lenti þar.
Hún var næstum sjúk af
áhyggjum. Of veik til að halda
áfiram, en það fór vtagn til
Taormína, svo að hún fór með
honum. Ferðin virtist enda- 1
1‘aus. \
Vagninn nam staðar fyrir
framan glæsilegt hótel. Það
blikaði á ljós skipanna, sem
lágu við höfnina, en hún vissi
ekki, hvort „Vixíana“ væri
eitt þeirra.
Hún fór inn á hótelið og
spurðist fyrir.
— Nei, signora, hér er ekk-
ert skip með því nafni. Ég er
viss um það. Við fylgjumst
vandlega með öllum skipa-
komum.
Joyce pantaði herbergi,
neyddi ofan í sig mat og fór
svo að hátta.
Þó að hún væri dauðþreytt
gat hún lítið sofið. Hún gat
ekki hugsað um annað en allt
það, sem Graham myndi ef til
vill gera og hún velti því fyr-
ir sér, hvernig hún gæti hindr
að hann í því.
En hvað gat hún gert eftir
þetta nema sagt Símoni allt.af
létta? Það hefði ég átt að gera
fyrir löngu, hugsaði hún.
Hann verður að trúa mér.
Eða átti hún að neyða Grah-
am til að standa við samning-
inn, nú þegar hún hafði fundið
einn mann, sem átti skilið að
fá að lifa?
Um morguninn fór hún nið-
ur í ferðamanmhverfið og þar
rakst hún á Shawdonhjónin,
sem voru að verzla að venju.
— Hvernig komust þér hing
að? spurði Richard Shawdon.
— Fóruð þér ekki til
London? spurði konan hans.
Joyce reyndi að sýnast róleg.
— Nei, ég fór hingað, sagði
hún. — Hvenær komuð þið?
— í gærkveldi.
— í gærkveldi? „Vixíana“
er ekki hér.
— Nei, „Vixíana“ er í Ka-
taníu. Okkur fannst öllum, að
það yrði skemmtilegt að leigja
lítið skip til að sigla umhverf-
SMURT BRAUB
SNITTUR
BRAUÐTERTUR
BRAUÐHUSIÐ
SNACK BAR
UMtgtvegi UM.
STANGAVEIÐIMENN
i
V.-
Veiffitímilnn er að komast í fullan gang og við bjóffum miklu fjölbreyttara úr-
val af lax- og silungsveiðarfærum en áffur hefir þekkzt hér. Frá ABU og fleir
um t.d. 50 gerðir veiffistanga margar meff árs ábyrgð) 35 gerðir veiðihjó'la
— 40 gerðir veiðilinur, 100 gerðir spóua og spinnera, þar á meffal hinn eina
ekta íslandsspón — Toby-Salar - Högboim, allar stærðir og liti (vaiizt eftir-
líkingar). Silungaflugur — Laxaflugur frá Hardy. Tugi tegunda og allar
stærðir.
r ' \ ^**^****^ • • ■ : v V. ' \
h
j "■' 'f ' ; ■§■
• < ' • • • •••■•■ ■ |
7
Fluguköst, háfar, flugubox, ífærur, spómabox, sporðgrip, maffkabox, rotara,
spónaveski, vöfflur, öngla, sökkur, flotholt, veiffistígvél, veiffikassa, veiffisett
í kössum.
Fullkomin varastykkja- og viðgerðaþjón usta á öllum ABU vöruim.
Verzlið þar sem mest er úrvalið og öruggastar leiðbeiningar um vöi-uvalið.
Eina sérverzlunin á íslandi meff lax- og sHungsveiffarfæd.
7. júlí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15