Alþýðublaðið - 07.07.1968, Síða 9

Alþýðublaðið - 07.07.1968, Síða 9
de” fyrir Marcel Camus, ,,La Vie de Chateau”'fyrir Jean-Paul Rappenau, „Les Créatures” fyr- ir Agnes Vard, „Les Demtisell- es de Rochefort” fyrir Demy aft- ur og lék þá litlu systur Fran- coise í síðasta skiptið. Engin þessara mynda var virkilega vel heppnuð (þó að „La Vie de Cha- teau” hlyti raunar verðlaun), en skammlaust máttu þær teljast markverðar tilraunir. Þegar rithöfundurinn Joseph Kessel seldi kvikmyndunarrétt að skáldsögu sinni, „Belle de Jour”, setti hann aðeins eitt skilyrði: að Catherine Deneuve lékí aðalhlutverkið. Framleið- endurnir, Hakim-bræður, stungu upp á ýmsum leikstjórum, þ.á.m. Vadim að sögn, en Catherine gerði sig aldrei ánægða. Loks þegar upp kom nafn hins heims- kunna snillings Luis Bunuel, höfundar „Viridíönu” og fleiri meistaraverka, kinkaði aðalleik- konan kolli — og í það skiptið af mikilli ákefð! ■ l : ••• •••............................. Catherine með systur sinni Francoise Dorléac í „Les Demoiselles de Rochefort," 1966. Bunuel gerði þessa mynd eftir eigin höfði — samkv.?emt eigin sérvizku og óvéfengjanlegri kunn- áttu. Til marks um frumleika hans má geta þess, að hann gaf Catherine alls óbundnar hend- ur; hún stjórnaði sér með öðr- Um orðum sjálf. Hann kærði sig ekkert um að hún skildi hlut- verk sitt — eins mátti hún skilja það á sinn hátt. Hann einblíndi aðeins á útkomuna. Hún var það eina, sem máli skipti, og hún kom svo sannarlega til með að skipta máli! Gagnrýnendur kepptust um áð hrósa myndinni, töluðu um „meistaraverk Bunu- els,” lofuðu hann fyrir val hans á þessari mikilhæfu aðalleik- konu og stjórnina á henni — en gerðu sér auðvitað ekki grein fyrir því hvernig í pottinn var búið. Sama ár og „Belle de Jour” sló fastri stöðu Catherine sem fremstu kvikmyndastjörnu ýngri kynslóðarinnar í Frakklandi, fórst systir hennar Francoise í bifreiðaslysi. Milli þeirra systr- anna hafði áreiðanlega ríkt nokk- ur samkeppni og þær voru ó- líkar að upplagi, en samt var samband þeirra eins náið og ver- ið gat um systur. Slysið varð því reiðarslag fyrir Catherine. Hún var um langt skeið niðurbrotin á taugum, en leitaði sér hugg- unar og fann hana í samvistum við hinn unga son sinn. Um þessar mundir losnaði einnig um hjónaband Catherine og lauk því með skilnaði. Þau hjónin höfðu alltaf látið sér koma saman og það var enginn djúpstæður skoðanaágreiningur, sem samvistaslitum olli, heldur einfaldlega það, að hún felldi sig ekki við hið lygna, venju- bundna og hversdagslega brezka borgaralíf, en hann ekki við yf- irborðskennt og sjálfumnægt listamannalíf Parísarborgar. Það kom líka æ skýrar í ljós, að Cat- herine varð að fórna lífi og sál á altari listgyðjunnar til að við- halda ágætum sínum sem leik- konu. í kjölfar „Belle de Jour” fylgdi önnur verðlaunamynd, „Benjamin,” sem gerð var und- ir stjórn Michel Deville. Þessar tvær myndir hafa náð slíkum vinsældum í Bandaríkjunum, að Catherine Deneuve er ekki leng- ur aðeins „víðkunn” heldur „heimsfræg.” Orðstír hennar einskorðast m.ö.o. ekki Íengur við Evrópu eina saman. Þá er hún og stöðugt að auka hróð- ur sinn í nýjum myndum; t.a.m. kom hún fram með glæsibrag í nútímaútgáfu „Maron Lescaut” og sem María í endurgerð hinn- ar rómantísku „Mayerling.” Nú vinnur hún að „La Chamade” eftir sögú Francoise ’Sagan, og i september mun hún væntan- lega hefja leik á móti Jean-Paul Belmbndo í nýrri mynd Fran- cois Truffaut, „La Sirene de Missigsippi.” Cafherine kemst svo að orði ■ ■ Framhald á bis. 10. Útvarpsnotendur athugið: Radioþjónustan / ■ ............................... , er flutt í injýtt húsnæði að SÍÐUMÚLA 7 — Útvarpsviðgerðir. — Leggjum sérstaka áherzlu á transistortæki og bíltæki. —- Bílarnir teknir irm. Radiot>jónustan Síðumúla 7. — Sími 83433. BJARNI KARLSSON. Húsmæður athugið! Höfum opnað brauða og mjólkurbúð að Kleppsveg 152. Gerið svo vel og reynið viðskiptin, HVERFISBAKARÍ. Nú geta ðllir eignast góífteppi Til að kynna íslenzkan iðnað, til að örva sölu í júlí og. ágúst, til að veita yður einsitáikt tækifæri, bjóðum vér yður að eignast íslenzkt gólfteppi án út- borgunar, með jöfnum mánaðarlegum afborgunum. Afgrerðum um allt land, KYNDILL, Kefjiavík. Sími 92—2042. / Gluggafyjónustunni, Hátúni 4a (Nóatúnshúsið) verður ekki lokað vegna sumarleyfa. Við höfum m.a.: : I Tvöfalt einangru’níargler — einfalt gler 4ra, 5, 6 og 7 mm. — hamrað gler, margar gerðir — gluggalista — undirburð — gluggasaum og handverkfæri — glerísetningar o.m. fl. — Góð bílastæði — Fljót afgreiðsla — — Sími 12880 — GLUGGAÞJÓNUSTAN, HÁTÚNI 4a. J.................... i,...... .......... - •' ... 7. júlí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.