Alþýðublaðið - 07.07.1968, Qupperneq 6
T ungumálakrytur
í Suður - Afríku
EILÍFAR deilur milli - þeirra
Suður-Afríkumanna, sem tala
„afrikaans” eða flæmska mál-
lýzku, og þeirra, — sem tala
ensku, hafa löngum valdið erf-
iðleikum. Allt frá því að þjóð-
ernissinnaflokkurinn, sem afrika-
ans-talandi ráða að mestu leyti
fyrir, náði völdunum 1948, og
einkum eftir að Suður-Afríka
sagði sig úr brezka samveldinu
1959, hafa þjóðernissinnar af
meiri eða minni einlægni reynt
að skapa betra andrúmsloft milli
þessara tveggja aðila. Þeim hef-
ur að nokkru leyti tekizt þetta,
m. a. vegna þess að óítinn við
árás utan frá, „svarta hættan”,
hefur skapað nokkra samstöðu.
En allt um það koma deilumál-
in þó alltaf upp á yfirborðið.
Það eru einkum Búarnir, sem
finnsí þeir á' einhvern undarleg-
n hátt vera þrúgaðir af hinum
enskumælandi.
Yenjulega er það tungumálið
í skólanum, sem bögglast eins
og roð fyrir brjósti manna, en
nú er það hins vegar fáni lands-
ins, sem erfiðleikum veldur.
Fána Suður-Afríku er skipt
lárétí í þrjá fleti — appelsínu-
gulan, hvítan og bláan. Á hvíta
fletinum í miðjunni eru þrír smá-
fánar, brezka flaggið óg fánar
gömlu Búalýðveldanna Trans-
vaal og Oranje.
Ákafastir talsmenn breytinga
eru hinir öfgafullu Búar í Trans-
vaal, og það er einkum meðal
þeirra, sem óskin um, að Suður-
Afríkumenn fái sterkari tilfinn-
ingu fyrir því að vera ein þjóð,
er óberandi. Nú til dags telja
þeir, að lappað hafi verið upp á
, >
fónann í byrjun og það sé eink-
um ógeðfellt að sjá brezka fán-
ann, Union Jack, ennþá í suður-
afríska fánanum.
í héraðsstjórninni í Transvaal
þar sem þjóðemissinnar hafa öli
völd, var fyrir skömmú lögð
fram tillaga, þar sem talið er, að
nýr fóni, er sé tákn suður-af-
ríska lýðveldisins, óháðs ríkis
utan brezka samveldisins, muni
innræta mönnum þjóðarstolt.
Þetta sýnir dálítið hvernig
Búarnir hugsa málið, en hinir
enskumælandi eru tortryggnir
og móðgaðir. í pésa, sem Sam-
bandsflokkurinn hefur gefið út,
segir, að enginn efi sé á, að hug-
takið „hreinn” fáni tákni, að
leggja eigi niður litla brezka
fánann til þess að fjarlægja öll
tengsl, sem enskumæiandi menn
finni við sögu Suður-Afríku. í
bæklingnum segir ennfremur:
„Það er ætlazt til, að við. leggj-
um niður þann fána, sem marg-
ar þúsundir Suður-Afríkumanna
börðust og dóu undir til að
tryggja heimsfriðinn fyrir Suð-
ur-Afríku — líka fyrir þjóðernis
sinnana.”
Búarnir hafa síðustu árin haft
meðvind og völd og áhrif ensku-
mælandi manna hafa minnkað,
Það er augljóst, að mikið rót
kemst á tilfinningar manna ein-
mitt í þessu máli. í ,'eiðara „The
Star”, sem skrifað er á ensku,
segir: „Fjörutíu ár eru rúmur
helmingur þess tíma, sem Suður-
Afríka hefur verið þjóð, og í
meðlæti og mótlæti hefur hún
orðið það, sem hún er, undir
fána, sem allir hafa lært að
virða, sem blaktað hefur yfir orr-
ustuvöllum, forsætfsráðherrum
og forsetum, þingum og íþrótta
sigrum.”
Vorster forsætisráðherra hef-
ur ekki enn tekið afstöðu í mál-
inu. Hann hefur sagt, að óski
meirihluti þjóðarinnar eftir nýj-
um fáha, þá verði málið kannað.
Þetta vilja menn túlka sem svo,
að hann hafi gefið þjóðernis-
sinnum í Transvaal grænt ljós.
f lok maí á tuttugu ára af-
mæli valdatöku þjóðernissinna í
Suður-Afríku birti þingnefnd
skýrslu sína um hvernig hugs-
anlegur nýr fáni gæti litið út.
í skýrslú nefndarinnar segir m.
a.: „Þar eð stjórnarskrá vor við-
urkennir, að guð hafi leitt for-
feður vora hingað frá ýmsum
löndum og gefið þeim eigur sín-
ar, teljum vér, að fáni landsins
skuli vera tákn hinnar miklu
kristnu arfleifðar vorrar.” Sting-
ur nefndin svo upp á, að krossar
heilags Georgs, heilags Patreks
og hcílags Atndrésair skuli not-
aðir. . "
Líta má á fánamál þjóðernis-
sinna sem lið í tilraun til að
styrkja þjóðernishyggju hvítra
manna í Suður-Afríku. Ef til t.íð-
inda dregur í suðurhluta Afríku,
verður enn erfiðara að fást við
vandamálin, ef hinir hvítu eru
sundraðir. Heift í garð Breta
hefur verið talsverð undanfarið,
einkum eftir að Wilson neitaði
að selja Suður-Afríkumöhnum
vopn. Það er því gróðurmold fyr-
ir ákalli um þjóðareiningu með-
al enskumælandi Suður-Afríku-
manna. Þeirra „eigin menn”
hafa svikið þá.
Góð absókn að
garði Ásmundar
A hverjum degi allan ársíns
hring heimsækja erlendir ferffa
menn Ásmund Sveinsson mynd
höggvara, skoffa garðinn, sem
prýddur er fjölmörgum lista-
verkum meistarans, og safniff,
sem ekk’i síffur hefur vakiff
óskipta atliygli ferffamanna á
undanförnum árum. Nú um
sumarmánuðina eykst straum-
ur erlendra ferffamanna til
Ásmundar og skipta erlendir
ge«tir hundruðum á liverjum
degi.
Ljósmyndari blaffslns var
staddur í garffinum hjá Ás-
mundi einmitt í sömum mund
og einn hópinn bar aff garffi á
fimmtudaglnn. Þetta var fólk
af mörgu þjóffemi og ræddi
fólkiff á ólikustu tungumálum ^
um listaverkin bæffi viff lista- p
mann’inn sjálfan og viff sam-l1
ferffarmenn sína.
Fararstjóri í kynnísferðinni (i
um borgina var Valdís Blöndal|l
og sagffist hún hafa í mörg < |
hom aff iíta og sannarlega',
reyndi á málakunnáttuna, þeg-|i
ar svara þyrfti öllum í einu og 11
hafa til reiffu svör viff ólíkleg-',
ustu spurningum á f jórum eða (i
jafnvel fimm tungumálum.f
Sagffi Valdís þaff fastan Iiff í<|
kynnisferffiun meff erlenda (i
ferffamenn aff koma viff hjá(>
Ásmundi og hefffu ferffa-I1
mennirnlr orff á því, hve \
ánægjulegt þeim finnist aff fá|i
tækifæri til að skoða listaverk (1
I'
>
Ásmundar.
Fréttir frá S.Þ.
Apartheid-nefnd Sameinuðu •
þjóðanna (Special Committee •
on the Policies of Apartheid of
the Government of the Repu-
blic of South Africa) var skipuð
af Allsherjarþinginu 1962 til '
að fylgjast með þróuninni
milli þinga. Nefndin hefur
hlustað á kvartanir, kannað
skýrslur og átt fundi við ýmsa
aðilja í Afríku og Evrópu.
Hún hefur lagt skýrslur sínar
fyrir Allsherjarþingið og
Öryggisráðið og komið á fram
færi tillögum um leiðir til
lausnar. í nefndinni eiga eftir-
talin ríki fulltrúa: Alsír, Costa
Rica, Filippseyjar, Ghana,
Guinea, Haítí, Malajsía, Nepal,
Nígería, Sómalía og Ungverja-
land.
Norræn framlög til
hjálparsjóffa
Sameinuffu þjóffanna
Umboðssjóður Sameinuðu
þjóðanna til hjálpar fórnar-
lömbúm apartheid-stefnunnar
hefur fengið yfir 600.000 doll-
ara í frjálsum framlögum.
Danmörk hefur lagt fram um
119.000 dollara, Finnland
10.000, Noregur 20.000 og Sví-
jþjóð 198.000 dollana. Sjóður-
inn hefur þegar greitt 410.000
dollara til hjálpar í viðlögum,
upp í málskostnað tg til
menntaþarfa.
Menntasjóður Sameinuðu
þjóðanna fyrir Suður-Afríku-
búa í útlegð hefur tekið við
800.000 dollurum í frjálsum
framlögum. Danir lögðu fram
196.000 dollara, Norðmenn
82.000 og Svíar 190.000 dollara.
ERLENDAR
FRÉTTIR í
STUTTU MÁLI
LONDON, 5. júlí. Elísabet
drottning heiðraði í dag hnatt
siglarann Alec Rose með því
að slá hann til riddara, en
hann lauk í gær við siglingu
umhverfis hnöttinn einn á
báti. Hið sama gerði drottn-
ingin við Francis Chichester,
er hann lauk sinni siglingu.
Hér eftr kallast því hinn 59
ára gamK grænmetiissali Sir
Alec Rose,
5 7. júlí' 1968
BONN, 5. júlí. Vestur-þýzka
lögreglan hefur aðvarað lög-
regluna í París um, að stúdent
ar hafi á prjónunum áætlanir
um að drepa de Gaulle forseta
við hátíðahöldin á þjóðhátíðar
dag Frakka 14. júlí n.k., upp-
lýstí talsmaður stjórnarinnar
í Bonn í dag.
Sagði han, að ónafngreindur
Frakki hafi sagt tveim blaða-
mönnum í Bonn, að stúdentar
hyggðust varpa handsprengj-
um að forsetanum, er hann
færi frá Champs Elysées.
Merkið um árásina á að vera
„flugeldar“.
Frakkinn féllst á að hitta
blaðamennina gegn því, að
nafn hans yrði ekki birt. Hann
sagði, að stúdentarnir störfuðu
fyrir hóp samsærismanna.
Brussel, 5. júlí. Á stjórnar-
fundi Alþjóðasambands
frjálsra verkalýðsfélaga var í
dag samþykkt harðorð för-
dæming á ástandinu í Grikk-
landi.
MOSKVA, 5. júlí. Nasser
Egyptalandsforseti lýsti því
yfir í ræðu í hádegisverðar-
boði í Moskvu í dag, að Ara-
bíska sambandslýðveldið æskti
friðar, en^væri enn ákveðið í
að frelsa þau landssvæði, sem
ísraélsmenn héfðu tekið í styrj
öldinni í fyrra. Hann sagði
ennfremur, að hið endanlega
takmark arabískra þjóða væri
að fjarlægja afleiðingar árás-
ar ísraelsmanna, hvað sem það
kostaði.
Ræðan var þýdd fyrir frétta
■menn út arabísku og virtist
ekki í henni að finna neitt, er
bentj til tilslakana af hálfu
Egypta til að fá ísraelsmenn
til að draga herlið sitt til baka.
Bent er á, að í ræðunni, eins
og hún var þýdd, sé ekki að
finna neitt um ummælj Riads
fyrr í vikunni, þar sem hann
sagði, að ísrael væri raunveru
leiki og yrði að skoðast sem
slíkt. Nasser minntist heldur
ekki á tillögu Rússa um hugs-
anlega stöðvun vopnasölu til
Austurlanda nær, er ísraels-
,menn hefðu hætt hernámi
sínu. Hvort tveggja þetta er
talið benda til, að hugsanleg
sé einhver forganga Rússa og
Egypta til að finna friðsam-
lega lausn.
HONGKONG, 4. júlí. Rauð-
ir varðliðar rændu fyrir
skemmstu ræðismannaskrif-
stofu Norður Vietnam í Nann
ing til að mótmæla því, að
Hanoi-stjórnin hefur fallizt á
samningaviðræður við Banda
ríkjamenn, að því er blaðið
The Hongkong Times segir.
Varðliðarnir fóru að fyrirmæl
um Chiang Ching, eiginkonu
Mao Tse-Tungs. Segir blaðið,
að upplýsingar þessar séu
komnar frá fólki, er komið
hafi frá Nanning. Það skýrir
svo frá, að ræðismannsskrif
stofan hafi verið rænd eftir
mótmæláfund í byrjun júní.
Sí.ðar hafi verið dreift flugrit
um, þar sem sagt var, að Chi
■ang Ching hafi fyrirskipað að-
gerðirnarj Þá er sagt, að varð
liðarnir hafi ráðizt irin í bygg
inguna og rifið föt af Norður-
Vietnömum, er þeir höfðu bor
ið verðina ofurliði.
- ALÞÝÐUBLAÐIÐ