Alþýðublaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 5
ÁRIN milli heimsstyrjaldanna verða lengi talin sérstætt og merkilegt skeið í sögu íslend- inga. Frelsisbaráttunni lauk í raun réttri 1918, og þjóðin sneri sér að innanlandsmálum, Þar sem ótal verkefni biðu úrlausn- ar. í stjórnmálum, atvinnumál- um, samgöngumálum og mennta- málum voru stórbreytingar fram- undan. íslendingar voru að skapa nútíma þjóðfélag, búa sig undir endurreisn lýðveldisins. Jónas Jónsson frá' Hriflu setti svip á þetta tímabil meira en nokkur sámtíðarmanna hans, og átti þjóðin þó marga góða for- ustumenn þessa áratugi. Hann átti meginþátt í að móta síjórn- -málin eftir þeim verkefnum, ei' nú biðu þeirra. Hann var óþrjót- andi brunnur hugmynda og hug- sjóna, sem barðist ótrauður fyrir alhliða framförum og lét sér ekkert mannlegt óviiSkomandi. Hann byggði nýja öld á' traust- um grunni íslenzkrar fortíðar, enda stóð hann föstum fótum í sögu og menningu þjóðarinnar. Jónas Jónsson er nú látinn í hárri elli. Hann var sískrifandi um hin mörgu áhugamál sín til hins síðasta, og gaf þjóðinni ráð byggð á langri reynslu. En það er langt 'um liðið síðan hann hætti beinum afskiptum af stjórn málum. Þjóðin er nú hálfu fjöl- mennari en hún var, er völd hans voru mest. Það kann því að reyn- ast erfitt fyrir yngri kynslóðir íslendinga að gera sér grein fyr- ir, hversu mikill foringi Jónas vbl*, hversu stórbrotinn ferill hans, hversu hörð baráttan. Þyki stjórnmálabarátta í dag persónu- leg og oft óvægin, ættu menn að kynnast henni eins og hún var á valdaárum Jónasar. Hann vakti hrifningu og eignaðist harð- skeytta og trygga stuðningsmenn um land aljt. En andstaða gegn honum var einnig vægðarlaus og full heiftar. Æviskeið Jónasar Jónssonar þarf vart að rekja, svo oft hefur það verið gert. Hann var sonur Jóns bónda Kristjánssonar og Rannveigar Jónsdóttur í Hriflu í Suður-Þingeyjarsýslu, og hef- ur hann verið við þann bæ kenndur. Jónas gekk í gagn- fræðaskólann á Akureyri 18 ára gamall og reyndist mikill náms- maður. Er það haft eftir Jóni Hjaltalín skólameistara að Jónas væri sá þyngsti lax, sem komið hefði á hans vog. Ekki hélt Jónas í Menntaskól- ann í Reykjavík, heldur fór til Danmerkur og stundaði nám fyrst við Askov og síðan við Kennara- háskólann. Eftir það lagði hann leið sína til Þýzkalands, dvaldist í Berlín og ferðaðist um landið. Þaðan fór hann til Englands, var í London, en fékk síðan inngöngu í Ruskin College í Oxford. Sú stofnun hefur verið kölluð Há- skóli öreiganna, enda hafði hún náið samband við verkalýðshreyf inguna og þar voru margir al- þýðumenn að leita sér náms. Varð Jónas þarna fyrir miklum áhrifum og fylltist mikilli að- dáun á Englendingum. Ruskin College var án efa fyrirmynd hans, er hann nokkrum árum síðar gekkst fyrir stofnun Sam- vinnuskólans, og telja má víst, að brezkar fyrirmyndir hafi ver- ið honum ofarlega í huga, er hann tók þátt í stofnun tveggja stjórnmálaflokka 1916, en annar þeirra yarð verkalýðsflokkur og liinn frjálslyndur flokkur. Eftir að Jónas sneri heim gerð- ist hann brátt umsvifamikill rit- höfundur og kennari. Greinar hans vöktu mikla athygli, enda hreyfði hann oft nýjungum, sem framkvæmdar voru síðar ýmist af honum sjálfum eða öðrum. Hann var áhrifamikill kennari, fyrst við Kennaraskólann og síð- an um langt skeið við Samvinnu skólann. Skrifaði hann kennslu- bækur, sem enn eru notaðar. Afskiptj Jónasar af stjórnmál- um reyndust þó afdrifaríkust. Munu sagnfræðingar framtíðar- innar án efa grandskoða þann þátt, sem Jónas átti 1916 í stofn- un Alþýðusambandsins og Al- þýðuflokksins, sem þá var eitt og hið sama, og skömmu síðar Framsóknarflokksins. Spurt verð ur, hvort þess hafi í raun og veru verið nokkur köstur að stofna einn flokk í stað tveggja, og hvaða áhrif það hefði haft á stjórnmálin næstu áratugi — og raunar allt fram til þessa dags — ef svo hefði farið. Jónas gerðist snemma sam- vinnumaður og vann þeirri hug- sjón vel alla ævi. Hann varð brátt eins konar andlegur leið- togi samvinnuhreyfingarinnar, stýrði málgögnum hennar, stofn- aði skólann, sem ól upp hundruð starfsmanna og forystumana fyr ir kaupfélögin, og stóð í sókn og vörn, þegar deilt var um hréyf- inguna, sem var ósjaldan. Að auki var Jónas ráðgjafi þeirra manna, sem fóru með frám- kvæmdastjórn hins vaxandi stór- fyrirtækis, Sambandsins. Árið 1922 var Jónas kjörinn alþingismaður og fékk liann þá nýjan vettvang fyrir hið mikla hugmyndaflug sitt og þær óþrjót andi hugsjónir, sem hann bar í brjósti. Þegar Framsóknarflokk- urinn með stuðningi Alþýðu- flokksins myfldaði stjórn 1927, varð Jónas dóms- og kennslu- málaráðlierra. Hófst nú eitt um- svifamesta tímabil hans, er hann hafði mest völd og gat hrundið hugmyndum sínum í framkvæmd. Yrði of langt mál að telja upp einstök mál, en minnismerki þessa tíma standa víðs vegar-um landið, traustar og glæsilegar byggingar, sem hafa gert ómet- anlegt gagn hver á sínu sviði þá áratugi, sem Jiðnir eru síðar. Starfsferill Jónasar eða pólitík hans verða ekki rakin frekar að sinni, enda er það löng og mikil saga. Enn er þetta tímabil of nærri samtíðinni til að það verði metið á óhlutdrægan og söguleg- an hátt, en það verkefni bíður sagnfræðinga framtíðarinnar. Þrátt fyrir róstusöm stjórnmál og hörð átök verður þetta ánægju leg saga að rita, því þjóðin var á hröðu framfaraskeiði og lagði á þessum árum grundvöll að því nútíma lýðveldi, sem stofnað var á Þingvöllum 1944. Það var gæfa íslendinga að eignast á réttum tíma mann eins og Jónás Jónsson, sem bæði átti gnótt hugsjóna og baráttumála og hafði þrek til að taka forustu um framkvæmd þeirra. Við lát Jónasar er lokið merkum kafla í sögu þjóðarinnar. Benedíkt Gröndal. JÓNAS Jónsson var hugkvæm- astur og atháfnasamastur íslenzk- ur stjórnmálamaður fyrri hluta þessarar aldar, en að auki mikil- virkur rithöfundur og frábær kénnari. Eftirmæli hans er því fremur bókar efni en blaðagrein- ar. Ég reyni hér aðeins að lýsa honum sem kennara veturinn minn í Samvinnuskólanum. Dagúrinn hófst jafnan með því, að Jónas kenndi samvinnu- sögu eða félagsfræði. Hann kom á morgunslopp inn í skólastofuna og virtist' eins syfjaður og nem- endurnir. Engan grnnaði, að hann hefði þá' setið lánga stund að lestri eða skriftum og jaínvel þegar lokið ærnu verki. Svo byrj- aði kennslustundin, og fyrr en varði voru allir glaðvakandi. Jónas hafði þann hátt á að hlýða - yfir í orði kveðnu, en það var aðeins aðferð til að ná sambandi við nemendur. Hann þóttist fylgja bók, en kom eins víða við og honum datt í hug hverju sinni. Samt raðaðist kennslan í slcipulegt samhengi og nægði sumum nemendum til lífsskoðunar. Menn og atburðir þyrptust fram í skemmtilegri frásögn Jónasar Jónssonar þessar morgun stundir í Samvinnuskólanum. Jesús Kristur réði úrslitum um merkilegasta trúboð mannkyns- sögunnar með fjallræðunni, Napóleon stýrði feigu Ííði inn í rússneska vetrarríkið, skotið, þegar Lincoln var myrtur, heyrð- ist um veröld alla, nýlenduveldi Belgíumanna hrundi í rúst' af spillingu eins og fúið hús. Og Jónas Jónsson kenndi einnig ís- landssöguna með því að bregða upp myndum og setja fram-álykt- anir. Þrælahald Var afnumið hér á landi átakalaust af því að feður okkar til forna gátu ekki hugsað sér börn sín ánauðug, kristni komst á með úrskurði á alþingi af því að minnihluti þjóðarinn- ar var siðferðilega sterkari, ríki íslenzkrar tungu var heimsveldi á dögum Egils, Ara og Snorra, kvöldvökúrnar, og þá einkum bókalesturinn og frásögurnar, héldu íslenzkri menningu við daprar aldir, fátækir bændur í Þingeyjarsýslu kringum aldamót veltu fyrir sér í lágum og lekum torfbæjum hvernig frelsa ætti hðiminn og björguðu þess vegna landinu. Jónas festi stundum nemendum sínum í minni hæpn- ar staðreyndir, en hann glæddi forvitni þeirra og fróðleiksþrá og boðaði þeim mikinn fögnuð. Hann gæddi skólann íslenzkum ‘svip og alþjóðlegum anda. Oft bar dægurmál á góma í kennslustundunum. Jónas var þá enn mestur valdamaður í flokki sínum og iét mjög að sér kveða, en hann gætti jafnan hófs í áróðri við nemendur Samvinnu- skólans. Hann bar samherjum og andstæðingum svipað söguna, dáði hugmyndir og athafnir, en fyrirleit sljóa tregðu. Hins vegar afsakaði hann gjarnan mistök, ef honum þóttu þau sprottin af virðingarverðri og helzt djarfri viðleitni. Hann unni íþrótt sjálfs sín, einstakri ritleikni, þar sém saman fór mýkt og harka, fylgd og árás, huggun og fordæming. Jónas var og veikur fyrir sumum hæfileikum, sem hann skorti sjálfan, og óttaðist þá jafnvel i fari keppinauta. Léði hann oft niáls á bandalagi af þeim sökum, og varð honum þó ekki borin minnimáttarkennd á brýn. Engan ætla ég öruggari í vilja og fyr- irætlun hverju sinni. Þess vegna var Jónas Jónsson róttækastur til vinstri, en íhaldssamastur til hægri, og svo fjölbreyttur og einkennilegur persónuleiki, að hann átti ekki sinn lfka. Fyrir kom, að ég sæi Jónas bryggjast, og gat' hann þá orðið viðkvæmur og eins og honum féllust hendur í þeim ásetningi að drottna yfir mönnum og mál- efnum. Oft reiddist liann og iðulega af litlu tilefni, en það var alltaf líkast náttúruhamför- um. Þá rifjaðist stundum upp fyrir mér, þegar sjór gekk 'á land í átthögum mínum é’t bjargvætturin varð allt í einit óhemja. Hins vegar vissi ég Jónas Jónsson aldrei gleðjast’ Framhald á bls. 12. ALÞÝÐUBLAÐIÐ % 26. júlí 1968 —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.