Alþýðublaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 15
Altöh Q HLUTI June. — Hvern skollánn vilj ið þér eiginlega hingað ? — Það skulum við ræða seinna, var svarið. — Nú ætla ég að sjá barn Helienar. Vild uð þér fylgja mér til „Rauða lands“? Ned hiallaði sér brosandi lupp að húsveggnum og horfði á systur sína. Hann þekkti Ailsu svo ve-1, að ihann gat les ið huigsanir hennar. June var lagleg stúlka, en það var eitt hvað annáð við hana, sem vakti meira athygli manns — 1 lifandi persónuléiki, sem gerði hana mjög aðlaðandi. Það vai4, satt og víst, að Símoni tæk I ist seint að kúga ha-na. — Ég fann June í Boraville, sagði Ned, — eða réttari .sagt — hún fann mig. Þegar ég heyrði, að hún ætlaði til 1 „Rauða lands“ vildi ég gjarn an reynast góður nágranni og ég tók hana mieð, Á ég að sækja kerruna eða bílinn fyr ir þig, Símon? June kom hing iað í jeppanum mínum, en eins og ég sagði áðan er hann í ólagi. — Ég verð víst að velja kerr- una, sagði Símon. — Gamii bíil- inn er enn lélegri en jeppinn, ef það er þá hægt. Ailsa reiddist, því að Sírnon virtist alveg liafa misst allan á- huga á henni og meiðslum henn- ar,- hann fór út í hesthúsið mcð Ned og skildi hana eftir eina hjá June. Hún virti hana fyrir sér um stund. Jú, hún var lagleg og dálítið stríðnisleg að sjá, — næstum prakkaraleg. — Hvers vegna komuð þér liingað? spurði hún óvingjarn- lega. — Vitið þér það ekki? spurði June. Á þessum fundi þeirra Ailsu, fann hún að hún hafði þegar eignast óvin. Hún hafði ekki getað annað en séð, hvernig hin stúlkan horfði á Símon. Hún elskaði hann og gat því orðið June hættuleg. Reiði Ailsu sigraðist á sjálfs- stjórn hennar. — Símon var viss um, að þér kæmuð aldrei hingað. June brosti. — Þar hljóp hann á sig, sagði hún og gekk yfir að girðingunni. — Þeir eru að taka kerruna út. Hún leit á Ailsu. — Ég held að við eigum eftir að sjást oftar. Bróðir yðar hefur þegar sagt mér margt um yður. Án þess að svara, snérist Ail- ra^á liæli og gekk inn í húsið. Ned og Símon höfðu sett kerr- una fyrir og Símon var kóminn upp í ekilssætið. Hann var afar stuttur í spuna1, þegar hann tal- aði til June. — Við skulum koma okkur af stað. Þetta er ekki svo löng leið en í þessari kerru verðum við eilífðartíma. Ned hjálpaði henni upp í kerr- una. Hann tók um hönd hennar og sagði: —- Við hitlumst seinna, June, þökk fyrir alja hjálpina. Meðan June og Símon óku af stað, þögðu þau og June starði fram fyrir sig, ákveðin i að rjúfa ekki þögnina fyrst, en það sann- aðist, að Símon gat líka þagað, þegar hann vildi. — Hvers vegna sögðuð þér mér ekki, hver þér væruð, þegar þér komuð til Englands? spurði hún Ioks. — Mér fannst það ónauðsyn- legt. — Ég trúi því vel! Þér komuð til að njósn-a um mig. Þegar hann yppti bara öxlum, sagði hún heiftúðug: — Og þegar þér fóruð, voruð þér sannfærður um, að ég myndi ekki einu sinni gex-a tilraun til að annast barn Hel- enar. " Hann leit snöggt á hana. — Getið þér það? Hún hrukkaði ennið, því að þessi spurning hafði kvalið hana á ferðinni frá Englandi og það var ekki auðvelt að heyra hana. Hiin hefði mjög gjarnan viljað fullvissa hann um að hún gæti það, en þar sem hún var heiðarleg og hreinskilin að eðlisfari, gat hún það ekki, og því þagði hún. — Ég lield enn, að Helen hafi gert heimskupör, sagði hann reiðilega og sló í hestinn með svipunni. Mammy Brown hefur víst séð kerruna út um eldhúsgluggann, því að hún kom kjagandi út og tók á móti þeim með brosi. — Hver er þessi fallega kona? spurði hún, því að henni leizt vel á June við fyrstu sýn. — Þetta er Mammy Brown, sagði Símon. — Þér getið kynnt yður sjálf. Svo ók hann yfir að hesthúsinu. Það leið löng stund áður en Mammy Brown hafði jafnað sig eftir undrunina og gleðina 5’fir að sjá June og á leiðinni upp til barnsins, sagði hún: — Frú Loring sagði mér um yður, góða mín, hún hugsaði oft til yðar. Hún sat á svölunum á kvöldin og sagði mér allt um leikhúsin, sem þið lékuð í og hvað gerðist eftir sýningarnar. Frú Loring fannst svo gaman að tala um leikhúsið og ég held', að hún hafi saknað þess meira, en hún vildi vera láta. — Ég lilakka til að sjá barn- ið, sagði June og svo kom henni skyndilega dálítið til hugar. Ég veit ekki einu sinni, hvað hann heitir! — Hann heitir Toby óg hann er engill! Hann heitir í höfuðið á afa sínum Tobíasi. Loring, en það er alltof veglegt nafn fyrir lítið barn, svo að við köílum liann bai’a Toby. Hann nær langt, ef hann verður jafn góður maður og afi lians. Toby sefur mestan hluta dagsins, hélt Maminy Brown áfram, — en bráðum fer hann að hlaupa um. Við gerðum barnaherbergi baka til í húsinu, þar er rólegra og friðsælla. Frií Loring vildi láta gera það, þegar hún vissi, að hún átti von á barni. Nú komJune inn í lítið her- bergi ,og hún sá strax vögguna við gluggann. Hún nálgaðist gætilega og það greip hana undarleg tilfinning, þegar hún rétti fram hendurnar til að taka barnið upp, en svo dró hún sig í hlé. — Hann á að fá matinn sinn bráðum, sagði Mammy Brown. Þér megið taka hann upp, ef yð- ur langar til þess. — Nei, ég vil ekki vekja hann. June leit á barnið með epla- kinnarnar, lokuð augun og litlu feitu hendurnar. — En hvað hann er lítill, hvíslaði hún. Barnið bærði á sér, en jafnvel þó að June langaði til að taka hann upp, vissi hún ekki, hvað hún ætti að gera. Hún vildi eklci, að Mammy Brown kæmist að því, að hjún kunni ekkert með börn að fara. — Ég hef ekkert fengið að borða í dag, sagði hún í afsök- unai’skyni. — Ég skal sækja mat nú þegar> — Ég tek upp úr töskunum á meðan, sagði hún, en áður en hún kom að útidyrunum, opnuð- ust þær og Símon kom inn með töskurnar hennar. Hann horfði kuldalega á hana og bað hana um að koma á skrif- stofu sína, þegar hún væri búin að borða. — Hvers vegna senduð þér ekki skeyti og sögðust vera að koma? spurði Símon, þegar hún kom inn á skrifstofuna. — Ég vildi ekki verða fyrir neinum hindrunum, svaraði hún. Hann virti hana fyrir sér. Með tilliti til barnsins .. byrjaði hann. — Við áttum að í’æða um hann í Englandi, sagði hún. Hann dró andann djúpt. Þér hafið víst á réttu að standa. Þá hefðuð þér aldrei þurft að fara í þetta ferðalag. Ég hugsa, að lögfræðingur minn, hr. Lawson, hafi skýrt fjárhagshliðina fyrir yður.Eru einhver sérstök vanda- mál? - Nei. Hann skildi ekki framkomu hennar. Það var engu líkara en hún væri að reyna að fá hann til að leysa frá skjóðunni. — Þér getið svo sem verið, ef þér viljið, sagði hann. — Þér gætuð kynnzt vinum Helenar. — Mér skilzt, að þeir hafi ekki verið margir, svaraði June. — Voruð þér einn þeirra? Hún sá, að hann lierpti sam- an varirnar. — Okkur samdi vel, svaraði hann, en svo skjldi hann, \ hvernig í pottinn var búið. — Svo þér voruð að tala við Ned Hudson! Hann var einkavinur Helenar! — Við hvað eigið þér? — Ekkert sérstakt! Hún hefði gjarnan viljað fá meira að heyra, en skildi, að þetta var ekki rétti tíminn til þess. Það var svo margt annað, sem hún vildi fá að vita um líf Helenar á' ,Rauða landi,’ en það gat' beðið. Nú var það Toby. — Ned hefur þegar sagt mér margt um Helen, sagði hún, — og mér hefur skilizt, að hún hafi ckki verið hamingjusöm hérna. Hann lét sem hann væri önnum kafinn. — Ég vona, að dvöl yðar hér verði ánægjuleg, sagði hann. — Segið mér bara, hvenær þér ætlið til Englands og ég skal sjá um flugfarseðilinn. Þetta var stundin, sem hún hafði beðið eftir. — Það verður ekki i bráð, ég ætla að seljast hér að. Svo bætti hún við til að ganga úr skugga um, að ekkert færi á milli mála: Toby litli á að alast upp á „Rauða landi” og ég verð hér og el hann upp. Hún gaf ekki Símoni neitt tækifæri til að mótmæla henni, heldur gekk út af skrifst'ofunni og neitaði sér um þá ánægju að vita, hvernig hann brygðist við orðum hennar. Þegar June kom upp á herbergi sitt, settist hún á rúi'l^okkinn og sat þar spennt og 'órólcg um stund. Svo opnaði hún aðra töskuna, og tók upp bók, sem hún hafði keypt áður en hún fór frá' Englandi. Bókin hét: „Barnagæzla.” ■________|___________________ j Gþróttir j| Framhald af bls. 11. □ Ú R S L I T. Fimmtarþraut. Valbjörn Þorláksson, KR 3110 stig. (6,59- 58,48 -22,9 -37,20 5:30,8) Erlendur Valdimarsson, ÍR 2940 stig. (6,08 — 52,03 -25,1 - 48,85 — 5:30,2) Kjartarx Guðjónsson, ÍR 2773 stig. <6,51 —50,33 -24,5 -35,12 - 5:35,8) Trausti Sveinbjörnsson, UMSK 2630 stig. (5,76 —39,86 —24,6 —31,54 —4:45,6) Elías Sveinss°n, ÍR 2423 stig. (5,68 -40,29 -24,9 -29,46 — 5:07,6) Stefán Jóhannsson, Á 2385 istig. (5,40 —46,80 -25,3 —29,46 - 5:18,7) 3000 m. hrindunarhlaup: Halldór Guðbjörnsson, KR 10:16,7 Ólafur Þorsteinss., KR 10:52,8 sv. met. Daníel Njálsson, HSH 10:55,4 Konur: 200 m. hlaup: Kristín Jónsd., UMSK 27,2 Þuríður Jónsd., HSK 28,0 Sigríður Þorsteinsd., HSK 28,2 \ Unnur Stefánsd., HSK 28,8 Maiigrét Jónsd., HSK 29,3 Ingunn Vilhjálmsd., ÍR 29,4 Spjótkast. Valgerður Guðmundsd. ÍR 34,13 Alda Heligad., UMSK 31,26 Eygló Ha.uksd. Á 30,25 Hrefna Sigurjónsd., ÍR 27,21 Ragnheiður Davíðsd., ÍR 24,45 Ingvieldur Róbertsdóttir, ÍR 23,63 Langstöfck: Kristín Jónsd., UMSK 4,97 Þuríður Jónsd., HSK 4,93 Hafdís Helgad., UMSE 4,68 Unnur Stefánsd., HSK 4,67 Mai’grét Jónsd., HSK 4,53 Þuríður Jóhannsd., UMSE 4,49 BARNALEIKTÆKI ÍÞRÓTTATÆKI V éla verikstæði Bernharðs Hanncss., &uðurlandsbraut 12. Súni 35810. 26. júlí 1968 - f ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.