Alþýðublaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 16
mmm i*@. .......... ]jað ríkir of mikill sljóleiki og sinnule'ysi, svo að of margir hafa sig ekki fram um neitt framtak umfram það, sem nauðsynlegt er • . . . Vísir. Nýja tizkan kvað vera merki leg. Það er í fyrsta skipti í mörg ár sem hún er nýtízku leg. . Rússarnir í Tékkóslóvakíu vilja ekki fara heim. Og það er kannski lieldur ekk; von. Það er ekki heiðarlegt að svíkja undan skatti. Og þó gera margir heiðarlegar til- raunir til þess. Við skulum eHki tala illa um einræðið. Þrátt fyrir allt er það bara örlítill minni hluti sem kúgar alla hina. daglegi ItAILstur „Bunulækur blár og tær" Skáldin yrkja sleitulaust, þrátt fyrir allt og allt og þrátt fyrir Háskóla íslands. Hver sá, sem heldur að sá dómur prófessora að enginn réttlátur finnist í skáldasveit íslenzkri á þwí herrans ári 1968, sé dauðadómur óáfrýjanlegur, er heldur betur úti á (þaiki. Skáldin ortu í banni biskupa, stjórnarherra, ráða og nefnda og láta ekki á sig fá, þó að úthlutunarmefnd listamanna iauna telji Iþau ekki svaraverð. Jafnvel ekki laust við að islíkt tómlaeti frá þeirri ágætu nefnd, sé orðið eftirsóknar verður stimpill á skáldgáfuna! En maðurinn sem orti um „bunulækinn bláan og tæran“ á svei mér hönk upp í bakið á oss. Hvernig hefði fréttamaður Hljóðvarpsdeildar Ríkisútvarpsins farið að, hefði hann ekki getað vitnað óbeint í „Bunulækur blár og tær ....“? Sjaldan, eða aldrei, ef laprílgöbb eru undanskilin, hefur ffréttaauki orðið slíkur ánægjuauki öllum landslýð, eins og sá er Hljóðvarpsdeild Ríkiáútvarpsins, flutti í tilefni af opnun vatnsleiðslunnar til Vestmaiinaeyja. Öll lýsing fréttamannsins á þeim atburði dró hálft í hvoru dám af knattspyrnulýsingum Sigga Sig og hálft í hvoru af barmslegri hrifningu og undrun. Fréttamaðurinn hefur kannski þetta, sem ég myndi ætla að á fræðimáli sé nefnt „opin sál“. (Að sál mannsins sé eins og „opin blæðandi kvika“, er of sterkt að orði komizt' eigi hin fínlegri blæbrigði (núansar) málsins að njóta sín til fulls). Fyrst var lýst og skilmerkilega hvernig kaþal-skip- ið fór að því að leggjast að bryggju í Vestmannaeyjum. (smbr. frá heimsókn' stórmanna: Hann gengur settlega og var færnislega niður itröppumar úr flugvélini, eilítið hokinn í haki með barðastóran hatt á höfði og klæddur í vatnshelda regnkápu og úlpu utanyfir. Á fótunum hefur hann skinn- skó langt upp á leggi og selskinnsbrækur girtar ofaní, eins og hann ætli að hjóla sjálfur til Þingvalla. Hann heilsar mót- tökunefndinni með handabandi, hverjum og einum útaf fyrir sig og hneigir sig lítillega, þó svo að varla verður merkt og gengur síðan að flugstöðvarbyggingunni lí fylgd stórmenna, hrosir við hlaðfreyjunni og segir eitthvað við hana á sínu máli og hún roðnar og lítur fyrsit í 'austur, svo í vestur, þá á suður og norður og loks beint niðurfyrir sig. Fréttamenn og ljósmyndarar flykkjast að herra X í for- dyri fLugstöðvarbyggingarinnar, en hann brosir breitt og iglaðlega meðan blossamir blossa, en vill ekkert láta hafa eftir sér að svo stöddu. Honum er fylgt að fráteknu hornborði í innri borðsal og borið fyrir hann londonlamb og nú tékur hann upp gaffalinn, gefur hnífmum honnauga, mundar gaff- lalinn grípur hmífinn í vinstri. hendi, virðir hann fyrir sér, hampar ihonum, virðir hann fyrir sér, Lítur á londonlambið, •lítur á hnífimj, leggur frá sér hnífinn, ypptir öxlum, leggur ti'l londonlambsins með gafflinum, gaffallinn hrekkur af lond- onlambinu eins og loftbyssukúla af fíil og hann leggur gaff- alinn frá sér, hann ypptir öxlum og grípur Londonlambið báð- um 'hönduum og leggur ti'l (þess með tönnunum og verður á svipinn eins og maður, sem bítur í n'agladekk, leggur London lambið frá sér, ypptir öxLum, stendur upp og fer í fylgd hinna, siem verður táðlitið aftur til borðsins með saknaðar- dropa á nefbroddinum). Þegar kapalskipið er lagzt að heilu og höldnu, skrúfar bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum frá krana og fréttamaður Hljóðvarpsdeildar ríkisútvarpsins tekur viðbragð og hrópar svo enginn skuli fara þessa merkisatburðar á mis: „Ekki ber á öðru. Fallega bunar!” — Gaddur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.