Alþýðublaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 10
MINNING: BJARNI BENEDIKTSSON frá Hoheigl Forlögin eru duttlungasöm. Við Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi vorum iengi sa-mvistum 'hvern vjrkan dag að kalla, með an hann vann að orðiabókinni, ®em kennd er við menningar- sjóð. Þá grunaði fáa, að ég ætti innan skamms bata von við meðfæddu meini, en engan, að hann væri feigur. Sú hefur þó orðið raunin. Nú er löngu og ströngu lielstríði hans lokið, og í minn hlut kemur að mæla eft ir hann látinn. Það verða fá- 'ein orð, og er þó af manninum ærin saga. Bjami Sólmundur fæddist 25. apríl 1922 ,á Egilsstöðum í Vopnafirði, sonur Benedikts Skálds, bónda og fræðimanns Gíslasonar og Geirþrúð-ar konu hans Bjamadóttur. Ungur flutt ist Bjami með foreldrum sinum að Hofteigi á Jökuldal og ólst þar upp í rausnargarði, en var' settur tii mennta og lauk stúd- entsprófi á Akureyri í sama mund og íslendingar stofnuðu lýðveldið -að Þingvelli við Öxará 1944. Hann ætlaði í fyrstu að nema guðfræði, -en hvarf frá 5>ví ráði og las bókmenntir við Uppsalaháskóla 1945-1947. Heim kominn réðst hann til Þjóðvilj- ans og vann að blaðam-ennsku um ára-jkeið, en starfaði sem embættiílaus menntamaður frá 1958, ein-kum að þýðingum og öðru-m ritstörfum. Bjarni lagði og sttmd á leikritagerð og samdi ágæta ævisögu Þorsteins skálds Erlingssonar á aldar'afmæli hans 1958. Hann kvæntisit 1956 Öddu Bára Sigfúsdóttur veðurfræð- ingi, og eignuðust þau tvo efni- le-ga syni. Kunn-astur mun Bjarni frá Hofteigi af ritdómum sínum og blaðagreinum. Hann lét mjög til sín taka á þei-m vettvangi, enda í hópi ritfæmstu samtíðar- -manna. Skoðanir hans voru eng- 'an veginn öllu-m að skapi, og Bjarni þótti iðu-lega áreitinn og dómharður, en um íþrótt hans efaðist enginn. Hann ge-rðist víðlesinn þegar í föðú-rhúsum, -hafðá ein-stakt yndi 'af skálds-kap og var manna fróð-astur um ljóffagerð og sagnariitun íslend- inga fyrr og síðar, en . kunni einnig prýðilega skil á erlend- um bókmenntum. Bjarni var kröfuharður gagnrýnandi og ó- myrkur í máli. Mat hans taldist -stiundum persónulegt um of, en málflutningurinm va-r á-hrifa mikill og minnisstæður. Hann var fæddur rithöfundur. Ég dæmi eikki um skátdskap h-ans, en ætla, að 1-eikrit han-s muni þykja drjúgur fengu-r, -er fram Mffia stundir, frumlegar ti'lraun ir og sérstæðar. Beztu smásög- ur h-ang eru listræn hagleiks- smíði. Bjami frá Hofteigi var opin- skár um álit og viðhorf, en samt maður dulur í skapi. Mun hon- um oft ha-fa liðið verr en nokk- urn grunaði, þrátt fyrir ham- ingju sína. Við röktum aldrei iha-gi okkar og einkamál, og Bj-arni þekkti mig áreiðanlega betur en ég hann. Þó deildum við geði og skiptumst á skoð- unum. Hann var róttækur, en varð fyrir vonbrigðum af flokki og hugsjón, enda ábyrgðartilfinn ingin rík, skapið heitt og hug- urinn næmur. Við ræddum gjarnan hugðarefni, þó að sitt sýndis-t -hvoru-m, og vorum sam- dórna um markmið, enda þótt okkur greindi á -um leiðir. Vænti ég þeiss, að vonir okkar um islenzka framtíð rætisit og að mannkynið sleppi við þau ósköp, sem vofðu yfir framan af ævi þeirra, sem nú em á miðj- um aldri. Og b-etri íslending g-et ég naumast hugsað mér -en 'þenn a-n einræna aus-tfirzka heims- borgara, sem vildi bylta þjóð- félaginu. en þó samræma gam- 'alt og nýtt. S-líkt er góðu-m dreng nokkur vandi. Samt skiptir víst öllu, að það lmppn-ist. Bjarni þé¥i mislvndur. Hann var fi-lvörugefinn að eðlisfari, en -harkaði af sér á góðri -stund og gH þá orðiff h'-ess og kátur. Fa-nnst manni þá oft eins og fargi væri -af -honum létt og þecsi einfari -allur annar. Hann lcveið v-etri, en fagnaði vori, og leinlæg var gleði ha-ns -að sjá fa-Meg og hra-ust börn að leik. Þá bráði jafnan af honum, þó að -hann væri dapur í bragði. Sjónarsviptir er að Bjarna frá Hefteigi og sár harmur kveðinn að ekkju 'hans og sonum, for- eldram og systkinum og öðru vandafólki. Um slíkt tjóar ekki að fást, því að enginn má sköpum renna. Ég gat ekki heim sótt Bjarna eftir að sýnt var, að hverju fór. Hann varð ekki þannig kvaddur. Látnum þakka ég honum kynni okkar og árna honum góðs. Helgi Sæmundsson. Sporin tala Framhald af bls. 9. stöku hljóðmótun hvers og eins er haegt að skrá, þannig að viðkomandi þekkist, þótt hann reyni að breyta rödd- i-nni, eða táli á öðru tungu- máli en sínu eigin. Amerískur tæknifræðingur, Lawrence G. Kersta hefur gert merkilegar tilraunir. Hann hefur sanniað, að raddir sömu fjölskyldu — jafnv-el tvíbura — eru ólík-ar! Hann lét 25 manns segja sömu orðin, t.d. ég, það, þú. Enginn sagði þetta eins. Þannig fann hann lykil- hljóð, sem urðu -grundvöllur nákvæms niðurröðunarkerfis. Þetta kerfi, sem hann kallaði „hljóðstöfun“ reyndist 97% öruggt. Þessa „hljóðstafi‘-‘ skráði hann með hjálp tæki-s, sem ritaði hljóðin á tá-knmáli, sem síðan var hægt að lesa úr á venju- legan hátt. Þessu tæki hefur verið -gefið nafnið „Hljóðskrif ari“ (Sound Spectographl. Blóðflokkar og gipsmótun Blóðflokkarnir bafa mi'kla þýðingu í afbrotamálu-m. Rænt var fleiri hundruð þúsund pesos úr banka í Chile. Gjald- kerinn særðisl í árásinni. Þeg ar lögreglan kom á staðinn, lá gjaldkerinn á gólfinu og saigði við þá; — Einn ræningjanna var með sár á hendinni og þessir blóðblettir eru frá honum. En nú kom rr.-argt einkennilegt í ljós, svo að ákvkeðið var'’ að ,iannsaka blóðflokk alls sta-rfs liðsins í bankanu-m og þá gjaldkerans fyrst og fremst. Niðurstaðan varð furðulieg. Starfsliðið hafði blóðflokkana O, A, og AB. Blóðfl-okkur gjald kerans var B. Blóðblcttirnir voru úr sama flokki. Þessi nið urstaða kom lögr-eglunni til að fyllast lortryggni. Að lok- um fór svo, að gjaldkerinn viðurkenndi að vera ræning- inn. Hann ætlaði að reyn-a- að hylja verknaðinn á þennan hátt! Það er oft erfitt að auðg- kenna lík, sem iinnast. Ef hægt er að ná fingraföru-m hjálpar það oft, en það eru líka til aðrar aðferðir. Lög-regl an hefur víða samvinnu við góða myndhöggvara, sem gera afsteypur af höfðum lík -anna. Þær, er.u síðan málaðar á se-m eðlilegastan hátt og s-lillt út til sýnis almenningi, se-m oft þekkja viðkomandi persónu. Tennurnar hafa einn ig mikla þýðingu. Neglurnar geta oft upplýst lögregluna um, hvaða starf við-komandi maður hefur stundað. Krufn- ingin og blóðílokkurinn, ef hægt er að ná honum, g-eta afhjúpað sjúkdóma, sem auð- velda leitina. Rannsóknirnar eru .imargvíslegar. Daglega k-ernur eitthvað fyrir, afbrot, morð eða fólk týnist. Það fæð ast börn, sem enginn vill gang asl við. Barn tapast eða finnst. Margir liía allt sitt líf, án þess að h-afa hugmynd um hverjir þeir eru. Aðrir þjást af minn isleysi eða einhverjum álíka sjúkdc-mum og það koma fyrir óhöpp, sem alls ekki eru ó- höpp heidur skipulögð af- brot. Þetta eru mál, sem lögregl- an glímir við, því hún hefur m-esta reynslu á þes-suim svið- um. Þessi vandamál eru marg vísle-gri en almenningur ger- ir sér grein fyrir og þess- vegn-a er unnið hvíldarlaust að því að fullkomna tæknina á þessu sviði. SMURSTÖÐIN SÆTÚNl 4 _ SÍMI :ó 2 27 UÍLLINN ER SMURf'UR KLJÓTT OU VEL. SELJUM ALLAtí TEGUNOlll AF SMUROLÍU. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. a.VILKT BRAUÐ SNITTUR BHAUÐTtíRTUR BRAUÐHUSIT SNACK BAR Laugavegi 126, EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Burstafell byggi nga vöruverzlun Héttarholtsvegi 3. Sími 38840. ÓTTAR YNGVASON héraðsdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLÍÐ 1 S(MI 21296 SMURT BRAUD SNITTUR - ÖL - GOS Opið frá 9-23,30. — I’antið límanlega í veizlur. BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 1-60-12. J0 26. júlí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.