Alþýðublaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 7
» » * * • 11 ' t r í |?t Mfiij f*f 13tiÍt«S«X!tl? lllv I »>I1 ?Tir*fin ff * f Rf I f f 1» ftlfll* 1 f HU1 »*í ! » MII *» * I' M *• >»!niM»mf't>viV8ii**■*»•*? ?s m*.*»».*** Rætt ¥iS QuSJcn Ingimundarson, íþróttskennara á Sauóárkróki, um aðstöðu til íþrétfai^kana og fleira. Er frétíamaður blaðsins var staddur á lands- mótinu að Eiðum fyrir skömmu átti hann tal við Guðjón íngimundarson, íþróttakennara á Sauðár- króki, í tilefni af því að ákveðið er að halda næsta landsmót UMFÍ á Sauðárkróki árið 1971. —- Hvaða aðstaða er hjá ykkur tit að halda slíkt mót? — Við höfum malarvöll, en erum að gera grasvöll. hannig ha.gar til á Sauðárikróki að basrinn er byggður undir há- um brekkuin. Aðalbyggðm er á láglendinu undir brekkun- um og þar hefur einnig verið aiu.urkaö íþróttasvæði. Syðst á svæðinu er malarvöllur, sem var gerður fyrir nokkrum ár- um; tekinn í notkun í kring- um árið 1950. Þar næst er svæði, seín er ætlað fyrir gras völl, og við ætlum að ljúka við gerð hans fyrir næsta landsmót: Næst tekur við sundlaug, sem sömuleiðis er hálfbyggð, en hefur samt ver ið í notkun síðan 1957. Þeim áfanga, sem nú er í smíðum, ætlum við að ljúka við fyrir landismótið. Það eykur á ánægju okkar að fá að haltíia landimótið 1971, að þá eru 100 ár liðin frá því að staðurinn byggðist. Það var árið 1871, ssm maður sezt fyrst að á Sauðárkrcki sem heimilisfastur, og var sá maður smiður. Þar áður hiafði verið verzlunarstaður á Sauð- árkróki, en viðkomandi höfðu þar ekki fast aðsetur. — Hvernig eruð þið búnir undir landsmót? — Héraðið er kannski bæði stórt og fagurt, en það er ekki ýkja fjölmennt, og þar af leið andi er okfcur talsverður vandi á höndum að taka að okkur framkvæmd landsmóts. Það kostar mikið og óeigingjarnt starf og krefst öflugs íþrótta- lífs. Ef við tökum til saman- burðar Héraðssambandið Skarphéðinn, sem stóð fyrir hinu rómaða Laugarvatnsmóti, og svo þetta mót hér, sem mér hefur líkað mjög vel, þá er það ljóst að þessi samtök eru mun fjölmennari en við. Þá hafa landsmótin stöðugt ver- ið að vaxa í sniðum og orðið veglQgri, og því verður sífellt erfiðara að sjá um þessi mót. — Eru ekki landsmótin orð in full umfangsmikil, ef svo mætti að orði komast? — Það eru deildar meining ar um það hvort allar keppnis greinar eiigi heima á lands- mótunum. Fyrsta skrefið til að draga úr ■ umfangi þeirrá var stigið núna, þar sem nú var eklti samtímis þing UMFÍ. Það léttir á forráðamönnum mótsins, bæði hvað snertir undirbúning og húsnæðisþörf. Það er deilt um, hvort auka eigi við eða fáekka keppnis- greinum, og ég tel t.d., að sundíþróttin sé dálítið útund- an. Það eru teknar með flest- allar frjálsíþróttagreinar, en fóar sundgreinar. Hins vegar er erfitt -að bæta við. Aðstaða til sund'keppni á landsmótum hef,ur að jafnaði verið lakari en til frjálsíþrótta. Starfsíþrótt ir eiga að mínu áliti heima á slíkum mótum, en skoðanir eru skiptar um hvað þær eigi að skipa mikið rúm. — Áttu ekki von á því að íþiróttalíf í Skagtl irði efjist við væntanlegt landsmót? — Það er eðlilega ætíð mark mið með íþróttamótum a<5» efla íþróttastarfið, og ef vel tekst tíl, þá hafa slík mót hvetjandi áhrif. Hins vegár ber þess að gæta að undirbúning- ur landsmóts krefst svo mik- illar skipulagsvinnu, að það getur reynzt erfitt áð géra hvort tveggja í senn að blása lífi í íþróttaslarfsemi viðkom andi byggðarlags og sjá sóma samlega um skipulagslegu hliðina. Þá má líka benda á, að samfara slíkum mótum er lögð áherzla á uppbyggingu í- þróttamannvirkja, sem geta orðið mikil lyftistöng fyrir í- þróttalíf héraðsins. — Hvaða íþróttagreinar vill unga fólkið hjá ykkur stunda? — Það er margt á döfinni. Við eigum fáa en ágæta frjáls íþróttamenn; en ekki sigur- vegara hér neima í einni grein» — Gest Þorsteinsson í lang- stökki. Við eigum liðtækhsund folk, þó það sé ekki meðal sig urvegara á þessu móti. Körfu knattleikur er nokkuð í upp- siglingu hjá okkur og í hand- knattleik höfum við verið mteð í íjöldamörg ár. Knatt spyrnum'enn höfum við átt nokkuð góða og erum í úrslit um á þessu móti (Skagfirðing ar unnu knattspyrnukeppnina eftir jafntefli gegn Þingeying- um í úrslitaleiknum). Við höf u-m aldrei sett okkur það mar.k, og getum það vart, að sigra . stóru félögin í stiga- keþpni, enda er það ekki aðal- atriðið. Guðjón Ingimundarson lanna samruna þriggja banka LONDON, 25. júlí. — Brezka stjórnin bannaði í dag, að þrem- ur af stærstu bönkum Bretlands verði steypt sgman. Er hér um að ræða bankana Barclay’s, Lloyds og Marcins. -„Slík sam- steypa væri ekki í þágu almenn- ings,” sagði Crosland, verzlunar- málaráðherra, í neðri málstof- unni í dag. Stjórnin mundi ekki með nokkru móti fallast á, að Barc- lays og Lloyds sam?inuðust, en hefði ekkert á móti því, að ann- arhvor þessara riaabanica gleypti í sig Martins, sem er lang minnstur þessara þriggja. Ákvörðun þessi byggist á þeirri skoðun, að of mikil ein- béiting í bankakerfinu sé ó- æskileg. Samsteypa þessara þriggja banka hefði orðið fjórði stærsti banki heims og nofði sennilega leitt af sér samruna Midland Bank og National West- minster Bank. Frá lagalegu sjónarmiði getur stjórnin strangt tekið ekki hindr- að samruna sem þennan, en hins vegar er talið sennilegast, að bankarnir fari að vilja ríkis- scjórnarinnar, segir AFP. Frá setningu Eiðamótsins. Fánahylling (Ljósm. SJ) Neita banrsi London, 24. júlí. Brezka stjórnin vísaði í öag á bug þeirri hugmynd að banna pólitískar skoðanakann- anir og vaðmól í brezkri kosn ingabaráttu. Kemur , skoðun stjórnarinnar fram í ,,hvítri bók“ um nýj.u kosningalögi)T. Stjórnin vill lækka kosninga aldurinn úr 21 ári í 18 — en það mundi fjölga kjcssndum um nálega 3 milljónir. Nefnd fulltrúa allra flokka hefur-undanfarin þrjú ár rætt br&ytingarnar á kosningalög- unum, og sú ókvörðun stjórn- arinnar að lækka kosningaald ur og leyfa skoðanakannanir er frábrugðin meðmælum nefndarinnar. Vildi nefndin að ein's lækka kosningaaldurinn niður í 20 ár. 26. jújí 1968 •— ALÞÝÐUBLAÐIÐ J i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.