Alþýðublaðið - 01.09.1968, Síða 11

Alþýðublaðið - 01.09.1968, Síða 11
innDSHORnn m í miiii Höfn í Hornafirði A. I. Lít.l sjósókn hefur verið héðan að undanförnu, enda afli isáralítill. Lítið hefur ver ið að gera í frystihúsinu. Hum arveiðfn hefur alg.iörlega tírugðizt. Nýjaista skip Horn firðinga, Gissur hvíti, er að leggja af stað á síldveiðar. Hér hefur verið m fcill ferða mannastraumpr í sumar og gengið erfiðlega að útvega ferðafólki húsaskjól, þar sem hótelið hefur alltaf veróð fullt. Dregið hefur úr ferðamanna straumnum undanfarna daga, enda hefur veður verið leiðin legt og mikil rigning. Heyskapur hér í nærsveitum gekk vel í sumar og hafa bænd ur í Lóni, Suðursve t og á Mýr um selt töluvert heymagn vest ur í land. Djúpivogur Á. K. 2 bátar stunda veiSar héðan með humartroll, en afli þeirra hefur verið lítili í sumar. 4 trillur og 1 de’kkbátur hafa róið héðan með handfæri og hefur afli þeirra verið mjög sæmilegur. Svo til stöðug vinna hefur veríð í frystilms inu í sumar og allir haft ein hverja atvinnu. Hér eru 4 íbúðarhús í smið um, þar af 3 á vegum Bygg ingafélags verkamanna. Allir vonast til að síldin komi er haustar og bafa menn unnið í allt sumar, við að und irbúa síldarplanjð hér á staðn um. Er það tilbúið t:l að taka á móti síld. í fyrra hófst sölt ui^hér ekki fyrr en um miðj an október og eru menn þess vegna vongóðir enn. Tíðarfar hefur verið mjög gott 'hér í sumar og heyíeng ur verið góður í sveitunum hér í kring. Nýting hefur ver ið góð. Reiknað er með að á milli 11 — 12 þús. fjár verðí slátrað hér í sláturhúsinu í haust. Fáskrúðsfjörður S. E. 1 bátur er gerður háðan út á síld, Bára, en hann hefur afl að sáralítið. Hoffell er gert út héðan á línu og hefur afli skips ins verið tregur. Trillubátar hafa fengið talsverðan afla og halda þeir frystihúsinu gang- and\, nú sem stendur. í fyrra voru byggð hér 11 íbúðarhús og er nú unnið við að fullgera þau. Engar nýbygg ingar hafa átt sér stað í ár. Síldarsaltendur hér á Fá skrúðsfirði eru vongóðir um að síld berist hingað er 'haust ar. Hér eru 3 síldarsöltunar plön. Á plani Hilmis h.f. hef ur í sumar verið byggt 400 fermetra hús, fyrir síldarsölt un. Egilsstaðir G. E. Hreindýraveiðar standa hér yfir til 20. september og er mikil ásókn í skotleyfi, að sögn Egils Gunnarssonar, hrein dýraeftirlitsmanns. Hreindýra skyttur sækja aðallega á Fljóts dalsheiði og Fellsheiði. Dýrin eru vel útlítandi og í mjög góð um holdum. Sumarið hér hefur verið mjög gott, allt fram í miðjan ágústmánuð. Hafa verið hér þurrkar og hlýindi. Spretta var hér fremur léleg vegna vorkulda. Umhleypingar hafa verið hér, frá miðjum ágúst að telja. Nokkur ferðamannastraum ur hefur verið um Egilsstaði í sumar, en umferð um Egils staðaflugvöll er stórlega mimii í ár en undanfarin ár. Valda því m.a. minni sildveiðar, en flugvöllurinn hefur á undan förnum árum verið umferðar miðstöð síldarfólks á Aust fjörðunum. Þá er einnig mun minna um einkaflug og kennsluflug hér á vellinum. Atvinna hefur verið næg fyrir þorpsbúa í sumar, svo og fólk úr næstu sveitum, er sótt hefur vinnu hingað. Lít!ð hefur hér hins vegar verið um fólk, lengra að komið, við vinnu. Heyðarfjörður G. S. Hér hefur verið fremur lítil atvinna í sumar. 8 trillur hafa stundað veiðar héðan í sumar, en afli verið fremur lítill. Nokkuð hefur ver'ð um kola veiðar hér á firðinum og er kolinn heilfrystur hér í frysti húsinu. Fremur er örðugt að koma kolanum á markað. 1 bátur er gerður héðan út á síld, Gunnar. og hefur hann komið með 300 sjósaltaður tunnur til Reyðarfjarðar. Vél báturinn Snæfugl er í síldar leit. 4 síldamlön verða starf rækt hér, ef síld berst í haust. í fyrra var hér saltað í 15 — 16 þús. tunnur síldar. Nokkur íbúðarhús eru í smíð um hér á Reyðarfirði og nú standa hér yfir vatnsveitufram kvæmd'r. Er verið að leggja aðalvatnsæð gegnum þorpið. Sumarið hefur verið sérlega gott, engin tún kalin, heyfeng ur prýðilegur og nýting góð. Varla er hægt að segja að rjgnt hafi að ráði í sumar fyrr en í gær. Ólafsvík O. Á. Afl{ Ólafsvíkurbáta hefur vevið lélegur, það sem af er ágúst. Annars hefur tíðarfar veríð með ágætum. Héðan róa 16 bátar. Lítil er um bvggingarfram kvæmd:r. en í sumar var þó hafjn smíði læknisbústaðar, á vegum hins öpinbera. Nokkur vinna hefur verið við hafnarframkvæmdir í sum ar og hefur bæði verið unnið að viðgerðum á bryggjum, svo og dýpkun hafnarinnar. Hvaínmstangi B. G. Heyskapur hefur geng'ð von um framar í sumar, en þó hafa bændur þurft að kaupa tölu vert af heyi. Hafa þeir fengið heyið úr Borgarfirði. Fljóts- hlíð og úr Grímsneai. Nokkrir bændur héðan úr nágrenninu heyjuðu á Hvanneyri í sumar. Hér í þorpinu eru þrjú íbúð arhús í smíðum, en t l sveita hafa byggingarframkvæmdir verið með minna móti að und anförnu. Skagaströnd B. B. Hér e'r í dag (30,8) eitt versta veður er komið hefur á þess um árstíma í áraraðir. f sumar hefur tíðarfar að öðru leyti verið gott. Héðan eru gerðir út 4 dekkbátar og nokkrar trillur. Veiði bátanna hefur verið mjög góð, betri en mörg undanfar:n ár, miðað við sama árstíma. Te’lja fróðir menn að þessi mikla veiði stafi af ísnum, sem hér var i vetur og vor, og hafi fiskurinn af hans völdum fengið frið fyr ir togurunum. Bátarnir sækja nokkuð langt á miðin, eða út á Skagagrunn og vestur að Ströndum. Annað fryst:húsið hér á staðnum hefur verið starfrækt í allt sumar og vinna þar ver ið stöðug. Byggingarframkvæmdir eru með minna móti í ár og liefur ekki verið hafizt handa við pýbyggingu. Heyfengur er góðuT hér Í nágrenninu og nýting góð, þótt heyvinna hafi byrjað hér mán uði seinna en venjulega. Forset r fimmta sinn Jose Maria Velasco, sem lengi hefur komið við sögu í óróasömu stjórnmálalifi Ecua dor verður í dag settur í emb æti forseta landsins. Er það í fimmta sinn sem hann tekur við embætti æðsta manns lands ins. í fjögur fyrri skiptin hefur Velasco gengið illa að halda völdum. Þrisvar hefur hann orðið að hrökklast frá völdum vegna byltinga hersins og tvis var hefur hann farið í útlegð til annarra suður-amerískra landa. Hann hefur efnungis set ið að völdum eitt heilt kjör- tímabil, þ.e. árin 1952 tl 1956. Ferill þessa háa, sköllótta manns, sem venjulega gengur með dökk gleraugu, sýnir aug ljóslega hvernig stjórnmálin ganga fyrir sig í litlu lýðveld unum v.ð Kyrrahafsströnd S-Am,eríku. í 138 ára langri sögu Ecuador hefur landið átt 17 stjórnarskrár. í nýjustu stjórnarskránni kveður á um að forsetakosningar skuli fara fram reglulega á fjögurra ára frest'. Forseti er kjörbær að nýju eftir fjögurra ára fjar- veru úr forsetastóli. Um milljön manns greiddi atkvæði í kosningunum í Ecua dor í júní og fór kosningabar áttan friðsamlega fram að mestu. Velasco er nú 74 ára gamall og er afkomandi Alvaro de Ibarra, sem var náinn sam- starfsmaður frelsishetjunnar Simon Bolivar. Velasco varð Ijóst eftir kosn ngarnar, að hann yrði að mynda stjórn sem flefr': ættu hlut í en hans eig!n flokkur. í fyrsta sinn á valdaferli sínum mun Velasco velja pólitískan andstæðing til að pegna störfum varaforseta. Velasco er þekktur fyrir ræðusnilli sína og starfsþrek. Hann kom fyrst í ljós sem stjórnmálamaður árið 1932, en þá var hann valinn fulltrúi á Franihald á 13. síðu. VELJUM iSLENZKTídl(SLENZKAN IÐNAÐ (H) ilia sNO- Húsbyggjendur - Byggingarfélög Runtal-ofninn hefur þegar sannað yfirburði sína 1. sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ H

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.